Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 10
10 B FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðamálasamtök Suðurlands www.sudurland.is/fss www.sudurland.net/info/ www.icefire.is www.south.is www.eyjar.is/eyjar ANDBLÆR ALDANNA Á SNÆFELLSNESI hefur átt sér stað mikil uppbygging í ferðaþjónustu á seinustu árum – enda þetta land- svæði kjörið til að þjóna sem ein allsherjar útivistarparadís – með ferðum á jökulinn, dvöl í húsum þar sem er reimt, gönguferðum á heiðarnar með sínum lognkyrru vötn- um og útsýni yfir ótal sker, eyjar og hólma á Breiðafirði, sjóferðum um brim og boða og kajakaferðum inn í ósa, firði og hella. Þetta er eins og Svanborg Sigurgeirsdóttir hjá Sæ- ferðum í Stykkishólmi kallar það: Barmafullur náttúrulífsbikar.“ Svanborg rekur Sæferðir, ásamt eiginmanni sínum Pétri Ágústssyni. Sæferðir er fyrirtæki sem stofnað var 1999 á grunni Eyjaferða og rekur í dag Særúnu og Brimrúnu, sem hvor um sig tekur hundrað og fimmtíu far- þega, auk þess sem Sæferðir hafa tekið við ferjunni Baldri sem siglir á milli Stykkishólms, Flateyjar og Brjánslæks. Brimrún er aðallega gerð út í stór- hvalaskoðun frá Ólafsvík og segir Svanborg skipið mjög vel útbúið fyrir hvalaskoðun. Særún sé hins vegar notuð í skoðunarferðir um Suður- eyjar og farið sé um eyjaklasann þar sem hann er þéttastur. „Markmiðið hjá okkur er að vera með lifandi og góða leiðsögn,“ segir Svanborg. „Við komumst mjög nálægt fuglunum, þannig að það er hægt að skoða þá í návígi. Fuglarnir eru orðnir svo vanir bátunum okkar að þeir haggast ekki, láta sér bara vel líka að vera kvik- myndastjörnur. Það eru til dæmis arnarhjón á siglingaleiðinni okkar. Þau hafa á undanförnum árum kom- ið upp unga á hverju ári – og í flest- um tilfellum tveimur. Það er hálfur mánuður síðan við fórum í prufusigl- ingu og sáum að arnarhjónin eru mætt þetta árið. Þau þekkja bátinn okkar og láta sér fátt um finnast þótt við séum þarna á sveimi, en eru ekki eins örugg með sig þegar aðrir bátar eru á ferð.“ Í sátt við náttúruna Er ekki illa séð af yfirvöldum náttúru- verndar að verið sé að lóna í kringum arnarhreiður? „Við þurftum leyfi frá umhverfis- ráðuneytinu til þess að fá að sýna arnarhjónin – en í því felst auðvitað líka viss vernd. Við sjáum daglega allt sumarið hvort allt sé í lagi hjá þeim. Við leggjum áherslu á að reka starfsemi okkar í sátt við náttúruna svo fuglarnir njóti þess að skoða ferðamennina og ferðamennirnir njóti þess að skoða fulgana – af gagnkvæmri virðingu.“ Suðureyjaferð, sem er hefðbundin fugla- og náttúruskoðunarferð, tekur um það bil tvær klukkustundir og fimmtán mínútur. Í ferðinni er hið fjöl- breytta fuglalíf Breiðafjarðar skoðað, sérkennilegar bergmyndanir ber fyrir augu, siglt er inn í sjávarfalla- strauma og ýmis sérkenni eyjanna skoðuð. Hápunktur ferðarinnar er þegar plógur er settur út og dreginn eftir sjávarbotninum. Þegar plóg- urinn hefur verið tekinn um borð gefst farþegum kostur á að bragða á nýveiddum ferskum skelfiski og ígul- kerahrognum, ásamt því að skoða fjöldan allan af öðrum sjávardýrum. Auk Suðureyjaferðar, sem farin er daglega frá 1. maí (og oftar yfir há- annatímann) eru ýmis hópatilboð fá- anleg hjá Sæferðum. Þar eru sér- stakar fuglaskoðunarferðir, Flat- eyjarferð, Hrappseyjarferð – en Hrappsey er frægust fyrir það að þar var árið 1773 reist og rekin fyrsta prentsmiðjan á Íslandi sem ekki var í eigu kirkjunnar. Jarðfræðilega er Hrappsey einn af merkustu stöðum landsins og þar finnast sjaldgæfar bergmyndanir, auk þess sem þar mótar fyrir gömlum, hlöðnum mann- virkjum og húsatóftum. Grandferð tekur um þrjár til fjórar