Morgunblaðið - 01.05.2003, Page 5

Morgunblaðið - 01.05.2003, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 B 5 NSJÁVARÚTVEGUR  Frá hugmynd að fullunnu verki Rennismíði Hönnun: Gísli B. SAMHERJI hf. er í hópi umsvifa- mestu sjávarútvegsfyrirtækja lands- ins. Rekstur Samherja byggist á fjór- um meginstoðum, sjófrystingu, landvinnslu á bolfiski, rækjuvinnslu og vinnslu uppsjávarafurða. Undan- farin ár hefur aukin áhersla verið lögð á fiskeldi. Samherji fagnar um þessar mund- ir tveimur áföngum, Útflutnings- verðlaunum forseta Íslands og 20 ára afmæli. Í því tilefni er hér stiklað á stóru í sögu og starfsemi fyrirtæk- isins samkvæmt upplýsingum frá því. Félagið hefur yfir að ráða talsverð- um veiðiheimildum í uppsjávarfiski, en mjöl og lýsi eru mikilvægustu að- föng í framleiðslu á fiskeldisfóðri. Fiskeldisstarfsemi Samherja tekur til flestra þátta í fiskeldi, þ.e. klaks, seiðaframleiðslu, matfiskeldis, slátr- unar, pökkunar og markaðssetning- ar afurðanna. Áform eru um umtals- verða aukningu í framleiðslunni á næstu misserum. Starfsmenn Samherja eru um 800. Þar af eru sjómenn um 300 og um 500 manns starfa í landi, víðsvegar um land. Viðburðarík ár Nokkrir punktar úr sögu Samherja: Árið 1972 er Samherji hf. stofnaður í Grindavík um útgerð togara. Árið 1983 kaupa frændurnir Krist- ján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelms- son nær allt hlutafé í Samherja hf. Þeir flytja aðsetur félagsins til Ak- ureyrar, breyta skipi þess Guðsteini GK í frystiskip sem hlýtur nafnið Ak- ureyrin EA. Árið 1985 á Samherji hf. þátt í stofn- un fyrirtækisins Hvaleyri hf. í Hafn- arfirði og kaupir það fyrirtæki eignir Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar sem á tvo togara og frystihús. Árið 1986 tengist Samherji hf. rækjuveiðum er félagið á hlut að stofnun Oddeyrar hf. um kaup og rekstur samnefnds skips. Árið 1990 kaupir Samherji hf. meiri- hluta í Söltunarfélagi Dalvíkur hf. Sama ár kaupir Samherji hf. allt hlutafé í Hvaleyri hf. og félögin eru sameinuð. Árið 1992 hefur fyrsta nýsmíði fé- lagsins, Baldvin Þorsteinsson EA, veiðar. Árið 1993 stofnar Samherji Strýtu hf. ásamt Landsbanka Íslands og KEA á Akureyri upp úr þrotabúi K. Jónssonar & Co hf. Strýta er lagmet- is- og rækjuverksmiðja og pökkunar- stöð. Árið 1994 er Framherji aps. í Fær- eyjum stofnaður með 30% eignarhlut Samherja og gerir hann út Akraberg. Árið 1995 er Þorsteinn EA keyptur (áður Helga II RE) sem markar upp- haf þátttöku Samherja í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska. Hluti Dalvík- urbæjar í Söltunarfélagi Dalvíkur einnig keyptur. Samherji GmbH er stofnaður og kaupir 49,5% eignarhlut í Deutsche Fishfang Union GmbH í Þýskalandi. Árið 1996 er Friðþjófur hf. á Eski- firði keyptur en fyrirtækið gerir út Sæljónið SU og fiskverkun. Sölufyr- irtækið Seagold Ltd. er stofnað ásamt Gústaf Baldvinssyni til þess að sjá um sölu á sjófrystum afurðum Samherja. Samherji kaupir breska útgerðarfyrirtækið Onward Fishing Company Ltd. Í lok ársins er Hrönn hf. á Ísafirði, sem gerir út einn öfl- ugasta frystitogara landsins, Guð- björgu ÍS, sameinuð Samherja hf. Árið 1997 er allur rekstur Samherja hf. og dótturfélaga á Íslandi samein- aður í nýtt hlutafélag sem hlýtur nafnið Samherji hf. Á sama tíma kaupir félagið 98% hlutabréfa í Fiski- mjöli & lýsi hf. í Grindavík. Í mars er brotið blað í sögu Samherja hf. Ákveðið er að gera félagið að almenn- ingshlutafélagi og eru bréf þess skráð á Verðbréfaþingi Íslands. Í árslok eru Friðþjófur hf. og Fiski- mjöl & lýsi hf. síðan sameinuð Sam- herja hf. Samstarf, um markaðsstarf í Bandaríkjunum, með Síldarvinnsl- unni