Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NFRÉTTIR
!"
#$
"
LYFSÖLUKEÐJURNAR tvær Lyf & heilsa og Lyfja hafa áundanförnum árum verið að færa út kvíarnar og sífellt náðstærri markaðshlutdeild. Lyfsöluhafar tveggja ein-staklingsrekinna apóteka ásökuðu keðjurnar nú í vikunni
um að reyna að skipta lyfsölumarkaðinum upp á milli sín og ekki
beita heiðarlegum aðferðum. Forsvarsmenn keðjanna hafa svarað
fyrir sig og vísað öllum ásökunum á bug en jafnframt sagt að ekk-
ert óeðlilegt sé við það að þær njóti betri kjara frá heildsölum í
krafti stærðarinnar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tekist er á um lyfsölu hér á
landi. Deilurnar og ásakanirnar voru miklar þegar unnið var að
því að lögfesta núgildandi lyfjalög, sem samþykkt voru á Alþingi í
maí 1994. Lögin höfðu í för með sér grundvallarbreytingu á lyfja-
dreifingu frá því sem áður var. Þau tóku gildi hinn 15. mars 1996
en með þeim var frjálsræði í lyfsölu aukið verulega. Áður hafði fá-
mennur hópur manna leyfi til að reka apótek. Nýir aðilar komust
nánast ekki inn í það kerfi nema þegar þeir sem fyrir voru hættu
sökum aldurs. Rekstur apóteka fram til ársins 1996 var því tak-
mörkuð auðlind, sem útvaldir höfðu einir aðgang að.
Ýmsir þeirra sem fyrir voru með lyfsöluleyfi brugðust ókvæða
við hinum nýju lyfjalögum og töluðu um ólög. Því var spáð að apó-
tekum myndi fækka í dreifbýlinu, þjónustan myndi ekki batna og
lyf yrðu dýrari en áður. Sagt var að lögmál markaðarins um sam-
keppni og viðskiptafrelsi eigi ekki við um smásöludreifingu lyfja.
Annað hefur komið á daginn. Þó svo að Lyf & heilsa og Lyfja
beri höfuð og herðar yfir aðra á þessum markaði eru keðjurnar
ekki einar á honum. Lyf & heilsa er með 28 apótek innan sinna vé-
banda auk útibúa á minni stöðum en Lyfja rekur 15 apótek auk 9
útibúa. Til viðbótar við keðjurnar er
21 einstaklingsrekið apótek í land-
inu. Af þeim eru 20, auk eins útibús, í
innkaupasambandi er nefnist Plú-
sapótek. Þar að auki eru í landinu
fimm lyfsölur lækna og tvær deildir
á ríkisspítölunum með lyfsölu fyrir
þau. Fyrir gildistöku lyfjalaganna á
árinu 1996 voru apótekin í landinu 44
að tölu. Apótekum hefur því fjölgað
verulega.
Erfitt er að bera saman lyfjaverð til almennings fyrir og eftir
breytinguna á lyfjalögunum vegna þess hve stjórnvöld hafa dreg-
ið mikið úr greiðsluþátttöku sinni í lyfjakostnaði. Að teknu tilliti
til þess er líklegt að þróunin hafi ekki verið í þá átt sem þeir sem
gagnrýndu setningu lyfjalaganna 1994 spáðu. Því verður ekki
annað séð en að hrakspár um minni þjónustu, hækkandi lyfjaverð,
og aðrar aðfinnslur þeirra sem mest gagnrýndu hið aukna frelsi í
lyfsölu á árinu 1996, hafi ekki gengið eftir.
Deilurnar um lyfsöluna nú eru af allt öðrum toga en þær deilur
sem spruttu upp þegar lyfjalögunum var breytt. Ásakanir um
óheiðarlega viðskiptahætti eru allt annað mál en skoðanir þess
efnis að ekki megi breyta því sem fyrir er. Samkeppnisstofun hef-
ur fylgst með þessum markaði en samkvæmt samkeppnislögum
er ekki talið tilefni til að stofnunin grípi á einhvern hátt inn í þá
þróun sem verið hefur. Næsta víst er því að lögmál markaðarins
um samkeppni og viðskiptafrelsi eigi ekkert síður við um smá-
söludreifingu lyfja eins og við á um flest annað.
Innherji skrifar
Enn og aftur
tekist á um lyfsölu
Sagt var að lögmál
markaðarins um
samkeppni og við-
skiptafrelsi ætti
ekki við um smá-
söludreifingu lyfja.
innherji@mbl.is
ll FLUGREKSTUR
● BRESKA lággjaldaflugfélagið EasyJet, hið
stærsta sinnar tegundar í Evrópu, birti í gær
afkomutölur sem sýna 46,9 milljóna punda,
sem svarar til 5,5 millj-
arða íslenskra króna,
halla á fyrri helmingi
rekstrarársins. Á sama
tímabili í fyrra varð 900
þúsund dollara hagnaður á rekstri félagsins.
