Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 5
maður þarf að vita hvert hlutverk hans er og vinna sína vinnu. Allir þurfa að stefna að því sama, rík- isvald og sveitarstjórnir jafnt og aðilar í þjónustugeiranum. Ef þú ætlar að selja ferðamönnum eitt- hvað þarftu að vita hundrað pró- sent og gott betur hvað þú ætlar að selja, hverjum þú ætlar að selja og svo að kunna að pakka vörunni rétt inn. Þú þarft að standa við hvert einasta atriði sem þú hefur lofað og gera helst betur en það. Ef þú ert ekki með fullbókað hefurðu einfald- lega ekki farið rétt að – þarft að finna þína leið, eða kannski ættirðu að snúa þér að einhverju öðru.“ Sjálfur hefur Urpo Haapalainen stjórnað hóteli í Ivalo í fimm ár og lánast að finna sinn rétta markhóp í Frakklandi. Árið 2001 seldi hót- elið Frökkum 750 gistinætur Á síð- asta ári voru þær 8.500 og í ár hef- ur hann bókað 15.000 gistinætur fyrir Frakka og yfirfyllt bæði eigið hótel og annarra. Yfir hundrað þróunarverkefni Eitt af því sem skilur að starfs- aðferðir Finna og Íslendinga í þró- un byggðamála er það, að á meðan Íslendingurinn pukrast einn í sínu horni eru Finnar á kafi í samstarfs- og þróunarverkefnum. Auðmýktin, sem er andstæðingur hrokans og er hverjum þeim sem þjóna ætlar öðrum lífsnauðsyn, gerir Finnum kleift að vera í sífelldri leit að nýj- ungum og löngun til að gera betur. Urpo Haapalainen segir nauðsyn- legt að muna „að enginn er full- kominn, ekki heldur þú. Þú þarft að vera fullur sjálfsgagnrýni, í sí- felldri leit að nýjum hlutum, nýjum tækifærum, einn og með öðrum.“ Í Lapplandi hefur enginn tölu á þróunarverkefnum í ferða- og at- vinnumálum en talið er að þau séu vel yfir hundrað. Stærsta verkefnið sem nú er í gangi í Norður-Lapp- landi nefnist The Northern Dimen- sion of Tourism project (NDT) og er eins konar regnhlíf fyrir sjö verkefni. Það er greitt af Evrópu- sambandinu, sveitarfélögum Norð- ur-Lapplands, finnska ríkinu og ferðaþjónustuaðilum. Verkefnið er unnið í samvinnu við Norðmenn og Rússa og gengur m.a. út á að finna nýja söluvöru fyrir ferðaþjónustuna, þróa enn frekar það sem fyrir er, dreifa ferðamönnum betur um svæðið, bæta samgöngur innan svæðisins og yfir til Noregs og Rússlands og markaðssetja svæðið frá Murm- ansk til Alta í Noregi sem eina heild. Maria Astrén-Riipi segir að í fyrstu hafi Samar ekki viljað sjá neitt sem kallast gat ferðaþjónusta og það hafi verið Finnar frá syðri byggðum Finnlands sem höfðu frumkvæði í ferðaþjónustu á svæð- inu. Samarnir virðast því hafa átt það sameiginlegt með Íslendingum að hafa ekki komið auga á þau auð- æfi sem þeir höfðu rétt fyrir fram- an nefið á sér. Hún segir að þau byggðarlög sem ekki hafi verið nógu fljót að til- einka sér ferðaþjónustu hafi ein- faldlega lognast út af. Vissulega haldi íbúum Lapplands áfram að fækka en ekki í sama mæli og áður og nú sé meira áberandi að fólk flytji sig um set innan svæðisins. Úr sveitum í þéttbýliskjarna og sum þorpin séu í örum vexti. Í Lapplandi hafi hreindýrabændum fækkað eins og bændum annars staðar í Evrópu og búin verði færri og stærri. Nú sé öllum löngu ljóst að án ferðaþjónustunnar