Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 22
B yrjunin var spiluð af fingr- um fram hjá okkur,“ sagði Magna Gunnars- dóttir á Egilsstöðum III. „Við hjónin byggðum okkur hús um 1950 í túninu á Egils- stöðum I,“ bætir hún við. „Sérkenni garðsins okkar eru að það eru svo fallegir klettar í honum. Hann er í fögru lands- lagi en þó hrjóstrugu og jarð- grunnu. Það má mikið gera þótt skilyrðin séu ekki sem best. Hér var engin planta þegar við komum en við undum því illa, því við Jón Egill erum bæði alin upp í gróðursæld. Það var lítill garður við bæinn minn þar sem ég ólst upp í Beinárgerði á Völl- um og skógur í nágrenninu, al- veg heim að túni raunar, og eins var hjá manninum mínum, garð- ur var við hús foreldra hans hér á Egilsstöðum og stutt í Egils- staðaskóg. Sóttum birki í Egilsstaðaskóg Þegar búið var að koma húsinu okkar undir þak var næst á dag- skrá að mynda skjól. Þetta stendur hátt og var nakið. Við fórum smátt og smátt að sækja birkitré upp í Egilsstaðaskóg. Maðurinn minn fór með son okkar með sér um helgar og svo var unnið á kvöldin og í öðrum frístundum. Síðar fengum við lerki, greni og fleira frá Hall- ormsstað og líka birki og alaskaösp. En þá var ekki orðin mikil plöntusala þar eða úrval af runnum eins og nú er, við gát- um ekki gengið um gróður- stöðvar og valið úr gróðri eins og svo auðvelt er nú. Það þurfti að leggja vatnslögn Það þurfti að leggja vatnslögn um svæðið, sem er tæpir tveir hektarar, annars hefðu trén ekki getað rótað sig, það er svo þurrt á sumrin. Síðan þróaðist þetta áfram, garður er aldrei og á ekki raunar að verða nokkurn tíma fullskapaður. Það er eðlilegt að endurnýja í garði öðru hvoru og breyta. Ef lóð er stór er alltaf möguleiki að framkvæma eitthvað nýtt og ef maður hefur áhuga þá finnur maður tíma – það er mín reynsla.“ En hvenær fórstu að gróður- setja blóm? „Þau komu svona smátt og smátt, ég var að vísu aldrei með mikið af blómum og ég rak mig á að það var mikil vinna við fjölær blóm sem ég hafði komið mér upp svo ég smáfargaði þeim. Í staðinn kom ég mér upp gróðri sem ekki þurfti að end- urnýja á hverju ári, fjölær blóm þarf ef vel á að vera að stinga upp annað hvert ár og skipta þeim. Við höfum seinni árin unnið að því að gera garðinn þannig að hann yrði viðráð- anlegri í umhirðu og skiptingu. Málið var að ég var með stórt heimili og mörg börn til að byrja með og þá var maðurinn minn meira í garðinum en ég. En þeg- ar börnin stálpuðust hafði ég betri tíma úti við. Svona garði er raunar ekki hægt að koma upp nema bæði hjónin hafi áhuga og vinni sam- an. Það er útilokað öðruvísi.“ Blátoppur er hreint frábær í limgerði Hvernig er garðurinn núna? „Hann er eins og í síðari hluta júní, það er allt út- sprungið, jafnvel birkið er er springa út. Ég trúi að það komi ekki kuldakast meir í vor, ég hef alltaf sagt að birkið hafi vit fyrir sér.“ Hvaða tegundir eru flestar í garðinum hjá þér? „Það er birki, greni, lerki, fura, reyniviður, blæösp, viðja og seljuvíðir. Við erum líka með viðju í limgerði og svo blátopp sem er hreint alveg frábær runni til slíkra nota, hann er svo harð- gerður og þéttur. Svo erum við að sjálfsögðu með plöntur úr náttúrunni sjálfri, svo sem loð- víði, grávíði, þingvíði og eini. Seinni árin höfum við komið okkur upp grófgerðu steinbeði með lágvöxnum, útlendum, sí- grænum runnum. Fáein fjölær blóm erum við svo með enn, svo sem eldlilju og kóngaljós. Til fleiri ára sáði ég til sum- arblóma svo hundruðum skipti í gróðurhúsi sem ég hef haft í tuttugu ár, en ég er hætt að sinna því uppeldi. Ég hef lengst af sinnt fínni snyrtingu í garðinum og um tíma slættinum líka, við erum með talsvert miklar grasflatir. En svo fengum við okkur lítinn garð- traktor sem flatirnar eru slegnar með. Maðurinn minn sér um það. Garðurinn minn hefur verið mér mikilvægur, það er svo gef- andi að sinna gróðri og sálar- bætandi.“ Birkið hefur vit fyrir sér Nýlegt steinbeð, til hægri sér í klappir og reyni- blöðku. Háu trén bak við gróðurhúsið eru alaskaaspir. Úr garði Mögnu og Jóns Egils sést yfir Lagarfljót. Limgerðið nær á myndinni er blátoppur, fjær er viðja. Kúlurnar á milli eru loðvíðir og grávíðir. Magna Gunnarsdóttir í gróðurhúsi sínu. Gosbrunnur í garði Mögnu og Jóns Egils. Oft hefur verið gestkvæmt í garðinum þeirra enda er þar margt fallegt að sjá. Til vinstri er blæösp, sem hefur stækkað mikið síðan myndin var tekin, til hægri er norskur selju- víðir Lítil sundlaug í skjóla alaskaaspa. Sumir garðar eru þekktari en aðrir, þótt í einkaeigu sé. Garð Mögnu Gunnarsdóttur og Jóns Egils Sveinssonar á Egilsstöðum III þekkja allir á því svæði og þótt víðar væri leitað. Þetta er 50 ára gamall garður og nær yfir tæpa tvo hektara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.