Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 14

Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 14
É g var tvítugur þegar ég og konan mín, Auður Egilsdóttir, byrjuðum að byggja sumarbústað með hjón- unum Tómasi Jónssyni og Guðrúnu Þórdísi Axels- dóttur, en við Guðrún erum bræðrabörn,“ segir Einar Elías Guðlaugsson flug- stjóri sem á sumarbústað- inn Skóga í landi Litlu- Skóga í Stafholtstungum í Borgarfirði. „Forsaga þess að við byggðum hér var að afi okk- ar Guðrúnar og amma keyptu Litlu-Skóga 10. ágúst 1949, þau Einar Kristjánsson og Guðrún Guðlaugsdóttir, jörðin er enn öll í sameiginlegri eigu afkomenda þeirra. Afi dó 1966 en amma leyfði okkur 1968 að byggja bústað í landinu, en hann mátti ekki vera í sjónmáli frá gamla bústaðnum sem afi hafði reist. Við vorum öll fjögur pen- ingalítil en ákváðum samt að láta til skarar skríða. Það eina sem við keyptum nýtt var grindarefni og svo steyptum við undirstöður í tunnur sem við Tómas gróf- um svo niður. Við vorum fljótir að reisa þetta enda var bústaðurinn í upphafi aðeins 30 fermetrar. Nokk- urt hlé varð raunar á fram- kvæmdum meðan ég vann sem flugmaður í Afríku, en eftir 1970 héldum við áfram með bygginguna. Sníktum umbúðir á grindina Við nældum okkur í alls kyns efni á grindina. Við fengum t.d. umbúðir af inn- fluttu spónaefni og söfn- uðum hvers konar timb- urumbúðum víða um bæ. Við einangruðum þetta með steinull og settum tvö- falt gler í glugga. Við smíð- uðum sjálfir glugga og dyr, en efnið í hurðir og glugga keyptum við. Gólfið var lagt í upphafi með þykkri spónaplötu en seinna settum við panel of- an á plötuna, svokallaðan refapanel sem vinsæll hlýt- ur að hafa verið í refabú. En nú er allt parketlagt. Við hjónin vorum með eitt barn og konan ófrísk að öðru og Guðrún og Tommi voru að leggja drög að barni þegar þetta allt var að ger- ast. Börnunum fjölgaði svo hratt og við vorum fyrr en varði komin með fjögur börn og þau Guðrún og Tommi tvö börn og þá þurfti að stækka bústaðinn. Þá var ráðist í byggingu eld- húss, salernis og geymslu- skúrs. Við keyptum efni í þessa viðbyggingu enda vorum við þá orðin heldur stöndugri. Þá var um leið tekin utan af gamla bú- staðnum fyrsta klæðningin úr umbúðunum og settur kúptur panell sem enn er utan um bústaðinn. Vatni höfðum við ekki að- gang að í upphafi og urðum því að safna regnvatni af þaki í fjórar tunnur sem taka 250 lítra hver. Þær þjóna salerninu en drykkjar- vatn fáum við nú úr lind sem er 30 metra frá bú- staðnum. Lindin kom upp þegar grafinn var skurður í nágrenninu vegna þess hve lak mikið undir bústaðinn. Landið fyrir ofan bústaðinn er mýrlendi og kjarrivaxið holt og mýri er fyrir neðan hann, en bústaðurinn stendur í grasivaxinni laut. Gróðurinn tók fljótlega við sér þegar búið var að girða Við girtum svæðið af fljót- lega eftir að við reistum bú- staðinn og með árunum tók gróðurinn stórstígum fram- förum þegar rollur komust ekki lengur í hann og jafn- framt settum við niður dálít- ið af trjám. Nú er bústaðurinn 45 fer- metrar og getur hýst í tveimur svefnherbergjum og stofu allt að tíu manns í rúmi en fleiri hafa gist hér í flatsæng. Við höfum mikið verið hérna allt frá því við byggð- um bústaðinn og oft báðar fjölskyldurnar saman, eink- um fyrr á árum þegar börnin voru lítil. Satt að segja er það ei- lífðarverkefni að halda við svona bústað. Við erum ekki með rafmagn en við er- um með olíukyndingu og sólarrafhlöðu svo sólin sér um rafmagnið sem gefur okkur ljós og áhorf á sjón- varp. Um þessar mundir eru uppi hugmyndir um að setja upp sólstofu yfir hluta af veröndinni, sem er framan við bústaðinn, en hún er 40 fermetrar. Sólstofan á að vera tíu fermetrar. Enn er þetta allt á umræðustigi en ef af verður rís hér gler- sólstofa innan tíðar. Við munum að vanda sjá um allar framkvæmdir sjálfir. Ýmsir hafa hjálpað okkur í gegnum árin, ættingjar og vinir, en ekki síst hafa kon- urnar og börnin tekið virkan þátt í uppbyggingunni.“ Einar að bæsa við í pallinn fyrir framan sumarbústaðinn. Byggðu sjálf bústað á unga aldri Skógar á frumstigi. F.v. Guðrún Þórdís Axelsdóttir með mynd af ömmu sinni og nöfnu, sem leyfði henni og Einari Elíasi að byggja bústað í landi Litlu-Skóga. Næst Guðrúnu situr kona Einars, Auður Egilsdóttir, þá Tómas Jónsson maður Guðrúnar og yst til hægri er Einar Elías Guðlaugsson. Skógar í landi Litlu-Skóga í Stafholtstungum í Borgarfirði. Bústaðinn Skóga í Litlu-Skógalandi reistu tveir kornungir menn með eigin höndum á árunum 1968 til 1971, þeir Einar Elías Guðlaugsson og Tómas Jónsson. Þeir hafa byggt við hann og bætt og þarna hafa fjöskyldur þeirra átt margar yndisstundir síðan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.