Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ENGIN dæmi eru um að verð- bréfamiðlarar hafi orðið uppvísir að því að misnota markaðsstöðu sína hér á landi á undanförnum árum, að sögn Jafets Ólafssonar, forstjóra Verðbréfastofunnar hf. Hann segir að fyrir um fimm árum hafi viðskipti með hlutabréf nokkurra félaga á Verðbréfaþingi Íslands verið tekin til athugunar vegna gruns um að hugsanlega hafi verið reynt að hafa áhrif á lokaverð þeirra. Eftir því sem hann viti best hafi hins vegar ekkert þessu líkt verið í gangi hér á landi undanfarin ár. Hæsta sekt í Bretlandi Frá því var greint nýverið að breska fjármálaeftirlitið hefði sektað verð- bréfasvið hollenska bankans ABN Amro í Bretlandi um 900 þúsund pund, sem svarar til um 108 milljóna íslenskra króna, fyrir að hafa mis- notað markaðsstöðu sína og látið undan óeðlilegum óskum í starfi. Er þetta ein hæsta sekt sem breska fjármálaerfirlitið hefur veitt. ABN Amro var sektaður vegna þess að verðbréfamiðlarar bankans voru taldir hafa beitt óeðlilegum að- ferðum til að hækka lokaverð á hlutabréfum fyrir hönd bandarísks viðskiptavinar. Á þetta að hafa gerst þrisvar sinnum á tímabilinu apríl til október 1998 og var um að ræða hlutabréf í Volkswagen, Carlt- on Communications, British Bio- tech og þýsku verslunarkeðjunni Metro. Breytingar hafa verið gerð- ar hjá ABN Ambro til að koma í veg fyrir að atburðir af þessu tagi geti endurtekið sig. Vel fylgst með í Kauphöllinni Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallar Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að Kauphöllin fylgist vel með því hvort viðskipti af því tagi sem verðbréfamiðlarar ABN Ambro hafa orðið uppvísir að séu stunduð. Hvers kyns eftirlit sé mjög auðvelt eftir að SMARTS-eftirlits- kerfið var sett upp í Kauphöllinni fyrir tæpum tveimur mánuðum, til að mynda hvort tilboð eða viðskipti eru í ósamræmi við það verðbil sem ríkjandi er á markaðnum. Sagði Þórður að ekkert slíkt mál hafi kom- ið upp síðan kerfið var sett upp. Í janúar 1998 tók Verðbréfaþing Íslands, forveri Kauphallar Íslands, til athugunar viðskipti með hluta- bréf nokkurra hlutafélaga síðasta dag ársins. Beindist athugunin einkum að því hvort ætlunin með viðskiptunum hafi verið að hafa áhrif á lokaverð ársins, en viðskipti í þeim tilgangi kunna að vera brot á ákvæði laga um verðbréfaviðskipti. VÞÍ vísaði nokkrum málum af þessu tagi til Bankaeftirlits Seðlabanka Íslands, forvera Fjármálaeftirlits- ins. Þar var um að ræða viðskipti með hlutabréf Tæknivals, Sam- herja, Básafells og Íslenskra sjáv- arafurða. Gengi hlutabréfa þessara félaga hækkaði nokkuð á síðasta degi ársins 1997. Um tveimur mánuðum síðar, eða í mars 1998, komst bankaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til frekari aðgerða vegna þeirra viðskipta sem VÞÍ vísaði til athugunar hjá því. Í júlí 2001 kom upp annað mál er varðaði viðskipti Búnaðarbankans- verðbréfa með hlutabréf í Útgerð- arfélagi Akureyringa hinn 29. júní sama ár. VÞÍ tók þá ákvörðun að lækka gengi bréfa í ÚA úr 4,0 í 3,2. Stjórn VÞÍ ákvað hins vegar í ágúst 2001 að aðhafast ekkert frekar í þessu máli. Engin dæmi um mis- notkun á markaðsstöðu Morgunblaðið/Þorkell Þegar unnið var að uppsetningu SMARTS-eftirlitskerfisins í Kauphöll Íslands gerði Thomas Brochgrevink, sérfræðingur hjá kauphöllinni í Ósló, grein fyrir því hvernig upp hefði komist um óeðlilega viðskiptahætti í kauphöllinni fyrir tilstilli kerfisins. FRÁ Alaska til Nýja-Sjálands, frá Noregi til Namibíu hafa stjórn- völd verið að fikra sig