Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 31

Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 31
Í fréttum heyrist þess töluvert oft getið að brotist hafi verið inn í sumarbústaði, verð- mætum stolið og ým- islegt eyðilagt. Hægt er að gera eitt og annað til að draga úr líkum á inn- brotum í sumarhús. „Til að fara yfir örygg- ismál gæti verið gott að hugsa eins og þjóf- urinn,“ segir Sigurhans Karlsson starfsmaður í Assa-umboði sem ný- lega gaf út bækling um þessi mál sem fáan- legur er í flestum bygg- ingavöruverslunum. „Áríðandi er t.d. að frágangur á öllum gluggum og útihurðum sé góður og með við- urkenndum örygg- isvörum. Til eru sér- stakir gluggalásar sem setja má á opnanlega glugga og gerir mönn- um erfitt fyrir að opna þá. Tvöfaldar læsingar á útihurðum eða auka- læsingar geta hindrað inngöngu og einnig hindra þær þjófinn í að komist út um útidyr með feng sinn. Þá er skynsamlegt að skilja ekki eftir verkfæri sem þjófum gæti orðið að gagni við innbrot, svo sem axir, kúbein og þess háttar. Sumarhús ættu með öðrum orðum að vera þannig úr garði gerð að þjófar telji það vera of áhættusamt og fyrirhafnarsamt að brjótast þar inn. Öryggi gegn inn- brotum Gluggalás Vandaðar læsingar auka öryggi gegn innbrotum. Þ eim fjölgar sífellt sem sitja á sólar- dögum eða síð- kvöldum og njóta þess að slaka á í heitum potti í garðinum heima hjá sér. Ýmsir selja heita potta. Bergur Hjaltason hjá Húsasmiðjunni er með á hreinu hvernig á að setja niður heita potta, enda á fyrirtækið von á pottasend- ingu næstu daga. „Þetta eru akryl-pottar sem auðvelt er að þrífa og verða þeir til í mörgum lit- um,“ sagði Einar. Pottarnir eru frá Kanada en styrkingarefni úr trefja- plasti er sprautað utan á þá og allir fylgihlutir verða fáanlegir að sögn Bergs. „Undirbúa þarf vel nið- ursetningu heitra potta. Þegar keyptir eru pottar án nudds eru þeir yfirleitt settir á palla en einnig er hægt að setja þá beint í jörðina. Ef pottur er settur í jörð þá þarf að láta hann liggja í sandi og þjappa vel undir sæti þannig að hann sé stöðugur. Þegar pottur er settur í pall, sem er al- gengur frágangur, þá er nauðsynlegt að hann hafi stuðning undir sætin og botn. Þar er burður pott- anna, ekki má láta þá ein- göngu hanga á brún potts- ins. Best er að klæða utan um pottana með gagn- vörðu pallaefni eða öðru endingargóðu timbri til stuðnings pottinum. Nauð- synlegt er að potturinn standi vel upp úr pallinum til að minnka slysahættu. Þannig hentar ágætlega að fella miðju pottsins nið- ur í pallinn en láta sætin vera uppi á pallinum. Ef hins vegar er um fullbúinn pott að ræða með klæðningu og öllum búnaði frá framleiðanda þá eru þeir pottar settir beint á pallinn eða jörðina og enginn frekari frágangur nauðsynlegur. Lok þarf að hafa á pott- unum sem útbúa má úr segldúk eða smíða úr léttu efni, hægt er að fá ein- angruð lok sem halda hita á vatninu í pottinum. Til að forðast sýkla og gróðurmyndun í potti þarf að nota klór eða tilsvar- andi efni reglulega. Inn- fluttir tilbúnir pottar eru oftast með „ozinator“, en það er tæki sem framleiðir útfjólubláa geisla sem eyða um það bil 80% af gerlum. Gott er að hafa klórmæli til að hafa stjórn á hve mikið af efninu er notað, einnig er gott að hafa hita- stýrð blöndunartæki til að stjórna hitastigi vatnsins. Þá er best að hafa hitastill- inn í frostfríu rými t.d. inn- an húss eða í bílskúr. Ef um fullbúna innflutta potta er að ræða eru þeir með hitunarbúnaði þannig að auðvelt er að nota pottinn án þess að hitaveita sé til staðar. Þar sem hitaveita er má nota hana fyrir full- búna potta. Vatnið er þá tengt við stút á pottinum og sett á hann yfirfall. Varðandi frárennsli þá þarf að koma fyrir loka og 50 mm vatnsleiðslu í frá- rennsli. Ekki er heppilegt að frárennsli af heitum pottum fari í rotþrær, bæði er um mikið vatnsmagn að ræða og eins eru notuð efni í pottana til sótt- hreinsunar sem koma í veg fyrir rotnun.“ Heitir pottar eru notalegir Heitur pottur eins og Húsasmiðjan flytur inn, nema að þeir verða án nudds til að byrja með. Bylting fyrir hendur ! Gardeners Hand Recovery Helstu útsölustaðir: Reykjavík: Blómaval, Lyf og heilsa Kringlunni, Villeroy & Boch Kringlunni Kópavogur: Tekk Vöruhús Mosfellsbær: Hlín Blómahús, Fína Hveragerði: Náttúrubúðin Höfn: Húsgagnaval Ísafjörður: Efnalaugin Albert Heildsöludreifing HeggÍs ehf. www.ferli.is/heggis Kornamaski Silkimjúkar hendur á aðeins 20 sekúndum! Sími 588 55 30 Pétur Pétursson, löggiltur fasteignasali, Þekking - öryggi - þjónusta SUMARBÚSTAÐUR Í GRÍMSNESI Úr landi Hæðarenda, Grímsnesi, glæsilegur sumar- bústaður. Um er að ræða 2ja hæða, 52 fm sumarbústað með 12 fm aukahúsi. 100 fm verönd/sólpallur. Glæsilegar innréttingar. Plankaparket og flísar á gólfum. Gaseldavél og vönduð eldhústæki. 2 herbergi undir súð. Tæplega hektara eignarland sem er afgirt. Vegur og vandað hlið. Landið liggur að og afmarkast af Búrfellslæk sem er fiskgengur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.