Morgunblaðið - 02.05.2003, Síða 6

Morgunblaðið - 02.05.2003, Síða 6
6 B FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S KAGAFJÖRÐUR er einn af þeim stöðum á landinu þar sem menn hafa áttað sig á þörf mannskepnunnar til þess að takast á við nátt- úruöflin. Í ferðaþjónustu þar hefur verið lögð áhersla á spennandi æv- intýraferðir, eins og raftsiglingar, klettaklifur, margra daga hestaferðir upp á hálendið og ýmislegt fleira. Það er fyrirtækið Hestasport/ Ævintýraferðir sem er helsti skipu- leggjandi þeirra spennandi mögu- leika sem boðið er upp á í Skagafirð- inum og er þá sama hvort príla skal í klettum, dunda sér í rólegum útreiðartúrum við fjörðinn eða njóta hálendisins dögum saman á hest- baki, fara í róður niður tiltölulega ró- lyndar ár, í Vesturdal eða Blöndu, með fjölskylduna eða bregða sér í hasar í gljúfrunum í Austurdal. Upphaflega voru Hestasport og Ævintýraferðir tvö fyrirtæki. Það var Sveinn Jónsson á Varmalæk sem hóf hestaferðirnar í þeirri mynd sem þær þekkjast í dag og var upphafs- maður hestaferða eins og þær eru reknar um allt land í dag. Þegar Sveinn dró sig í hlé, tók sonur hans, Björn Sveinsson, við rekstrinum, ásamt vini sínum, Magnús Sig- mundssyni. Þeir Björn og Magnús stofnuðu síðan Ævintýraferðir 1992 og ráku félögin tvö saman í tíu ár, þar til síðastliðið sumar að þau voru sameinuð. Raftsiglingar á þremur ám Magnús Sigmundsson átti hugmynd- ina að raftsiglingum og segist hann hafa gengið með hana í kollinum í nokkur ár áður en hún varð að veru- leika. „Ég var búinn að skoða árnar inni í dal og við hér í Skagafirði vor- um að leita okkur að sérstöðu – það kemst nefnilega enginn langt í ferða- þjónustu nema hafa sérstöðu. Raft- siglingar voru mjög svo að ryðja sér til rúms í Evrópu, þótt þetta væri gamalt sport í Sviss og Austurríki – að ég tali nú ekki um í Nepal, Banda- ríkjunum og Kanada. Við ákváðum að prófa þetta 1991 en stofnuðum í rauninni ekki fyr- irtækið sjálft fyrr en 1994. Það tók tíma að skoða dæmið í kjölinn; at- huga hvort væri yfir höfuð óhætt að fara í árnar. Við fórum því sjálfir nokkrar ferðirnar áður en við hófum að bjóða upp á ferðir fyrir almenning. Á þessum tíma komumst við að því að Vestari- og Austari-Jökulsá eru báðar afskaplega vel til þess fallnar að bjóða upp á raftsiglingar. Það er ekki mjög langt að keyra að þeim, aðgengi að ánum er gott, þar er eng- in veiði og þær bjóða upp á tvo mis- munandi styrkleika. Vestari áin er mildari og býr yfir ákaflega fallegri og stórbrotinni náttúru. Í henni er boðið upp á fjögurra klukkustunda siglingu fyrir gesti allt frá tólf ára aldri. Þetta er spennandi og skemmtileg sigling um stórfenglegt gljúfur þar sem jarð- sagan opnast sem bók tíu þúsund ár aftur í tímann. Í ferðinni gerist ým- islegt skemmtilegt, eins og bátarán, vatnsslagur, klettastökk og fleira og svo fá allir kakó blandað í hvera- vatni. Austari áin er mun harðari og sigling á henni lætur engan ósnort- inn. Þar er ógleymanleg náttúrufeg- urð, hörkuspennandi flúðir, eins og Græna herbergið og Skuldbinding sem stundum sýnast einungis færar fuglinum fljúgandi. Seinni hluta ferð- arinnar er straumhraðinn minni og þá gefst tækifæri til að virða fyrir sér landslagið, taka sundsprett og kæla sig eftir róður og átök í flúðunum ofar í gljúfrinu. Raftsigling á austari ánni tekur um sex klukkustundir og þar þurfa gestir að vera átján ára og eldri. Þetta er ferð fyrir þá sem vilja meiri spennu, meira fjör. Í stríðum straumi Síðan er það Blanda sem er tilvalin skemmtun fyrir fjölskyldur með ung börn. Landslagið meðfram ánni