Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 8

Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 8
G arðhúsgögn verða áleitin í hugum manna þegar sólin fer að skína og vor- ið og sumarið á næsta leiti. IKEA er komin með nýja línu í sumarhús- gögnum. „Nýja línan einkennist af léttleika, þetta eru viðar- húsgögn sem eru mjög smart hönnuð – þetta er „design“-vara, sagði Lísa Björk Óskarsdóttir mark- aðsstjóri hjá IKEA. „Um er að ræða sett, stóla og borð og einnig bekki á veröndina og mjög skemmtilega legubekki sem eru hvítmálaðir, úr tágum, talsvert „öðruvísi“ hönn- un en verið hef- ur á mark- aðinum. Tréhús- gögnin eru af ýmsu tagi. Má þar nefna felli- stóla með eða án arma, venju- lega stóla með háu baki sem hægt er að fá sessur af mis- munandi gerðum í og svo sófa og bekki. Einnig erum við með ýmis borð sem hægt er að fella saman og jafnvel stækka talsvert. Þá erum við með strand- stóla til að flatmaga í þegar farið er í sólbað á verönd- inni. Við erum einnig með ým- islegt annað sem tengist garðinum og sumarhúsum. Svo sem ýmiskonar leirker til að hafa blóm í, sandala, handklæði, strandmottur, strandtöskur og meira að segja frostpinnamót. Við ætlum að hafa litríkt sumar hér í IKEA.“ Staðlaðar einingar sem passa víðast hvar Hvaða þjón- ustu veitið þið t.d. sumar- húsaeigendum? „Við reynum að ráð- leggja þeim sem til okkar leita hvað hentar best hvað viðvíkur sumarhúsgögnum og húsgögnum sem eru sniðug í sumarhús. Svefn- sófarnir okkar eru mjög vinsælir í sum- arhús, sem og ferða- beddarnir og síðast en ekki síst innréttingarnar okkar sem hægt að raða saman á ýmsan hátt. Þetta eru allt staðlaðar einingar sem passa víðast hvar. Tágahúsgögn og tágavör- ur yfirleitt eru orðnar mjög einkennandi fyrir sumarið hér á Íslandi. Fólk kaupir mikið alls kyns körfur til að hafa blóm í og plastílát eru líka vinsæl t.d. til að leggja á borð. Þannig má búa til litríka og skemmtilega stemmningu í sumarhúsið eða á veröndina.“ Nýr og glæsi- legur legubekkur á veröndina. Hvítir pottar með hvítum blómum – vorlegt og létt. Húsgögn sem henta jafnt á ströndina sem á veröndina.Blóm í kerum verða sívinsælli í görðum og við inngang húsa. Innrétting- arnar í IKEA eru staðlaðar og henta vel t.d. í sum- arhús. Litríkt sumar í IKEA Á garðyrkjusýning-unni á sumardag-inn fyrsta hjá Garð- yrkjuskóla ríkisins var gestum og gangandi boðið að smakka óvenjulega káltegund – hnúðkál. Gunnþór K. Guðfinnsson, garðyrkju- fræðingur og kennari við skólann, var spurður nánar um þetta kál, sem smakkaðist sér- staklega vel. „Þetta er tiltölulega auðveld teg- und í ræktun en hefur eigi að síður lítið verið ræktuð hér á landi,“ sagði Gunnþór. „Þetta hefur verið ræktað í skólanum undanfarin ár fyrir sumardaginn fyrsta en ekki náð almennri út- breiðslu. Eitthvað er þó um að fólk rækti hnúðkál í heimahúsum og ein- staka garðyrkjumaður hefur verið að þreifa sig áfram með hnúðkáls- ræktun en almennt er það sjaldgæft í ræktun og framboð því lítið. Fræið er þó aðgengilegt í ýmsum garðyrkjuversl- unum og hægt er að rækta það beint við úti- sáningu, en þá mjög snemma og þarf yf- irbreiðslu t.d. með akrýldúk. Slík ræktun er háð góðum aðstæðum, frjósamri mold og hlýj- um stað – en ekki er að vænta stórra hnúða ef kálið er ræktað á þenn- an hátt. Betra er að for- rækta hnúðkál í köldu gróðurhúsi, þá verða hnúðarnir stórir og safa- ríkir.“ Er eitthvað nýtt að frétta frá matjurtarækt- inni hjá ykkur á Garð- yrkjuskólanum? „Við höfum ekki verið með neinar athuganir á útimatjurtum undanfarið en höfum í staðinn ein- beitt okkur að ylrækt- inni. Tilraunir eru t.d. í gangi með áburðargjöf í lífrænni ræktun gúrkna. Við erum að prófa sveppamassa, fiskimjöl og meltu. Árangurinn á eftir að koma í ljós. Sömuleiðis erum við með lýsingartilraunir við ræktun tómata og svo erum við með tilraunir í paprikuræktun.“ Gestir á sýningu í Garðyrkjuskóla ríkisins á sumardaginn fyrsta fengu að smakka ljúf- fengt hnúðkál. Hnúðkál er mjög bragðgott en fágætt í ræktun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.