Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Rennibrautin í Húsafelli var hál, líkt og lífsleiðin, og því eins gott að fara varlega. Að beiðni Götusmiðjunna Æ VINTÝRIÐ byrjaði með undirbúningsfundi í húsakynnum Arctic Trucks í Kópavogi. Þar voru mættir fimmtán nemar og nokkrir leið- beinendur frá Götusmiðj- unni á Kjalarnesi auk starfsmanna Arctic Trucks og Toyota. Loftur Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Arctic Trucks, stýrði fundinum og sagði stefnuna setta á Langjökul. Þar yrði vonandi hægt að renna sér á snjóbrettum og uppblásnum slöngum. Svo yrði farið í sund og fleira, grillveisla, kvöldvaka og gist eina nótt í Fljótstungu í Borgarfirði. Farið var yfir hvern- ig fólkið þyrfti að búa sig og bílstjórar jepp- anna sjö, sem fara áttu í leiðangurinn, kynntu sig einn af öðrum. Skúli Skúlason, sölustjóri Toyota, lagði áherslu á að í jeppaferðum væru allar áætlanir gerðar með fyrirvara. Veður og aðstæður myndu ráða framvindu ferðarinnar. Freyr Jónsson, tæknifræðingur hjá Arctic Trucks og jeppakarl, sýndi myndir og lýsti leið- öngrum sem hann hefur m.a. farið á Suð- urskautslandið og yfir Grænlandsjökul. Hann sagði einnig frá útbúnaði breyttra jeppa. Krakkarnir lýstu miklum áhuga á hljómtækj- um torfærutröllanna. Það leyndi sér ekki að lagður var mismunandi skilningur í hugtakið „flottar græjur“. Loftur upplýsti að hópurinn í hverjum bíl myndaði keppnislið sem myndu etja kappi í fjölbreyttum þrautum. Hvert lið fékk höfuðfat í ákveðnum lit. Fyrsta keppnisgrein fólst í því hvaða lið væri fljótast að losa jeppadekk af felgu með sérstakri felgutöng, setja tappa í gat á dekkinu og blása lofti í það aftur. Næsta þraut fólst í að ræsa Yamaha-torfæruhjól með fótstigi. Þetta reyndist auðvelt, því hjólið hrökk í gang í hverju sparki. Ekið blindandi Krakkarnir á Árvöllum vöknuðu eldsnemma morguninn eftir og flýttu sér í morgunverð í matsal Toyota í Kópavogi klukkan 7. Svo var lagt í leiðangurinn með stefnu á Borgarfjarð- arbrú og fyrstu keppnisgrein dagsins. Á eyrunum við Borgarfjarðarbrúna var mörkuð akstursbraut með keilum. Keppnin fólst í því að bílstjóri hvers liðs átti að aka á milli keilanna blindandi. Við aksturinn naut hann leiðbeininga eins úr liði sínu um talstöð. Á brautarenda átti að snúa við og aka til baka. „Hægri, vinstri, nei, nei, meira til vinstri. Beint núna … ekki beygja … beint. Meira til vinstri, ég meina hægri …“ Þegar bílarnir voru á bakaleið og „hægri“ hjá leiðbeinandanum var „vinstri“ hjá ökumanni vildi allt fara í vitleysu. Refsistig voru gefin fyrir að aka á keilu í þess- ari æsispennandi keppni. Næst lá leiðin upp Borgarfjarðarbraut. Þeg- ar komið var upp fyrir Húsafell var lestin stöðvuð og bílstjórarnir minnkuðu þrýsting í dekkjunum. Suðið í ventlunum kafnaði í vind- gnauðinu. Það var strekkingshvasst og lítið sást til fjalla. Hvítur himinn rann saman við hvíta jörð. Farþegunum voru lagðar þær lífs- reglur að fara ekki langt frá bílunum, ef yrði stoppað. Engin ástæða til að hætta á að neinn týndist. Ekið var eftir grófum slóða upp í fölið og svo varð jörðin alhvít. Eftir því sem ofar dró versn- aði skyggnið. Vindur var austanstæður og far- inn að flýta sér meira en góðu hófi gegndi. Úr- koman orðin að slydduhríð sem klesstist á bílana. Rúðurnar áveðurs huldust klakabrynju. Nokkuð ljóst að ekkert yrði úr snjóbrettaiðkun í þessu skyggni. Í svartabyl Það var stoppað og menn réðu ráðum sínum í talstöðvunum. Gefin voru út fyrirmæli um að engir mættu yfirgefa bílana. Það rétt grillti í næsta bíl og stundum sást ekki nema hálft vél- arlokið og tæplega það. Samkvæmt GPS-stað- setningartækjunum voru enn 900 metrar í skál- ann Jaka. Átti að paufast þangað og snúa þar við? Nei, það var ekki til neins. Betra að snúa við á þröngum veginum, þótt það kostaði smá- bras. Vegarbrúnin var nokkuð brött vestanmegin og einn lenti of langt út af í hliðarhalla. Til ör- yggis var ákveðið að setja í hann spotta þegar hann næði bílnum