Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 12
12 C FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÉTT við sjávarkambinn áEyrarbakka stendur Rauðahúsið þar sem einn af þekkt- ari veitingastöðum landsins er til húsa. Rauða húsið, áður þekkt sem Gunnarshús, hefur verið rekið af Inga Þór Jónssyni frá því snemma árs 2001. „Ég tók húsið á leigu 1. janúar 2001,“ segir hann, „en þá hafði enginn rekstur verið í húsinu í rúmt ár. Síðan opnaði ég aftur 27. apríl, eftir að hafa tekið það allt í gegn. Við endurnýjuðum húsið í eins upprunalegri mynd og hægt var og ég er mjög ánægður með hvernig til tókst.“ Eins og er, er reksturinn í Rauða húsinu á tveimur hæðum. Á efri hæðinni er matsalur sem rúmar 36 manns í sæti. Á neðri hæðinni er einnig matsalur sem rúmar 36 í sæti, en þar er einnig bar og lítill salur fyrir minni hópa. Í ekkert svo mjög fjarlægri framtíð er svo mein- ingin að opna koníaksstofu í risi hússins.“ Veitingahúsið Rauða húsið sér- hæfir sig í matreiðslu á sjávarfangi og hefur á boðstólum girnilegan humar, sjávarréttasúpu, saltfisk og ýmsa fiskrétti, auk kjötrétta og grænmetisrétta og segir Ingi Þór sjávarréttasúpuna vinsælasta rétt hússins. „En við bjóðum reyndar upp á alla mögulega rétti, auk þeirra sem eru á matseðlinum okkar,“ seg- ir hann. „Við erum með samlokur og hamborgara – og fólk getur fengið soðna ýsu ef það vill. Við berum líka fram hummus með brauðinu og það hefur reynst mjög svo vinsælt. Hing- að kemur fólk vikulega til þess að kaupa af okkur brauð og hummus og það má segja að það sé vinsælasti rétturinn okkar, ásamt sjávarrétta- súpunni – sem er full af sjávarfangi.“ Allt brauð og bakkelsi er bakað á staðnum og segir Ingi Þór að allan daginn sé hægt að kaupa kaffi og meðlæti. Á boðstólum sé smurt brauð, vöfflur, kökur og tertur og á góðviðrisdögum er notalegt að sitja fyrir utan húsið og njóta góðra veit- inga. Rauða húsið var byggt árið 1880 fyrir barnaskólann á Eyrarbakka, sem starfað hafði frá 1952. Skólinn starfaði í húsinu til 1913 en eftir það var húsið í einkaeign og rekið sem gistihús og greiðasala fram eft- ir öldinni og um tíma stóð það autt, eða allt til 1992, þegar veit- ingarekstur hófst þar. „Þetta er hús með fjölbreytta og magnaða sögu,“ segir Ingi Þór og viðurkennir að þar sé einnig reimt. Hins vegar sé þar góð sál á ferð og enginn þurfi að ótt- ast að vinna einn í húsinu um nætur. En hvað gerir fólk á Eyrarbakka fyrir utan að fá sér gott að borða? „Hér er mikið af gömlum húsum sem eru hluti af sögu okkar, ekki síst verslunarsögu,“ segir Ingi Þór. „Þeim hefur verið vel við haldið og þeir sem hafa áhuga á sagnfræði, koma hingað til þess að skoða hvernig gamli tíminn hefur litið út, einkum vegna þess að í safninu okk- ar, sem ber heitið „Húsið“ hefur mik- ið af munum og minjum um atvinnu- og búskaparhætti verið varðveitt. Auk þess er alkunna hversu hress- andi er að ganga uppi á varnar- veggnum meðfram sjónum og hérna rétt fyrir norðan er mikið fuglafrið- land sem er mjög vinsælt meðal fuglaskoðara. Á Eyrarbakka og Stokkseyri býr mikið af listamönn- um og við erum stöðugt með sýn- ingar á verkum þeirra hér í Rauða húsinu. Svo er hægt að bregða sér yfir á Stokkseyri, þar sem innan tíð- ar verður opnað draugasafn, auk þess sem þar verður sýningarsalur fyrir myndlist – eða bregða sér í vatna- eða sjóferð hjá Kajak- ferðum.