Morgunblaðið - 01.05.2003, Side 4

Morgunblaðið - 01.05.2003, Side 4
4 B FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR NÝJAR reglur Kauphallar Ís- lands um upplýsingagjöf um launa- kjör stjórnenda munu leiða til meira aðhalds í samningum stjórnar og stjórnenda. Talsvert verk er enn óunnið í að móta nánari reglur og nauðsynlegt að Kauphöllin móti enn nánari reglur. Þetta kom fram í framsögu Árna Tómassonar, löggilts endurskoð- anda, á fundi Verslunarráðs Íslands um kjör stjórnenda fyrirtækja. Að sögn Árna, mun vissa stjórna um að samningar verði birtir, valda því að hvers kyns kaupauka- og kaupréttarsamningar innihaldi ákvæði í samræmi við áhersluatriði stjórnar. Það verði að gera ráð fyrir því ef stjórnendur fá umbun fyrir, til að mynda arðsemi yfir tilteknum mörkum eða vöxtur er umfram til- tekin mörk þá hafi það bein eða óbein áhrif á hvernig fjárfestar meti félag- ið og trúverðugleika þeirrar stefnu sem stjórnin hefur birt. Árni segir að launafjárhæð stjórn- enda sem slík skipti ekki meginmáli þar sem reglurnar þar að lútandi séu skýrar en hann hafi meiri áhyggjur af hvers kyns samningum sem gerðir eru við stjórnendur um kaupauka og kauprétt. „Ég hef mun meiri áhyggj- ur að þarna verði misræmi einfald- lega vegna þess að reglur um fram- setningu og mat eru ekki skýrar. Ef ég set mig í spor fjárfesta er mjög erfitt að átta sig á fjárhagslegum ávinningum flókinna samninga sem eðli máls er ekki hægt að greina frá í smáatriðum í ársreikningi,“ segir Árni. Umræða tengd frammistöðu Árni segist telja að nýju reglurnar muni leiða til meira aðhalds í samn- ingum stjórnar og stjórnenda. Það eitt að birta verði alla samninga ger- ir það að verkum að stjórnir muni íhuga betur en áður hvernig samn- ingarnir muni líta út í augum fjár- festa. Í samræmi við það muni stjórnir leggja meiri rækt við samn- inga við stjórnendur en áður var. Bæði verður hugað betur að því að reikna allar stærðir fyrirfram og far- ið verður varlegar í hvers kyns lang- tímaskuldbindingar en áður. Samn- ingar verði gerðir oftar en áður og viðmið og markmið endurskoðuð með jöfnu millibili. Að sögn Árna hafa fjölmiðlar ein- blínt of mikið á launakjör stjórnenda og segist frekar viljað sjá umfjöllun um hvernig stjórnendur hafa staðið sig, hvernig laun þeirra hafi verið í samræmi við frammistöðu. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að baki nýju reglunum liggi ýmsar ástæður. Þar skipti þó mestu krafa markaðar- ins og tengt að gera reglur að þessu leyti sambærilegar við það sem ger- ist best annars staðar. Þar hafi regl- ur verið hertar til muna að undan- förnu í kjölfar hneykslismála í Bandaríkjunum og víðar. Sjónir manna hafi beinst sérstak- lega að kaupréttum stjórnenda sem oft voru án nokkurrar tengingar við raunverulegan árangur af rekstri heldur fyrst og fremst háð upp- sveiflu hlutabréfaverðs á mörkuðum. Tók Þórður dæmi í erindi sínu af átta stjórnendum í Bandaríkjunum sem nýttu sér kaupréttinn og seldu hlutafé fyrir yfir 500 milljarða króna sem var á þeim tíma hærri fjárhæð en markaðsvirði allra félaga í Kaup- höll Íslands. Þórður segir að markaðurinn hér á landi sé orðinn stór í samanburði við markaði annars