Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NSJÁVARÚTVEGUR  Ein niðursveifla (reyndar afar stór) í bland við nokkur Enron- tilfelli breytir slíku viðhorfi nánast á augabragði. Í dag þykir það vera óðs manns æði að mæla með hlutabréfum sem fjárfestingu. Ný bók vekur upp væntingar um að á ferðinni sé sígilt verk Þ RÁTT fyrir stöðugan niður- skurð á leyfilegum þorskafla og að síðasta áratuginn eða svo hafi verið farið nánast í einu og öllu að ráðleggingum fiskifræðinga við ákvörðun heildarafla, virðist þorskstofninn ekki ná að bragg- ast. Því er eðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort beitt sé réttum aðferðum við uppbyggingu þorskstofnsins. Ein af meginniðurstöðunum í nýafstöðnu tog- araralli Hafrannsóknastofnunarinnar var sú að hitastig sjávar allt í kringum landið mældist hærra en verið hefur í 19 ár eða frá því að togararallið hófst. Þegar rætt er um hlýnandi sjó við landið er þó varasamt að segja að sjórinn sé beinlínis að hlýna, heldur hefur hlýsjór fyrir sunnan land haft meiri áhrif á hitastig sjávar fyrir norðan landið fyrir tilstilli sterkari strauma. Þannig berst meira af hlýj- um og selturíkari sjó norður fyrir landið en gert hefur frá árinu 1997. Fræðimenn telja að seltumagn sé betri mælikvarði á ástand sjávar en hitastig, þar sem seltan er ekki eins háð árstíðum og hitastig. Það er hinsvegar mikil fylgni milli seltu- magns sjávar og hitastigs hans. Hlýr og selturíkur sjór er talinn efla lífríki sjávar, hann er næring- arríkari og í honum dafna betur þör- ungar sem lífkeðjan í hafinu bygg- ist á; dýrasvif lifir á þörungunum, loðnan á dýrasvifinu, þorskur á loðnunni o.s.frv. Því má segja að þegar meira er af hlýjum og selturíkari sjó, verði lífsskilyrðin í hafinu betri. Á þessu eru þó undantekningar eins og sjá má á hruni hörpudiskstofnsins í Breiða- firði sem rakið er til of hás hitastigs sjáv- ar. En almennt segja fræðin að flestar fisktegundir uni sér betur í hlýrri sjó og þá verður framleiðni þeirra meiri. Fiskifræðingar hafa enda greint meiri framleiðni í hafinu við landið síðustu árin. Sterkari seiðavísitölur í þorski hafa verið mældar frá árinu 1997 en nokkru sinni fyrr eða um það leyti sem bera fór á hlýrri sjó við landið. Með sterkari straumum berst einnig meira af seiðum á uppvaxtarstöðvar fyrir norðan landið og í hlýrri sjó vaxa seiðin hraðar, vitanlega að því gefnu að þau fái nóg að éta. Það hefur m.a. verið sýnt fram á það í fiskeldi að hærra hitastig hraðar efnaskiptum í fiski, þ.e.a.s. ef fiskurinn fær nóg að éta. Fiskifræðingar segja þó ekki bein tengsl milli hlýrri sjávar og stærðar fiskistofna, það sé með öðrum orðum ekki þar með sagt að þorskstofninn stækki þó að hitastig sjávar við landið hækki. Hins vegar má hafa í huga að svipað hitafars- ástand ríkti í hafinu við Ísland fyrir árið1965 en það ár gekk hafís að Norðurlandi og hafði vitanlega áhrif á hitastig sjávarins. Þó að erfitt sé að benda á bein áhrif hafíssins á lífríkið í hafinu má þó nefna að norsk-íslenska síldin hvarf af Íslandsmiðum um þetta leyti. Eins minnkaði augljóslega fram- leiðni lífrænna efna í hafinu, einkum fyrir norðan og austan landið. Þá var þorsk- stofninn mun stærri en nú er og má nefna sem dæmi að árið 1964 veiddu 393 bátar á svæð- inu frá Hornafirði, vestur um að og með Súðavík, alls rúm 234 þúsund tonn af þorski á vetrarvertíð eða á tímabilinu frá 1. janúar til 30. apríl. Aflinn varð síðan mun minni næstu ár á eftir. Hitastig sjávar er háð mörgum og flóknum þáttum og því erfitt að spá fyrir um hver þróunin í þessum efnum verður á allra næstu