“ Sjávarréttir við fjörukambinn Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Rauða húsið var byggt árið 1880 yfir barnaskólann á Eyrarbakka. Morgunblaðið/Súsanna Ingi Þór Jónsson, veitingamaður í Rauða húsinu. A RCANUM ehf. ferðaþjón- usta sérhæfir sig í vél- sleðaferðum (eða snjó- ferðum) á hálendinu og Mýrdalsjökli. Benedikt Bragason, eigandi fyrirtækisins segir ferðirnar sem í boði eru hjá fyrirtæk- inu vera nokkuð árstíðabundnar. „Á veturna höldum við okkur nær Reykjavík, þar sem við komumst í snjó. En okkar megináhersla er á Mýrdalssvæði og Fjallabakssvæði – sem er okkar annað heimili, ef svo má segja. Við byrjum síðasta lagi 1. maí á jöklinum og erum að keyra þar framundir jól.“ Hvernig ferðir eruð þið að bjóða upp á? „Yfir sumarið bjóðum við allt frá klukkutímaferðum upp í sjö tíma ferðir, og erum í þeim tilfellum að bjóða upp á ferðir þar sem farið er yf- ir á Eyjafjallajökul. Yfir vetrartímann bjóðum við upp á ferðir inn á hálend- ið, í Landmannalaugar og það svæði. Við erum með um hundrað fer- metra skála uppi við jökulröndina á Mýrdalsjökli. Hann er mjög vel útbú- inn, með vatnssalerni, eldhúsi með öllum græjum og matsal fyrir fimm- tíu manns. Þar geymum við alla galla, hjálma og annan útbúnað.“ Bjóðið þið ekki upp á neina tilboðspakka? „Jú. Nú eru til dæmis vorferðirnar hafnar hjá okkur. Þá leggjum við af stað frá skálanum á Mýrdalsjökli um kl.15.00, förum inn í Skófluklif þar sem er skáli, hendum af okkur far- angri, dengjum okkur í bað í Strúts- laug og njótum þess að vera til. Síð- an höldum við til baka í skálann, þar sem við grillum og höldum kvöld- vöku. Við leggjum síðan af stað heim aftur yfir jökulinn snemma næsta morgunn og erum komin í skálann okkar um klukkan 11.00 fyrir há- degi. Þetta eru þokkalega ódýrar ferðir og ekkert vandamál að taka börn með sér. Þetta er mjög þægileg leið til þess að fara með krakka.“ Hvað eruð þið með marga sleða? „Við erum með tuttugu og fimm sleða í dag og okkar stefna er að halda því. Svo eigum við feiknarlega öflugan jöklatrukk, fjögurra öxla MAN og hann er mikið notaður. Á vorin er talsvert um að hingað komi krakkar í skólaferðalag og við keyrum þá á jök- ulinn þar sem þeir hamast á snjó- brettum, skíðum og snjóþotum á meðan við grillum fyrir þá og reynum að búa til skemmtilega stemmningu handa þeim. Auk þess fáum við mörg hundruð bresk skólabörn á hverju sumri, för- um með þau á jökulinn þar sem þau fá smájarðfræðikennslu. Það kom- ast tuttugu og fimm í trukkinn eins og er en stefnan er sett á fjörtutíu. Við ætlum að láta stækka hann og laga hann aðeins til. Síðan erum við með snjótroðara sem tekur annað eins af fólki. Enda er stundum handagangur í öskjunni, þegar koma stórir skólahópar.“ Jöklaferðir af öllum gerðum Arcanum-ferðaþjónustan hefur yfir 25 vélsleðum að ráða og einum fjallatrukki. Heit böð í faðmi náttúrunnar eru ómissandi í hálendisferðum. Sérkennilegar hellamyndanir eru víða á hálendi og í jöklum. Sólheimaskálinn, hús Arcanum við jökulrönd Mýrdalsjökuls. Vélsleðar og fjögurra öxla jöklatrukkur eru meðal þeirra farartækja sem Arcanum ehf. notar til ferða á Mýrdalsjökli og á hálendinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.