Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 17
SÍFELLT færist í vöxt að venjulegri fjöðrun sé af öryggisástæðum skipt út fyrir loftpúðafjöðrun undir þungum fellihýsum. Fyrirtækið Arctic Trucks á Nýbýlavegi 2 í Kópavogi hefur sérhæft sig í slíkum breytingum. Loftur Ágústsson, framkvæmda- stjóri Arctic Trucks, segir algengt að fjöðrun á fellihýsum hæfi ekki íslensk- um aðstæðum. „Fjöðrun fellihýsa mið- ast sjaldnast við að keyrt sé á möl og hvörf geti leynst á veginum. Loftpúða- fjöðrun veldur því að fellihýsið verður mun stöðugra í drætti og betur fallið til að taka við ójöfnum í veginum. Dæmi eru um að fellihýsi um og yfir 1.000 kg að þyngd hafi hreinlega kastað bílum til á ójöfnum og grýttum vegi.“ Lækkað á náttstað Loftur tekur sérstaklega fram að fellihýsi með loftpúðum megi hækka og lækka – allt eftir því hvað við eigi hverju sinni. „Þegar komið er á nátt- stað má hleypa loftinu úr púðunum og lækka húsið um allt að 10 sm frá akst- ursstillingu. Ekki þarf því að grípa til sérstakra ráðstafana eins og að síkka fortjaldið vegna loftpúðafjöðrunar- innar. Með sama hætti er auðvelt að hækka fellihýsið um allt að 17 sm þeg- ar ekið er yfir ár eða ójafna vegi. Loft- púðarnir eru einfaldlega pumpaðir upp með loftdælu sem fylgir með í breyt- ingunni.“ Loftur tók fram að aðeins væri hægt að koma loftpúðum sem Arctic Trucks hefði verið að bjóða upp á undir fellihýsi með öxli. Loftpúðafjöðrun undir fellihýsi kost- ar um 197.000 kr. með loftdælu. Öryggið aukið með loftpúða- fjöðrun Á miðri mynd sést hvernig loftpúðafjöðruninni hefur verið haganlega komið fyrir undir fellihýsinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Loftur Ágústsson hjá Arctic Trucks mælir með loftpúðafjöðrun. Jeppi og fellihýsi af stærri gerðinni með loftpúðafjöðrun. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 C 17 bílar Toyota Landcruiser VX 100 4, 2 turbo dísel, nýskráður 09/99, ekinn 95 þús, silfurgrár, sjálfskiptur, topplúga, dr, beisli. Verð 4,150 þús. Toyota Rav4 vvti, nýskráð- ur 02/01, ekinn 83 þús, silfurgrár, sjálfskiptur, cd, dr. beisli, þessi bíll hefur verið í toppviðhaldi. Verð 1,980 þús. Ath skipti. Suzuki Grand Vitara V-6 2,5, nýskráður 09/99, ekinn aðeins 18 þús, sjálfskiptur, dr. beisli, dökkgrænn, toppeintak. Verð 1,890 þús. VW Bjalla 2,0, nýskráður 09/99, ekinn 35 þús, gulur, 16" álfelgur, cd, Verð 1,400 þús. Ath skipti. Toyota Landcruiser 90 VX common rail, nýskráður 01/01, ekinn 66 þús, drapplitur, sóllúga, dr. beisli, toppbíll. Verð 3,590 þús. Toyota Rav 4, nýskráður 08/98, ekinn 108 þús, sjálf- skiptur, grænn, toppbogar, cd, vardekkshlíf, dr,beisli. Verð 1,330 þús. Toyota Yaris 1,3 Sol, nýskráður 08/2001, ekinn 33 þús, rauður, 5 gíra, áhvílandi bílalán að upp- hæð 900 þús 20 þús á mánuði. Verð 1,040 þús. MMC Pajero 2,8 turbo dísel intercooler, nýskráður 03/99, ekinn 89 þús, dökk- blár, 33" breyting, sjálfskipt- ur, topplúga, filmur, dr. beisli. Verð 2,740 þús. Toyota Rav 4 vvti, ný- skráður, 12/00, ekinn 52 þús, svartur, 5 gíra, cd, síls- abretti, spoiler, dr. beisli. Verð 1,960 þús. Toyota Rav4 vvti, nýskráð- ur 09/00, ekinn 40 þús, silf- urgrár, toppgrindarbogar, sjálfskiptur, cd. Verð 2,120 þús. MMC Pajero 3,5 bensín GLS, nýskráður 01 /01, ek- inn 62 þús, 35" breyting, leður, topplúga, varadekks- hlíf, spoiler, filmur, o,fl,. Verð 4,420 þús. Ath skipti. Lexus is 200, nýskráður 12/200, ekinn aðeins 28 þús, steingrár, sjálfskiptur. Verð 2,150 þús. Hafið gasbúnaðinn í lagi Eyjaslóð 5 • Sími 5674950 FIAT DUCATO AUTOROLLER 4CI 1,9 TD Árg. maí/2000, 90 hestöfl, ek. 38.000 km. Útbúnaður: Alkoven þ.e. svefnaðstaða