Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Mikill stórhugur er að baki smíði nýrrar Norrænu og hefur mikið verið lagt undir. Íslenski myndlistarmarkaðurinn er margslung- inn og duga tekjur fæstra myndlistarmanna til að lifa af. Ný Norröna er lífæð Austfirðinga en myndlist er vanmetin auðlind NÝ Norröna er nú að hefja áætlunarsigl- ingar milli Íslands, Færeyja, Noregs, Hjalt- lands og Danmerkur. Skipið er gríðarstórt, 36.000 tonn, um 165 metrar á lengd og hæðin eins og stórt fjölbýlishús, enda þilförin átta. Hestöflin í aðalvél eru 30.000 og ganghraði 21 sjómíla. Til samanburðar eru stærstu ís- lenzku fiskiskipin hrein smásmíði. Þegar tog- arinn Gullver tók á móti skipinu við komuna til Seyðisfjarðar fyrir skömmu virtist hann eins og trilla við hlið Norrönu. Stærstu ís- lenzku fiskiskipin eru ríflega þúsund tonn að stærð og lengdin innan við helmingur af lengd Norrönu. Mesta vélarorkan í íslensku fiski- skipunum er á bilinu 7.000 til 8.000 hestöfl. Það er mikill stórhugur sem býr að baki út- gerðar Norrönu. Baráttan fyrir þessum ferjusiglingum hefur staðið yfir í ríflega tvo áratugi og oft hefur gefið á bátinn, sérstak- lega á smíðatíma nýja skipsins. Með krafti og dugnaði hafa Færeyingar, Íslendingar og Hjaltlendingar ýtt úr vör þessu glæsilega fleyi. Mikið hefur verið lagt undir, enda má segja að fyrir þessar þrjár þjóðir sé skipið eins konar lífæð. Mikilvægi siglinganna má sjá á þeim stórbrotnu hafnarframkvæmdum sem unnar hafa verið fyrir tugi milljóna króna á Seyðisfirði, í Þórshöfn í Færeyjum og Leir- vík á Hjaltlandi. Það er því mikið lagt undir. Skipið ber 1.500 farþega og allt að 800 bíla eða færri bíla og flutningabíla þess í stað. Ljóst er að far- þegum þarf að fjölga verulega til að útgerð skipsins gangi. Nú gert ráð fyrir því að far- þegar til og frá Seyðisfirði verði um 25.000 í sumar, en það er nálægt 50% aukning. Enn- fremur er vaxandi áherzla lögð á fragtflutn- inga milli landanna og Norröna með sína stöðugu áætlun er góður kostur fyrir útflytj- endir á fiski og öðrum vörum. Með siglingu Norrönu til Seyðisfjarðar er að nokkru leyti vegið upp á móti því ójafnvægi sem hefur skapazt við það að nær allir flugfarþegar koma til landsins um Keflavíkurflugvöll. Mik- ilvægi þess að allt að 1.500 farþegar komi og fari frá Seyðisfirði í viku hverri er gífurlegt, ekki aðeins fyrir Seyðfirðinga, heldur Austur- land allt og landsbyggðina að öðru leyti að nokkru. Þessir ferðamenn skapa Austfirðing- um verulegar tekjur og það er mikilvægt að áfram verði siglt til Seyðisfjarðar með þess- um hætti, enda gengur áætlun skipsins ekki upp með því að lengja siglinguna til Íslands ef ætlunin væri að hafa Þorlákshöfn sem við- komustað svo dæmi sé tekið. Þá tæki of lang- an tíma að sigla til og frá landinu. Það er annað sem vert er að nefna í tengslum við Norrönu og útgerð hennar, Smyril Line. Það er ný hugsun í ferjusigl- ingum. Til þessa hefur markmiðið fyrst og fremst verið að koma fólki á ódýran hátt milli landa; að brúa sjóinn svo fólk komist á milli með ökutæki sín. Hið nýja skip er þannig útbúið að það er einnig hugsað sem dvalar- staður, sem fljótandi hótel. Umbúnaður er all- ur þannig