Morgunblaðið - 28.04.2003, Síða 9

Morgunblaðið - 28.04.2003, Síða 9
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 B 9 ALESSANDRO Del Piero sá til þess að ítalski meistaratitillinn er nú aðeins í seiling- arfjarlægð frá Juventus, annað árið í röð. Del Piero skoraði bæði mörk- in í sigri á Brescia í gær, 2:1, og kom sigurmark hans aðeins fjórum mín- útum fyrir leikslok. Litlu munaði þó að Roberto Baggio setti strik í reikn- inginn hjá sínu gamla fé- lagi því hann skaut í þverslána á marki Juven- tus úr aukaspyrnu í blá- lokin. Bæði Mílanóliðin töpuðu stigum um helgina og Juventus náði því átta stiga for- skoti á Inter þegar að- eins fjórum umferðum er ólokið. Inter gerði jafntefli, 1:1, gegn Lazio og þar gerði Simone Inzaghi nokk- urn veginn út af við meistaravonir Inter með því að jafna metin seint í leiknum. AC Milan var endanlega úr leik á laugardags- kvöldið þegar liðið tapaði fyrir Roma, 2:1. Del Piero færði Juventus nær titlinum Umgjörðin var glæsileg í Víkinniog fánakveðja í upphafi móts- ins gaf því skemmtilegan blæ. Karl- ar reyndu fyrst með sér og Arngeir Frið- riksson byrjaði á því að leggja Pétur Ey- þórsson og Ólafur Oddur hafði Lárus í gólfið en þegar Pétur tók Ólaf Odd höfðu þeir allir tapað einni viðureign. Það fór því svo að Ólafur Oddur, Pétur og Arngeir þurftu að keppa sína á milli til úrslita en þar sem Ólafur Oddur og Pétur lögðu báðir Arngeir þurftu þeir enn að glíma og nú til þrautar. „Ég tók hann á eigin uppáhalds- bragði,“ sagði Ólafur Oddur eftir mótið um lokaglímuna við Pétur. „Hann var viðbúinn öllum mínum brögðum en skildi hægri fótinn eftir of framarlega og ég tók hann enda vaknaði maður hressilega upp þegar hann lagði mig. Ég átti nóg eftir í lokin og ég fann í fyrri glímunni að Pétur varð orðinn þreyttur. Ég var því býsna rólegur og öruggur þegar ég fann það enda ekki annað að gera en að láta allar æfingarnar í vetur skila sínu.“ Kappinn hefur þrívegis þurft að sætta sig við annað sætið í keppni um Grettisbeltið. „Þetta voru allt frábærir glímumenn hér í dag. Helst átti ég von á erfiðum glímum við Pét- ur, Arngeir og Lárus en það var líka mjög gaman að hafa Fjölnismenn hérna. Það verður samt alltaf ein- hver að vinna og einhver að tapa en það er frábært að vera loks kominn með Grettisbeltið eftir sautján ár í glímunni,“ bætti Ólafur Oddur við. Kvennaglímurnar voru ekki síður skemmtilegar. Fyrirfram var búist við að Svana Hrönn og Inga Gerða Pétursdóttir myndu kljást um Freyjumenið en líka ljóst að aðrar stúlkur gætu velgt þeim undir ugg- um. Það fór svo því Soffía Kristín Björnsdóttir náði jafnglími við Ingu Gerðu en Sólveig Rós Jóhannsdóttir, systir Svönu, gerði gott betur og lagði Ingu Gerði. Svana vann aftur á móti þrjár glímur svo að sigurinn var í höfn áður en hún mætti Ingu Gerði, sem vann Svönu örugglega. „Ég get þakkað Sólveigu systur minni fyrir að vinna Ingu Gerðu og tryggja mér sigur,“ sagði Svana eftir mótið. „Þegar kom að glímunni við Ingu Gerðu vissi ég sigurinn var í höfn og hugsaði með mér að það skipti ekki máli hver ynni svo að einbeitingin var farin Mér fannst pressa á okkur fyrir mótið þegar okkur Ingu Gerðu var spáð sigri en ég var vel undirbúin fyrir þetta mót og hef aldrei æft jafn vel. Ég hef ekki verið nógu dugleg að mæta á mót í vetur og því sérstak- lega ánægð með hvernig þeim lauk. Ætli ég gefi mér ekki meiri tíma til að æfa næsta tímabil.“ HÆLKRÓKUR reyndist bragð dagsins þegar glímumenn tókust á um Grettisbeltið og Freyjumenið á laugardaginn. Svana Hrönn Jó- hannsdóttir úr Glímufélagi Dalamanna vann Freyjumenið en það þurfti að glíma til þrautar eftir aukaglímur til að fá úrslit hjá körl- unum. Þá lagði Ólafur Oddur Sigurðsson úr Héraðsambandinu Skarphéðni Pétur Eyþórsson með hælkrók – sama bragði og Pétur lagði Ólaf Odd með áður. Morgunblaðið/Sverrir Pétur Eyþórsson, Víkverja, glímir hér við Glímukóng Íslands, Ólaf Odd Sigurðsson, HSK. Stefán Stefánsson skrifar Hælkrókur Ólafs Odds færði honum Grettisbeltið Inga G. Pétursdóttir, HSÞ, Svana Hrönn Jóhannsdóttir, GFD, og Soffía Kristín Jóhannsdóttir, HSÞ. Pétur Eyþórsson, Víkverja, Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK, og Arngeir Friðriksson, HSÞ. Draumur Lokeren úti? DRAUMUR Lokeren um að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili er nánast úr sögunni eftir skell á heimavelli, 5:0, gegn Anderlecht í gærkvöld. Nú skilja sjö stig liðin að en Lokeren er tiltölulega öruggt með UEFA-sæti, er fimm stigum á undan fjórða liði belgísku 1. deildarinnar. Rúnar Kristinsson var óheppinn að skora ekki tvisvar í leiknum því hann átti skot í þverslá og mark- vörður Anderlecht varði frá honum á ótrúlegan hátt. Hann lék all- an tímann, þrátt fyrir að hafa verið slæmur af hálsbólgu, og sama er að segja um Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson og Marel Baldvinsson. Fjórmenningarnir eru allir tilbúnir í landsleikinn í Finnlandi á miðvikudag. Marel er reyndar slasaður á hendi, gekkst undir aðgerð í síðustu viku, en lék þrátt fyrir það og sagðist harka af sér áfram. Alessandro del Piero.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.