árum. Þó er ekkert í spilun- um nú sem bendir til annars en að sú þróun sem verið hefur síð- ustu árin haldi áfram, a.m.k. næsta árið. Þannig má, með tölu- verðri einföldun þó, ætla að haldi svipuð þróun áfram í hitafari sjávar skapist meiri líkur á að hægt sé að byggja upp sterkari þorskstofn, enda hafi hinir sterku seiðaárgangar undanfarinna ára meiri möguleika á að komast á legg, þar sem fæðuframboð í hlýja sjónum ætti að vera meira. En hvað hefur breyst í fiskveiðunum sjálfum í upphafi 7. áratugarins borið saman við fiskveiðarnar í dag? Margir hafa bent á að fyrir árið 1970 voru engar loðnuveiðar stundaðar hér við land. Vöxt- ur þorsks stofnsins se er hins vega ins meira e óvissa er nú ingum fyrir Margir t beinni samk að sú staðre veidd hátt í að hafa áhr þá að hluta um stundir. rækjuveiðar en rækjan e seðli þorsks ið bent á að veiðar verið sýnt hefur v arlegt mag keppni við t Hvort að á vöxt og við að segja til sem segir a miklu stær ólært um áh samspil þor tegunda sem stofnaranns rannsóknav stofnun vinn Þó er ljós eins ákjósa Hitnar und Skilyrði til uppvaxtar sterkra þorskárganga hafa sjaldan veri      %&'( %&') %&'* %&'+ %&'' %&'& #                     !     "#   " # Lítið hefur áunnist við uppbyggingu þorsk- stofnsins síðustu árin og eru margir orðnir lang- eygir eftir betri árangri. Helgi Mar Árnason og Hjörtur Gíslason leituðu skýringa og ræddu við þrautreynda skipstjóra sem muna tímana tvenna á Íslandsmiðum. ................. N á i s t e k k i á r a n g u r v i ð u p p b y g g i n g u þ o r s k s t o f n s i n s v i ð þ e s s i s k i l y r ð i h l ý t - u r a ð v e r a t í m a - b æ r t a ð m e n n l í t i í e i g i n b a r m ................. SKÁLDSÖGURNAR We eftir Yevgeny Zamyatin, Brave New World eftir Aldous Huxley og 1984 eftir George Orwell beina sjónum sínum að framtíðarþjóðfélögum. Nálgun þessara höfunda er að mörgu leyti lík, þó skoða þeir samhliða því ólíkar hliðar framtíðarþjóðfélagsins frá mismunandi sjónarhornum. Svipaða sögu má segja um margar bækur sem beint hafa sjónum sín- um að fjármálabólum á verðbréfamörk- uðum. Meðal þekktra sígildra verka á því sviði má nefna Manias, Panics, and Crash- es eftir Charles P. Kindleberger sem að- allega skoðar bólur út frá efnahagslegu sjónarmiði, Extraordinary Popular Delus- ions & the Madness of Crowds eftir Charl- es Mackay, sem beinir sjónum sínum að þeim sálfræðilegu og félagslegu aðstæðum sem leiða til hjarðhegðunar, og Only Yest- erday eftir Frederick Lewis Allen, en hún gefur góða sagnfræðilega greiningu á því hvernig hlutabréfabólan myndaðist á þriðja áratugnum. Rétt eins og skáldsögurnar sem minnst var á hér að ofan skoða þessi rit sama fyrirbærið en varpa ljósi á ólíka þætti þess. Nýlega hafa nokkur góð verk bæst í þann hóp. Bókin Devil Take the Hindmost eftir Edward Chancellor gefur heilsteypta mynd af myndun bóla frá sagn- fræðilegu umhverfi á meðan Irrational Exuberance eftir Robert J. Shiller lýsir vel þeim félagslegu þáttum sem eiga sér oft stað á slíkum tímum. Á síðasta ári kom út enn ein bókin sem snýr að fjármálabólum. Titill bókarinnar, Markets, Mobs, & Mayhem: A Modern Look at the Madness of Crowds, vísar aug- ljóslega í titil á verki Charles Mackay og vekur upp væntingar að hér sé á ferðinni uppfært sígilt verk. Rétt eins og bók Mackey snýr hún sérstaklega að hjarð- hegðun og veitir auk þess ráð til að vinna á móti henni. Höfundurinn er Robert Menschel, en hann hefur áratuga reynslu á verðbréfamörkuðum hjá Goldman Sachs og hefur því upplifað tímana tvenna. Formáli bókarinnar fjallar um