klukkustundir og er þá sigldur hringur um suður- eyjar Breiðafjarðar. Ýmis náttúru- fyrirbrigði eru skoðuð og veiddur er skelfiskur og snæddur beint úr haf- inu ásamt ígulkerahrognum. Þegar ferðin er hálfnuð er skipinu lagt á lygnum stað og boðið upp á hlað- borð, sem samanstendur af fjöru- lambi, bayoneskinku, lunda eða svartfugli, marineraðri hörpuskel og rækju, fiskpaté, sjávarréttagræn- metispaté, reyktum og gröfnum laxi, síld, brauði, smjöri, kaffi og te. Sterkustu sjávarstraumar við Ísland „Við leggjum mikla áherslu á að bæta stöðugt möguleikana og þjón- ustuna,“ segir Svanborg og það nýj- asta hjá okkur eru svokallaðar „Sjó- ferðir sælkerans“ þar sem siglt er inn Suðureyjarnar, plógur settur út og veiddur er ferskur skelfiskur sem er snæddur hrár að hætti sælker- ans. Á Breiðasundi er síðan borinn fram glæsilegur kvöldverður þar sem heilsteiktar úrbeinaðar lunda- eða svartfuglsbringur eru í forrétt. Þær eru steiktar á staðnum, með perubát og gómsætri gráðostasósu. Í aðal- rétt er kalt hlaðborð, sem saman- stendur af fjörlambi með túnfisk- sósu og ólífum, roastbeef með tilheyrandi meðlæti, bayoneskinku, innbökuðu paté með rifsberjahlaupi, fiskpaté með reyktum fiski, paté með sjávarréttagrænmetisblöndu, reyktum og soðnum laxi, mariner- uðum hörpudisks- og rækjurétti með fersku og súru grænmeti og tveimur tegundum af síld, með brauði og smjöri. Eftirrétturinn er að hætti mat- reiðslumeistarans og í ferðinni er tónlist. Og auðvitað er mjög góð leiðsögn í þessum ferðum. Hér allt í kring eru mjög sérstæðir hlutir til þess að skoða, eins og stuðlabergið í Purkey og í Hvammsfjarðarröstinni eru sterkustu sjávarstraumar við Ísland. Þeir geta farið upp í fjórtán til sextán mílur. En við erum með hraðskreiða báta sem komast þetta.“ Eru þessar ferðir vel til þess falln- ar að taka börnin með sér? „Já hvort þær eru. Ég segi stund- um að við séum með fjölskyldu- paradís við Breiðafjörð, því þetta er einstakt tækifæri til þess að skoða bergmyndanir og fuglalíf og það er alltaf toppurinn á ferðinni þegar plóg- urinn er dreginn upp úr sjónum. Þá er gaman að fylgjast með svipbrigðum á andliti barnanna. Við veiðum krossfiska, krabba, ígulker og kuð- unga og krakkarnir njóta þess sér- staklega að skoða dýralíf undirdjúp- anna. Það er mjög algengt að fólk komi hér með hópum til þess að fara í veisluferðir, átti sig á því hvað þetta eru barnvænar ferðir og komi síðan aftur til þess að leyfa börnunum sín- um að upplifa þær. Okkar mottó er að allir fari ánægð- ir í burtu og viljum reyna að höfða til fjölskyldufólks. Í sumar verðum við til dæmis um hverja helgi með sér- stakar ferðir þar sem verður grillað um borð. Þá er hægt að grilla fiskinn og skelfiskinn sem við veiðum, auk þess sem við munum bjóða upp á fleira sem hægt er að grilla, til dæm- is pylsur. Um leið verða þessar fjöl- skylduferðir notaðar til þess að fræða um jarðfræði og sögu eyjanna. Við höfum prófað slíkar fjöl- skylduferðir með grilli og þær hafa lukkast mjög vel.“ Fjölskyldu- paradís við Breiðafjörð Jarðfræði, fuglaskoðun, hvala- skoðun og botnsjávarlífið er meðal þess sem boðið er upp á hjá fyrirtækinu Sæferðum í Stykkishólmi. Sæferðir eru með hraðskreiða báta sem ráða við sterka sjávarstrauma. Fuglarnir eru orðnir svo vanir bátunum, að sögn Svanborgar, að þeir haggast ekki þótt bátarnir sigli nálægt eyjunum. Morgunblaðið/Súsanna Svavarsdóttir Svanborg Sigurgeirsdóttir segir Sæferðir leggja áherslu á að bæta stöðugt möguleika og þjónustu. Farþegar skoða sjávardýr og bragða á ferskum skelfiski og ígulkerahrognum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.