Tekjur félagsins jukust um 92% á tímabilinu.
Tapið mun vera í samræmi við væntingar
markaðarins en framlegð af fargjaldasölu til
rekstrar mun áfram verða með minna móti,
segja talsmenn félagsins. Þeir segja enn-
fremur að of snemmt sé að segja um af-
komu ársins í heild.
EasyJet tapar
5,5 milljörðum
● FARÞEGUM finnska flugfélagsins Finnair
fækkaði verulega í aprílmánuði og segja
talsmenn félagsins skýringuna vera stríðs-
átök í Írak annars vegar og hins vegar óttann
við útbreiðslu hinnar alvarlegu lungnaveiki
(HABL). Flutti Finnair alls 538.800 farþega í
apríl sem er 14,3% fækkun miðað við apríl í
fyrra. Af þeim voru 457.300 fluttir í áætl-
unarflugi, sem er 15,2% fækkun, og 81.600
í leiguflugi, sem er 9,0% fækkun.
Færri farþegar hjá Finnair
◆
◆
● LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Prokaria ehf. hefur
gert samning við svissneska fyrirtækið Nov-
artis Animal Health Inc., um að sjá því fyrir líf-
rænum sameindum til rannsóknar.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Prokaria
kveður samningurinn á um að fyrirtækið noti
tækni sína og fjölbreytilega íslenska náttúru
til að „opna nýja glugga fyrir rannsóknardeild
Novartis Animal Health“.
Haft er eftir dr. Jakobi Kristjánssyni, fram-
kvæmdastjóra Prokaria, að hann sé afar
ánægður með að vinna með einu af fremstu
fyrirtækjum heims á sviði dýralækninga. „Eftir
tveggja ára fjárfestingar og uppbyggingu fyr-
irtækisins fer okkur nú að verða kleift að selja
afraksturinn,“ segir hann í tilkynningunni.
Prokaria semur við
svissneskt fyrirtæki
ll VIÐSKIPTI
● SAMLEGÐARÁHRIF vefsvæðisins femin.is
og fréttaverjarins visir.is gengu ekki eftir og
því er verið að ganga frá sölu á visir.is, að
sögn Soffíu Steingrímsdóttur, annars stofn-
anda femin.is. Hún segir að ónýtt tækifæri
hjá femin.is séu hins vegar mörg og ákvörð-
un hafi verið tekin um að einbeita sér að
þeim, en rekstur vefsvæðisins gangi mjög
vel.
Soffía segist ekki vilja gefa upp á þessu
stigi hverjir séu kaupendur að visir.is né
hvert kaupverðið sé, en það sé viðunandi að
mati seljenda.
Soffía og Íris Gunnarsdóttir stofnuðu fem-
in.is haustið 2000. Femin ehf. keypti síðan
fréttavefinn visir.is í apríl á síðasta ári.
Þær Soffía og Íris eiga tæplega 40% hlut í
Femin ehf., en aðrir eigendur eru Baugur,
Norðurljós og Íslandsbanki.
Femin ehf. selur visir.is
● HOLLENSKA verslanakeðjan Ahold hefur
ráðið til sín Svíann Anders Moberg, til að
gegna stöðu forstjóra. Moberg er fyrrum for-
stjóri sænska fyrirtækisins IKEA.
Mobergs bíður nú það verk að bæta orð-
spor Ahold meðal fjárfesta, en það hefur
beðið hnekki með hverri uppákomunni á
fætur annarri að undanförnu. Hann tekur við
af Cees van der Hoeven, sem sagði af sér
fyrir skömmu, þegar upp komst um „umtals-
vert misræmi í bókhaldi“ hjá Ahold. Í ljós
kom að hagnaður dótturfyrirtækisins US
Foodservice hefði verið ofmetinn um 500
milljónir dollara. Fjármálastjóri fyrirtækisins,
Michael Meurs, sagði einnig starfi sínu
lausu í kjölfar málsins.
Anders Moberg var forstjóri og stjórn-
arformaður IKEA á tímabilinu 1986–1999.
Svíi tekur við Ahold
OPIN kerfi Group hf. hafa
undirritað kaupsamning vegna
sænska tölvu- og upplýsinga-
tæknifyrirtækisins Virtus AB
en greint var frá fyrirhuguðum
kaupum í lok mars sl. Kaupverð
er 93 milljónir sænskra króna,
sem svarar til tæplega 900 millj-
óna íslenskra króna og er fyr-
irhugað að fjármagna verulegan
hluta þess með hlutafjáraukn-
ingu. Jafnframt hefur Enterpr-
ise Solutions A/S, dótturfyrir-
tæki Opinna kerfa Group hf. í
Danmörku, undirritað kaup-
samning á öllu hlutafé upplýs-
ingatæknifyrirtækjanna Delta
Teamco A/S og Delta Consult-
ing A/S, en greint var frá vilja-
yfirlýsingu vegna kaupanna í
mars sl.
