Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 C 11 bílar Bílavarahlutir Ásþétti Keilulegur Hjöruliðir Kúplingar og höggdeyfarKúpli deyfar Viftu- og tímareimar Kúluliðir Kúlu- og rúllulegur Hjólalegusett Hemlahlutir Bón og hreinsivörur w w w. f a l k i n n . i s Sólarrafhlöður Eigum fyrirliggjandi þunnar Epoxy-húðaðar sólarrafhlöður fyrir fellihýsi. Límast á þak. Stærð 61 W, þykkt 3 mm. Verð með vsk 58 þús. Einnig rafgeymar fyrir fellihýsi 115 amp. Verð 16.870 m. vsk. Eigum einnig harðar sellur fyrir sumarbústaði. SÆVAR Skaptason, fram- kvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, keypti sér nýlega Mercedes-Benz Sprinter og lét breyta honum í Þýskalandi hjá fyrirtækinu Iglhaut. Sævar hefur búið og starfað í Þýska- landi og komst þar í samband við Iglhaut. „Hugmyndin var alltaf að fá sér ferðabíl og ég var pæla í dísilbíl en léttari bíl en t.d. Econoline. Þegar Mercedes-Benz setti á markað Sprinter með 163 hestafla dís- ilvél og 330 Nm togi fór ég að líta í þessa átt. Svo fann ég fyr- irtækið Iglhaut sem breytir hátt í 100 bílum á ári.“ Sprinter er upphaflega ein- göngu afturhjóladrifinn en Iglhaut setur í hann framdrif. Millikassinn er sá sami og í Toyota Land Cruiser 100. Niðurgír- unin er 2,5 í millikassa og sett voru í hann drifhlutföll, 4:85 og er hann rétt- ur á 37 tommu dekkjum. Bíllinn er með sídrifi og læsing er á mismuna- drifi og einnig 100% læsing á fram- og afturdrifi. Léttbyggður bíll „Bíllinn er nýkominn á götuna og hann er viðurkenndur af Mercedes- Benz og með ábyrgð. Það eru hlutir frá Mercedes-Benz í honum og kost- urinn við þennan bíl er sá að hann er léttbyggður, vegur ekki nema 2,2 tonn, og vélin er sparsöm. Bíllinn er með háum toppi og hægt að ganga um hann uppréttur. Einnig er bíllinn breiðari en Econoline. Ég er með stysta bílinn enda vildi ég gera meiri jeppa úr honum. Það er hægt að fá hann í þremur lengdum og hérlendis eru til tveir húsbílar af þessari gerð í miðlengdinni með framdrifi með am- erískum hásingum,“ segir Sævar. Bíllinn er vel búinn, m.a. með raf- magni í rúðum, hraðastilli og loft- frískunarkerfi. Ekki er búið að inn- rétta bílinn og því er aðeins hægt að tala um verðandi húsbíl í þessu tilviki. Gert er ráð fyrir svefnplássi fyrir tvo en auk þess verður sett upp lítil barnakoja ofan við bílstjórasætið. Sævar hefur pantað í bílinn bekk sem festur verður á brautir í gólfinu og nýtist sem bílsæti fyrir farþega aftan við bílstjórasætið. Honum er síðan rennt aftur og breytt í flatsæng. „Eins og bíllinn er núna er hann skráður sem sendibíll. En þegar ég fæ bekkinn fer ég með bílinn í endur- skráningu og við það fer hann í annan tollaflokk. Bíllinn er því ekki ennþá orðinn húsbíll,“ segir Sævar. Iglhaut breytir bæði nýjum bílum og notuðum. Breyting af þessu tagi kostar álíka mikið og breyting á Econoline hér heima, eða nálægt 1,5 milljónum króna. Nýr bíll, kominn til landsins með breytingu, kostar frá 4,5 milljónir króna. „Ég ráðgeri að fara allar mínar ferðir á þessum bíl, upp á jökla og um hálendið á 38 tommu dekkjum.“ Sprinter-inn er kominn með sítengt aldrif og millikassa úr Land Cruiser. Morgunblaðið/Jim Smart Sævar á ennþá eftir að innrétta bílinn. Sprinter-húsbíll með millikassa á 4,5 milljónir kr. mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.