Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Vátryggingafélag Íslands, Ármúla 3, 108 Reykjavík, Þjónustuver 560 5000, www.vis.is þar sem tryggingar snúast um fólk Hjá VÍS býðst þér lán til bifreiðakaupa á þægilegan hátt og getur með því notið staðgreiðsluafsláttar. Lánshlutfall getur verið allt að 70% og lánstími allt að 7 árum svo þú getur auðveldlega sniðið afborganir að þínum fjárhag. Lánshlutfall og lánstími ræðst af aldri bifreiðar, miðað er við að bifreiðin sé ekki eldri en sex ára og að kaupverðið sé ekki lægra en 700.000 kr. Viðbótarlán Ef þér hentar að endurnýja bifreiðina á lánstímanum býðst þér að taka viðbótarlán og sameina nýja og gamla lánið í eitt með mun lægri lántökukostnaði á viðbótarláninu. Þú getur gengið frá bílaláninu hjá öllum bílaumboðum og flestum bílasölum á þeim kjörum sem henta þér best. Tryggðu þér lykil að góðum bíl – með Bílaláni VÍS. Lykillinn að nýjum og betri bíl Fíto n / S Í A F I 0 0 6 3 1 3 Nissan Patrol Elegans, 3000cc, Tdi, 06/01, ek. 24 þ. km, beinskiptur, 35“ breyttur, ABS, öryggispúðar, loftkæling, langbogar, varahjólshlíf, dráttar- kúla, kastaragrind og kastarar, leðuráklæði, topplúga, cb-stöð. Verð kr. 4.100.000 UM NÆSTU helgi verður haldin fyrsta rallkeppni sumarsins, en ekið verður um Suðurnes. Það er Aksturs- íþróttafélag Suðurnesja sem stendur fyrir þessari keppni í samstarfi við Bíla og hjól í Njarðvík, en 15 lið eru skráð til leiks. Rallið hefst þegar ör- yggisskoðun bifreiða verður kl. 18:30 á föstudaginn í aðstöðu Bíla og hjóls, Njarðarbraut 11 í Njarðvík. Á laug- ardeginum verður ræst frá þessum sama stað kl. 8:30 og fyrsta sérleið ek- in um Reykjanes. Tímaáætlun sér- leiða er sem hér segir: 1. Reykjanes austur, 7,4 km, fyrsti bíll ræstur kl. 09:00. 2. Ísólfsskáli austur, 6,8 km, fyrsti bíll ræstur kl. 09:35. 3. Djúpavatn austur, 22 km, fyrsti bíll ræstur kl. 09:55. Snúið við Sveifluháls. 4. Djúpavatn vestur, 22 km, fyrsti bíll kl. 10:45. 5. Ísólfsskáli vestur, 7 km, fyrsti bíll kl. 11:10 6. Reykjanes vestur, 7,4 km, fyrsti bíll kl. 13:00 7. Innanbæjarleið við höfnina í Keflavík, fyrsti bíll kl 14:20 2,3 km. 8. Innanbæjarleið við höfnina í Keflavík, fyrsti bíll kl. 14:40 2,3 km. Samtals ekið á sérleiðum 77,6 km. Verðlaunaafhending verður á höfn- inni um klukkustund eftir að síðasti bíll hefur lokið síðustu sérleið. Eftirtalin lið eru skráðar til leiks:  Rúnar Jónson / Baldur Jónsson, Subaru Legacy.  Sigurður B. Guðmundsson / Ísak Guðjónsson, Metro 6R4.  Sighvatur Sigurðsson / Úlfar Ey- steinsson, Jeep Cherokee.  Þorsteinn P. Sverrisson / Witek Bogdanski, Runault Clio.  Hlöðver Baldursson / Halldór G. Jónsson, Toyota Corolla GTI.  Daníel Sigurðsson / Sunneva L. Ólafsdóttir, Honda Civic V-tec.  Sigurður Ó. Gunnarsson / Elsa Sig- urðardóttir, Toyota Celica GT4.  Guðmundur Guðmundsson / Jó- hannes Óskarsson, Subaru Impreza GT.  Ingólfur Kolbeinsson og Guð- mundur O. Mckinstry, Suzuki Swift GTI.  Kristinn V. Sveinsson / Jóhannes Óskarsson, Nissan Sunny.  Karl Eysteinsson / Arnar Sigur- björnsson, Toyota Celica Supra.  Hilmar B. Þráinsson / Ingvar A. Arason, Toyota Corolla GTI.  Þorsteinn S. Mckinstry / Þórður A. Mckinstry, Mazda 323 Turbo.  Ragnar Karlsson / Árni Jónsson, Toyota Corolla GTI.  Daniel E. Rogers / Halldór Vil- berg, Honda Civic CRX. Búast má við að Rúnar / Baldur og Sigurður / Ísak sláist um sigurinn, enda þeir bílar áberandi öflugastir í þessari keppni. Hins vegar má lítið út af bera, því einungis 77,6 km eru á sérleiðum og þannig verður erfitt að vinna upp tímatap, sem menn lenda í með því að sprengja dekk á sérleið. Sighvatur / Úlfar, Guðmundur / Jó- hannes og feðginin Sigurður / Elsa verða þá ekki langt undan og a.m.k verður hart barist um þriðja sætið, en allir þessir bílar eru fjórhjóladrifnir. Ingólfur og Guðmundur á Suzuki Swift eru nýliðar frá því í fyrra. Innanbæjar- leið við höfn- ina í Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.