Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 B 5 NFRÉTTIR ÍSLENSK fyrir- tæki standa almennt frammi fyrir mikilli gjaldeyrisáhættu í starfsemi sinni en mikill meirihluti fyr- irtækja í Kauphöll Ís- lands, eða tæp 90%, hefur varið sig gegn þeirri áhættu með einhverjum hætti eða eru með fyrirætlanir um að gera slíkt. Mesta áhættan sem fyrirtæki standa frammi fyrir er áhrif gengissveiflna á tekjur og skuldir en minnst áhætta er áhrif gengis- sveiflna á eignir. Algengustu varn- araðferðirnar eru framvirkir samningar og gengisbundin lán í erlendri mynt. Þetta eru helstu niðurstöður í lokaverkefni Péturs Arnar Sverrissonar hdl. og MBA frá viðskiptadeild háskólans í Stokkhólmi, en yfirskrift verkefn- isins er Varnir gegn gjaldeyris- áhættu – Notkun varnaraðferða í íslenskum fyrirtækjum öðrum en fjármálafyrirtækjum. Verkefnið vann Pétur útfrá spurningalista sem hann sendi til allra fyrirtækja sem skráð eru á aðallista í Kauphöll Íslands ann- arra en þeirra sem stunda fjár- málastarfsemi. Svarhlutfall var 42%, þ.e. 18 fyrirtæki svöruðu spurningalistanum. Átti vel við núna Pétur Örn segir í samtali við Morgunblaðið að sér hafi þótt áhugavert að taka þetta efni fyrir vegna þess hve vel það ætti við núna þegar gengi gjaldmiðla og sveiflur á því á milli ára hefur af- gerandi góð áhrif á afkomu mjög margra fyrirtækja hér á landi en til samanburðar var því þveröfugt farið árið 2001. „Ísendingar eru afskaplega háð- ir erlendum viðskiptum og við höf- um búið við miklar sveiflur í gengi gjaldmiðla. Þetta er eitthvað sem fyrirtæki verða að hugsa fyrir. Það kom reyndar á daginn í könnun minni að mörg fyrirtæki hafa gert áætlun til að mæta gjaldeyris- áhættu í starfseminni og þeir sem ekki eru búnir að því eru að vinna í því að móta sér slíka stefnu. Þannig að það er greinilega mikil vakn- ing í þessu.“ Pétur segir að þrátt fyrir vaxandi vitund um þessi mál meðal fyrirtækja sé það nokkuð mismun- andi hversu langt menn eru komn- ir í að verja sig, og hversu viða- miklar varnirnar eru. Varðandi það hvort að fyrirtæki teldu að varnaraðgerðir væru að skila ár- angri, segir Pétur að almennt hafi fyrirtæki sem lengra voru komin í þessu verið ánægð með útkomuna. „Þó svo að það kosti 1–2% að verja sig þá er horft á það eins og tryggingariðgjald. Það er meira að segja hægt að kaupa tryggingu gegn þessu, þó að það sé ekki hægt hér á landi. Þó má segja að svokallaðir valréttir hafi trygging- arskyldleika þar sem maður kaup- ir möguleikann á að nýta sér kaup á gjaldeyri á ákveðnum tíma, en er ekki skyldugur til þess. Þetta kostar aftur á móti peninga. Framvirkir samningar þar sem þú skuldbindur þig til að kaupa eitt- hvað á ákveðnum tíma í framtíð- inni eru hinsvegar ókeypis við inn- göngu, en maður tekur gríðarlega áhættu.“ Pétur segir að forvitnilegt sé að skoða í þessu samhengi hvort svo- kölluð „translation risk“ eða skiptiáhætta hafi áhrif á lánshæf- ismat fyrirtækja. Þarna á Pétur við vanda sem getur komið upp þegar stórfyrirtæki sem t.a.m. gerir upp í evrum fær tölur frá útibúum sínum í öðrum löndum sem gera upp í öðrum gjaldmiðl- um, gjaldmiðlum sem hafa t.d. lækkað mikið gagnvart evru. „Þá er spurningin hvort það borgi sig ekki að verja sig fyrir slíku. Þetta á þó við um afskaplega fá fyr- irtæki hér á landi,“ segir Pétur Örn. Smæðin gerir varnir dýrar Aðspurður segir Pétur að íslensk fyrirtæki hafi flest þau sömu tæki í höndunum fyrir varnir gegn gjaldeyrisáhættu og erlend fyrir- tæki hafa, en þó ekki alveg öll. „Vegna smæðar krónunnar er tvennt sem þau geta ekki nýtt sér, það