úr sókn- armarki yfir í aflamarkskerfi, líku því sem Íslendingar hafa búið við í meira en einn og hálfan áratug. Frá upptöku kvótakerfisins hér á landi, hefur átt sér stað mikil hagræðing í íslenskum sjávarút- vegi. Hagræðingin hefur dregið verulega úr rekstrarkostnaði greinarinnar. Þá hefur kvótakerfið einnig aukið tekjur hennar, því í stað kapphlaups og skrapdaga- kerfis á heimamiðum, gerði kvóta- kerfið útgerðarfélögum kleift að sækja í nýjar tegundir - leita á ný mið utan lögsögunnar. Farið var að veiða þorsk í Barentshafi, rækju á Flæmingjagrunni og út- hafskarfa, kolmunna og norsk-ís- lenska síld í Norður-Atlantshafi utan lögsögunnar. Aflaverðmæti þessara tegunda nam um 12 millj- örðum á sl. ári en var ekkert fyrir upptöku kvótakerfisins. Þá var kapphlaupið allsráðandi og allir að passa sitt – fyrir hinum. Réttlætiskennd Með upptöku kvótakerfisins var atvinnugreininni sjálfri falið að fjármagna hagræðingu innan hennar. Slíkt var ger- legt með tvennum hætti. Annars vegar með samruna félaga og hins vegar með uppkaupum sumra fé- laga á öðrum innan greinarinnar. Félögin, sem nú eru í grein- inni, fjármögnuðu uppkaup annarra með lánum eða útgáfu nýs hlutafjár. Kaupendur nýja hlutafjárins voru oftar en ekki almennir fjárfestar, fyrirtæki utan sjávarútvegsins og lífeyrissjóðir. Ef réttlætiskennd þjóðarinnar særð- ist við að einhverjir útgerðarmenn fengu ofrausn fyrir að hætta í greininni – getur handhafi þeirrar sömu réttlætiskenndar ekki í al- vöru lagt til að andlag greiðsl- unnar verði tekið af þeim sem reiddi hana fram. Skattgreiðendur Þar sem sóknarmark tíðkast, t.d. hjá Evrópusambandinu, er hag- ræðingu náð fram með úreldingu fiskiskipa. Sú hagræðing er greidd af skattgreiðendum. Þannig greiða t.d. skoskir, írskir og enskir skattgreiðend- ur háar fjárhæðir við uppkaup sambandsins á skipum til að fækka í kapphlaupinu um heildaraflann. Arðsemi Útgerðarfélög, sem börðust í bökkum fyr- ir upptöku kvótakerf- isins, standa nú flest sem bústólpar í sínum heimabæjum. Þau geta greitt góð laun, fjárfest í nýjum atvinnutækifær- um, greitt skatta og skyldur og sómasamlegan arð til eigenda sinna, sem eru þegar þokkalega er að gáð, lunginn af íslensku þjóð- inni. Margvísleg áhrif Þá er kröftugur íslenskur sjávar- útvegur bakhjarl margs konar annarrar atvinnustarfsemi. Það er ekki tilviljun að fyrirtæki eins og Sæplast, Hampiðjan og Marel hafa náð góðum árangri í útflutningi af- urða sem þróaðar hafa verið fyrir og með íslenskum sjávarútvegi. Þá eiga allir aðrir birgjar sjávarút- vegsins s.s. olíufélög, tryggingar- félög, veiðarfæragerðir og smiðjur mikið undir því að sjávarútvegs- félög séu áreiðanlegir og traustir viðskiptavinir. Þá eru ónefndir kaupendur á íslensku sjávarfangi sem gera kröfur um aukinn rekj- anleika, lengri samninga, aukin gæði, traustar afhendingar o.s.frv. Það þarf trausta aðila til að standa við langtímasamninga. Aftur til fortíðar Fyrir u.þ.b. 15 árum snerist stjórnmálaumræðan hér á landi um það hvernig hægt væri að koma í veg fyrir algjört afhroð ís- lensks sjávarútvegs og innlendrar verðmætasköpunar. Sú ríkisstjórn sem þá sat stofnaði Atvinnutrygg- ingarsjóð útflutningsgreina með þeim orðum að hann skyldi leitast við að bjarga því sem bjargað yrði. Vill þjóðin í alvöru feta sig aftur til fortíðar? Öfundaður íslenskur sjávarútvegur Jón Guðmann Pétursson ’ Ef réttlætis-kennd þjóðarinnar særðist við að ein- hverjir útgerðar- menn fengu of- rausn fyrir að hætta í greininni – getur handhafi þeirrar sömu rétt- lætiskenndar