Félögin verða sameinuð í hús-
næði síðar í maí og verða skrif-
stofur bæði á Sjálandi og á Jót-
landi, en rekstrarlegur samruni
félaganna miðast við síðastliðin
áramót.
Kaupverð er 8,65 milljónir
danskra króna, sem svarar til
tæplega 100 milljón íslenskra
króna og við samrunann eru fé-
lögin metin að jöfnu. Hlutur
seljenda í sameinuðu fyrirtæki
verður 20%. Eftirstöðvarnar
verða greiddar í þrennu lagi
með lokagreiðslu í apríl 2004.
Enterprise Solutions fjármagn-
ar kaupin með hlutafjáraukn-
ingu sem Opin kerfi Group hafa
skrifað sig fyrir og verður hlut-
ur þess 72%, en hlutur núver-
andi meðeigenda lækkar úr 16 í
8% í sameinuðu fyrirtæki. Nafn
hins sameinaða félags verður
Opin kerfi Danmark A/S.
Opin kerfi kaupa
norræn fyrirtæki
Kaupverð Virtus, Delta Teamco og
Delta Consulting tæpur milljarður
◆
FRÉTTAMENN hjá Reuters sáu ástæðu til þess að bera met-
hagnað bandaríska olíurisans Exxon Mobil Corp. saman við lands-
framleiðslu Íslands á ársgrundvelli í grein um afkomu Exxon á
fyrsta fjórðungi ársins. Bætt er síðan um betur með því að slá sam-
anburðinum upp í fyrirsögn: „Exxon Mobil Profit Equal to Iceland’s
GDP“, eða í lauslegri þýðingu: Hagnaður Exxon Mobil samsvarandi
landsframleiðslu Íslands.
Fréttamaður á fjármálavef CNN gerir hins vegar grín að fyr-
irsögninni og kallar hana fyrirsögn dagsins. „Húrra fyrir Ameríku!
Fyrirsögn dagsins er: „Exxon Mobil Profit Equal to Iceland’s GDP.
Einmitt, en þeir (Íslendingar) eru miklu myndarlegri og framleiða
miklu betra vodka,“ segir á fjármálavefnum CNN Money.
Hagnaður Exxon á þessu tímabili var 7,04 milljarðar Bandaríkja-
dala, eða 529,2 milljarðar íslenskra króna. Miðað við upplýsingar á
heimasíðu Hagstofu Íslands er samanburðurinn við Ísland ekki al-
veg nákvæmur því landsframleiðslan var 774 milljarðar króna árið
2002, eða næstum því 250 milljörðum meiri en hagnaður Exxon á
þessum fyrstu þremur mánuðum 2003.
Hagnaður Exxon er þrefaldur á við hagnað fyrirtækisins á sama
tíma í fyrra og er nú sá mesti síðan Exxon og Mobil sameinuðust árið
1999. Í fréttinni eru gæði hagnaðarins undirstrikuð með ýmsum
samanburði og segir þar einnig að hagnaðurinn sé sambærilegur
við samanlagða ársafkomu þriggja risafyrirtækja, þeirra PepsiCo
Inc., Colgate-Palmolive Co. og Target Corp.
Helstu orsakir góðrar afkomu Exxon Mobil eru, samkvæmt frétt
Reuters, hækkandi verð á olíu og gasi auk mikils bata á sviði olíu-
hreinsunar og efnavinnslu. Vafi er þó á því, samkvæmt fréttinni, að
þessi afkomuvöxtur haldi áfram þar sem búist er við að hráolíuverð
lækki auk þess sem samanburður við þriðja og fjórða ársfjórðung
2002 er ekki hagstæður.
Hagnaður Exxon bor-
inn saman við Ísland
Á SÍÐASTA ári dró úr fisk-
neyslu Þjóðverja um 1,3 kíló á
mann að meðaltali. Skv. gögnum
matvæla- og landbúnaðarráðu-
neytisins þýska var neysla fisks
14 kg á mann þar í landi árið
2002.
Heildarfiskafli Þjóðverja
jókst úr 238.300 tonnum árið
2001 í 247.500 tonn í fyrra.
Heimalandanir voru 81.000 t í
fyrra (94.200 t árið 2001), land-
anir erlendis 125.000 t (103.800
t) og heildarveiði ferskvatns-
fisks var 41.000 t (40.300 t).
Innflutningur fisks dróst
saman úr 1,774 milljónum tonna
(m.t) í 1,638 m.t milli áranna
2001 og 2002. Útflutningur
fisks, þar með taldar landanir
þýskra skipa erlendis, varð
einnig minni, var 746.200 t árið
2001 en 732.300 t á síðasta ári.
Heildarfiskneysla Þjóðverja í
fyrra var 1,152 m.t en árið áður
var hún 1,265 m.t, þar af voru
þeir sjálfum sér nógir um 21,5%
sem er aukning frá árinu áður,
var þá 18,8%.
Fiskneysla minnkar
í Þýskalandi