Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 14
Af hverju gleyma fílar aldrei neinu? – Af því að enginn segir þeim neitt! barn@mbl.is koma til þín núna? „Allt í lagi. Komdu. En ratarðu?“ „Já bæ.“ „Bæ.“ Hún labbaði og var fljótt komin þangað, heim til Ingu. Inga kom til dyra og bauð henni inn. Fyrst voru þær feimnar en fóru síðan að tala um alla heima og geima. Þær hittust oft eftir þetta og stundum fóru þær út með Pétur, bróður Sólrúnar. Svo kom haustið og þá flutti Sólrún í mýr- ina, enn nær Ingu. Einn daginn voru þær heima hjá Sólrúnu að passa Pétur. Mamma Sólrúnar hafði farið í Smáralindina. Allt í einu fundu þær ógeðslega lykt. Pétur var búinn að kúka í bleiuna! Það eina sem þær sögðu var eitt stórt OHH … „Inga nennir þú að skipta á honum?“ Inga var mjög gjörn á það að fara í fýlu og Sólrún fann að nú var að koma að því. (Sólrún var reyndar líka mjög fýlugjörn.) „Nei, ég gerði það síðast, nú er komið að þér.“ „NEI, manstu í gær pissaði Pési og ég þurfti þá að skipta á honum.“ „Já en það „Vinur óskast handa 11 ára stelpu á Seltjarnarnesi, helst ekki yngri en 10 ára og ekki eldri en 13. Óskað er eftir að vinurinn sé stelpa en strákar koma samt til greina. Hún/hann þarf helst að búa á svæði 107 eða 170. Fleiri en einn vinur koma til greina. Áhugamál eru barnapössun, góð tónlist s.s. Eminem, Shakira, Íra- fár og Í svörtum fötum, skíði, lífið og margt fleira. Ef þú hefur áhuga á að kynnast mér hringdu í síma: 5308655 eða 6933471. Kveðjur Inga.“ Sólrún las þessa auglýsingu aftur og aftur. Ætti hún að hringja? Hún var í Grandaskóla, í hverfi 107, og hafði sömu áhuga- mál og þessi Inga. Hún var vinafá 11 ára stelpa sem missti bestu vinkonu sína þegar hún flutti í Álftamýrina. Sólrún mundi fljót- lega flytja á Nesið þar sem hún þekkti enn færri en hér. Hún ákvað að prófa. Hún ýtti á 5-3-0- 8-6-5-5. Það kom sónn. Hún lét hringja fimm sinnum. Enginn svaraði. Hún prófaði gemsann. Bíp-bíp. – „Já, Inga.“ „Halló Inga ég heiti Sólrún, ég sá auglýs- inguna þína í blaðinu.“ „Ó já.“ „Ég er 11 ára og bý í Granaskjóli sem er í hverfi 107 og ég hef svipuð áhugamál og þú. Ég flyt á Nesið eftir u.þ.b. tvo mánuði. Hvar býrð þú?“ Sólrún talaði hratt. Hún vissi samt ekki af hverju. „Ég á heima í Kolbeins- mýri 4, hvert ert þú að fara að flytja?“ „Í Tjarnarmýri 10.“ Þögn. „Ég á lítinn bróður sem við getum passað!“ sagði Sólrún æst. „Er það?“ „Já. Ertu til í að hitta mig einhvers staðar?“ „Örugglega. En hvenær?“ „Bara bráðum, hvar ertu annars?“ „Heima.“ „En ég prófaði fyrst að hringja heim til þín og þá svaraði enginn. „Já en ég var á leiðinni heim þegar þú hringdir“. „Má ég var bara pissubleia, ég skipti á síðustu kúkableiu.“ „Það skiptir engu máli hvort það er kúka- eða pissbleia, það er komið að þér.