Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 12
12 C SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Útboð Þórshöfn Stálþil Hafnarstjórn Þórshafnar óskar eftir tilboðum í byggingu stálþils í Þórshafnarhöfn. Helstu magntölur: Fylling í þil 17.500 m³ Rekstur stálþils 164 plötur Kantur með pollum og þybbum 21.000 m Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. október 2003. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Þórshafnarhrepps og skrifstofu Siglingastofn- unar, Vesturvör 2, Kópavogi, frá miðvikudegin- um 4. júní gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðjudag- inn 26. júní 2003 kl. 11:00. Hafnarstjórn Þórshafnarhrepps. F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í smíði og uppsetningu innréttinga í viðbyggingu í Klébergsskóla. Um er að ræða innréttingar í heimilisfræðistofu, smíðastofu, raungreinastofu, handavinnustofu, myndmenntastofu o.fl. Stærð viðbyggingar að innan er 1.490 m². Verklok eru 1. ágúst 2003. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skilatryggingu frá og með 3. júní 2003. Opnun tilboða: 16. júní 2003 kl. 10:00 á sama stað. FAS 76/3 Útboð F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í aflrofaskápa í dreifistöðvar 1250A-2500A. Um er að ræða 8 lág- spennuskápa sem skulu afhendast í tvennu lagi í júní og júlí. Gögnin verða seld á kr. 3.000 á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkur, Fríkirkju- vegi 3 frá og með 2. júní 2003. Opnun tilboða: 10. júní 2003 kl. 15.00 á skrifstofu Innkaupastofnunar. OR034/3 F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Krani fyrir áhaldahús“ fyrir 6. áfanga Nesjavallavirkjunar. Verkið felst í hönnun, framleiðslu og uppsetningu á einum krana í áhaldahúsi Nesjavallavirkj- unar. Kraninn er með 17 m burðarhaf og lyftigetu 25 eða 32 tonn. Kraninn skal af- hendast uppsettur í síðasta lagi 15.11. 2003. Gögnin verða afhent á skrifstofu Innkaupa- stofnunar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með 2. júní 2003. Opnun tilboða: 25. júní 2003 kl. 11.00 á skrifstofu Innkaupastofnunar. OR035/3 F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboði í verkið: „Geymir 3 á Reynisvatns- heiði - tengihús B og undirstöður geym- is“. Verktaki byggir undirstöður undir einn vatnsgeymi ásamt tengihúsi. Undirstaða geymisins er hringlaga og er þvermál henn- ar 32,8 m og flatarmál 840 fm. Við og undir undirstöðu geymisins byggir verktaki tengi- hús fyrir pípulagnir. Húsið er steypt, um 163 fm kjallari og um 65 fm hæð ofanjarðar. Auk þess leggur verktaki tengilagnir, DN800/ø1000 einangraðar stálpípur og tengir þær núverandi Nesjavallaæð OR og lögnum í núverandi tengihúsi. Hann leggur einnig ø800 PP frárennslislögn og fullklárar tengihúsið ásamt rafkerfi. Helstu magntölur: Gröftur í laus jarðlög 4.000 m³ Fleygun á klöpp 1.500 m³ Fyllingar 3.400 m³ Steypa C35 370 m³ Vikursteypa 80 m³ Bendistál 24.000 kg Mótafletir 860 m² Stálpípur í plastkápu DN 800 90 m Frárennslispípur, ø800 PP 128 m Malbik 840 m² Gögnin verða afhent á skrifstofu Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með 3. júní kl. 13.00 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 19. júní 2003 kl. 11:00 á skrifstofu Innkaupastofnunar. OR036/3 F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboði í verkið: „Nesjavallaæð - breyting við Grafarholt“. Leggja skal tvær hita- veitulagnir neðanjarðar frá Maríubaug og til austurs, alls um 735 m. Annars vegar er um að ræða endurnýjun Nesjavallaæðar, DN 700 mm stálpípu í ø900 hlífðarkápu úr plasti, og hins vegar bakvatnslögn, DN600 