Morgunblaðið - 28.04.2003, Side 2
ÍÞRÓTTIR
2 B MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„LÁTIÐ Tryggva fá boltann með vinstri
fótinn í skotstöðu – þá skorum við,“ sagði
formaður stuðningsmannafélags Sta-
bæk, Ingebright Steen Jensen, við NTB-
fréttastofuna eftir góðan útisigur Sta-
bæk á Lilleström, 2:0, í norsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu á laugardaginn.
Tryggvi skoraði síðara mark Stabæk
níu mínútum fyrir leikslok. Hann fékk
boltann rétt utan vítateigs, lék áfram og
þrumaði honum í stöngina og inn – óverj-
andi. Með því innsiglaði hann fimmta sig-
ur Stabæk í síðustu sex heimsóknunum
til Lilleström.
Stabæk er komið með sex stig eftir
þrjár umferðir og hefur aldrei byrjað
svo vel í deildinni. Tryggvi lék allan leik-
inn og sama gerðu þeir Gylfi Einarsson
og Indriði Sigurðsson hjá Lilleström.
Indriði þótti með bestu mönnum vall-
arins. Lilleström hefur aðeins náð að
skora eitt mark í þremur fyrstu leikjum
sínum og saknar Ríkharðs Daðasonar
sem er frá vegna meiðsla og Uwe Rösl-
ers, sem greindist með krabbamein á
dögunum.
Bjarni Þorsteinsson og Ólafur Stígs-
son léku í bakvarðastöðunum hjá Molde
sem tapaði, 2:0, gegn Bodö/Glimt. Andri
Sigþórsson lék ekki með Molde vegna
meiðsla.
Hannes Þ. Sigurðsson lék síðasta kort-
erið með Viking sem vann Vålerenga,
2:0.
Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guð-
mundsson léku allan leikinn með Lyn
sem tapaði, 0:3, fyrir Rosenborg á
heimavelli í gærkvöld. Rosenborg gerir
sig líklegt til að stinga af strax, hefur
unnið þrjá fyrstu leikina. Árni Gautur
Arason sat sem fyrr á varamannabekk
liðsins.
„Látið Tryggva fá boltann
á vinstri, þá skorum við“
Tryggvi
Guðmundsson
SIR Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, segir að
sumir stuðningsmanna West Ham
eigi að skammast sín og framkoma
þeirra í garð Glenns Roeders hafi
verið lágkúruleg. Meðal annars hafi
hópur þeirra safnast saman fyrir
fram hús Roeders kvöldið áður en
hann fékk vægt slag á dögunum og
grýtt húsið og gert hróp að Roeder.
„Hvað fær menn til þess að haga sér
með þessum hætti?“ segir Ferguson.
„Það er alveg öruggt að sumir þess-
ara manna eiga þátt í því hvernig
komið er fyrir Roeder um þessar
mundir,“ segir Ferguson. Roeder er
ennþá á sjúkrahúsi eftir að hafa
fengið vægt hjartaáfall á mánudag-
inn fyrir viku, skömmu eftir 1:0 sig-
ur West Ham á Middlesbrough.
„Þrátt fyrir kærkominn sigur í
leiknum komu menn saman eftir
leikinn og gerðu hvað þeir gátu til
að niðurlægja Roeder. Svona fram-
koma fær mann til þess að staldra
við og velta fyrir sér hvert breskt
samfélag stefnir. Uppákomur sem
þessar eru máske þekktar í Suður-
Ameríku en á Bretlandseyjum höf-
um við verið blessunarlega lausir við
þetta fram til þessa.“
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri
Bolton, tekur í sama streng og
Ferguson. Hann segir sívaxandi
kröfur gerðar til knattspyrnustjóra
og það sé ekki hvað síst vegna auk-
inna peninga í knattspyrnunni.