og SR-mjöli hafið, með stofnun Úthafssjávarfangs. Árið 1998 er tæplega 50% hlutur keyptur í Rifi ehf. í Hrísey sem gerir út rækjubátinn Svan EA. Samherji kaupir einnig hlut í Fiskeldi Eyja- fjarðar. Samherji er útnefndur sem eitt af 500 framsæknustu fyrirtækj- um Evrópu á árinu. Árið 1999 er rækjuverksmiðjunni á Dalvík lokað en starfsmannaaðstað- an í Strýtu er bætt með nýju hús- næði. Langþráðar dýpkunarfram- kvæmdir í höfninni í Grindavík koma sér vel fyrir fyrirtækið og er farið í aðgerðir til að bæta löndunar- og hráefnisaðstöðuna hjá F & L. Sam- herji kaupir hlut í Kaldbak en dregur sig út úr rekstri Úthafssjávarfangs. Árið 2000 segir Þorsteinn Vilhelms- son sig úr stjórn Samherja hf. og sel- ur sinn hlut í félaginu. Friðþjófi á Eskifirði er lokað en eignarhlutur í Hraðfrystistöð Þórshafnar er auk- inn. Samherji hf. sameinast BGB- Snæfelli á Dalvík sem á sex skip og fiskvinnslur á Dalvík, Stöðvarfirði og í Hrísey. Tvö skipanna eru seld strax. Hlutafé í félaginu er aukið í kr. 1.660.000.000.- Fjölveiðiskipið Vil- helm Þorsteinsson EA bætist í flot- ann. Stefnan er sett á fiskeldi með fjárfestingum bæði í Íslandslaxi í Grindavík, Sæsilfri í Mjóafirði og Víkurlax í Eyjafirði á árinu. Farið er í talsverðar breytingar á rækjuvinnslu Strýtu sem og endurbætur í F & L í Grindavík. FAB GmbH er stofnað sem móðurfélag DFFU og Huss- mann & Hahn. Samherji selur sinn hlut í Samherja GmbH en eignast 35% hlut í FAB GmbH. Árið 2001 eru hlutabréf Samherja hf. skráð rafrænt hjá Verðbréfaskrán- ingu Íslands. Fjárfestingum er hald- ið áfram í fiskeldi með hlutafjárkaup- um í Silfurstjörnunni í Öxarfirði og aukið við hlut félagsins í Sæsilfri og Íslandslaxi. Samherji hf. leggur enn- fremur til hlutafé í Íslandsfugl á Dal- vík í formi ónýttra húseigna. Sæblik- inn ehf. er stofnaður í helmingseign Samherja á móti Síldarvinnslunni til að annast sölu á uppsjávarafurðum félaganna. Kavíarframleiðsla sem hefur verið í Strýtu flyst til Huss- mann & Hahn. Í lok ársins er Baldvin Þorsteinsson EA seldur til DFFU og nefndur Baldvin NC. Jafnframt festi félagið kaup á Hannover NC (áður Guðbjörg ÍS) og fékk skipið nafnið Baldvin Þorsteinsson EA. Í kjölfarið var skipið sent í lengingu til Lett- lands. Árið 2002 er eignarhlutur aukinn í Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Eignarhlutur er keyptur í SR-mjöli og Finnbogi Jónsson og Kristján Vil- helmsson eru kjörnir í stjórn SR- mjöls í kjölfarið, Finnbogi sem stjórnarformaður. Eignarhlutur er einnig keyptur í Kaldbaki fjárfest- ingarfélagi hf. Fyrsta skip Samherja Akureyrin EA-10 er seld til Onward Fishing Company eftir fengsælan og farsælan feril hjá félaginu. Í staðinn er Sléttbakur EA keyptur og nefnd- ur Akureyrin EA-10. Kambaröst var seld á árinu. Í desember kemur Bald- vin Þorsteinsson EA-10 heim frá Lettlandi talsvert breyttur og lengd- ur. Árið 2003 hlýtur Samherji hf. Út- flutningsverðlaun forseta Íslands. Fyrirtækið kaupir hlut í norska sjáv- arútvegs- og fiskeldisfyrirtækinu Fjord Seafood ASA í Noregi, sem er eitt af stærstu fyrirtækjunum á sínu sviði í heiminum. Fyrirtækin tvö gera með sér víðtækan samstarfs- samning sem m.a. tekur til samstarfs félaganna í fiskeldi og sölu sjávaraf- urða. Sívaxandi umsvif í 20 ára sögu útgerðar og fiskvinnslu hjá Samherja Reksturinn á fjórum meginstoðum Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Baldvin Þorsteinsson EA siglir út Eyjafjörðinn áleiðis á miðin. NAVIS ehf. er nýstofnað fyr- irtæki til að annast skipahönnun, ráðgjöf og eftirlit. Þrír af stofn- endum eru skipatæknifræðingar og fyrrum starfsmenn Skipatækni ehf. sem lýst var