staðar eða um 70% af landsframleiðslu og verðmæti skráðra félaga í Kauphöll Íslands sé um 540 milljarðar króna. Það séu því gríðarlegir fjármunir sem fyrirtækin hafa aðgang að frá hluthöfum. Þórður segir að ástæður upplýs- ingagjafar um launakjör séu því hagsmunir hluthafa og fjárfesta, að fá yfirsýn yfir fjárhagslega hags- muni stjórnenda. Það séu einnig hagsmunir stjórnenda að aukinn trú- verðugleiki sé um þeirra störf og um leið aukið aðhald. Hagsmunir félags- ins felist fyrst og fremst í því að góð og aukin upplýsingagjöf hafi jákvæð áhrif á seljanleika hlutabréfa. Allt þetta sé til þess fallið að ná inn er- lendu fjármagni til fyrirtækjanna og inn í hagkerfið. Gagnsæi mikilvægt Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarrit- stjóri Morgunblaðsins, kom inn á mikilvægi fjölmiðla í upplýsingagjöf til almennings. Sá hópur sem á hlut í fyrirtækjum sé sístækkandi og það sé með hagsmuni þess fólks í huga sem hinar nýju reglur Kauphallar- innar eru settar. Líklegt megi telja að meirihluti hluthafanna afli sér upplýsinga um fyrirtækin í fjölmiðl- um heldur en að mæta á aðalfundi fyrirtækja, lesa ársskýrslu þeirra eða skoða vef Kauphallarinnar. Það sé því hluti af þjónustu fjölmiðils á borð við Morgunblaðið við lesendur sína að veita upplýsingar um rekstr- arafkomu fyrirtækja, framtíðaráætl- anir og annað sem fram kemur á að- alfundi og þar á meðal eru upplýsingar um kjör stjórnenda. Sú umræða sem hefur verið hér á landi um einstök mál sem upp hafa komið í viðskiptalífinu og snerta starfslokasamninga, kaupaukasamn- inga og kaupréttarsamninga stjórn- enda í fyrirtækjum er ekki einangr- að íslenskt fyrirbæri. Hún á sér langa sögu í Bandaríkjunum og hef- ur færst í aukana í Evrópu. „Grundvallarspurningin í þessum umræðum er, með nokkurri einföld- un: Er að verða til ný yfirstétt, sem skammtar sér sjálf laun úr vasa hlut- hafa fyrirtækja, úr öllu samhengi við þau laun, sem almennt eru greidd í þjóðfélaginu og jafnvel án alls tillits til gengis fyrirtækjanna, sem um ræðir? Það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir gagnkvæmt traust fyrirtækja og hluthafa þeirra og viðskiptavini – í rauninni fyrir samskipti fyrirtækj- anna og þess samfélags, sem þau starfa í, að hægt sé að sýna fram á að laungreiðslur til stjórnenda séu ákveðnar með málefnalegum hætti. Þess vegna er mikilvægt að allt sé uppi á borðinu, opið og gagnsætt og þess vegna eru þær reglur, sem Kauphöllin hefur sett, af því góða,“ að sögn Ólafs. Vantar skýrari reglur um sérsamninga stjórnenda Morgunblaðið/Golli Frummælendur á fundi Verslunarráðs: Ólafur Stephensen, Árni Tómasson og Þórður Friðjónsson ræða málin. Launakjör stjórnenda og fjölmiðlaumfjöllun rædd á morgunfundi Verslunarráðs Íslands í gær TÍU af stærstu fjárfestingar- bönkunum á Wall-Street í New York náðu samkomulagi við verðbréfaeftirlitið í Banda- ríkjunum síðastliðinn mánu- dag, sem vonir standa til að komi í veg fyrir að eitt mesta hneykslismál í bankastarfsemi þar í landi verði að veruleika. Frá þessu var greint á vefsíðu Financial Times. Samkvæmt samkomulagi bankanna og verðbréfaeftir- litsins munu bankarnir greiða 1,4 milljarða Bandaríkjadala í skaðabætur, sem