Margir séu að kikna undan álaginu
sem starfinu fylgi. „Oft finnur mað-
ur meira til léttis yfir því að leik er
lokið heldur til gleðinnar sem sigr-
inum fylgir. Stjórnun liðs í úrvals-
deild „þurrkar“ menn algjörlega
upp andlega,“ segir Allardyce.
Stuðningsmenn West Ham
eiga að skammast sín
HARALDUR Ingólfsson skoraði
eitt mark fyrir Raufoss sem vann
stórsigur á Hödd, 5:0, í norsku 1.
deildinni í knattspyrnu í gær. Har-
aldur hefur skorað í þremur fyrstu
leikjum Raufoss á tímabilinu en lið
hans hefur unnið þá alla og er á toppi
deildarinnar.
HELGI Kolviðsson og félagar í
Kärnten eru komnir á nokkuð lygn-
an sjó í austurrísku úrvalsdeildinni
eftir sigur á Ried, 4:1, á laugardag-
inn. Helgi lék allan leikinn og var ná-
lægt því að skora en markvörður
Ried varði naumlega frá honum.
Kärnten er nú komið átta stigum frá
fallsæti deildarinnar þegar fimm
umferðum er ólokið.
HELGI Valur Daníelsson var ekki
í liði Peterborough sem vann Notts
County, 1:0, í ensku 2. deildinni og er
sloppið úr fallhættu.
VIKTOR Bjarki Arnarsson lék
allan leikinn með TOP Oss sem gerði
jafntefli, 2:2, við Heracles í hollensku
1. deildinni. Jóhannes Harðarson
missti af leik Veendam gegn
Eindhoven vegna meiðsla í læri.
ATLI Sveinn Þórarinsson fékk
ekki tækifæri með Örgryte sem tap-
aði, 3:0, fyrir AIK, þrátt fyrir stór-
leik með varaliði félagsins fyrir
helgina. Hjálmar Jónsson var ekki í
liði Gautaborgar sem gerði jafntefli
heima, 0:0, við Halmstad.
GUÐMUNDUR Viðar Mete lék
allan leikinn með Norrköping sem
vann Falkenberg, 2:0, í sænsku 1.
deildinni í gær.
FÓLK
Ég vil líta á þetta sem mikinn sigurfyrir strákana. Þeir eru búnir að
leggja mikið á sig ekki bara í vetur
heldur í fyrra líka.
Mér finnst þetta líka
mikill sigur fyrir
fólkið sem hefur
stutt vel við bakið á
okkur og stuðningurinn sem við feng-
um í báðum leikjum við Val var ómet-
anlegur. Allt þetta fólk á mikið í þess-
um árangri ásamt stjórnarmönnum
og miklu fleiri sem tengjast félaginu.
En við lítum ekki á sætið í úrslitum
sem einhverja endastöð. Við erum
ekkert hættir og að sjálfsögðu tökum
við stefnuna á að fara alla leið og
vinna titilinn,“ sagði Júlíus, sem sagði
að leikirnir hefðu þróast eins og hann
reiknaði með. „Þetta eru áþekk lið og
dagsformið hverju sinni skiptir máli.
Mér fannst strákarnir leika með
hjartanu og þeir höfðu mikla löngum
til að komast í úrslitin. Við þurftum að
hafa virkilega mikið fyrir sigrinum en
sem betur fer hrökk vörnin í gang hjá
okkur í seinni hálfleiknum og þá fór
Hallgrímur að verja. Við áttum í erf-
iðleikum með að stöðva Markús en
eftir að hafa rætt saman í leikhléinu
fundum við svar gegn honum enda
trúði ég því ekki að hann gæti haldið
áfram að leika eins og hann gerði í
fyrri hálfleik.
Markvarsla Hallgríms var þó lík-
lega það sem skipti sköpum,“ sagði
Júlíus.
Hvað var upp á lagt að gera í síð-
ustu sókninni?