gjaldþrota fyrr á þessu ári. NAVIS hefur keypt gagnagrunn Skipatækni af þrotabúi fyrirtækisins, þ.e. teikn- ingar, smíðalýsingar og önnur gögn vegna skipa sem Skipatækni hannaði. NAVIS býður viðskiptavinum sínum þjónustu eins og skipa- hönnun, teikningar og útreikn- inga sem varða allt frá smærri breytingum og viðhaldi skipa til heildarlausna vegna nýsmíði; Stöðugleikaútreikninga og halla- prófanir; Hönnun stálmannvirkja; Hagkvæmnisathuganir og ráðgjöf á sviði skipahönnunar, rekstrar- og gæðastjórnunar; Eftirlit með framkvæmdum; skoðun á skipum og tjóna- og vöruskoðun. Eigendur NAVIS eru Agnar Erlingsson verkfræðingur, Frí- mann A. Sturluson skipatækni- fræðingur, Herbert Bjarnason, skipatæknifræðingur og vélstjóri, Hjörtur Emilsson skipatæknifræð- ingur og Hraunhöfn-Lavaport ehf. Fyrirtækið er í sama húsi og NAVIS. Það flytur inn veiðarfæri og sinnir ráðgjöf í sjávarútvegi. Eigandi fyrirtækisins er Helgi Kristjánsson, skipstjóri og útgerð- artæknir. Frímann, Herbert og Hjörtur eru starfsmenn NAVIS og sá síð- astnefndi er framkvæmdastjóri. Agnar og Helgi koma að ein- stökum verkefnum sem NAVIS tekur að sér. Nýtt fyrirtæki í skipahönnun og ráðgjöf Starfsmenn NAVIS, Hjörtur Emilsson, Frímann A. Sturluson og Herberg Bjarnason. MJÖG ör vöxtur hefur verið í starfsemi Eimskips í Belgíu, en félagið stofnaði eigin starfsstöð þar í september árið 1999, með fimm starfsmönnum. Upphaf- lega byggðist starfsemin nær eingöngu á þjónustu við ís- lenska markaðinn, en mikið vatn hefur runnið til sjávar og er starfsmannafjöldi kominn í sautján talsins og 80% af tekj- unum má rekja til alþjóðlegrar flutningastarf- semi. Starfsemi Eimskips í Ant- werpen er hluti af rekstri Eim- skips í Hollandi og Belgíu. Í þessum löndum eru nú starfandi um 100 starfsmenn sem veita sérhæfða flutninga- þjónustu um heim allan. Þar sem umsvif Eimskips í Antwer- pen hafa vaxið mjög ört er nauðsynlegt að tvöfalda það skrifstofurými sem nú er fyrir hendi. Ráðist verður í það brýna verkefni á næstu mánuð- um. Fjölmörg umboð „Fyrir utan þjónustu við ís- lenska markaðinn sem er um- talsverð, hefur Eimskip í Ant- werpen umboð fyrir fjölmörg erlend flutningafyrirtæki. Þar má fyrst nefna Iscont Lines, sem er ísraelskt skipafélag sem siglir á milli Ísrael, Belgíu, Bretlands og Þýskalands með vikulega þjónustu. Alls flutti Eimskip Antwerpen um 27.500 gámaeiningar á síðasta ári á milli Belgíu og Ísraels. Fyrir tæpum 2 árum tók Eimskip þátt í þróun flutninga á milli Oslófjarðar og Antwer- pen í samvinnu við Laline, sem er norskt skipafélag. Þetta samstarf á milli félaganna hefur skilað góðum árangri og hafa flutningar þarna á milli byggst upp í 10.000 gámaeiningar á ári. Eimskip er í samstarfi við Kursiu Lininja, sem er skipa- félag með beina þjónustu frá Belgíu, Hollandi, Bretlandi og Þýskalandi inn til Eystrasalts- ríkja og Rússlands. Eimskip í Antwerpen hefur séð um þessa þjónustu í Antwerpen, en ný- verið bætti Kursiu Linija einnig Oostende í Belgíu sem við- komuhöfn. Eimskip í Belgíu er ábyrgt fyrir rekstri ásamt sölu- og markaðssetningu í Oostende og er meginfókus Norður- Frakkland. Gert er ráð fyrir verulegum vexti á þessu mark- aðssvæði inn til Eystrasalts- ríkja á næstunni. Nýverið fékk Eimskip síðan umboð fyrir Tarros sem er ítalskt skipafélag með þjónustu í Miðjarðarhaf- inu. Verkefni Eimskips í Belgíu er að markaðssetja og tengja Antwerpen við lönd í Miðjarð- arhafinu. Þessi þjónusta hefur farið vel af stað og þegar eru umtalsverðir flutningar að eiga sér stað,“ segir í frétt frá Eim- skipi. Ör vöxt- ur hjá Eimskipi í Belgíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.