Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 1
Hópur MBA-nemenda sem
útskrifast frá Háskólanum
í Reykjavík í vor kynnir
verkefni sín.
Kaup Straums á Íslenska
hugbúnaðarsjóðnum
marka tímamót í
starfseminni.
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F
MBA-NÁM STRAUMUR ÞORSKUR
ESB hefur lagt fram
nýja áætlun um vernd-
un þorskstofna í fisk-
veiðilögsögu sinni.
KREFJANDI/3 STRAUMHVÖRF/6 ENN/5
HORFUR eru svipaðar og í fyrra í sölu á
humri til Kanada, tollakvóti Evrópusam-
bandsins (ESB) í humri, sem er fríkvóti, er
langt kominn og eftir það leggst 12% tollur á
allan humar sem seldur verður þangað. Haf-
rannsóknaskipið Dröfn fer í humarleiðangur
í lok þessarar viku og
mun kanna stofnana í
kringum landið.
Bjarki Unnarsson,
deildarstjóri land-
frysts skelfisks hjá
SÍF, segir að útlitið
sé svipað og í fyrra í
sölu á humarhölum
til Kanada. Lækkun
dollarans setji þó
visst strik í reikning-
inn.
Hvað varðar Spán-
armarkað segir
Bjarki að horfur séu
ekki eins bjartar. Almennt sé þó svipað útlit í
stærri humri en lakara í þeim smærri.
Að sögn Hrafnkels Eiríkssonar, fiskifræð-
ings hjá Hafró, verður farið í fimmtán daga
humarleiðangur í lok vikunnar á rannsókna-
skipinu Dröfn. Verða öll helstu humarmiðin
könnuð. Hrafnkell segir að horfur séu á að
hlutdeild smærri humars á suðausturmiðum
verði meiri en verið hefur nokkur síðastliðin
ár en hlutdeild stærri humars þá að sama
skapi minni. Aflabrögð í heild ættu þó að
verða þokkaleg.
Vonir um vaxandi afla
Á svæðinu frá Selvogsbanka til Vestmanna-
eyja væri árgangur sem þeir hefðu orðið var-
ir við í hittifyrra og menn gerðu sér vonir um
að yrði nokkur uppistaða í afla sem milli-
humar á þeim svæðum. „Þess vegna er ég
vongóður um að svæðin frá Háfadjúpi, sér-
staklega við Surtsey og á Selvogsbanka,
komi vaxandi út í sumar,“ segir Hrafnkell.
„Þetta gæti teygt arma sína vestar og upp að
landinu, að Krísuvíkurbergi, en við erum
samt ekki vongóðir um Eldeyjarmiðin, þar
hefur nýliðun brugðist í svo langan tíma og
engar horfur á neinum skyndibata frá því í
fyrra þar.“
S J Á V A R Ú T V E G U R
Svipaðar
horfur í
sölu á humri
Gert ráð fyrir þokkalegum afla-
brögðum á vertíðinni í sumar
VERÐGILDI krónunnar hefur
ekki verið hærra síðan í nóvember
árið 2000 en krónan hækkaði um
0,08% í gær en daginn þar áður
styrktist krónan um 0,25%. Á blað-
síðu tvö í blaðinu í dag má sjá töflu
sem sýnir þróun krónunnar síðast-
liðinn mánuð.
Í markaðsyfirliti Greiningar
ÍSB er fjallað um krónuna. Spáir
Greining ÍSB því að krónan komi
til með að styrkjast frekar á næst-
unni.
„Spáin byggist m.a. á þeim
miklu framkvæmdum sem fram-
undan eru, hvernig líklegt sé að
stjórnvöld taki á þeim, mun inn-
lendra og erlendra langtímavaxta
og væntingum um kvótaúthlutun
fyrir næsta fiskveiðiár svo eitthvað
sé nefnt. Framvindan markast þó
að verulegu leyti af niðurstöðum
kosninga til Alþingis næstu helgi
en óvissan í þeim málum er mikil,“
segir í markaðsyfirlitinu.