„Við ákváðum að setja upp leikkerfi
sem gekk ekki alveg upp. Boltinn
hrökk til Óla og það var ekki annað
fyrir hann að gera að reyna skot. Rol-
and hefur líklega blindast af varnar-
mönnum sínum en auðvitað var
heppnisstimpillinn yfir markinu. Við
áttum samt að vera búnir að afgreiða
Valsmennina og þurfum ekki að koma
okkur í þessa stöðu. En auðvitað voru
menn orðnir lúnir og til að mynda var
Einar Hólmgeirsson að spila sinn
fimmta leik á réttri viku. Hann var í
aðahlutverki með U-20 ára liðinu í
Búlgaríu um páskana og er í aðalhlut-
verki hjá okkur.“
Óraði þig fyrir því þegar þú varst
að hefja undirbúninginn í sumar að
þið kæmust í þá stöðu að leika til úr-
slita um Íslandsmeistaratitilinn?
„Já, ég gerði það. Ég hef mikla trú
á þessum drengjum. Við tókum tím-
bilið í tröppugangi. Við settum stefn-
una innan hópsins á sæti í undanúr-
slitunum og að ná lengra en í fyrra.
Nú hefur það tekist og ég sé fyrir mér
skemmtilegar vikur framundan. Nú
er áfram krefjandi vinna hjá mér og
strákunum. Fyrst við erum komnir í
þessa stöðu stefnum við alla leið og
það er vel þess virði að leggja á sig
erfiði nokkrar vikur til viðbótar.“
Hvernig er tilfinningin fyrir þig
sem Valsmann í hjarta þínu að leggja
þá að velli í þessari stöðu?
„Það er ekkert svo roslega erfitt
fyrir mig þó svo að ég sé fæddur og
uppalinn í Val. Ég er í vinnu hjá ÍR og
auðvitað reyni ég að standa mig sem
best. Ég átti frábær ár hjá Val og fór
frá félaginu til að fara út þjálfun. Ör-
lögin réðu því að ég þurfti að glíma við
Val í undanúrslitunum og þannig ger-
ist þetta bara í sportinu. Ég get vel
skilið svekkelsið hjá mínum gömlu fé-
lögum. Það er alltaf leiðinlegt að falla
út úr úrslitakeppninni og ennþá meira
svekkjandi að tapa á síðustu sekúnd-
um leiks. Ég þekki strákana í Val út í
gegn og ég og Geiri erum góðir fé-
lagar enda búnir að starfa lengi sam-
an. Ef Geiri er tilbúinn að lauma að
mér einhverjum góðum ráðum fyrir
slaginn á móti Haukum tek ég vel á
móti þeim. Geir er mikill keppnismað-
ur eins og ég og ég get vel skilið sár-
indi hans. Þetta var hins vegar heið-
arleg barátta inni á vellinum og eftir á
erum við góðir vinir sem og áður.“
Hvernig líst þér á rimmurnar við
Hauka?
„Líkt og fyrir einvígið við Val verð-
um við minna liðið í baráttunni við
Hauka. Hjá mér eru allir að fara út í
svona slag í fyrsta skipti á meðan
Haukarnir hafa gengið í gegnum
þetta nokkrum sinnum áður. Við ætl-
um ekki að bera neina virðingu fyrir
Haukunum. Við vitum að þeir hafa á
að skipa mjög sterku liði en ég held að
við höfum sýnt og sannað að við höf-
um vel burði til að veita þeim harða
keppni. Það verður mikil tilhlökkun
fyrir strákana að fá að upplifa stemn-
inguna sem fram undan er.“
ÍR hefur legið lengi í dvala svo
þessi árangur ykkar á tímabilinu hlýt-
ur að vera félaginu mikil lyftistöng?
„Það er engin spurning. Það er
meira en hálf öld síðan ÍR varð síðast
Íslandsmeistari svo það er löngu
kominn tími á að félagið láti að sér
kveða. Ég finn fyrir miklum stuðningi
hjá Breiðhyltingum gagnvart félag-
inu og yngri kynslóðin tekur árangri
okkar með miklum fögnuði. Ég er
með framtíðarlið í höndunum. Uppi-
staðan er ungir og efnilegir strákar
sem eru tilbúnir að fórna sér í verk-
efnið. Þeir hafa verið sigursælir í
gegnum yngri flokkana hjá ÍR og
90% af liðinu eru hreinir ÍR-ingar.
