Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 10
F
élagasamtök hafa
eftir því sem árin
hafa liðið eignast
fleiri og fleiri sum-
arhús, oft í sérstaklega
skipulögðum sum-
arhúsabyggðum. Sum-
arhús sem byggð eru fyrir
félagasamtök eru oft ekki
alveg eins og bústaðir
sem fólk er að kaupa til
einkanota.
Fyrirtækið SG-hús á
Selfossi hefur selt fjöl-
marga bústaði til fé-
lagasamtaka.
„Líklega eru bústaðirnir
sem við höfum selt til fé-
lagasamtaka komnir yfir
400, sagði Óskar G.
Jónsson hjá SG-húsum.
En á hvern hátt skyldi
þurfa að ganga öðruvísi
frá slíkum bústöðum en
þeim sem einstaklingar
kaupa?
„Í svona bústöðum eru
alltaf nýjar og nýjar fjöl-
skyldur að koma. Því þarf
allt að vera sérlega vand-
að. Ýmislegt er því öðru-
vísi. Ég ætla að byrja á
að tala um vatnið. Í fyrsta
lagi þarf vatnsinntakið að
vera þannig frágengið að
það sé auðvelt að tæma
neysluvatnslögn þegar
húsið er yfirgefið á vetr-
um. Bústaðir fé-
lagasamtaka eru oft ekki
notaðir á vetrum nema
um helgar og þá á skipu-
lagðan hátt. Þessu er
öðruvísi farið með
einkabústaði sem fólk
heimsækir eftir vild á
ýmsum tímum.
Bústaði félagasamtaka
þarf að vera auðvelt að
yfirgefa í skyndi, þeir
þurfa því að hafa lokað
ofnakerfi, forhitara og
frostvara á kerfinu, svo
ekki frjósi þótt rafmagn
fari. Til öryggis getur verið
nauðsynlegt að hafa for-
hitara á neysluvatni ef
vatnið er of heitt í krön-
unum.
Félagabústaðir eru byggðir
eins og heilsárshús
Félagabústaðir eru byggð-
ir upp í alla staði eins og
um heilsárshús sé að
ræða, 200 millimetra
steinull í lofti 150 milli-
metra steinull í veggjum,
K-gler í gluggum, tveggja
punkta læsingar á lausa-
fögum í gluggum, harðvið-
arútihurðir, svo eitthvað
sé nefnt. Félagabústaðir
eru líka alltaf settir á
steyptar undirstöður en
því oft öðruvísi farið með
einkabústaði, einkum áð-
ur fyrr.
Félagabústaði þarf í
upphafi að hugsa þannig
að þeir henti fyrir tvær
fjölskyldur sem slá sér
kannski saman eða að
gesti ber að garði. Þá er
gjarnan verið með eitt
stórt hjónaherbergi með
breiðu og góðu rúmi og
helst fataskáp. Þá eru
höfð eitt eða tvö minni
herbergi þar sem er verið
með eitt breitt rúm og
koju fyrir ofan svo her-
bergið rúmi þrjá. Persónu-
lega er ég ekki hrifinn af
svefnloftum í fé-
lagabústöðum, þau skapa
ýmiskonar slysahættu.
Þá þarf í félagabústöð-
um að vera stórt baðher-
bergi þar sem er stutt í
heita pottinn og jafnvel
hurð beint út á veröndina.
Stofan og eldhúsið þurfa
að vera rúmgóð þar sem
geta setið til borðs 8 til
10 manns. Útigeymsla
þarf og að vera rúmgóð,
svo hægt sé að geyma
grill og útihúsgögn.
Lóðinni fylgja svo ein-
hver leiktæki t.d. lítið hús
og rólur.“
Er mikill áhugi á fé-
lagabústöðum?
„Það virðist vera meira
um það núna að minni
fyrirtæki séu að koma sér
upp kannski einum bú-
stað. Svo er alltaf tals-
vert um að einstaklingar
kaupi tilbúna bústaði og
láti setja þá niður eða
kaupi þá á mismunandi
byggingarstigi.“
Úr hvaða viði eru ykkar
bústaðir?