er framvirkir samingar á markaði, þ.e. engin stöðluð slík lausn er í boði, og hið sama á við með valréttarsamninga. Hér á landi eru þessar lausnir til, en þær þarf alltaf að klæðskerasauma fyr- ir hvern og einn viðskiptavin sem gerir vöruna dýrari. Þannig að kostnaður íslenskra fyrirtækja við að verja sig er nokkru hærri en hann væri ef við værum með stærri mynt hér á landi,“ sagði Pétur Örn að lokum. Varnir gegn gjaldeyris- áhættu hjá 90% fyrirtækja tobj@mbl.is Pétur Örn Sverrisson HAGNAÐUR Sparisjóðs Vest- mannaeyja 2002 nam 79,1 milljón króna eftir skatta. Heildarrekstr- artekjur námu 544,6 milljónum og heildarrekstrargjöld námu 446,9 milljónum að meðtöldum afskrift- um. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að aðrar rekstrartekjur hækkuðu aðallega vegna hag- kvæmrar þróunar á innlendum skuldabréfamarkaði. Þar segir jafnframt að sparisjóðurinn hafi átt 1,01% hlutafjár Kaupþings um sl. áramót. Þessi eignarhluti er að mestu í fjárfestingabók og er því óveruleg markaðsáhætta tengd eignarhlut sparisjóðsins í félaginu. „Bókfært eigið fé sparisjóðsins í árslok 2002 var 511,9 millj. kr. og hafði aukist á árinu um rúmlega 18%. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum var 12,76%. Í árslok var niðurstaða efnahagsreiknings 4.301,1 millj. kr. og hafði hækkað um rúmlega 8% á árinu. Innlán og verðbréfaútgáfa Spari- sjóðs Vestmannaeyja nam í árslok 3.133,7 milljónum króna og var aukningin um 13,7% á árinu. Heildarútlán að meðtöldum fullnustueignum námu í árslok 2.751,5 milljónum og höfðu dregist saman um 2,6% á árinu, m.a. vegna hækkunar íslensku krónunnar.“ Hjá sparisjóðnum voru stöðu- gildi við bankastörf 19 í árslok 2002 bæði í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Vestmannaeyja eru 70 og eiga stofnfjáreigendur allir jafnan hlut. Sparisjóður Vest- mannaeyja hagnast um 79 milljónir Frá hugmynd að fullunnu verki H ön nu n: G ís li B . B+V Simplex á s þ é t t i Fylgibréfin heyra sögunni tilnú Hugbúnaðurinn Póststoð einfaldar frágang og umsjón með sendingum fyrirtækja innanlands. Öryggi alla leið Póststoð tryggir fyrirtækjum betri yfirsýn yfir allar sendingar sem frá þeim fara, sparar tíma og eykur öryggi. Pósturinn lætur viðskiptavinum sínum Póststoðina í té, þeim að kostnaðarlausu. Fjölmargir ánægðir viðskiptavinir hafa tekið Póststoð í sína þjónustu. Nánari upplýsingar eru veittar hjá sölu- og þjónustudeild Póstsins í síma 580 1030. Netfang: postur@postur.is Veffang: www.postur.is 62. Fiskiþing verður haldið í Ársal á Radisson Hótel Sögu SAS föstudaginn 4. apríl, og hefst kl. 13 Dagskrá: „Sjávarútvegur í harðnandi heimi“ Setning 62. Fiskiþings Pétur Bjarnason, stjórnarformaður Fiskifélags Íslands. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra Hvað gerir norskur sjávarútvegur þegar ímynd hans er ógnað á mörkuðum? Svein Berg, forstjóri Norska útflutningsráðsins fyrir fisk. Umhverfismál og markaðir fyrir sjávarafurðir- áhrif umræðunnar Kristján Jóakimsson, framkvæmdastjóri vinnslu- og markaðsmála. Hagsmunir Íslands í alþjóðasamstarfi um lifandi auðlindir sjávar Gunnar Pálsson, sendiherra, forstöðumaður auðlindadeildar utanríkisráðu- neytisins. Sjávarútvegur í harðnandi heimi Pallborðsumræður undir stjórn Ólafs Sigurðssonar, fréttamanns. Þátttakendur: Jón Ásbergsson, forstjóri Útflutningsráðs Íslands, Kolbeinn Árna- son, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja hf., Eyþór Ólafsson, forstjóri E. Ólafsson ehf., auk framsögumanna. Fiskiþing er öllum opið meðan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.