Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 B 9
NÚR VERINU Jónsvör 3 símar 424 6650/894 2845
Færeyskar
handfærarúllur
„BROTTKAST afla á fyrst og
fremst rætur í áliti þess sem veiðir,
á því hvort hann telur arðbært að
hirða viðkomandi fisk eða ekki og er
þá alveg sama hvaða stjórnunarað-
ferð við fiskveiðar er beitt,“ segir
Eiríkur Tómasson í viðtali við Út-
veginn, fréttabréf LÍÚ.
Í viðtalinu ræðir Eiríkur meðal
annars hugmyndir um fyrningu
aflaheimilda, sem hann segir verða
banabita íslenzkra sjávarútvegsfyr-
irtækja, verði sú leið ofan á. Hann
bendir á að rökin fyrir því að taka
þurfi veiðiheimildirnar af núverandi
handhöfum séu þær að af því ein-
hverjir hafi selt veiðiheimildir, þá
skuli refsa þeim sem keyptu. Hann
snýr sér svo að brottkastinu og seg-
ir svo:
„Brottkast afla eru ein rökin fyrir
því að breyta skuli um kerfi við
stjórnun fiskveiða. Þeir sem nota þá
röksemd til að réttlæta breytingar,
hvort heldur sem er í átt að fyrn-
ingu aflaheimilda og ekki síður að
breyta í sóknarmark (sóknarstýr-
ingu), sem Frjálslyndir eru með á
stefnuskrá sinni, fiska eftir atkvæð-
um í sjó sem er vægast sagt ekki
tær.
Öllu dauðblóðguðu hent
Brottkast afla hefur því miður alltaf
tíðkast og sögusagnir um slíkt alltaf
heyrst. Ég minnist samtals við sjó-
mann sem stundaði sjó í marga ára-
tugi á bátum sem sagði að þeir
hefðu hent öllum dauðblóðguðum
fiski eina vertíðina, í kringum 1960,
en þá var algerlega frjáls veiði. Ann-
ar sjómaður, skipstjóri á skuttog-
ara, sagði mér frá því er hann var að
koma úr veiðiferð á Hornbanka upp
úr 1980, að hann væri þess fullviss
að hent hefði verið þúsundum tonna
af smáþorski þá vikuna. Hann var
að veiða í skrapdagakerfi.
Þetta var nokkuð dæmigert fyrir
umræðuna á þessum tíma.
Allir hafa heyrt ljótar sögur af
brottkasti úr frjálsu veiðinni í
Smugunni. Einnig hvernig sumir
togarar á sóknarmarki, þegar það
var við lýði, komu með undirmál að
landi en aðrir ekki.
Það verður að berjast á móti
brottkasti af skynsemi, og til þess
verður að skilja hvað liggur að baki
þeirri tilhneigingu að henda fiski.“
Þúsundum tonna
hent í frjálsri veiði
Eiríkur Tómasson segir brottkast óháð því hvernig fiskveiðum sé stjórnað
108 STARFSMÖNNUM fiskiðju-
vers Granda við Norðurgarð voru af-
hent viðurkenningarskjöl hinn
fyrsta maí fyrir góðan árangur á
námskeiðum sem haldin hafa verið á
vegum fyrirtækisins. Hjá Granda
vinna um 300 manns til sjós og lands
en þar af starfa rúmlega 100 manns í
fiskiðjuverinu við Norðurgarð. Er-
lendir starfsmenn í Norðurgarði eru
um 60% starfsmanna. Af 300 manna
heildarfjölda er því einn af hverjum
fimm starfsmönnum af erlendum
uppruna.
Það setur svip á starfsemina að í
Norðurgarði vinnur fólk undir sama
þaki frá 17 þjóðum frá öllum heims-
hlutum. Í stafrófsröð eru það Alban-
ía, Filippseyjar, Írland, Ísland, Kína,
Litháen, Marokkó, Nigería, Perú,
Portúgal, Pólland, Serbía, Sri
Lanka, Tékkland, Tæland, Venez-
úela og Þýskaland.