er fallegt, vatnshraðinn lítill og því nýtur sjónarhorn á náttúruna sín vel. Þetta er líka tilvalin sigling fyrir andlega eða líkamlega fatlaða einstaklinga sem þarfnast mikillar umönnunar. En hvert sem styrkleikastigið er, þá er þetta afþreying sem hentar öllum. Við höfum farið með fatlaða ein- staklinga, bæði þá sem eru bundnir við hjólastól, sem og blinda og heyrn- arlausa, börn, unglinga, foreldra, afa og ömmur – sá elsti sem siglt hefur með okkur var 84 ára – og allir hafa jafngaman af raftsiglingum. Og þetta snýst ekki bara um að djöflast í ánni, heldur gefur þetta kjörið tækifæri til þess að skoða stórfenglega náttúru – og njóta hennar. Toppurinn hjá okkur er svo ferð sem við köllum „Í stríðum straumi,“ sem er stórskemmtileg tveggja daga raftsigling á Austari-Jökulsá. Við byrj- um á því að keyra að Laugarfelli á Sprengisandi og gista þar. Næsta dag er siglt 25 kílómetra niður ána Austurdal þar sem gist er í skála í Hildarseli aðra nóttina og síðan siglt aðra 25 kílómetra niður dalinn þar til gljúfrum árinnar sleppir. Það má segja að þetta sé heitasta spennu- ferðin sem boðið er upp á á Íslandi í dag.“ Úrvalshestar Svo eru það hestaferðirnar. „Já, þetta er elsta hestaferðafyrir- tæki landsins og því eru ferðirnar okkar ákaflega rótgrónar og skemmtilegar. Auk þess að vera með ferðir upp á hálendið, á Kjöl og Mývatn er heilmikið að gerast hjá okkur hér í Skagafirði. Við erum í vax- andi mæli að tengja okkur við sögu- svæði Sturlungu.“ Hvað eruð þið með marga hesta? „Fyrirtækið sjálft er ekki með hesta. Í dag höfum við aðgang að átta hestaræktendum og tamninga- mönnum og eigum því aðgang að 300 til 500 hestum, þótt segja megi að varla séu takmörk fyrir því hvað við getum útvegað mikið af hestum. Þetta er skipulag sem við tókum upp fyrir tveimur árum og það rótvirkar. Það eru fjölmargir aðilar hér í Skaga- firði sem koma að hestaferðunum. Það eru hestaræktendurnir sem hafa það hlutverk að sjá til þess að hestarnir séu alltaf í toppstandi, síð- an sjáum við um reiðtygi og leiðsögn og enn annar aðili sér um allan mat. Með þessu náum við fram hámarks gæðastýringu á öllum sviðum.“ Það sem Magnús segir að helst hafi háð ferðaþjónustu í Skagafirði er gistirými en nú hefur heldur betur verið tekið á því máli og nú nýlega voru opnuð nokkur ný orlofshús stutt frá höfuðstöðvum fyrirtækisins – auk þess sem sex hús verða tekin í notk- un innan skamms. En þar fyrir utan er auðvitað hægt að fá gistingu á hótelinu í Varmahlíð, í bændagist- ingu og á tjaldstæðinu á svæðinu. Það er því hægt að dunda sér í Skagafirðinum dögum saman, við ævintýraferðir á hestum og bátum, klífa kletta, fara í sjóstangaveiði, á sjókajaka, bregða sér í silungsveiði og í golf, auk þess sem þar eru mikl- ar og góðar gönguleiðir og boðið upp á hjólaferðir. Og þegar sálin fer að róast eftir allt fjörið, er nóg af söfn- um í sýslunni en auðvitað má enginn láta framhjá sér fara Vesturfarasafn- ið á Hofsósi og Síldarminjasafnið á Siglufirði, svo eitthvað sé nefnt. Leikið við náttúruöflin Í Jökulsá Eystri eru hörkuspennandi flúðir og ógleymanleg náttúrufegurð. Hægt er að fara í styttri ferðir um Skagafjörðinn. Nánast engin takmörk eru fyrir því hvað Hestasport/Ævintýraferðir geta útvegað marga hesta til lengri og styttri ferða um hálendi Íslands. Magnús Sigmundsson hjá Hestasporti/Ævintýraferðum í Skagafirði segir Íslendinga leita í afþreyingu sem býður upp á spennu og útiveru. Morgunblaðið/Súsanna Magnús Sigmundsson hjá nýju orlofshúsunum sem eru að rísa í Skagafirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.