„Að meirihluta til greni
sem við kaupum frá Finn-
landi. Bústaðir okkar eru
hannaðir af Sigurði Kjart-
anssyni og hafa hlotið
vottun Rannsóknarstofn-
unar byggingariðnaðarins.
Alltaf eru húsin aðlöguð
að óskum hvers og eins
viðskipavinar, tekið tillit
til staðsetningar í sam-
bandi við sólarátt og
fleira.“
Hús af því tagi sem SG-Selfossi hafa selt mörgum félagasamtökum.
Að ýmsu þarf að hyggja sérstaklega í húsum sem reist eru fyrir félagasamtök.
Sumarhús
fyrir félaga-
samtök
Það vefst fyrir ýmsumsumarhúsaeigend-um að koma í gott
horf frárennslismálum
húsa sinna og er raunar
þar „pottur brotinn“ í
mörgum tilvikum. Sveinn
Áki Sverrisson hjá VSB
Verkfræðistofu hefur
mikla þekkingu á þessum
málaflokki.
„Yfirleitt er ekkert frá-
rennsliskerfi í kringum
sumarbústaði eins og er í
bæjarfélögum. Þess
vegna þarf að koma
skolpi frá húsum í þar til
gerðar rotþrær,“ sagði
Sveinn Áki.
„Rotþró hreinsar skolp
það vel að það megi setja
það út í jarðveg. Rotþró er
stór geymir úr plasti með
einu eða fleiri hólfum og í
rotþrónni á sér stað líf-
rænt niðurbrot á úrgangi.
Frárennsli frá þökum er
leitt um sérkerfi og má
ekki að leiða inn í rotþró.
Í frárennsli eru notuð
PVC eða PP plaströr sem
fást í byggingarvöruversl-
unum.
Tryggja þarf lagnir
gegn frosti
Kalt neysluvatn má fá úr
lækjum og tjörnum en í
sumarhúsabyggðum er yf-
irleitt séð um það mál sér-
staklega af landeiganda.
Vatnið er leitt inn í hús-
in um plaströr og helsta
hættan sem þarf að
tryggja gegn er frost. Það
er gert með því grafa lagn-
ir það djúpt að frost nái
ekki til þeirra eða um einn
metra – eftir aðstæðum
þó.
Þar sem ekki eru hita-
veitur þarf að framleiða
heitt neysluvatn með raf-
magni. Settur er í bústað-
inn kútur, rafhitaður, slíkir
kútar fást í bygging-
arvöruverslunum.
Loks þarf að hita bú-
staðinn. Ef ekki er hita-
veita á staðnum til að láta
renna í gegnum ofna eru
notaðir rafmagnsofnar
undir glugga. Ef um hita-
veitusvæði er að ræða er
öruggast að leggja í bú-
staðina lokað ofnakerfi
með varmaskiptum.“
Hvað ef ekki er hægt að
komast í vatn?
„Þá eru til kerfi með
uppsöfnun á regnvatni.
Þá eru keyptir geymar
sem safnað er regnvatni í
og talið er óhætt að
drekka slíkt vatn.
Einnig er hægt að grafa
brunna eins og gert hefur
verið frá ómunatíð á Ís-
landi. Dælur fást til að
dæla vatni upp úr brunn-
unum.“
Bæklingur um
frárennslismál
sumarhúsa að koma út
Nú er hjá Rannsókn-
arstofnun byggingariðn-
ararins verið að búa til
leiðbeiningar fyrir sum-
arhúsaeigendur og hönn-
uði slíkra húsa um hvern-
ig eigi að ganga frá
lagnakerfum þannig að
þau séu örugg gagnvart
leka og frosti. Bæklingur,
svokallað RB-blað, um
þetta efni á að koma út
núna í maí. Í þessum
bæklingi verður fjallað um
öll lagnamál sem koma til
greina í einum sum-
arbústað.
Frárennslismál
sumarhúsa
Lagnakerfi.