Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 12
     F;E%EG F;;,HG ;EIC+%F;+J+69+I 2;59F;+ H99EG      /                / /   /  12   1 &< !,&, +!  ! ( ?!, , ,&- .'&,'/ ,'& && .'(.%0 FK;L;GF;+ I.;G6;MN .'& .&( && 92;59F;+ 9;6.JGO+ LÚXEMBORG er eitt auðugasta land í heimi og má rekja það til bankastarfseminnar í landinu. Þetta kom fram í máli Lucien Thiel, framkvæmdastjóra bankasamtaka Lúxem- borgar, á aðalfundi Samtaka banka og verð- bréfafyrirtækja, SBV, í gær. Hann sagði að fjármálastarfsemin í Lúxemborg stæði fyrir um 30% af heildarskatttekjum ríkisins, um 24% af landsframleiðslunni en um 12% af störf- um á vinnumarkaði væru innan þessa geira. Thiel sagði að Lúxemborg væri nú meðal tíu stærstu fjármálamiðstöðva heimsins, en í fjórða sæti yfir þau lönd sem fjárfestu mest í heiminum. Hann sagði að fjölmargar ástæður væru fyr- ir því að Lúxemborg hefði náð því að verða meðal stærstu fjármálamiðstöðva heimsins. Í því sambandi nefndi hann til að mynda mikla fjölbreytni í þeirri fjármálastarfsemi sem boð- ið væri upp á, bankaleynd, stöðugleika, sér- fræðiþekkingu á háu stigi, hæfileika til að bregðast skjótt við breytingum og það sem einna mestu máli skipti, hæfni starfsfólksins til að starfa í alþjóðlegu fjármálaumhverfi. 178 bankar í Lúxemborg Fram kom í máli Thiel að á áttunda áratug síð- ustu aldar hefði farið að halla undan fæti í efna- hagslífi Lúxemborgar, sérstaklega vegna versnandi horfa í stáliðnaðinum í landinu. Á ní- unda áratugnum hefðu umsvif í fjármálastarf- seminni hins vegar byrjað að aukast. Þau um- vif hefðu svo tekið verulegan kipp upp á við um miðjan tíunda áratuginn, sérstaklega með til- komu fjárfestingarsjóða. Þessi umsvif hefðu stöðugt farið vaxandi til ársins 2000 en nokkuð hefði dregið úr þeim síðan þá, í samræmi við aðstæður á alþjóðamörkuðum. Í Lúxemborg eru nú 178 bankar alls staðar að úr heiminum, og þar af tveir íslenskir. Thiel greindi frá því að um 32% bankastarfsmanna í landinu, um 8.000 manns, væru Lúxemborg- arar, um 27% væru útlendingar, eða um 6.800 manns, en um 41%, eða rúmlega 10.000 manns, Þjóðverjar, Belgar og Frakkar, sem ferðuðust daglega yfir landamærin til Lúxemborgar til að sækja vinnu, en byggju í sínum heimalönd- um. Hann sagði að sú staðreynd að hægt hefði verið að sækja vinnuafl í bankastarfsemi til ná- grannalandanna hefði hjálpað til við að gera Lúxemborg að því fjármálaveldi sem það væri í dag, þegar uppgangurinn í þessari starfsemi hófst fyrir alvöru fyrir tæpum áratug. Thiel sagði að fjölmörg verkefni væru fram- undan fyrir fjármálamiðstöðina í Lúxemborg. Þar á meðal væru verkefni sem miðuðu að því að styrkja innra skipulagið enn frekar svo og að vera vakandi fyrir nýjungum sem geta dregið að nýja þátttakendur í fjármálastarf- seminni í landinu. Aukinn skilningur á samþjöppun Halldór J. Kristjánsson, formaður stjórnar SBV, gerði á aðalfundi samtakanna grein fyrir helstu áherslumálum þeirra á liðnu ári. Hann sagði að viðamikil skýrsla sem SBV hefði kynnt í febrúar síðastliðnum um markaðsvæð- ingu húsnæðislána hefði verið eitt af stóru mál- unum. Samtökin vildu breyttar áherslur í þess- um efnum hér á landi og flytja húsnæðislánin frá ríkinu til almennra fjármálastofnana. Það myndi að mati SBV stuðla að auknu öryggi á fjármálamarkaði. Sagði hann að samtökin mundu halda áfram að berjast fyrir þessu máli. Halldór nefndi einnig að aðlögun bindi- skyldureglna hefði verið stórt mál fyrir SBV að undanförnu, en þau vildu samræmingu við evr- ópskar reglur í þessu sambandi. Þá vildu sam- tökin aukna bankaleynd og að heimildir