mm stálpípu með PE-húð. Hluti af verkinu verður að fjarlægja núver- andi Nesjavallaæð á þessum kafla. Þar með talin álkápa, takkadúkur, einangrun, stál- pípa og undirstöður, þrjátíu og þrjár for- steyptar undirstöður og fjórar staðsteyptar festur. Einnig skal verktaki móta, jafna og sá í land á athafnasvæðinu og setja upp ljósa- stólpa. Helstu magntölur: Gröftur í laus jarðlög 4.900 m³ Fleygun á klöpp 1.000 m³ Stálpípur í plastkápu DN 700/ ø900 730 m Stálpípa með PE-húð DN600 730 m Jöfnun og sáning í land 14.000 m² Gögnin verða afhent á skrifstofu Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með 3. júní 2003 kl. 13:00 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 24. júní 2003 kl. 11:00 á skrifstofu Innkaupastofnunar. OR037/3 F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboði í verkið: „Reykjaæðar, Suður- landsvegur - Höfðabakki, 2. áfangi.“ Verkið felst í að endurnýja Reykjaæðar I og II, sem eru aðveituæðar fyrir hitaveitu, meðfram austurhluta Krókháls og Drag- hálsi. Lengd hvorrar æðar er um 600 m. Æðarnar eru DN 700 mm stálpípur í ø900 mm plastkápu. Auk þeirra verða lagðar grennri hitaveitulagnir, ídráttarrör og strengir. Einnig verður byggt nýtt lokahús við Dragháls og gengið frá jarðvegsyfir- borði. Helstu magntölur eru: Lengd nýrra Reykjaæða 1.200 m Lengd annarra hitaveitu- lagna 700 m Gröftur 6.200 m³ Fylling 5.000 m³ Lokahús, rúmmál 390 m³ Malbikun 620 m² Steyptar gangstéttar 380 m Gögnin fást afhent á skrifstofu Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með 3. júní 2003 kl. 13:00 gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 19. júní 2003 kl. 14:00 á skrifstofu Innkaupastofnunar. OR038/3 Útboð Norðurorka ehf. óskar eftir tilboðum í byggingu á dælustöð, borholuhúsi ásamt sökkli og klæðningu á loftskilju á Hjalteyri. Um er að ræða 45 m² dæluhús með tengirými og snyrtingu, 23 m² borholuhús og 15 m² tengi- hús áfast loftskiljutanki. Veggir og þök húsanna eru úr polyureþan samlokueiningum. Helstu magntölur eru: Gröftur 500 m³ Fylling 400 m³ Mót 160 m³ Stál 2000 kg Steypa 30 m³ Uppsetning stálgrindar, poly- úreþan vegg- og þakeininga 250 m² Klæðning 70 m² Ísetning glugga og hurða í einingar, innrétting og frágangur húsanna. Skiladagur verksins er 29. ágúst 2003. Útboðsgögnin verða seld í anddyri Norðurorku, Rangárvöllum, 603 Akureyri, frá og með fimmtu- deginum 5. júní nk. kl. 13:00, á kr. 5.000. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en mánudaginn 16. júní 2003 kl. 14.00 og verða þau þá opnuð í fundarsal á fjórðu hæð að við- stöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska. Forstjóri Norðurorku. TILKYNNINGAR FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Ferð eldri félagsmanna Félagsmenn og makar, 67 ára og eldri. Munið hina árlegu ferð eldri félagsmanna laugardaginn 14. júní nk. Að þessu sinni verður farið á Akranes og ekið um Hvalfjörð. Lagt verður af stað stundvíslega kl. 9.00 frá Borgartúni 30. Munið Borgartún 30. Vinsamlegast skráið ykkur á skrifstofu félagsins í síma 533 3044. Félag járniðnaðarmanna. Auglýsing um deiliskipulag í Dalabyggð Samkvæmt ákvæðum 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi af frístundabyggð við Ytra Fell á Fellsströnd. Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu byggingafulltrúa Dala- byggðar frá 30.05. 2003 til 27.06. 2003. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingafulltrúa Dalabyggðar fyrir 11.07. 2003. Búðardal, 23. maí 2003. Byggingar- og skipulags- fulltrúi Dalabyggðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.