að það er góður kostur að dvelja vikulangt um borð, fara allan hringinn kíkja í land á hverjum stað, en annars að njóta þess sem boðið er upp á um borð. Um borð er af nógu að taka, góðir veitingastaðir, dansstað- ur, vínstúkur, leiktækjasalir, barnagæzla, sundlaug og líkamsræktarstöð. Þetta er glæsilegt skip og mikið þrekvirki að hafa hleypt því af stokkunum, enda kostar það 7 til 8 milljarða króna. Nú þarf að herða róðurinn og treysta rekstrargrundvöllinn. ll FERÐAMÁL Hjörtur Gíslason Lífæð Austfirðinga hjgi@mbl.is Með krafti og dugnaði hafa Færeyingar, Íslendingar og Hjaltlendingar ýtt úr vör þessu glæsilega fleyi ◆ UM daginn var kollegi minn á ferð í Kaup- mannahöfn og rakst þar af tilviljun á íslenska konu sem þar býr og rekur myndlistargallerí. Talið barst að íslenskri myndlist og það fyrsta sem konan spurði um var hvort íslenski mynd- listarmarkaðurinn væri ekki ónýtur, eða í það minnsta í mjög löku ásigkomulagi. Fer ekki frekari sögum af samtali Íslendinganna þarna úti en spurningin sýnir hvernig myndlistar- markaðurinn lítur út utan frá, og hefur stóra málverkafölsunarmálið heldur veikt undirstöð- ur markaðarins heldur en hitt, og er þá vægt til orða tekið. Íslenski myndlistarmarkaðurinn er marg- skiptur og margslunginn. Viðskipti með mynd- list til gjafa eru nokkuð lífleg, en viðskipti með nútímamyndlist eitthvað minna lífleg. Tekjur fæstra myndlistarmanna duga til að lifa mann- sæmandi lífi, þrátt fyrir að þeir séu margir á heimsmælikvarða. Þetta breytist auðvitað ekki fyrr en fólk fer að kaupa afurðir þeirra í meira mæli og virk verðmyndun verður með íslenska myndlist. Þá fyrst fær myndlistin þann sess sem henni ber og hin efnislegu verðmæti ná í skottið á þeim óefnislegu sem í myndlistinni búa. Eins og vinur minn benti mér á nýlega er myndlistin fyrsta flokks fjárfesting. Þegar gengi gjaldmiðla fellur og hlutabréf hrynja í verði stendur myndin á veggnum fyrir sínu. Á markaðnum í dag eru bæði jákvæð teikn og neikvæð. Ég ræddi um daginn við mann sem stundar útleigu á myndlistarverkum til fyrirtækja og hefur náð nokkrum árangri í starfi sínu. Fyrirtæki leigja af honum mynd- irnar í ákveðinn tíma, og þegar hann kemur að ná í myndirnar þegar leigutímabili lýkur hefur leigutaki bæði bundist myndinni tilfinninga- böndum og fjárhagslegum tryggðaböndum, og endar með að kaupa myndina. „Fólk vill hafa myndlist í kringum sig,“ sagði hann, og hann veit hvað hann syngur. Neikvætt er hins vegar að Gallerí Hlemmur við Hlemmtorg stendur á brauðfótum og er útlit fyrir að það leggi upp laupana. Tekjurnar duga ekki fyrir útgjöldum, og verðmætt fjögurra ára starf að engu orðið. Þá er aðeins eitt sölugallerí eftir með nútíma- myndlist, i8, en með harðfylgi virðist það ætla að lifa af. Annað væri þessari þjóð til lítils sóma. Við eðlilegar kringumstæður ættu hér nefnilega að þrífast nokkur i8. ll MYNDLIST ll Þóroddur Bjarnason Ónýtur markaður Myndlist er fyrsta flokks fjárfesting sem ekki hefur verið metin að verðleikum hér á landi tobj@mbl.is F járfestingarfélagið Straumur hf., áður Hlutabréfasjóðurinn hf., var stofnaður árið 1986. Á aðalfundi Hlutabréfasjóðsins, sem var í vörslu Ís- landsbanka, 