Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 18
E platré hafa ekki ver- ið algeng sjón í ís- lenskum görðum hingað til – en það gæti farið að breytast. Í Gróðrarstöðinni Mörk fara nú fram athuganir og prófanir á eplatrjám sem hentað gætu vel íslensk- um aðstæðum. Það eru þeir Jóhannes B. Jónsson og Jón Þórir Guðmunds- son garðyrkjufræðingar sem hafa með höndum þessar athuganir. „Þetta byrjaði af fullri al- vöru í fyrravetur, þá fórum við að ná okkur í efnivið til að gera athuganir á,“ sagði Jóhannes B. Jóns- son. „Áhuginn kviknaði við að við sáum nokkur epla- tré í görðum á höfuðborg- arsvæðinu sem skiluðu uppskeru. Þetta voru göm- ul eplatré í eldri hverfum borgarinnar. Tvö þessara trjáa bera ríkulegasta upp- skeru. Þau eru bæði í mjög góðu skjóli og njóta vel sólar. Það eru raunar lykilatriði í ræktun epla- trjáa. Annað þessara trjáa er væntanlega af gamalli rússneskri sort og því var plantað sem aðkeyptri plöntu á sínum tíma, reikna má með að þetta umrædda tré sé um 30 ára gamalt. Hitt tréð er sennilega eitthvað eldra en við vitum ekki hvaðan það kom.“ Hverskonar sortir epla- trjáa eruð þið að skoða í Mörk? „Við höfum verið að viða að okkur sortum frá norðlægum slóðum, t.d. frá Kanada, Norðurlöndum og Rússlandi.“ Hafið þið verið að kyn- bæta þessar sortir eitt- hvað? „Nei, það reynum við ekki fyrr en við höfum sortirnar og því erum við að byrja á um þessar mundir. Kynbætur taka áratugi.“ Hvaða sortir líst ykkur best á? „Þessi gamla rússneska sort er áhuga- verð, hún heitir ‘Trans- parente Blanche’, hún ber gulgræn epli, nokkuð vel sæt. Þau stærstu sem við höfum séð eru á við góðar mandarínur. Eplin af hinu trénu verða heldur minni en það getur verið af því að það er ekki nægilega vel hirt. Eplatré þurfa góða grisj- un greina og aldina og verða að fá góðan áburð. Fylgjast þarf vel með mögulegum skor- dýraplágum.“ Eru þessi eplatré mjög blómstrandi á vorin? „Já, þau eru mjög blóm- sæl á vorin – verða bók- staflega eitt haf af bleik- um og hvítum blómum.“ Eruð þið tilbúnir að selja plöntur núna? „Já, við eigum plöntur en þær eru keyptar inn er- lendis frá en reikna má með að næsta vor mun- um við eiga íslenskar eplatrjáaplöntur til að selja. Þess má geta að í Mörk erum við einnig að gera frumathuganir á kirsuberjatrjám og ýmsum öðrum ávaxtatrjám. Eitt og annað af slíku er til sölu núna.“ Íslensk eplatré í athugun Morgunblaðið/Golli Rússneska eplatréð fullum blóma í fyrrasumar. Morgunblaðið/Golli Þó að eplin af rússneska eplatrénu séu ekki jafnstór og þau sem maður á að venjast út úr búð eru þau mjög gómsæt og frískleg á bragðið. Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Jim Smart Jóhannes B. Jónsson með kanadíska sort, Rescue, af eplatré í potti, þetta er ein harðgerasta sortin í Ameríku og ber lítil, rauð epli, sæt og bragðgóð. Ofurlítið eplatré sem seinna verður kannski stórt og ber sæta ávexti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.