Árangursrík íslenskukennsla
„Þessi fjölþjóðlegi mannauður hefur
orðið til þess að efla starfsandann
hjá fyrirtækinu. Fiskiðjuver Granda
við Norðurgarð byggir starfsemi
sína á að sérhæfa sig í vinnslu á
karfa og ufsa. Helstu framleiðsluvör-
ur eru lausfryst flök og flakahlutar
sem skornir eru af nákvæmni og
stærðarflokkaðir í þar til gerðum
vélum. Leitast hefur verið við að vél-
væða allt framleiðsluferlið til að lág-
marka handavinnu eins og hægt er.
Með þessum umbreytingum
vinnslunnar hafa störfin því orðið
mun flóknari en þau voru áður og
með hlutfallslega færra fólki hefur
þurft að gera auknar færniskröfur til
hvers og eins starfsmanns. Þessar
aðstæður auka enn frekar á mikil-
vægi skilvirkra tjáskipta og þess að
notað sé sameiginlegt tungumál. Það
kemur ekki annað til greina í því
sambandi en íslenska því starfsmenn
eru frá yfir 17 þjóðum.
Árangur íslenskukennslunnar
kemur fram í því að þeim erlendu
starfsmönnum fjölgar sem geta talað
og skilið íslensku og margir þeirra
hafa tekið að sér sérstök ábyrgðar-
störf sem krefjast meiri íslensku-
kunnáttu svo sem verkstjórn, tækni-
störf og gæðaeftirlit,“ segir meðal
annars í frétt frá Granda.
Tveir af starfsmönnum Granda, Halldór R. Hjálmtýsson og Nelía B. Baldelovar.
Fimmti hver
starfsmaður
erlendur
Fólk frá 17 þjóðlöndum vinnur við fiskvinnslu hjá Granda
NÝTT togskip, Gáshövdi KG 318, hefur
verið sjósett hjá skipasmíðastöðinni
Ósey hf. í Hafnarfirði. Um er að ræða 22
metra langt og 6,5 metra breitt skip og
er eigandi skipsins útgerðarfyrirtækið
P/F Kneysur í Viðareiði í Færeyjum.
Útgerðarfyrirtækið P/F Kneysur er í
eigu fjölskyldu Anfinns Kallsberg, lög-
manns í Færeyjum.
Skipið er sérútbúið til togveiða.
Allur vindubúnaður er smíðaður hjá
Ósey hf. og samanstendur hann af
tveimur togvindum, tveimur netavindum,
akkerisvindu, gilsavindu og úthal-
aravindu.
Aðalvél og ljósavélar eru Caterpillar,
og siglinga- og fiskileitartæki eru frá
Furuno.
Dekkkrani er af tegundinni Fassi
FM110A.
Skipið er fjórða nýsmíðin sem Ósey hf.
sjósetur á síðustu 12 mánuðum fyrir
færeyska útgerðaraðila.
Hjá Ósey hf. er ennfremur í smíðum
systurskip Gáshövda, og verður það af-
hent eiganda sínum í byrjun júní.
Smíða skip fyrir
Færeyinga
DANÍEL Jónsson á mótorbátnum
Vísi er að veiða sér í soðið og lagði
rauðmaganet við Ólafsvík og fékk
þá þessa myndarlegu grásleppu í
netin, og er eins og sjá má ánægður
með hana. Vísir er aðeins eitt tonn
að stærð og er Daníel laginn við að
gera við báta úr eik og hefur hann
dundað sér í þessum bát í vetur.
Bátur hans er eini sinnar tegundar
á landinu, smíðaður í Hafnarfirði
árið 1969. Daníel hefur alla sína tíð
stundað sjómennsku.
Með væna
grásleppu
Morgunblaðið/Alfons
FRANSKA sjávarútvegsstofn-
unin Ifremer hefur tilkynnt fisk-
eldismönnum í Bretaníu, að nú séu
engin tæknileg vandamál sem geti
komið í veg fyrir eldi á ufsa og
þorski við vesturströnd landsins
samkvæmt fréttum í Ouest
France.