“ Og svona héldu þær lengi áfram þangað til Inga rauk út. Í skól- anum næsta dag yrtu þær ekki hvor á aðra. Sólrún öfundaði Ingu því hún þekkti hina krakkana í bekknum. Inga hélt sig með Dag- björtu og Dagnýju í frímó. Sólrún var ein. Þótt þær söknuðu hvor annarrar ætlaði hvorug að verða á undan að biðjast fyrirgefningar. Svona hélt þetta áfram í tvær vikur. Dagbjört og Dagný voru ágætar en Inga saknaði Sólrúnar. Sólrún var alltaf ein, mamma hennar spurði hana oft hvar Inga væri en Sólrún þagði. Nú var hún líka alltaf bara ein með Pésa. Inga sá Sólrúnu stundum labba með Pésa framhjá húsinu sínu og fékk sting í magann. Hún saknaði Sólrúnar sárt. Einn daginn hringdi síminn heima hjá Ingu, hún sá að það var síminn heima hjá Sólrúnu. Hún ákvað samt að taka upp tólið. „Inga.“ Þögn í smástund. „Uhh, hæ þetta er Sólrún.“ „Uhh já hæ.“ „Ég er að fara að passa Pésa í kvöld. Viltu hjálpa mér?“ Löng þögn. „Uhh já já.“ „Euhh OK, komdu þá klukkan svona hálfsjö.“ „OK bæ.“ Klukkan hálfsjö hringdi dyrabjallan heima hjá Sólrúnu. „Hæ,“ sagði Inga. „Hæ, komdu inn.“ „Takk.“ Þá sá Sólrún að hún hélt á pizzu frá Pizza 67. Það varð smáþögn þangað til þær sögðu á sama tíma: Fyrir- gefðu. Síðan fóru þær inn og borðuðu pizzuna. Þær voru saman til 11 en þá fór Inga heim. „Samfó í skólann á morgun?“ „Auðvitað,“ sagði Inga og brosti. Allt var orðið gott á ný. Endir! Þessa fínu og vel skrifuðu sögu sendi Þórunn Jakobsdóttir 11 ára, Tjarnarmýri 11 á Seltjarn- arnesi inn í vináttukeppnina um daginn, og hlaut vinning að launum. Frábært Þórunn! Vinátta Það er alltaf jafn gaman og gott fyrir heilann að reyna að leysa eina krossgátu eða svo. Í þessari krossgátu á að finna sex stafa lausnarorð, sem myndast ská niður í gulu reitunum. Orðið þýðir: „Að brosa og sýna undrun, vantrú eða fyrirlitningu.“ Dæmi: „Sigga fór að  þegar Kalli sagði frá afrekum sínum.“ Ert þú búin/n að fatta lausnarorðið? Kr ak ka kr os sg át an  Til að leysa þessa bráðsnjöllu þraut í boði hr. Mýslu þurfið þið 8 smápeninga. Raðið þeim í reitina, í röðina lóðrétt og lárétt. Færið nú einn peninginn til, þannig að fimm peningar verði í hvorri röð um sig. Hvernig getur það passað? Þarf þá ekki tíu smápeninga? Þetta er dul- arfullt … Lausn á næstu síðu. Dularfullir mýslureitir  Siggi Sig fór til Spánar í haust og lét gera af sér skuggamynd. Síðan hafa margir óprúttnir menn reynt að falsa skuggamyndina. Ert þú nógu glögg/ur til að sjá í gegnum fölsuðu verk- in? Hvaða mynd er rétta myndin af Sigga? Lausn á næstu síðu. Falsaðar skuggamyndir  Þessa fínu mynd teiknaði Ólöf Fríða Magnús- dóttir, 10 ára, Kötlufelli 3 í Reykjavík. Einsog þið sjáið er þetta þraut í leiðinni og nú er komið að lesendum að finna út hvað stelpan á myndinni heitir. Lausn á næstu síðu. Hver er þetta? Nú er hægt að búa til sinn eigin leir. Er það ekki gaman? Þá verður að biðja einhvern full- orðinn að hjálpa sér að búa hann til. Það sem til þarf  2 bollar hveiti  2 bollar litað vatn 1 tsk. sítrónusýra  2 msk olía  1 bolli salt Það sem gera skal 1) Blandið öllum hráefnunum saman í pott. 2) Hitið í potti við vægan hita þar til leirinn verður þykkur. 3) Látið kólna. 4) Búið til alls konar skemmtilegar fígúrur. 5) Munið að leirinn er mjúkur og þegar er ekki verið að leira þarf að geyma hann í poka. Leirdeig Fjör að föndra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.