væri harla fátæklegt um að litast og bændur gætu ekki stundað búskap sinn ef ferðaþjónustan væri ekki fyrir hendi, enda taki nú orðið nær allir beinan eða óbeinan þátt í henni. Saariselkä — þorpið sem varð til í kringum eitt hótel Austurundir landamærum Rúss- lands, um 250 km fyrir norðan heimskautsbaug, er þorpið Saaris- elkä. Fyrir þrjátíu árum var þar nánast engin byggð þegar maður að nafni Paavo Holopainen flutti frá suðurhluta Finnlands og reisti þar hótel. Nú eru hótelin þrjú, þar af eitt Spa-hótel (heilsuhótel), auk- fjölda hótelíbúða og gistiheimila sem hafa alls 3.500 gistirými. Einn- ig eiga stéttarfélög og stærri fyr- irtæki landsins þar fjölmörg orlofs- hús og íbúðir sem geta hýst um 7.500 manns. Árið 1990 voru íbúarnir 230 en árið 2000 voru þeir 350. Tekjur af ferðaþjónustu voru 1,875 milljarðar króna árið 1994 en 3 milljarðar árið 2000. Áætlaðar tekjur árið 2010 eru 4,5 milljarðar og 9 milljarðar árið 2020. Skatttekjur sveitarfélagsins af ferðaþjónustu árið 1994 voru 52,5 milljónir, 75 milljónir árið 2000 og áætlað er að þær verði 105 millj- ónir árið 2010 og 225 árið 2020. Þar sem íbúarnir ná engan veg- inn að anna öllum þeim störfum sem til falla er mikið um að fólk frá syðri byggðum Finnlands stundi tímabundið vinnu í Saariselkä og reyndar heillast margir þeirra svo af Lapplandi að þeir byggja sér þar hús til að eiga sér afdrep í víðáttu norðursins. Þátttaka ríkis og sveitarfélaga Í Lapplandi sem annars staðar í Finnlandi er þátttaka sveitarfélaga í ferðaþjónustu talin sjálfsögð og eðlileg. Þannig eru mörg hótel í eigu sveitarfélaga, alfarið eða að hluta. Og geti einhver sýnt fram á að hann hafi fundið sinn markhóp, unnið sína heimavinnu og hafi hald- bæra áætlun um sölu á afurð sinni tekur sveitarfélagið oft á sig áhætt- una við að koma á leiguflugi til að ná í markhópinn. Næstu tvö árin mun ríkissjóður greiða öll launatengd gjöld fyrir- tækja í Lapplandi til að renna enn styrkari stoðum undir atvinnulífið þar. „Ferðaþjónusta er atvinnugrein þar sem samvinna er undirstaða alls,“ segir Maria Astrén-Riipi. „Ef þú kannt ekki að vinna með öðrum hefurðu ekkert til að byggja á.“ Hún er einnig sammála Urpo Haapalainen um mikilvægi fag- mennsku. „Þú þarft að kunna til verka og hafa með þér fólk sem kann til verka. Vita að sinn er siður í landi hverju og þú þjónar Þjóð- verjum ekki á sama hátt og Bret- um eða Rússum.“ Þótt þrjár milljónir ferðamanna sæki Lappland heim ár hvert og gert sé ráð fyrir að þeim fjölgi er það ekki oft sem ferðalangurinn hefur á tilfinningunni að hann sé á mjög fjölsóttum ferðamannastað. Og víst er að samísk menning blómstrar sem aldrei fyrr og Sam- arnir, jafnt og aðrir íbúar Lapp- lands, hafa lært þá kúnst að selja heildina. Lært að landið þeirra, umhverfið, matarmenning, hand- verk, tónlist og annar menningar- arfur er hluti af einni órofa heild sem heitir Lappland og þeir geta stoltir sýnt hverjum sem það vill sjá og upplifa. Höfundur er ráðgjafi í ferðamálum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 B 5 GREEN ww w. for va l.is FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.