svarar til rúmlega 100 milljarða ís- lenskra króna. Þeir þurfa einnig að gera skipulagsbreyt- ingar í starfseminni til að tryggja skýr skil á milli þeirra sem starfa á greiningardeild- um annars vegar og við fjár- festingar hins vegar. Segir FT að gert sé ráð fyrir að bank- arnir muni jafnframt þurfa að greiða verulega háar fjárhæð- ir, jafnvel milljarði dala, vegna málsókna fjárfesta sem telja sig hafa orðið illa fyrir barðinu á bönkunum. Hæsta sekt Eftirlitsins Þær bankastofnanir sem hafa verið ásakaðar um ýmsa óheiðarlega starfsemi svo sem svik við fjárfesta og mútur eru Citigroups Salomon Smith Barney, Credit Suisse First Boston, Merrill Lynch, Gold- man Sachs og Morgan Stanl- ey. Fyrstu drög að samkomu- lagi verðbréfaeftirlitsins og bankanna voru komin á blað í desember síðastliðnum. Síðan þá hafa lögfræðingar aðila legið yfir orðalagi samkomu- lagsins, en gert er ráð fyrir að fjárfestar muni nota það í eig- in málaferlum. Citigroups Salomon þarf að greiða hæstu skaðabæturnar, eða 400 milljónir dala, jafn- virði um 30 milljarða íslenskra króna. Þar af eru um 150 milljónir dala sekt, en það er hæsta sekt sem verðbréfaerf- irlitið í Bandaríkjunum hefur gert nokkrum að greiða. Bankar á Wall Street greiða 100 milljarða í skaðabætur Á seinasta ári sameinuðust EFA og Þróunarfélag Íslands undir merkjum Framtaks og nýverið keypti Straumur öll hlutabréf í Ís- lenska hlutabréfasjóðnum. Auðlind sameinaðist Kaupþingi og Hluta- bréfasjóður Íslands sameinaðist Kaldbaki. Að sögn Eiríks eru eflaust margar ólíkar ástæður fyrir þessari þróun, en meginskýringin er þó sú, að sögn Eiríks, að með stækkandi efnahag fé- laganna eru þau hæfari til þátttöku í stærri verkefnum til skemmri og ekki síst lengri tíma auk þess sem rekstrarkostnaður félaganna lækkar. „Samrunaþróun fjárfestingafélaga mun halda áfram líkt og gerst hefur í öðrum starfsgreinum. Enn eru félög- in of mörg og of smá.“ Stöðugleiki nauðsynlegur Eiríkur sagði að öllum fyrirtækjum og ekki síst fjárfestingarfyrirtækj- um, sé nauðynlegt að búa við stöðugt rekstrarumhverfi. „Á ég þá við stöð- ugan vöxt hagsældar en ekki stöðn- un. Það er sérstaklega í höndum stjórnmálamanna að búa atvinnulíf- inu þannig umgjörð að stöðugleiki ríki hvort sem er í sjávarútvegi, land- búnaði eða öðrum atvinnugreinum s.s. fjármálafyrirtækjum sem veita þúsundum manna atvinnu. Það eru engin ný vísindi að atvinnulífið er samhangandi keðja sem er jafnsterk og veikasti hlekkurinn,“ að því er fram kom í ræðu Eiríks. Sagði hann nauðsynlegt að stjórn- málamenn tileinki sér hugsun stöð- ugleikans en boði ekki æ ofaní æ koll- steypur á grunnþáttum atvinnulífs- ins sem hafa muni ófyrirsjáanleg áhrif á virði fyrirtækja og þannig af- komumöguleika og sparifé einstak- linga. Á fundinum voru þeir Andri Teits- son, Kári Arnór Kárason, Kristján Vilhelmsson, Sigfús R. Sigfússon og Tryggvi Þór Haraldsson kjörnir í stjórn félagsins en varamenn í stjórn eru Þorsteinn Már Baldvinsson og Valdimar Bragason. Stjórn félagsins kom saman eftir aðalfundinn og skipti með sér verk- um þannig að Tryggvi Þór Haralds- son er formaður stjórnar og Kristján Vilhelmsson er varaformaður. Hann sagði það mat stjórnar