skatt- yfirvalda gengju ekki lengra en nauðsynlegt væri til að þau gætu fullnægt eftirlitsskyldu sinni. Benti hann á að í Lúxemborg hefðu ein- mitt verið sett áhugaverð fordæmi í þessum efnum. Um helstu áherslur SBV á næstunni nefndi Halldór m.a. annars að auka þyrfti skilning í þjóðfélaginu fyrir samþjöppun og stærðarhag- kvæmni í fjármálaþjónustu. Um 30% skatttekna í Lúxem- borg frá fjármálastarfsemi Morgunblaðið/Kristinn Lucien Thiel, framkvæmdastjóri bankasamtaka Lúxemborgar, segir að hæfileikinn til að bregðast skjótt við breytingum sé ein af skýringunum á því að Lúxemborg er meðal tíu stærstu fjármálamiðstöðva heimsins. ÁSTANDIÐ á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum markast af stríðslok- um og veikum dollar, auk blendinna hagtalna vestanhafs, að sögn Sverris Geirmundssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Kaupþings. „Þegar á allt er litið virðist vera sem hið al- þjóðlega efnahagslíf sé ekki komið upp úr lægðinni,“ segir hann. Þó hafa hlutabréfamarkaðir al- mennt hækkað nokkuð að undan- förnu. „Í Bandaríkjunum hafa upp- gjör fyrirtækja verið yfir væntingum. Reyndar hefur útkoman verið nokkuð mismunandi eftir at- vinnugreinum eins og gengur, en í gær voru hátt í tveir-þriðju þeirra fyrirtækja sem skilað höfðu uppgjöri með hagnað yfir væntingum mark- aðarins, samkvæmt First Call,“ segir Sverrir. Slakar hagtölur vestanhafs Aðspurður segir hann að skjót stríðs- lok hafi án efa haft jákvæð áhrif á markaðinn vestanhafs. „En á móti kemur að hagtölur hafa valdið þó nokkrum vonbrigðum að undan- förnu. Þar ber helst að nefna at- vinnuleysi og vísitölu framleiðslu,“ segir hann. Seðlabanki Bandaríkj- anna ákvað á fundi sínum í fyrradag að breyta ekki stýrivöxtum. „Í yfir- lýsingu bankans eftir fundinn mátti skynja blendnar tilfinningar til þró- unar efnahagsmála á næstunni.“ Sverrir segir að dollarinn hafi ver- ið að veikjast að undanförnu, meðal annars vegna vonbrigða með undir- liggjandi hagþróun. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað lítillega frá áramótum, eða um 1,5%. Sverrir segir að hún hafi verið að hækka frá lokum mars. „Það sem skilur meðal annars að fjármála- markaði og afkomu fyrirtækja í Bandaríkjunum og Evrópu er mis- munandi staða efnahagslífs. Nýjustu fréttir herma að atvinnuleysi sé í fimm ára hámarki í Þýskalandi. Nú liggja fyrir tillögur Schröders um umbætur á vinnumarkaðslöggjöf- inni, en þær virðast leggjast misjafn- lega í þýskan almenning og verka- lýðsfélög. Þýska hagkerfið hefði varla efni á því ef af þessu hljótast verkföll og annar órói,“ segir Sverrir. Daufar væntingar Sverrir segir að væntingar hafi verið mjög daufar í stærstu ríkjum Evr- ópu. „Afkoma fyrirtækja í álfunni hefur ekki verið nógu góð. Mikið hef- ur verið um uppsagnir, meðal annars hjá Siemens, Deutsche Bank og fleiri stórfyrirtækjum,“ segir hann. Þá segir Sverrir að styrking evrunnar hafi komið mjög illa við evrópsk út- flutningsfyrirtæki. „Núna var Volkswagen að skila uppgjöri, sem sýndi verulega lækkun hagnaðar. Að sögn fyrirtækisins er meginskýring- in styrking evrunnar gagnvart doll- ar.