ekki í alvöru lagt til að andlag greiðsl- unnar verði tekið af þeim sem reiddi hana fram. ‘ eftir Jón Guðmann Pétursson Höfundur forstjóri Hampiðjunnar. HELGI Helgason hjá aug- lýsingastofunni Góðu fólki seg- ir að tilkoma Birtingahússins, sem annast birtingar auglýs- inga, auki samkeppni á auglýs- ingamarkaði. En eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hafa Búnaðarbanki Ís- lands og Birtingahúsið gert með sér samning um birtinga- ráðgjöf og kaup á auglýsinga- birtingum. Samningurinn nær til allra vörumerkja Búnaðar- bankans. Helgi segir að Gott fólk sé bæði með viðskiptavini sem skipti við Birtingahúsið sem og viðskiptavini sem stofan annist birtingu fyrir. Meiri líkur séu á því að vandamál komi upp þegar auglýsingagerðin, annars veg- ar, og birtingarnar hins vegar, sé aðskilið. Þeir sem starfi við birtingar komi oft að þeirri hugmyndavinnu sem fram fari á auglýsingastofunni, en ná- lægðin í þessum efnum sé mikilvæg. Þessi breyting á auglýsingamarkaði sé því að hans mati ekki til bóta. Mikil afturför Hallur A. Baldursson, fram- kvæmdastjóri auglýsingastof- unnar Nonni Manni/Ydda, segir að aðgreining á milli auglýsingagerðar og birtinga auglýsinga sé mikil afturför. Heildarsýnin sem auglýsinga- stofurnar hafa sé mikilvæg í auglýsingastarfinu fyrir við- skiptavini stofanna, þ.e. mótun stefnu í markaðs- og kynning- armálum, hugmyndavinnan og ekki síst framkvæmd herferð- arinnar sem felst meðal ann- ars í markvissri dreifingu eða birtingu auglýsinga. Þar fyrir utan sé mjög nauðsynlegt fyr- ir auglýsingastofurnar að vera í nánum tengslum við fjöl- miðlana til að geta fylgst vel með þeim straumum og stefnum sem eru ráðandi á hverjum tíma á fjölmiðlamark- aðinum og nýtt þá þekkingu til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína. Tilkoma Birtingar- hússins eykur sam- keppni TED TURNER, fráfarandi að- stoðarstjórnarformaður banda- ríska fjölmiðlafyrirtækisins AOL Time Warner og stærsti einstaki hluthafinn í fyr- irtækinu, hefur selt rúmlega helminginn af hlutabréfum sín- um í félaginu fyrir 784 milljón- ir dala, að jafn- virði um 60 milljarða ís- lenskra króna. Um var að ræða sölu á 50 millj- ón hlutum til fjármálafyrirtækis- ins Goldman Sachs Group Inc. á genginu 13,07 Bandaríkjadalir á hlut sem er rétt undir gengi fé- lagsins á markaði við lokun sl. mánudag, sem var 13,38 dalir. Á fjármálavef CNN kemur fram að Turner hafi einnig gefið 10 milljón hluti til góðgerðarfélags, sem síðan hafi selt bréfin. Þessi sala jafngildir því að Turner hafi selt þriðjung auðæfa sinna en samkvæmt bandaríska tímaritinu Forbes er Turner átt- ugasti á lista Forbes yfir auðug- ustu Bandaríkjamennina með eignir að andvirði 2,2 milljarða Bandaríkjadala, eða um 163 millj- arða íslenskra króna. Þrátt fyrir söluna er Turner enn stærsti einstaki hluthafi AOL Time Warner með 1% hlut, eða 45 milljón hluti, að markaðsvirði nú um 594 milljónir Bandaríkjadala. Turner stofnaði á sínum tíma sjónvarpsstöðina Cable News Net- work (CNN). Með sölu hennar til Time Warner árið 1996 og síðar samruna AOL og Time Warner ár- ið 2000 varð Turner stærsti hlut- hafinn í AOL Time Warner. Turner hyggst segja af sér vara- stjórnarformennsku á aðalfundi fyrirtækisins 16. maí nk. en hyggst þó sitja áfram í stjórn fé- lagsins. Gengi bréfa í AOL Time Warner hefur lækkað um 72% frá því gengið var endanlega frá samruna AOL og Time Warner í janúar ár- ið 2001. Turner minnkar hlut sinn í AOL Time Warner Ted Turner

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.