fyrir 4-5. Gas eða straumur, kæliskápur, hitunarhella, gashitun með 2x11 kg gaskútum, 100 lítra ferskvatnstankur, 75 lítra affallsvatnstankur, wc, sturta, þakbogar, fortjald, reiðhjólagrind, geymslukassi á þaki. Verð 3.390.000 Myndir á www.bilasalan.is og upplýsingar í síma 533 4000. Bílasalan.is — Hrafn Garðarsson löggiltur bifreiðasali. MÖRG stéttarfélög leigja fé- lagsmönnum sínum tjaldvagna til að koma til móts við þá sem annað- hvort fá ekki úthlutað sumarhúsi eða óska eftir því að geta fært sig úr stað eftir veðri. Verðið er á bilinu 8.000–14.500 fyrir sex daga leigu á tjaldvagni hjá þeim félögum sem haft var samband við. Verslunar- mannafélag Reykjavíkur er með umfangsmestu útleiguna. VR leigir út tjaldvagna af gerð- inni Combi Camp Family til fé- lagsmanna. Að sögn Þórunnar Jóns- dóttur hjá VR eru u.þ.b. 40 vagnar í útleigu allt sumarið og eftirspurn töluverð. Verð fyrir fjögurra manna tjald- vagn í sex daga, frá miðvikudegi til þriðjudags, er 14.500 kr. en til frá- dráttar getur komið orlofsávísun upp á 5.000 kr. sem allir fullgildir fé- lagsmenn VR fá en þeir eru um 17 þúsund. Leiga á tjaldvagni í hálfan mánuð er 23.000 kr. og á sama hátt getur 5 þúsund kr. orlofsávísun komið til frádráttar. Til samanburð- ar eru sumarhús VR leigð út á kr. 15.500–19.500 í vikutíma yfir sum- arið en einnig er hægt að nota or- lofsávísunina til að lækka verðið þar. Með tjaldvögnunum fylgja dýnur, borð, stólar, gashellur, hitaofn og einn gaskútur. VR leigir ekki út fellihýsi heldur tók þá stefnu að leigja aðeins út tjaldvagna þar sem þeir passa á flesta bíla. „VR hefur leigt út tjaldvagna í tíu ár og kemur þar til móts við fleiri félagsmenn sem ekki vilja binda sig við einn stað og keyra þangað sem sólin skín,“ segir Þórunn. Föst fellihýsi í Þórsmörk Rafiðnaðarsamband Íslands leigir út tólf Combi Camp-tjaldvagna yfir sumartímann og hefur gert í tíu ár. Sex daga leiga kostar 8 þúsund kr. Rafiðnaðarsambandið leigir fé- lagsmönnum einnig tvö fellihýsi með rúmstæðum fyrir sjö, en þau standa í Básum í Þórsmörk og er ekki ætl- að að færast úr stað. Vikuleiga á fellihýsi kostar 12 þúsund kr. Full- gildir félagsmenn í Rafiðnaðarsam- bandinu eru um 4 þúsund. Til sam- anburðar kostar vikuleiga á orlofshúsum félagsins frá 11.500 til 15 þúsund kr. Samkvæmt upplýs- ingum frá félaginu er full nýting á tjaldvögnunum yfir sumarið en nokkuð algengt er að félagsmenn noti vagnana ekki alla sex dagana heldur einungis yfir helgi. Hjá stéttarfélaginu Eflingu feng- ust þær upplýsingar að fjórir fjög- urra manna Combi Camp-tjaldvagn- ar væru leigðir út til félagsmanna yfir sumartímann. Verðið fyrir sex daga leigu á tjaldvagni frá fimmtu- degi til miðvikudags er 10.500 kr. en til samanburðar eru sumarhús Efl- ingar leigð út á 13.000–14.500 krón- ur vikan. Efling leigir nú út tjald- vagna fjórða sumarið í röð og er eftirspurnin mest frá 20. júní og fram yfir verslunarmannahelgi. Fullgildir félagsmenn í Eflingu eru á bilinu 15–17 þúsund. Mismunandi verð eftir tímabilum Kennarasamband Íslands leigir út fjögurra manna Combi Camp- tjaldvagna til félagsmanna, sem eru um 8 þúsund í KÍ. Sex dagar kosta 12 þúsund kr. utan háannatíma, þ.e. í lok ágúst og byrjun júní, en annars 14 þúsund kr. Vagninn er leigður út með öllum staðalbúnaði, á sama hátt og hjá VR. KÍ leigir alls út fjóra tjaldvagna og hefur annað eftir- spurninni, sem er töluverð, skv. upplýsingum frá KÍ. Orlofshús KÍ kosta á bilinu 12–20 þúsund krónur vikan en þar er verðið einnig mis- munandi eftir tímabilum. Leiga á tjaldvagni frá 8.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.