Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 2003 - 2004 www.sveit.is Finnið friðsæld og fegurð íslenskrar náttúru Ferðaþjónusta bænda Síðumúla 13 - Sími 570-2700 - Fax 570-2799 - Tölvupóstur: sveit@sveit.is E NSKU húsin, eða veiðihúsið við Langá, er elsta veiðihús landsins, byggt af Pétri Pét- urssyni snikkara á Lang- árfossi, sem reisti það sem íbúðarhús fyrir sig og fjölskyldu sína árið 1884. Húsið stendur við Langár- ósa á Mýrum í um sjö kílómetra fjar- lægð frá Borgarnesi og er í dag opið sem almennur veitinga- og gisti- staður, tilvalið fyrir afmæli, brúð- kaup, ættarmót og hvers konar veisl- ur, fundi eða smærri ráðstefnur. Veiðihúsið hefur á undanförnum árum verið endurbyggt í uppruna- legum stíl. Í elsta hluta hússins eru borðstofa, koníaksstofa og flugu- hnýtingarhorn, ásamt eldhúsi, geymslum og starfsmannaaðstöðu. Á efri hæðinni eru þrjú tveggja manna svefnherbergi með sameig- inlegu baði. Setustofa er í viðbygg- ingu vestan megin við aðalhúsið en austan við er svefnálman. Þar eru fimm tveggja manna herbergi með sérbaði og tvö tveggja manna her- bergi með sameiginlegu baði. Alls er því gistipláss fyrir tuttugu manns í húsinu. Ef gestir óska er boðið upp á morgunverð, léttan miðdagsverð og kvöldverð. Sameiginlegur matseðill er fyrir alla og málsverðir eru snædd- ir við langborð í borðstofu. Í dag er húsið rekið af Ragnheiði Jóhannesdóttur en hún gerþekkir húsið, sögu þess og umhverfi, því hún tók við húsinu af foreldrum sín- um sem ráku Ensku húsin sem veiði- hús frá 1960. Fyrir þá sem vilja taka það rólega „Þetta hús þjónaði neðsta svæði Langár mestan hluta síðustu aldar,“ segir Ragnheiður, um leið og hún býður til sætis við notalega kam- ínuna í setustofunni, „en 1996– 1997 var ákveðið að leigja ána út sem heild og þá var byggt nýtt veiði- hús. Við stóðum frammi fyrir þeirri spurningu hvað gera ætti við Ensku húsin, þar sem þau hefðu ekkert hlutverk lengur. Við ákváðum að prófa að reka hér gistiheimili sem væri algerlega óviðkomandi veiði. Það hefur gengið betur en okkur ór- aði fyrir. Það er ágætis nýting á hús- inu og auk þess að vera í ferðaþjón- ustu bænda þjónum við ýmsum ferðaskrifstofum. Á sumrin skipta ferðaskrifstofunar við okkur frá því í júní og út ágústmánuð. Þá eru gestir okkar mest útlendingar sem koma á eigin bílum eða bílaleigubílum og dvelja hér í einn til fjóra daga. Á vet- urna koma Íslendingar mest til að dvelja yfir helgar og þá ýmist fjöl- skyldur eða hópar frá fyrirtækjum og félögum – eða þá saumaklúbbar. Hér er hægt að halda fundi fyrir tíu til tólf manns og ekki óalgengt að fyrirtæki og félagasamtök nýti sér það. Fólk kemur hingað til þess að taka það rólega og það er alltaf gaman að sjá og heyra viðbrögð útlendinga sem koma hingað á haustin. Þeim finnst svo merkilegt að upplifa alla þessa þögn og allt þetta myrkur.“ Hvað gerir fólk sér svo helst til dundurs hér? „Umhverfi árinnar er mjög fallegt og kjörið til útivistar allan ársins hring. Hér eru kjarri vaxnir ásar, klettaborgir og mýrarsund. Sjávar- foss er við hlið hússins og Skugga- foss í um fimm mínútna göngu- fjarlægð. Síðan er um fimmtán mínútna gangur upp að svokölluðum Kattafossgljúfrum og um hálftíma gangur að klettastapanum Glanna. Ósasvæði Langár er friðlýst vegna mikils fuglalífs og sérstæðs náttúru- fars og Mýrastrandlengjan er ein- stæð á Íslandi með eyjar sínar og sker, allt frá Langárósi að Löngu- fjörum. Það getur líka tekið sinn tíma að skoða sögu Ensku húsanna, því hún liggur öll fyrir. Pétur Pétursson, sem byggði húsið, flutti tíu árum síðar til Ameríku og seldi séra Einari Frið- geirssyni, prófasti á Borg, bæði hús og jörð. Hann var umsvifamikill kaupsýslu- maður og á hans tímum komu enskir veiðimenn til að veiða við ána. Árið 1902 seldi séra Einar ána og veiði- húsið aðalsmanni af frægri skoskri ætt, Campbell lávarði. Sá veiddi ána ásamt félögum sínum fram að fyrri heimsstyrjöld en á þeim árum dó Campbell lávarður. Árið 1923 keypti ensk hefðarfrú, frú Kennard, ána og veiðihúsið af dánarbúi hans. Hún og veiðifélagar hennar komu með skipi frá Englandi um miðjan júní ár hvert og frúin dvaldi þá sjálf yfirleitt allt sumarið hér með dætrum sínum. Það var hún sem byggði setustofuna við húsið ár- ið 1927. Fólkið í héraðinu talaði um frúna af mikilli lotningu og nefndi veiði- húsið og viðbyggingar þess Ensku húsin – og það nafn hefur haldist síð- an. Í setustofunni er nokkurt safn gamalla enskra bóka sem vel er þess virði að glugga í og enn fylgja húsinu nokkrir munir frá hennar tím- um. Það má því segja að þetta sé hús með sögu og sál.“ Hús með sögu og sál Ensku húsin við Langá. Morgunblaðið/Súsanna Svavarsdóttir Ragnheiður Jóhannesdóttir rekur Ensku húsin í dag ásamt eiginmanni sínum, Stefáni Ólafssyni. Húsin byggði á sínum tı́ma Pétur Pétursson snikkari. Ensku húsin á Mýrunum eru elstu veiðihús landsins, en hafa einnig verið óðalssetur Skota og Englendinga. Í dag eru þau gistihús fyrir ein- staklinga og hópa. HENGILSSVÆÐIÐ er fjalllendimilli Suðurlandsvegar ogÞingvallavatns, frá Mos- fellsheiði austur að Grafnings- fjöllum. Á svæðinu er flest það sem prýðir íslenska náttúru; áhugavert landslag, hvera- og gígasvæði, fjölbreytt gróðurfar, ár og stöðuvötn, og er það því kjörið útivistarsvæði allan ársins hring. Unnið hefur verið mark- visst að því að búa í haginn fyrir útivistarfólk með neti merktra gönguleiða, upplýsingatöflum og gönguskálum, auk þess sem Orkuveita Reykjavíkur hefur gef- ið út einstaklega vandað göngu- leiðakort þar sem gerð er grein fyrir helstu gönguleiðum, dýralífi, söguminjum, jarðfræði og lands- lagi, gróðurfari, þjónustu og ör- yggismálum. Þeim sem unna gönguferðum um óviðjafnanlegt landsvæði er því hér með bent á þennan einstaka möguleika. Gönguleiðakortið er hægt að nálgast víða, meðal annars í Upp- lýsingamiðstöðinni í Hveragerði. Ljósmynd/Grétar Ívarsson Gönguleið- ir á Heng- ilssvæðinu Ljósmynd/Grétar Ívarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.