Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög matreiðslumaður og aðstoðarmað- ur hans.“ Farið um skóglendi Guðmundur segir að þau hafi farið í dagsferðir út frá skálanum og var sleði á mann og voru þau ætíð í fylgd tveggja leiðsögu- manna. „Þetta voru strákar um þrítugt sem eru vanir fjallaferðum. Starfa þeir sem leiðsögumenn allt árið. Fórum við venjulega af stað á morgnana á milli klukkan 8 og 9 og vorum komin heim um eftirmið- daginn. Höfðum við með okkur nesti og var áð á fallegum stöðum. Það sem er öðruvísi þarna ytra samanborið við hér heima er að ferðast er um landsvæði þar sem eru miklir skógar. Trén eru allt að 30 metrar á hæð og skógurinn víða þéttur. Farið er eftir þröngum skógarhöggsmannastígum. Það er ekki fyrr en komið er upp á fjalla- toppana að maður kemst út úr skóginum. Það skemmtilega við þetta var að engir voru búnir að fara stígana á undan okkur, þeir voru því ótroðnir og púðursnjór yf- ir öllu sem var okkur framandi. En það krefst allt öðruvísi ökutækni að aka í púðursnjó en harðfenni eins og við erum vön hérna heima.“ Ferðin á „hlægilegu“ verði „Við vorum líka sífellt að keyra yfir dýraslóðir en þarna er mikið af elg og dádýrum. Skálarnir eru notaðir á sumrin og haustin fyrir skotveiðimenn. Einn úr hópnum, Bjarni Gunnarsson, fer iðulega á hreindýraveiðar og vakti það undr- un hans hve það kostar lítið að fara á dádýraveiðar þarna miðað við hvað það kostar að veiða hrein- dýr á Íslandi.“ Talið berst að því hvað þessi ferð hafi kostað. „Fyrir ferðina greiddum við 75 þúsund krónur á mann og var þá allt innifalið. Við komum reyndar með okkar eigin föt en áttum kost á að fá þau á staðnum. Ef við hefðum farið í svipaða ferð hér innanlands hefði hvert og eitt okkar greitt að minnsta kosti 30 þúsund krónur í bensín fyrir hvern sleða fyrir utan allt annað þannig að þessi ferð var á hlægilegu verði.“ Spurður um hvert þau hafi farið segir hann að einn daginn hafi þau til dæmis ekið upp á tind sem heit- ir Silent Pass. „En það var allt annað en „silent“ þar þegar við vorum komin þangað á tíu vél- sleðum,“ segir Guðmundur og hlær. „Þarna sáum við vítt yfir en náttúrufegurðin er stórbrotin. Við fórum einnig upp á jökul sem er í nágrenninu.“ Mikil snjóflóðahætta Það kemur fram í máli Guð- mundar að mikil snjóflóðahætta er á þessum slóðum. „Vikuna áður en við komum höfðu átta manns farist í snjóflóðum á sleðum. Það er því mikil áhersla lögð á öryggi. Áður en við hófum ferðirnar var okkur fengin sjóflóðaýla sem við höfðum á okkur allan tímann. Fengum við m.a. æfingu í að finna ýlurnar á kafi í snjó. Við vissum því hvernig við áttum að bera okkur að ef við lentum í snjóflóði. Leiðsögumenn- irnir gengu meira að segja svo langt að segja okkur að hafa ýluna á náttborðinu um nætur svo að við myndum örugglega setja hana á okkur að morgni!“ Guðmundur segir mannskapinn hafa venjulega verið þreyttan á FÓLKIÐ, sem er allt vant vél- sleðafólk, sá ekki fram á að kom- ast á mottuna í vetur hérna heima vegna snjóleysis eins og einn úr hópnum orðaði það. Svo ákveðið var að kanna möguleika í Kanada, að sögn Guðmundar Halldórssonar sem var einn af ferðalöngunum. Ástæðan fyrir að Kanada varð fyr- ir valinu var að boðið var upp á beint flug með HMY Airways til Calgary sem liggur vestarlega í Kanada, nálægt Klettafjöllunum. HMY Airways hóf flug hingað til lands nú í janúar í tengslum við ferðir félagsins til Bretlands með viðkomu á Íslandi, en hætti þess- um ferðum nokkru síðar vegna yf- irvofandi stríðshættu, að sögn for- svarsmanna félagsins. Guðmundur segir hópinn hafa farið á Netið og fundið þar fyr- irtæki sem heitir Toby Creek sem gerir út vélsleðaferðir í Klettafjöll- unum. Var ákveðið að fara í viku- ferð á vegum þessa fyrirtækis. „Í hópnum