“ Sverrir segist ekki sjá fyrir að miklar breytingar verði á gengi evru gagnvart dollar í bráð, evrunni í hag. Í Bandaríkjunum hafi stríðið kostað peninga og þar með aukinn halla á ríkissjóði. Það ýti undir aukinn við- skiptahalla og veikingu dollars. „Þannig virkar þetta, án þess að ég sé að spá því að þessi verði þróunin,“ segir hann. Slæmar horfur í Japan Nikkei-vísitalan japanska hefur hækkað fimm síðustu daga, sem er lengsta hækkunarlota síðan í nóvem- ber. „Væntingar um hagnað jap- anskra fjarskiptafyrirtækja hafa aukist, en að öðru leyti er fremur lítið um jákvæðar fréttir á markaðinum. Atvinnuleysi er nálægt sögulegu há- marki og skammt er síðan Nikkei- hlutabréfavísitalan náði 20 ára lág- marki. Japanska ríkið hefur lagt mikla fjármuni í bankakerfið sem það getur breytt í almenn hlutabréf ef svo ber undir. Sá möguleiki er alltaf til staðar að ríkið nýti sér þennan rétt og taki í taumana,“ segir Sverrir. „Það er talið að mikil dulin af- skriftaþörf sé í í bankakerfinu, sem menn hafa einfaldlega ekki þorað að horfast í augu við hingað til. Japanir hafa velt vandanum á undan sér, í stað þess að leyfa fyrirtækjum og bönkum að verða gjaldþrota,“ segir hann. Spurður segir Sverrir að mjög erf- itt sé að einangra áhrif HABL-veir- unnar á fjármálamarkaði. „Ég get nefnt sem dæmi, að þrátt fyrir út- breiðslu þessa sjúkdóms, hefur vísi- tala sem mælir gengi bandarískra flugfélaga, verið að hækka. En ég held að það skipti auðvitað máli í þessu sambandi að veikin hefur ekki borist til Vesturlanda í miklum mæli.“ Tvísýnar horfur hérna ICEX-úrvalsvísitalan hefur hækkað um tæplega 5% frá áramótum. „Þar hafa bankarnir verið í aðalhlutverki, auk lyfjageirans. Vísitala lyfjagrein- ar hefur hækkað um rúmlega 14%, sem skýrist af gengishækkun Pharmaco, og vísitala fjármálageir- ans hefur hækkað um 8%. Sjávarút- vegur hefur hins vegar lækkað um 6% og flestir aðrir geirar hafa al- mennt sýnt litlar hækkanir. Styrking krónunnar hefur almennt haft nei- kvæð áhrif á útflutningsfyrirtæki,“ segir hann. „Væntingar um stóriðjufram- kvæmdir, ásamt öðru, hafa styrkt gengi krónunnar og ef laun hækka vegna framkvæmdanna mun það ekki verða íslenskum fyrirtækjum í hag. Ef stýrivextir hækka svo, sem er reyndar alls ekki víst, kemur það fyrirtækjunum væntanlega ekki vel. Framlegð í sjávarútvegi hefur verið að minnka mjög mikið,“ segir Sverrir Geirmundsson hjá Kaupþingi. Efnahagslægðinni ekki lokið Óljósar horfur í fjármálum heimsins. Væntingar mjög daufar í stærstu ríkjum Evrópu. %&&( #  *( !  ! 7    7 5O  7  /@09J 8 /"" 7 9QI  7 +MJR 1    2"    !! $3 % &"#   4     - -   NÝR Subway-samlokustaður verður opnaður við Boulevard JF Kennedy í Lúx- emborg eigi síðar en 15. júní nk. Eigandi er Kristján Harðarson, en hann hefur bú- ið í Lúxemborg um fjögurra ára skeið. Kristján segir í samtali við Morgun- blaðið að hann hafi gengið með hug- myndina að staðnum í maganum í tvö og hálft ár, en Kristján hefur einkaleyfi fyrir Subway í Lúxemborg. Aðspurður segir Kristján að skyndi- bitamenningin í Lúxemborg sé ekki orðin eins háþróuð og á Íslandi, en þar séu þó keðjur eins og McDonalds með útibú auk innlendra staða. Kristján telur að Subway muni leggj- ast vel í Lúxemborgara. „Þetta er mikil samlokuþjóð, þannig að þetta á ekki eft- ir að henta þeim illa,“ sagði Kristján. Staðsetning samlokustaðarins er fyrsta flokks að sögn Kristjáns, eða í stórum kvikmyndahúsaklasa í helsta við- skipta- og verslunarhverfi Lúxemborgar, rétt við hlið stórrar verslunarmiðstöðvar. Hann segir að staðurinn verði álíka stór og Subway staðurinn sem Íslendingar þekkja úr Faxafeni í Reykjavík. Kristján segist aðspurður ekki sjálfur hafa reynslu af rekstri veitingastaða, en framkvæmdastjórinn tilvonandi, Lovísa Bryngeirsdóttir, sé öllu vön í þeim efn- um. Í Lúxemborg búa um 450.000 manns. Kristján telur að keðjan gæti orðið út- breidd í landinu. „Markmiðið er að opna fyrst þennan stað og sjá svo til.“ Morgunblaðið/Arnaldur Íslenskur Subway opnaður í Lúxemborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.