upp á veginn. Loftur Ágústs- son fór út með tógið og mátti hafa sig allan við að fjúka ekki út í buskann. Slydduhríðin lamdi hann og klesstist í hlífðarfötin. Fjúkandi, skríð- andi og gangandi tókst honum ætlunarverkið. Vel gekk að koma bílnum upp á veginn en Loft- ur var blautur og veðurbarinn eftir þessa skömmu hríð í bylnum. Annar fór aðeins of langt frá veginum í við- snúningnum og missti af lestinni. Hann sá ekk- ert til hinna bílanna en hélt ró sinni. Eftir sam- töl í talstöðinni áttuðu menn sig á því hvert hann hefði farið. Farið var spölkorn á jeppa í átt til þess horfna. Búið var að kveikja öll möguleg kastljós og ökuljós á jeppunum. Innan skammst heyrðist kallað: „Ég sé ykkur!“ Á sama augabragði birtist bíllinn í kófinu. Hann hafði verið um 50 metra undan! Lestin silaðist af stað til byggða og fetaði sig eftir ferli staðsetningartækjanna. Þegar neðar dró breyttist hríðin í slyddu og svo hellirign- ingu og rokhryðjur. Snjórinn var blautur og víða krapapyttir. Einn jeppinn sökk í og sat á kviðnum. Fengu krakkarnir og aðrir leiðang- ursmenn nokkra æfingu í að ýta, toga og moka. Eftir smábras var þeim fasta kippt lausum. Heitar laugar og hetjur fornar Brunað var í Húsafell og farið í sund. Heitar laugarnar voru þægilegar í kaldri rigningunni. Það var ærslast, farið í sundknattleik, brunað í vatnsrennibraut og legið í leti í heitu pottunum. Algjör afslöppun eftir ævintýri dagsins! Séra Geir Waage tók á móti hópnum í Reyk- holtskirkju. Hann sagði sögu staðarins og kryddaði hana mergjuðum sögnum af fornum skáldum, rithöfundum, bardagamönnum og hetjum. Eins sýndi séra Geir kirkjuna og út- skýrði ýmislegt sem þar var að sjá. Úr Reykholti var haldið í Fljótstungu þar sem búið var að panta gistingu. Nokkrir fóru að kynda grillið, aðrir bjuggu til grænmet- issalat, settu bökunarkartöflur í ofninn og gerðu klárt fyrir veisluna. Þegar allir höfðu belgt sig út af ljúffengum kjúklingabringum, tilheyrandi meðlæti og sælgæti hófst kvöldvaka með heimalagaðri dagskrá. Allir skemmtu sér konunglega og lögðust glaðir til náða. Nemar í skóla lífsins Ísólfur Líndal Þórisson og Kristgeir Krist- insson höfðu forystu fyrir hópnum frá Götu- smiðjunni. Auk þeirra var Martin Reivall frá Svíþjóð með nemunum, en hann er í starfs- þjálfun hjá Götusmiðjunni. Ísólfur gegnir starfi vaktstjóra og ráðgjafa á Árvöllum. Kristgeir er ráðgjafi á Árvöllum og sér um eftirmeðferð- arstarf Götusmiðjunnar. Ísólfur segir hefð fyrir því að kalla skjólstæðinga Götusmiðjunnar „nema“. Þeir eru nemar í skóla lífsins. En á hvaða aldri eru þeir? „Nemarnir eru 15 til 20 ára. Það kemur mik- ið af ungum krökkum, við höfum fengið þá allt niður í að vera á 15. ári, en margir eru 16–17 ára.“ Ísólfur segir að þeir sem koma í meðferð hafi undantekningarlaust átt í vanda með vímu- gjafa, hvort heldur áfengi eða fíkniefni af öðru tagi. Fæst eiga aðeins í vanda með áfengi. „Það hefur verið sýnt fram á að það er hag- stæðara fyrir þjóðfélagið að hafa krakkana í meðferð en að hafa þá á götunni, fyrir utan vel- ferð krakkanna. Við erum með þrettán rými fyrir krakka yngri en 18 ára sem Barnavernd- arstofa nýtir. Við erum með tvö rými fyrir 18 ára og eldri en verðum að fjármagna rekstur þeirra sjálf. Ýmsir aðilar, m.a. Toyota, styrkja okkur í því.“ Óteljandi ástæður neyslu En hvað veldur því að unglingar ánetjast vímugjöfum svo hratt og heiftarlega? „Það eru óteljandi ástæður,“ segir Ísólfur. „Margir hafa orðið fyrir einelti eða lagt aðra í einelti – það veldur brotinni sjálfsmynd. Eins fara skilnaðir foreldra illa með marga og sumir hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun.“ Grunnmeðferð hjá Götusmiðjunni tekur frá Séra Geir WÞað var hraustlega tekist á í sundlauginni í Húsafelli. Ísólfur Líndal Þórisson ráðgjafi er efst til hægri. Bylurinn varð svo svartur að varla sást milli bíla. Loftur hélt fast í tógið til að fjúka ekki. Götusmiðjan fer á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.