Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 C 5 bílar V OLVO-umboðið í Norður- Ameríku tilkynnti fyrir skemmstu að Volvo XC90 væri nú einn mest seldi lúxusjeppinn þar vestra. Ekki eru nema fjórir mánuðir frá því jeppinn kom fyrst á markað þar ytra, en samkvæmt nýjustu sölutöl- um hefur hann þegar skotið helstu keppinautum ref fyrir rass og er nú mest seldi evrópski lúxusjeppinn í Norður-Ameríku. Sölutölur sýna að um 10% meiri sala var á Volvo XC90 en BMW X5 og 45% meiri en ML, lúxusjeppa Mercedes-Benz. Alls seldi Volvo 3.366 jeppa þar vestra í mars og er það 25,6% aukning. „Þessi verðlaunaði lúxusjeppi okk- ar hefur fengið ótrúlegar viðtökur á markaðnum,“ sagði Vic Doolan, for- stjóri VCNA, Volvo-umboðsins í Norður-Ameríku. „Og þar sem eft- irspurnin er enn meiri en framboðið þá virðist árið 2003 svo sannarlega lofa góðu.“ Volvo XC90 jeppinn hefur hlotið yfir tuttugu verðlaun og viðurkenn- ingar en í Norður-Ameríku var hann m.a. valinn bíll ársins í flokki jeppa og pallbíla og þá var hann verðlaun- aður sem bíll ársins í flokki nýrrar línu í lúxusjeppum. Volvo XC90 hef- ur auk þess hlotið viðurkenningar fyrir öryggisbúnað og fjölda viður- kenninga fyrir aksturseiginleika á öðrum markaðssvæðum en Norður- Ameríku. Volvo XC90 hefur fengið góðar viðtökur í Bandaríkjunum. Norður-Ameríka Volvo XC90 einn mest seldi lúxus- jeppinn GIANCARLO Boschetti, forseti og aðalframkvæmdastjóri Fiat Auto, og Osamu Suzuki, stjórnarformaður og aðal- framkvæmdastjóri Suzuki Mot- or, skrifuðu sl. fimmtudag undir viljayfirlýsingu um sameigin- lega framleiðslu á nýjum sportjeppa. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Búdapest lögðu yfirmenn fyrirtækjanna áherslu á að bílarnir yrðu hvor með sínu lagi. Framleiðslan hefst á öðrum árshluta 2005 í Magyar-verksmiðju Suzuki í Estergom nærri Búdapest. Nýju jepparnir verða fram- leiddir í fimm gerðum og með dísil- og bensínvélum. Fiat og Suzuki munu annast dreifingu og sölu á bílunum hvort í sínu lagi í gegnum sín umboðs- mannanet. Suzuki og Fiat smíða saman jeppa TOYOTA ætlar að reisa verksmiðju í Rússlandi í þeim tilgangi að hefja þar framleiðslu á jeppum innan tveggja til þriggja ára. Með þessu vill Toyota vera í stakk búið til að herja á Rússlands- markað sem stækkar óðfluga með betri lífskjörum í landinu. Ekki hefur verið greint frá því hvar í landinu verk- smiðjan verður. Frá þessu var skýrt í japanska dagblaðinu Nihon Keizai Shimbun. Í blaðinu sagði frá því að Toyota hefði selt 8.100 Land Cruiser jeppa, sem smíðaðir voru í Japan, til Rússlands á síðasta ári og hefði fyrir- tækið komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að hefja framleiðslu í landinu til að ná markmiðum sínum um sölu á 20.000 bílum þar á ári. Toyota hefur jafnframt sett sér það markmið að selja 800.000 bíla í Evr- ópu á ári, á árinu 2005, sem er um 5% markaðshlutdeild. Toyota reisir verksmiðju í Rússlandi Morgunblaðið/Jim Smart Toyota framleiðir hugsanlega jeppa í Rússlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.