15. mars 2001 var samþykkt að breyta nafni félagsins í Fjárfestingar- félagið Straumur hf. Á þessum sama að- alfundi var einnig fjárfestingarstefnu og tilgangi breytt. Ný stjórn var kosin en hana skipuðu nú þrír menn í stað fimm áður: Ari Edwald, formaður, Bjarni Ár- mannsson, og Jón Halldórsson. Þær breytingar sem urðu á stjórn Straums voru í samræmi við þær áherslubreyt- ingar sem urðu á rekstri félagsins og að í stjórn félagsins voru fengnir aðilar sem höfðu þekkingu úr atvinnulífinu. Strax eftir aðalfundinn var farið að móta framtíðarstefnu félagsins. Nokkru áður hafði Íslandsbanki ráðið Þórð Má Jóhannesson til þess að vinna að fram- angreindum breytingum á Hlutabréfa- sjóðnum. Að sögn Þórðar Más má rekja ástæð- una fyrir því að Íslandsbanki ákvað að breyta Hlutabréfasjóðnum til þess að skattaafsláttur einstaklinga vegna hlutabréfakaupa var að renna sitt skeið á enda. Fram að þeim tíma hafi félagið aðallega verið í eigu einstaklinga sem keyptu hlutabréf sem veittu þeim skattaafslátt. Til marks um það voru hluthafar í Straumi um 7.500 talsins í apríl 2001. Þrátt fyrir þann fjölda var hlutur Íslandsbanka rúmlega 20% í fé- laginu og samanlagt áttu þrír stærstu hluthafarnir 37,47% hlutafjár en aðrir hluthafar áttu 1% eða minna. Nýir hluthafar á árinu 2001 Í kjölfar þessara breytinga á félaginu var ákveðið að auka hlutafé félagsins um 1.000 milljónir króna að nafnvirði eða um 2.800 milljónir króna að söluvirði. Í útboðs- og skráningarlýsingu sem gefin var út fyrir félagið í maí 2001 segir að Straumur sé óháð framsækið fjár- festingarfélag sem sérhæfir sig í fjár- festingum í atvinnurekstri bæði innan- lands sem utan, með hámarksarðsemi að leiðarljósi. „Í náinni framtíð hyggst fé- lagið leggja meiri áherslu á þátttöku í umbreytingarverkefnum sem geta fært félaginu hærri arðsemi og þannig bætt hag hluthafa. Umbreyting fyrirtækja felst í stefnu- eða formbreytingum á borð við sameiningu, eignalosun eða skráningu á markaði. Í kjölfarið mun verða aukin áhersla á óskráð félög og fé- lög sem eru á leið inn á markað. Hlutfall þeirra mun þó ekki vega mjög hátt í heildareign félagsins sem mun halda áfram að fjárfesta að verulegu leyti í innlendum skráðum hlutabréfum,“ að því er segir í útboðs- og skráningarlýs- ingu. Í hlutafjárútboðinu kom inn nýr hóp- ur hluthafa og eftir útboðið voru 10 stærstu hluthafar í Straumi: Íslands- banki með 20,11%, Fjárfar ehf. (félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jó- hannesar Jónssonar, Sævars Jónssonar og hóps fjárfesta) 10,17%, Eignarhalds- félagið ISP ehf. (félag í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur) 3,57%, Kaldbak- ur hf. (í eigu KEA, Samherja, Lífeyr- issjóðs Norðurlands og fleiri) 3,57%, Fjárfestingarfélagið Straumur hf. aðili á íslens þeirra hlutu lands umtal „Það er n arfélag að v fjármálama eitt af hlutv framkvæmd 2,99%, Dúkur hf. (í eigu Baugs) 2,70%, Saxhóll (í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar) 2,57% og Fjárfestingarfélagið Gaumur hf. (í eigu Jóhannesar Jónssonar, 20%, barna hans, Jóns Ásgeirs, 45%, og Kristínar, 10%, og móður þeirra, Ásu Ásgeirsdóttur, 20%) 2,52%. Eigið fé Straums var að loknu