var eingöngu vant vélsleðafólk og fórum við utan 12. febrúar og var tekið á móti okkur af starfsmanni Toby Creek á flug- vellinum í Calgary og ekið með okkur á stað sem heitir Panorama sem er í Purcell-fjöllunum rétt hjá stað sem heitir Radium Hot- springs. Var þetta fjögurra tíma akstur frá Calgary,“ segir Guð- mundur þegar hann er beðinn að lýsa ferðinni. „Ókum við á leiðinni í gegnum Banff-þjóðgarðinn en þar er gríðarlega fallegt. Daginn eftir var farið með okkur upp í Purcell-fjöllin. Þar fengum við til afnota glæsilegan bjálkaskála þar sem voru fjögur svefnherbergi. Tveggja tíma akstur á vélsleða er að næsta skála svo við vorum al- veg út af fyrir okkur. Skálinn er notaður sem skotveiðihús yfir sumartímann og honum fylgdi kvöldin eftir viðburðaríkan dag. „Þá var slappað af yfir dýrindis máltíð og setið frameftir og rætt um atburði dagsins. Þarna vorum við í fjóra daga. Á fimmta degi fór- um við til baka. Þótt okkur fyndist mikill snjór voru Kanadamenn að kvarta und- an óvenjulitlum snjó á þessum árs- tíma. Við fengum mjög gott veður á meðan við dvöldum í Kanada. Snjókoma var aðeins í einn dag. Hitastigið var líka ágætt. Við fór- um venjulega af stað á morgnana í 15 gráðum. Svo snarhitnaði yfir daginn og um hádegi var hitastigið í kringum núllið. Þótt við höfum stundað snjó- sleðaakstur í langan tíma lærðum við margt í ferðinni. Við tileink- uðum okkur hvernig við eigum að beita sleðunum við þær aðstæður sem þarna eru. Ef maður missir sleðann niður í púðursnjó sekkur maður niður í mitti í snjó og erfitt er að ná sleðanum upp aftur. Lærðum við að halda sleðanum á floti í þessum mjúka og mikla snjó.“ Þótt þau séu vön að fara í lengri ferðir hérna innanlands þá hafði stærsti hluti hópsins aldrei farið til útlanda í vélsleðaferð. Kristján og hans kona, Kolbrún, höfðu reyndar tvisvar farið til Bandaríkjanna í slíka ferð. „Ég mæli með svona vélsleðaferð. Það er gaman að ferðast í allt öðru umhverfi en maður er vanur,“ segir Guðmund- ur, „auk þess sem sú tækni sem þarf að beita við aksturinn er allt önnur. Þá er maður tiltölulega öruggur með veður sem er ekki gefið hér á landi.“ Ótrúlega gaman að aka í púðursnjó Ekið er á snjósleðanum eftir þröngum skógarhöggsmannastígum. Það er ekki fyrr en komið er upp á fjallatoppana að komið er út úr skóginum. Í byrjun febrúarmánaðar lögðu átta Íslendingar land undir fót og flugu til Kanada í þeim tilgangi að fara í snjósleðaferð í Klettafjöllunum. Toby Creek Adventures Box 8 Panorama BC VOA 1TO Sími 1-250-342-5047 www.tobycreekadventures.com Hópurinn hafði til afnota þennan glæsilega bjálkaskála og þaðan var farið í dagsferðir á vélsleðum. Hópurinn talið frá vinstri: Kristján Ólafsson, Hjalti Bjarnason, Kolbrún Óðinsdóttir, Helga Hauksdóttir, Sólveig Hauks- dóttir, Guðmundur Halldórsson og Þorkell Jónsson. Á myndina vantar myndasmiðinn, Bjarna Gunnarsson. Morgunblaðið/Bjarni Gunnarsson Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.gistinglavilla16.com sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is Leikhúsmiðar í London Lesandi ætlar til London í sumar og langar að kaupa leik- húsmiða fyrirfram. Hvar sér hann dagskrá sumarsins? Svar: Slóðin www.- officiallondontheatre.- co.uk veitir ítarlegar upplýsingar af þessum toga. Í júlí og ágúst eru að minnsta kosti 16 verk á fjölunum. Hægt er að kaupa miða á flestar sýning- arnar í gegnum þessi samtök sem standa að vefslóðinni og einnig eru veittar upplýsingar um hvernig hægt er að hafa beint samband við sum leikhúsin. Þá er hægt að kaupa miða hjá Time Out London í síma 0011 44 870 840 1111. Slóðin er www.timeout.com en fyrirtækið gefur út ferðaupplýsingar í mörgum stórborgum. Spurt og svarað um ferðamál Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.