samtíðaratburði sem leitt hafa til hjarðhegðunar, oft með ófyr- irséðum afleiðingum á hlutabréfamörkuð- um. Menschel sýnir með skýrum hætti hversu fljótt viðhorf manna getur breyst, jafnvel hvað varðar grundvallaratriði. Eitt árið þykir öllum eðlilegt að lífeyrissjóðir stórauki fjárfestingar sínar í hlutabréfum. Ein niðursveifla (reyndar afar stór) í bland við nokkur Enron-tilfelli breytir slíku við- horfi nánast á augabragði. Í dag þykir það vera óðs manns æði að mæla með hluta- bréfum sem fjárfestingu, þrátt fyrir að lög- málið um að þau séu besta langtímafjár- festingin haldi auðveldlega velli og gengi þeirra hafi ekki verið jafnhagstætt svo ár- um skiptir. Menschel bendir á að jafnvel reyndustu samstarfsfélagar hans voru margir hverjir sannfærðir um að Cisco, sem var enn sumarið 2000 tískufyrirtæki, væri fjárfesting sem barnabörnin ættu eft- ir að njóta góðs af þrátt fyrir að öll töl- fræðileg rök gæfu til kynna að slíkt byggð- ist á óskhyggju. Hjarðhegðun hefur þó ekki verið einskorðuð við hlutabréfamark- aði. Mikil hræðsla náði heljartökum á heimsbyggðinni vegna örfárra tilfella af miltisbrandi í bréfasendingum. Líkurnar á því að fá slíka sendingu voru þó töluvert minni en að verða t.d. fyrir eldingu, jafnvel minni en að verða fyrir eldingu með golf- kylfu í hendi. Því má bæta við að á Íslandi var ein fjármálastofnun rýmd vegna slíks tilfellis þegar starfsmaður fékk hvítt duft á hendurnar við að opna eintak af tímaritinu The Economist. Flestir áskrifendur tíma- ritsins þekkja að plastið utan um tímaritið litaði hendur fólks iðulega við að rífa það í sundur. The Economist breytti umbúðun- um snarlega til að forðast fleiri slík tilfelli. Fyrsti fjórðungur bókarinnar Markets, Mobs, & Mayhem er fullur af fróðleik varðandi fjármálabólur. Veitt eru dæmi um hvernig hjarðhegðun átti sinn þátt í stig- mögnun fjármálabóla og hvernig sumir náðu að nýta sér þær. Umfjöllun bók- arinnar um áhrif veraldarvefjarins á fram- tíðina og hvernig hann ætti eftir að al- þjóðavæða heiminn er skemmtileg lesning, enda er mikið bakslag nú þegar komið í slíka drauma. Menschel bendir á hvernig fjallað var um efasemdamenn sem ein- hverja sem „skildu“ ekki framtíðina en það var reyndar það sama og efasemdamenn hvað varðar Enron og aðrar fjármálabólur fengu að heyra á sínum tíma. Einnig er í bókinni veitt ráð til að forðast það að verða fórnarlamb slíkra bóla, jafnvel hvernig hægt sé að nýta sér þær. Samantekt á slíkri ráðgjöf er í lok fyrsta kafla sem vert er að lesa nokkrum sinnum. Því miður endar besti hluti bókarinnar eftir þá umfjöllun. Það sem eftir kemur er að mestu leyti samansafn greina sem aðrir hafa skrifað um atburði sem tengjast hjarðhegðun. Margt af því er áhugavert en fátt tengist verðbréfamörkuðum. Auk þess ráða dæmisögurnar allt of mikið ríkjum á kostnað umfjöllunar um eðli þeirra eða samband þeirra við verðbréfamarkaði. Markets, Mobs, & Mayhem veldur því í heildina séð vonbrigðum, þó svo að inn- gangur bókarinnar og fyrsti kafli sé í há- gæðaflokki. ll HLUTABRÉF Már Wolfgang Mixa Hjarðhegðun á markaði mixa@sph.is „Ekki gleyma að hlutabréfamarkaðir sveiflast stöðugt milli græðgi og hræðslu. Þegar græðgin nær hámarki hverfa hreinlega góð kauptækifæri, sama hversu mikið við hugsanlega reynum að óska þess að þau verði að veruleika. Þegar hræðsla nær hámarki og búið er að kreista úr markaðnum alla bjartsýni eru góð kaup- tækifæri út um allt.“ (Robert Menschel, Markets, Mobs, and Mayhem: A Modern Look at the Madness of Crowds, bls. 49.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.