hluta- fjárútboðinu rúmlega 7 milljarðar króna. Árið 2001 var eitt versta ár í sögu fjármálamarkaða bæði innanlands sem og utan, frá upphafi. Þórður segir að það hafi því verið stór áfangi fyrir Straum fá þetta mikið inn af nýju hlutafé á þessum tíma, sér í lagi þar sem félagið var varla búið að slíta barnsskónum og fjár- magnsmarkaðir voru óhagstæðir. Áberandi í kaupum og sölum Árið 2002 var, að sögn Þórðar, sérstakt í rekstri félagsins og það áberandi í kaup- um og sölum á hlutabréfum í skráðum félögum. Þar á meðal voru hlutabréf Straums í Keri, Olís og Trygginga- miðstöðinni seld. „Sala Straums á hlut sínum í Keri um miðan ágúst 2002 til Eignarhaldsfélags- ins Hesteyrar er dæmi um fjárfestingu sem félagið hefur lokið við. Þar náðum við þeim markmiðum sem við settum okkur varðandi fyrirtækið og arðsemi fjárfestingarinnar,“ segir Þórður. Helstu eignir Fjárfestingarfélagsins Straums eru í dag, samkvæmt athugun Morgunblaðsins, tæplega 10% hlutur í Eimskipafélagi Íslands en markaðsvirði hlutarins er um 3,2 milljarðar króna. Rúmlega 5% hlutur í Íslandsbanka sem metinn er á um 2,4 milljarða króna, 75,5% hlutur í Íslenska hugbún- aðarsjóðnum sem metinn er á 1,7 millj- arðra króna. Tæplega 2% í Pharmaco en markaðsvirði þess er tæpur milljarður króna og rúmlega 10% hlutur í SH sem er metinn á um 800 milljónir króna. Erum fyrirtæki, ekki sjóður Þórður Már segir að markmið Straums séu skýr þrátt fyrir að ekki hafi verið skilgreint opinberlega hvernig fjárfest- ingar í skráðum og óskráðum félögum skuli skiptast. Nú sé hinsvegar ljóst að með yfirtöku Straums á Íshug verður það félag vettvangur Straums í fjárfest- ingum í óskráðum félögum. „Straumur er rekinn sem fyrirtæki en ekki sem sjóður og starfsmennirnir eru fimm. Ef Straumur væri rekinn sem sjóður þá væru engir starfsmenn hér heldur myndi einhver rekstaraðili sjá um fjárfestingar fyrir hönd félagsins.“ Straumur hefur oft komið inn í félög með því að kaupa stóra hluti í þeim og segir Þórður að í sumum tilvikum sé það gert til þess að hafa áhrif til umbreyt- inga í þeim fyrirtækjum sem Straumur kaupir sig inn í. „Eðli fjárfestinga Straums geta verið mismunandi, t.d. hvort um sé að ræða skammtíma- fjárfestingu eða fjárfestingu með um- breytingu að leiðarljósi. Aðkoma okkar að fyrirtækjum með umbreytingu í huga getur verið bæði hugsuð til skamms og langs tíma, allt eftir markmiðum fjár- festingarinnar. Síðan eru aðrar fjárfest- ingar sem við lítum á sem langtíma- fjárfestingar, einskonar kjölfestu í eignarsafni félagsins,“ segir Þórður. Virk þátttaka nauðsynleg Fjárfestingarfélagið Straumur er virkur ll VIÐTAL Umsvif í viðskiptalífinu Straumh Það hefur engin lognmolla ríkt um Fjárfestingar- félagið Straum undanfarin ár og nýverið keypti fé- lagið meirihlutann í Íslenska hugbúnaðarsjóðnum. Kaupin munu marka ákveðin tímamót í fjárfest- ingum Straums. Guðrún Hálfdánardóttir ræddi við Þórð Má Jóhannesson, framkvæmdastjóra Straums, um uppbyggingu félagsins, fjárfesting- arstefnu og framtíðarsýn. Þórður Már J                   $!%" ' $!%" ()*# &,-  ./ 0 $!%" $!%"  ! 3"-) 7)# ! $!%" 2 ++ &0"  &!! 3"7  #;        

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.