Greiningardeildin bendir einnig
á að samhliða styrkingu krónunn-
ar undanfarið hafi dollari verið að
veikjast gagnvart evru. „Gengi
dollara er nú 73,5 krónur og hefur
ekki verið lægri síðan í lok apríl
2000.“
Er krónan of sterk?
Greiningardeild Kaupþings skrif-
ar einnig um krónuna í Morgun-
punktum sínum undir yfirskrift-
inni: Er krónan of sterk?
„Gengi íslensku krónunnar hef-
ur styrkst án afláts frá lokum árs
2001 og stóð vísitala krónunnar í
lok viðskipta í gær í 118,6 stigum
og hefur ekki verið sterkari síðan í
nóvember 2000. Að margra mati
er krónan orðin of sterk og hafa
margir lýst áhyggjum yfir þróun
hennar að undanförnu og telja
samkeppnisstöðu innlendra fyrir-
tækja orðna verulega slæma,“ seg-
ir greiningardeild Kaupþings.
Þar segir einnig að sú aðferð
sem henti best til að meta styrk
krónunnar og samkeppnishæfni
innlendra fyrirtækja sé að skoða
þróun raungengis krónunnar. Eft-
ir því sem að raungengið sé sterk-
ara, því verri er samkeppnishæfni
innlendra fyrirtækja. Greiningar-
deildin reiknar raungengi krón-
unnar rétt tæplega 96 stig við lok
viðskipta á þriðjudag en raun-
gengi krónunnar fór hæst í 99,3
stig á öðrum ársfjórðungi 2002, að
því er fram kemur í frétt greining-
ardeildarinnar. „Meðalraungengi
krónunnar frá því að fjármagns-
flutningar voru gefnir frjálsir 1994
hefur verið 90,9 stig. Það er því
ljóst að raungengi krónunnar er að
verða jafnsterkt og það var árið
2000 og er það komið vel yfir með-
alraungengi krónunnar undanfar-
in ár. Það er þó erfitt að fullyrða
nokkuð um hvort raungengið sé
orðið of sterkt,“ segir í Morgun-
punktum greiningardeildar Kaup-
þings.
Í Morgunpunktunum segir
einnig að mikið ójafnvægi hafi ver-
ið á vöruskiptum landsmanna á
árinu 2000 og viðskiptahalli 10% af
vergri landsframleiðslu. Því sé
ljóst að gengi krónunnar hafi verið
miklu sterkara en gat samræmst
langtíma jafnvægi. „Hins vegar
virðast vöruskipti landsmanna
vera í ágætis jafnvægi nú um
stundir. Reyndar var 6,6 milljarða
afgangur af vöruskiptum lands-
manna fyrstu 3 mánuði ársins og
þarf að leita aftur til ársins 1995 til
að finna svipaðan afgang af vöru-
skiptajöfnuði. Það er því ljóst að
vöruskipti landsmanna gefa ekki
til kynna að gengi krónunnar hafi
verið of sterkt.“
Í lok fréttarinnar segir að hins
vegar hafi komið fram vísbending-
ar um að innflutningur lands-
manna fari vaxandi og að vöru-
skiptajöfnuður fari versnandi
næstu mánuði. „Það er því ljóst að
ekki fæst einhlít svar við þeirri
spurningu hvort að gengi krón-
unnar sé of sterkt . Ef eingöngu er
litið á meðalraungengið er krónan
í sterkara lagi en hins vegar getur
jafnvægis raungengi krónunnar
hækkað eða lækkað eftir undir-
liggjandi efnahagsaðstæðum.“
Sterkasta króna frá
því í nóvember 2000
Því er spáð að krónan komi til með að styrkjast enn frekar. Óvissa vegna kosninga.
„Að margra mati er krónan orðin of sterk og hafa margir lýst áhyggjum yfir
þróun hennar að undanförnu og telja samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja
orðna verulega slæma,“ segir greiningardeild Kaupþings.
Miðopna: Straumhvörf í fjárfestingum