„Árið 1996 var talsvert af ufsa-
seiðum sett fyrir tilviljun í eina af
laxakvíum okkar í Camaret. Síðan
þá höfum við unnið að því að þróa
eldi þessarar fisktegundar í sam-
vinnu við eldisfyrirtækið Le Gall í
Plougastel,“ sagði Jean-Louis
Gaignon, sérfræðingur Ifremer
stöðvarinnar í Breton í eldi sjáv-
arfiska, á fundi með eldismönnum
fyrir skömmu.
Frakkar misstu af lestinni í lax-
eldisævintýrinu, aðallega vegna
veðurfars, of hás sjávarhita.
Gaignon telur að það muni hins
vegar ekki hafa áhrif á eldi á
þorski. Hann segir að það séu
margar stofngerðir af þorski og sá
þorskur sem veiðist á suðurslóðum
sé töluvert frábrugðinn þeim sem
veiðist við Noreg.
Hár kjörhiti
Ifremer er um það bil að hefja
rannsóknir á því hvaða aðstæður
suðræni þorskurinn þarf í eldi,
einkum hvað hitastig varðar. Sömu
sannsóknir hafa verið gerðar á
ufsa og sýndu þær enga veðurfars-
lega vankanta. Fiskurinn kom bezt
út við hita sem var 13 til 16 gráð-
ur, en það er sjávarhitinn við vest-
urströnd Frakklands mest allt ár-
ið. Ufsinn vex hratt í kvíunum og
ekki virðist um vandamál vegna
sjúkdóma að ræða. Þá hefur tekist
vel að klekja út seiðum og koma
þeim á sporð. Eina vandamálið er
það að ufsinn vex hægar en þorsk-
urinn. Þá á eftir að ákveða stað-
setningu eldisstöðvanna. Gaignon
segir að umhverfisáhrif ráðist
meira af staðsetningu og fram-
kvæmd en því magni fisks sem er í
eldinu. Það sé betra að hafa fimm
tonn af fiski í kví á miklu dýpi en
500 á grunnu vatni.
Aðstoð boðin
Stofnunin hefur lýst sig fúsa til að
styðja eldismenn, sem tilbúnir eru
til tilrauna í mikum mæli, að því
tilskyldu að þeir leggi fram áætlun
um afkomuna. Sem dæmi um ufs-
ann megi nefna að fyrir hann sé
greitt hátt verð í Bretaníu og Gal-
isíu, en verð á uppboðsmörkuðum
geti verið lágt. Á móti komi sá
kostur að eldið geti alltaf skilað
ferskum fiski af réttri stærð með
reglubundnum hætti.
Frakkar stefna að
þorsk- og ufsaeldi
Ufsinn dafnar vel við 13 til 16 stiga sjávarhita
ÞAU ERU ekki mörg eftir í upp-
runalegri mynd síldarskipin sem
byggð voru fyrir Íslendinga á sjö-
unda áratug síðustu aldar. Þau eru
þó til og Eldhamar GK 13 er senni-
lega það eina sem gert er út til veiða
um þessar mundir, orðið 37 ára gam-
alt. Skipið er nánast óbreytt að ytra
útliti, engar stórar breytingar hafa
verið gerðar á skrokki þess eða brú.
Þá er aðalvélin, 660 hestafla Lister
Blackstone, búin að vera í því frá
upphafi. Eldhamar GK 13 telst nú
vera 229 brúttórúmlestir að stærð og
var hann smíðaður í Flekkefjord í
Noregi 1966. Hét skipið upphaflega
Seley SU 10 og var í eigu samnefnds
fyrirtækis á Eskifirði. Síðar bar
skipið nöfnin Flosi ÍS, Guðmundur
Kristinn SU og Kristján RE fram að
því að það fékk Eldhamarsnafnið, en
skipið er í eigu samnefnds fyrirtækis
í Grindavík.
Eldhamar
GK 13
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Netabáturinn Eldhamar GK 13 kemur til
hafnar í Grindavík.