Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 26

Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 26
D AG einn í ökuferð komu hjónin Að- alheiður Gests- dóttir og Sigurður Þór Sigurðsson auga á sýn- ingarhús, innflutt sum- arhús úr bjálkum sem þeim þótti afar heillandi út- lits. „Svona einbýlishús væri gaman að byggja“, sögðu þau hvort við annað – og létu ekki sitja við orðin tóm. Þau fengu innflytjendur sumarhússins til að fá til- sniðið íbúðarhús fyrir þau frá Finnlandi ásamt öllum efniviði sem til bygging- arinnar þurfti og byggðu svo húsið sitt 1994 á lóð sem þau fengu úthlutað að Stararima 33. „Við vorum heppin með lóð og erum mjög ánægð með árangurinn af hús- byggingunni, en vegna þess að bróðir mannsins míns lést fyrir nokkru og við viljum búa í félagi við ungan son hans þurfum við því miður að selja þetta hús og kaupa hús með tveimur íbúðum,“ segir Að- alheiður við blaðamann sem kominn er til þess að ræða um þetta sérstæða hús sem var fyrsta heils- ársbjálkahúsið af þessari tegund sem byggt var á höfuðborgarsvæðinu. Ekki síður er áhugaverður garð- urinn við húsið og veröndin sem mikið hefur verið lagt í og legið yfir skipulagi á, en þar er m.a. bæði baðkar og útisturta í góðu skjóli. „Við byrjuðum á að koma okkur upp útisturtu á veröndinni meðan verið var að standsetja baðher- bergið inni í húsinu og í heilt ár fór öll fjöskyldan, við eigum fjóra syni, þar í bað í útisturtunni. Oft var þetta kalsamt um veturinn, það var t.d .mjög kalt á að- fangadag þetta ár en við létum okkur öll hafa það að skjótast í útisturtuna áður en heilagt varð,“ bæt- ir Aðalheiður við. Hún er á heimavelli í ræktunarstörfum, hefur undanfarin fjögur ár verið í hlutastarfi hjá gróðrarstöð- inni Mörk. „Ég hef líka farið á stutt garðahönnunarnámskeið sem hefur komið mér að góðu gagni,“ segir hún. Er trésmiður hjá frúnni „Aðalheiður hannaði garð- inn í heild og ég er trésmið- ur hjá henni,“ segir Sig- urður maður hennar glottandi þegar blaðamað- ur dáist að verandarsmíð- inni og spyr hver verkmað- urinn við þær framkvæmdir hafi verið. Sigurður er starfsmaður hjá Áburð- arverksmiðjunni hf. og sér því um áburðarmálin á lóð- inni. En hann er greinilega listfengur smiður, það sýna m.a. fallegir trékassar á veröndinni sem Aðalheiður hefur komið sérvöldum plöntum fyrir í. „Ég er með ýmsar dek- urplöntur hér, en fólk á óhikað að skipta um plöntur í görðum ef því býð- ur svo við að horfa, það er skemmtilegt og tilbreyt- ingaríkt,“ segir hún þegar ég spyr um plönturnar. Hún er m.a. með lítið kirsu- berjatré sem stendur vel við sólu ásamt hengibau- natré og geislasóp og sí- græna sybrisa sem þurfa mikla varkárni. „Svo hef ég sumarblóm með, þau eru svo fjörleg. Ég reyni að hafa allt blómstrandi fram á haust,“ segir hún. Aðalheiður var á árum áður búsett í Danmörku um tíma og hafði þá garð og býr að þeirri reynslu, sem og ráðleggingum danskra vina sem eru áhugafólk í garðyrkju. „Það var töluvert annað að rækta þar, allt óx og óx,“ segir hún og hlær. Þau hjón ætluðu að koma upp gróðurhúsi og jafnvel koma gleri yfir hluta af veröndinni en slíkar ráðagerðir verða að bíða þess að nýtt bjálkahús verði reist. „Ein- hvern tímann ætlum við að reisa svona hús aftur en þá á tveimur hæðum,“ segir Aðalheiður. Húsið að Stararima 33 er á ýmsan hátt óvenjulegt og áhugavert. Það er úr 6 tommu bjálkum að utan, en líka einangrað inn í grind, bjálkarnir eru í raun eins og þykk klæðning að sögn Sigurðar og því er húsið afar hlýtt. „Við vorum hér allar stundir meðan byggingin fór fram en höfðum smiði til að byrja með.“ Að innan er húsið klætt með panel og gólfborðin eru heil, allt úr furu. „Nú er vinsælt að hvítta timbur en mér finnst húsið missa eitthvað við það, en auðvitað væri hægt að gera þetta,“ segir Að- alheiður. Þau hjónin leggja áherslu á að þau hafi not- að óheflaðan við talsvert úti í skjólgirðingar því á hann megi setja viðarvörn án þess að hún flagni af. „Fúavörnin helst illa hefl- uðum viði,“ segir Sigurður. Á bjálkana utan á húsinu hafa þau hins vegar notað linolíu. „Við höfum borið hana á með úðabrúsa, sem er mjög fljótlegt. Linolíu kaup- um við í Slippfélaginu og hún er ódýr kostur en afar góður samkvæmt okkar reynslu. Það var danskur vinur minn sem sagði mér frá þessu, þetta var notað á eikarbáta. Linolíu má nota á allt timbur. Við setj- um pallaolíu út í linolíuna sem er litarlaus og höfum haft einn hluta af pallaolíu á móti fjórum af linolíu. Þetta hefur komið vel út, en við ætluðum okkur að lýsa olíublönduna smám saman með árunum,“ seg- ir Aðalheiður. „Gott er að bera lin- olíuna á í góðum hita, þá sér maður vel hvernig við- urinn drekkur hana í sig,“ segir Sigurður. „Gólfborðin innanhúss höfum við hreinsað af lakki og olíuberum þau einnig og það kemur vel út. Panellinn á veggjunum er hins vegar lakkaður með plastlakki,“ segir Aðalheiður. Ekki er annað hægt að segja en húsið í Stararima er einkar hlýlegt og stæði- legt en það var ekki tekið út með sitjandi sældinni að fá leyfi fyrir þessari hús- byggingu, sannarlega var vel yfir allar teikningar farið hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins vegna þess að þetta var fyrsta húsið sem byggt var á þennan hátt, en síðan hafa fleiri slík hús verið reist. „Kröfurnar voru miklar en við komum til móts við þær allar, svo ekki er ann- að hægt að segja en húsið sé traust,“ segja þau og hlægja. „Við ætluðum að verða gömul í þessu húsi og höfðum því veggina þannig að auðvelt væri að breyta um skipulag innanhúss, reyndum að hugsa fyrir öllu. En allt er í heiminum hverfult og við kveðjum óneitanlega húsið okkar og garðinn með nokkrum söknuði en jafnframt erum við glöð yfir að hafa tök á bregðast við breyttum að- stæðum þannig að lífið geti haldið áfram á eins gleðiríkum nótum og unnt er,“ segja þau að lokum. Traust hús og vel úthugsaður garður Morgunblaðið/Jim Smart Það er notalegt að fá sér kaffisopa á veröndinni. Bjálkahúsið að Stararima 33 er ættað frá Finnlandi en aðlagað íslenskum aðstæðum. Sigurður Þór Sigurðsson og Aðalheiður Gestsdóttir. Veröndin að Stararima 33, kirsuberjatréð í horninu rétt við útisturtuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.