Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 12

Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 12
K ryddjurtir eru mikið notaðar á mörgum heimilum og ekki er verra að rækta þær sjálfur. Auður Jónsdóttir hefur verið dugleg að ná sér í fræ og sá til krydd- jurta. „Ég hef hins vegar ekki eins mikinn áhuga á að borða þær og sá til þeirra og koma þeim á legg í pott- um,“ segir Auður. „Ég hef þreifað mig áfram við þessa ræktun og veit nú að moldin á plönt- unum má hvorki vera of rök né of þurr, ég mæli með pottum með gati svo vatnið renni af rótunum, annars geta þær fúnað. Kryddjurtir finnst mér betra að rækta í góðri garðamold sem fæst t.d. í blómabúðum en venjulegri pottamold. Þegar maður er að byrja á kryddjurtarækt- un er betra að hafa eina tegund (þrjár plöntur) í hverjum potti, meðan verið er að átta sig á hvað t.d. þarf að vökva mikið. Bragðið verður betra og sterkara af kryddjurtunum ef þær fá gott loft, næga birtu og eru í næringarríkri mold. Ef plönturnar eru í pottum inni er best að hafa þær í glugga sem ofn er ekki undir. Þær þola illa hit- ann frá miðstöðvarofnum. Setja má kryddjurtirnar út á svalir eða út í garð, þ.e. þær plöntur sem þola á annað borð að vera úti, og best er að hafa þær þá í góðu skjóli. Ég setti basilíkuna ekki út en hafði hana inni og setti svo eitt og eitt blað of- an á tómata á brauð og smakkaðist mér þetta vel. Ef maður á uppáhalds- krydd borgar sig að eiga nokkrar plöntur af þeirri tegund. Ég sáði fyrir jurt sem heitir hjólkróna (Borage). Ég notaði hana aldrei í mat en sem skrautblóm í garð- inum mínum og hún varð mjög falleg, með litlum bláum blómum. Ég hef líka sáð til sykurjurtar og get borið um að blöð hennar eru beinlínis dísæt. Enn er verið að borða blöð af kryddjurtum sem lifðu veturinn af úti í garði Ég sáði tveimur tegundum af kóríander, af annarri teg- undinni eru fræin notuð en af hinni blöðin. Ég notaði blöðin sem bragðauka en ekki fræin. Ég hef einnig sett niður óreganó, maj- oram, salvíu, dill, myntu, rósmarín, timjan og fennel sem flestir þekkja. Ég not- aði raunar minnst af þessu sjálf en gaf systur minni og bróðurdóttur nokkrar plöntur, þeim og mér til mikillar ánægju. Þær hafa notað þessar kryddjurtir miklu meira en ég til matar og leitað uppi uppskriftir sem í eru ferskar krydd- jurtir. Systir mín er enn að nota kryddblöð af plöntum sem ég gaf henni og lifðu af þennan milda vetur í garðinum hjá henni. Ég sáði öllum kryddjurt- unum í sáðmold í gróð- urhúsi sem ég á og færði þær síðan í stærri potta, þrjár til fjórar í hvern pott. Flest fræin setti ég niður í fyrra um mánaðamótin mars-apríl og gat farið að nota þau sex til átta vikum síðar. Aftan á fræpokunum er ágætislýsing á hvar og hvenær best er að sá og um meðhöndlun á plönt- unni. Ég hef ýmislegt gert mér til gamans í garðyrkjunni. T.d. setti ég niður kartöflur í mold í bíldekk og fékk góða uppskeru. Einnig setti ég niður venjulegan matarlauk. Upp af því spratt falleg planta. Ég hef líka sett niður hvítlauksrif sem voru farin að laufgast í ísskápnum hjá mér. Ég setti þau niður í jarð- arberjabeðin mín og laufið hélt áfram að stækka. Við klipum af því og borðuðum og það var satt að segja af- skaplega bragðgott. Ef á að þurrka kryddjurt er best að skipta jurtinni niður í lítil búnt og hengja þau þar sem loftar vel um þau. Líka er hægt að þurrka þau í blástursofni við 40 til 50 gráða hita. Lengri tíma tekur að þurrka vatnsmeiri jurtir svo sem basilíku og steinselju. Ef á að frysta jurtirnar er best að hreinsa þær og þurrka, saxa síðan fínt og setja í lítil frystibox með loki. Klippið ekki of mikið af kryddjurtunum í einu, og vert er að hafa í huga að meira þarf af fersku kryddi en þurrkuðu. Ein matskeið af fersku kryddi jafngildir einni teskeið af þurrkuðu kryddi. Kryddjurtir er líka hægt að nota í edik. Flaska er þá fyllt af vínediki og nokkrir kvistir með laufum eru settir ofan í hana og látnir standa í henni í sól í einn til tvo mánuði, þá er kryddið tekið úr en kvist- urinn má vera áfram, það er skrautlegra. Vandamál við svona ræktun eru fá, meindýr lað- ast ekki mjög að jurtum með bragðsterkan plöntu- safa.“ Kræsilegar kryddjurtir Kartöflurækt í bíldekkjum. Kryddjurtir sem lifðu veturinn af og enn er verið að borða blöð af síðan í fyrrasumar. Þarna eru kryddjurtirnar í gróðurhúsinu.Blómið sem spratt upp af matlauknum. Auður Jónsdóttir við gróðurhús sitt. Kryddjurtir er gott að eiga í garðinum eða eldhúsinu. Auður Jónsdóttir hefur ræktað kryddjurtir og fleira sér til skemmtunar. Margir garðyrkjumenn þekkja þaðhlutskipti að koma inn frá störf-um í garðinum með sprungnar og moldugar hendur og stundum getur tekið langan tíma fyrir húðina á hönd- unum að öðlast mýkt á ný. Nú geta hinir sárhentu hins vegar fengið sér- staka meðferð til þess að hendurnar fái sína náttúrulegu mýkt á skömmum tíma. Gardeners heitir húðáburðarlína frá Crabtree & Evelyn sem farið er að flytja inn og sérstaklega er ætluð þeim sem vinna við erfiðis- og moldarstörf eða hafa hendurnar mikið í vatni. „Þegar hendur eru þurrar, sárar eða sprungnar má bera á þær svokallaðan kornamaska sem sameinar þrjú mik- ilvæg atriði, hann hreinsar, inniheldur saltkorn sem tekur burtu dauðar húð- frumur og endurnærir og gefur húðinni mikinn raka,“ segir Guðrún Gunn- arsdóttir innflytjandi. „Maskanum á að nudda á hendurnar í 15 til 30 sekúndur og skola hann síð- an af og þerra. Æskilegt er að gera þetta tvisvar til þrisvar í viku og þegar mikið mæðir á höndunum þess utan, en daglega má nota handáburð frá Gardeners-línunni og handsápu.“ Eru þið með fleira frá þessum fram- leiðanda sem hentar fyrir garðeig- endur? „Já, við erum með útikerti sem brenna í 40 tíma og síðast en ekki síst útireykelsi sem fæla burtu flugur, t.d. vespur, en ilma samt vel fyrir fólk.“ Efni sem gerir sárar hendur mjúkar og annað sem fælir frá vespur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.