fé- lagsins að á fyrstu 15 starfsmánuðum félagsins hafi það komist lengra í þá veru að gera Kaldbak að öflugu fjár- festingarfélagi í dreifðri eignaraðild en þeir þorðu að vona. „Það er einnig ljóst að þessi árangur hefur ekki náðst öðruvísi en nokkuð hafi brotið á okkur sem höfum verið í forsvari og má ef til vill segja að á stundum hafi álagið sem þessu hefur fylgt verið hættulega nálægt brotmörkum. Það er því margt sem mælir með að nú sé rétt að láta staðar numið. Ég hef því ákveðið á þessum tímamótum að taka ekki sæti í þeirri stjórn Kaldbaks sem verður kosin á þessum aðal- fundi,“ segir Jóhannes. Frekari sameiningar Kaldbakur er eitt af fimm fjárfest- ingarfélögum sem skráð eru í Kaup- höll Íslands. Hin félögin eru Straum- ur, Framtak, Afl og Atorka. Ef litið er til markaðsvirðis útistandandi hlutabréfa er Kaldbakur annað stærsta félagið á eftir Straumi, að því er fram kom í máli Eiríks S. Jóhanns- sonar, framkvæmdastjóra Kaldbaks. að byggja afkomuna á yfirburða markaðsstöðu á öðrum stærsta neyt- endamarkaði landsins, þar sem ljóst var að þeir sem voru að blása til sókn- ar í verslunarrekstri mundu líta til hans hýru auga. Slík barátta var ein- faldlega of dýr og hefði eytt upp eigin fé félagsins á til þess að gera stuttum tíma. Líklegra til árangurs væri að leita eftir samstarfi við aðra aðila á landsvísu,“ segir Jóhannes Geir. Hann segir að sú leið hafi verið far- in á höfuðsviðum verslunar KEA, dagvörunni og byggingavörunni. Dreifð eignaraðild Jóhannes Geir segist hafa nokkrar áhyggjur af þeim sjónarmiðum sem nú eru uppi hjá forystusveit mjólk- uriðnaðarins um að biðjast undan frjálsri verðlagningu, „og eins og ég sé það, með því skjóta sér undan því að takast á við augljósa hagræðing- armöguleika í greininni, sem er til lengri tíma litið, það sem skiptir framleiðendur mestu máli og verður það sem skilur á milli feigs og ófeigs þegar kemur að aukinni samkeppni við innflutning,“ segir Jóhannes. DRIFKRAFTURINN að stofnun Kaldbaks var sú sýn forystufólks KEA að það væri nauðsynlegt að að- greina eignir samvinnufélagsins og gera þær virkari í íslensku atvinnu- lífi, að því er fram kom í máli Jóhann- esar Geirs Sigurgeirssonar, fráfar- andi stjórnarformanns Kaldbaks, á aðalfundi félagsins. Jóhannes Geir sagði á fundinum að að loknu fyrsta starfsári Kaldbaks fjárfestingafélags sé gott að átta sig á hver voru markmiðin með stofnun fé- lagsins og hvernig þau hafi gengið eftir. Hann segir að uppi hafi verið ýmis sjónarmið, allt frá því að breyta félaginu í heild í hlutafélag í fjölþætt- um rekstri og til þess að leysa það upp með afar flóknum formúlum sem m.a. þurftu að byggjast á því að rekja viðskipti langt aftur í tímann og langt umfram það sem gögn voru til um. „Það var alla tíð mín skoðun að eina færa leiðin væri að aðgreina reksturinn. Koma greinunum hverri fyrir sig í sjálfstæð félög sem síðan gætu stækkað með samruna og/eða kaupum. Það var að mínu mati ljóst að t.d. í verslun væri ekki raunhæft Eina leiðin var að skipta KEA upp Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Kaldbaks, á aðalfundi félagsins, en hann gaf ekki kost á endurkjöri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.