Þetta hjálpar mikið til. Samstaðan er
gríðarlega góð og strákarnir vita hvað
þarf til að vinna.“
Þú tókst við ÍR-liðinu fyrir síðustu
leiktíð. Hefur þú komið því í fremstu
röð fyrr en þú áttir von á?
„Nei, kannski ekki. Ég sá í fyrra að
við áttum fullt erindi í toppliðin en
skorti herslumuninn. Ég finn gríðar-
lega mikinn mun á liðinu í ár og í
fyrra. Strákarnir eru ári eldri og
reynslan er farin að segja til sín. Það
hefur tekið smátíma fyrir þá að inn-
byrða hvað ég hef haft fram að færa.
Ég sagði fyrr í vetur að ÍR-liðið gæti
orðið meistari í ár og ef ekki í ár þá á
næstu árum. Ég stend fyllilega við
þessi orð nema að ég ætla að taka á
móti titlinum í ár,“ sagði Júlíus.
Gamla landsliðskempan Júlíus Jónasson, þjálfari og
„VALSARAR nammi namm. Valsarar nammi, nammi, namm,“ ómaði
í búningsklefa ÍR-inga eftir sigurinn á Valsmönnum í Austurbergi í
gær, 26:25. Júlíus Jónasson, þjálfari og leikmaður ÍR, hafði þó öllu
hægara um sig en lærisveinarnir enda Júlíus að berjast við sína
gömlu félaga og við fóstbróður sinn, Geir Sveinsson, en saman léku
þeir um árabil í búningi Vals og landsliðsins. Júlíus var hrærður og
sérlega stoltur af strákunum sínum þegar Morgunblaðið náði að
draga hann út í sigurlátum ÍR-inga en á sínu öðru ári sem þjálfari
Breiðholtsliðsins eru ÍR-ingar komnir í úrslitin um Íslandsmeist-
aratitilinn sem þeir unnu síðast og í eina skiptið í sögu félagsins ár-
ið 1946, eða fyrir 57 árum.
Þigg ráð
hjá Geira
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
GUÐMUNDUR Stein-
arsson, knattspyrnumaður
frá Keflavík, kvaddi danska
liðið Brönshöj með marki á
laugardaginn. Hann skor-
aði þá eitt marka liðsins
þegar það vann B1909, 4:1,
í dönsku 1. deildinni. Þetta
var fjórða mark Guð-
mundar í sjö deildaleikjum
með Brönshöj en hann gekk
til liðs við félagið áður en
deildakeppnin í Danmörku
hófst á ný eftir vetrarfríið.
Hann hefur sem kunnugt er
samið við Framara um að
leika með þeim í úrvals-
deildinni í sumar og er
væntanlegur í þeirra raðir
nú í vikunni.
Guðmund-
ur kvaddi
með marki
ÍR hefur einni sinni lyft Ís-
landsbikarnum á loft en 57 ár
eru liðin síðan félagið varð síð-
ast og í eina skipti meistari.
ÍR-ingar tyggðu sér Íslands-
meistaratitilinn árið 1946 með
því að leggja Hauka í fram-
lengdum úrslitaleik í Háloga-
landi, 20:19. Leikurinn var
hreinn úrslitaleikur en liðin
höfðu sigrað í sínum riðlum,
Haukar A-riðilinn en ÍR B-
riðilinn.
Haukar geta hefnt ófaranna
í maímánuði en svo skemmti-
lega vill til að Haukar og ÍR
mætast í ár í úrslitum og fer
fyrsti leikurinn fram á Ásvöll-
um þriðjudaginn 6. maí.
ÍR síðast
meistari fyrir
57 árum