Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 C 13 Vinnubúðir til sölu Óskum eftir tilboði í vinnubúðir, sem eru stað- settar við Hraunhöfn á Snæfellsnesi (Fróðárheiði). Um er að ræða 13 einingar, svefnskála, baðherbergi og eldhús. Upplýsingar í síma 565 3140 eða 899 2303, fax 565 3146. Klæðning ehf., Bæjarlind 4, 201 Kópavogi. Safnaráð Styrkir til safna skv. safnalögum nr. 106/2001 Safnaráð auglýsir eftir umsóknum frá minja- söfnum, náttúrusöfnum og listasöfnum um styrki úr safnasjóði á árinu 2004. Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna, sem falla undir safnalög nr. 106/2001. Safnaráð úthlutar úr sjóðnum samkvæmt út- hlutunarreglum ráðsins. Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir fjárveitingu á fjárlögum og umsóknum. Öll söfn, sem falla undir safna- lög, geta sótt um verkefnastyrki til sjóðsins. Til þess að eiga kost á rekstrarstyrk, þarf safn að uppfylla skilyrði skv. ákvæðum 10. gr. safna- laga. Höfuðsöfn og önnur söfn, sem hljóta rekstrarstyrki á fjárlögum, geta ekki notið styrkja úr safnasjóði. Umsóknarfrestur er til 1. september 2003. Umsóknum skal skila á þar til gerðu umsóknar- eyðublaði, sem nálgast má á skrifstofu ráðsins. Nánari upplýsingar gefur starfsmaður safna- ráðs, Rakel Halldórsdóttir. Umsóknir skulu berast skrifstofu ráðsins: Safnaráð Þjóðminjasafni Íslands, Lyngási 7-9, 210 Garðabæ, sími 530 2234, bréfsími 530 2201. rakel@safnarad.is www.safnarad.is Grafa óskast Viljum kaupa góða gröfu, stærð 25—40 tonn. Einnig vantar skotbómulyftara. Upplýsingar hjá verkstjórum í símum 897 9744, 897 9743 og 897 9741. Vinnuskúr Óskum eftir að kaupa ca 28—30 fm vinnuskúr. Upplýsingar gefur Ingvar Kárason í síma 693 7008. Hveragerðisbær Frágangur skólalóðar — útboð Hveragerðisbær óskar eftir tilboðum í 1. áfanga skólalóðar við Grunnskólann í Hveragerði. Helstu verkþættir eru jarð- vegsskipti, lagning lagna og yfirborðsfrá- gangur. Verkið skal unnið undir verkstjórn skrúðgarðyrkjumeistara. Verktími hefst þegar tilboði hefur verið tekið og lýkur 15. ágúst 2003. Helstu magntölur eru: Gröftur og brottakstur umframjarðvegs: 1.800 rúmmetrar Grúsarfyllingar: 1.800 rúmmetrar Gróðurmold: 175 rúmmetrar Hellulögn: 620 fermetrar Gúmmíhellur: 69 fermetrar Forsteyptir kantsteinar: 171 lengdarmetri Hlaðnir grjótveggir: 30 fermetrar Veggir úr grágrýtisblokkum: 13 lengdarmetrar Malbik: 440 fermetrar Leikvallaperla: 72 rúmmetrar Langbandagirðingar: 146 lengdarmetrar Regnvatnslagnir: 200 lengdarmetrar Snjóbræðsla: 300 fermetrar Útboðsgögn verða afhent þriðjudaginn 3. júní eftir kl. 13 hjá Landslagi ehf., Þingholtsstræti 27, Reykjavík, og hjá Verkfræðistofu Suður- lands, Austurvegi 3-5, Selfossi, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á bæj- arskrifstofu Hveragerðisbæjar, Hverahlíð 24, í lokuðu umslagi, merktu: „Grunnskólinn í Hveragerði, lóðarfrágangur, 1. áfangi tilboð", eigi síðar en föstudaginn 13. júní 2003 fyrir kl. 11:00, en þá verða þau opnuð að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjartæknifræðingur. ÓSKAST KEYPT TIL SÖLU Hveragerðisbær Tillaga að deiliskipulagi Hraunbæjarlands og Gróð- urmerkur 2 í Hveragerði Bæjarstjórn auglýsir hér með tillögu að deili- skipulagi Hraunbæjarlands og Gróðurmerkur 2 í Hveragerði, samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Svæðið sem tillagan nær til afmarkast mót norðri af Finn- mörk og Réttarheiði, mót austri af lóð Hótels Arkar, mót suðri af Suðurlandsvegi og mót vestri af ylræktarlóðum við Gróðurmörk. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði 12 einbýlis- húsalóðir, 5 parhúsalóðir, 9 raðhúsalóðir og 2 fjölbýlishúsalóðir. Samtals um 60-70 íbúðir. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er svæðið landbúnaðarsvæði en samkvæmt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar, sem nýlega var auglýst er gert ráð fyrir íbúðar- byggð á svæðinu. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjar- skrifstofunum í Hverahlíð 24 frá og með mánu- deginum 9. júní nk. til mánudagsins 7. júlí 2003. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera at- hugasemdir við tillögurnar eigi síðar en mánu- daginn 21. júlí 2003. Skila skal inn athugasemd- um á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar, Hverahlíð 24. Hver sá, sem eigi gerir athuga- semdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni. Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Ganga. Eins og undanfarin sumur mun Friðbjörg Óskars- dóttir standa fyrir göngu annað hvert mánudagskvöld í sumar. Fyrsta gangan verður farin á morgun, mánudaginn 2. júní. Mæting kl. 20.00 á bak við bens- ínstöð Shell við Langatanga í Mosfellsbæ. Sjáumst hress og gönguglöð með nesti og nýja skó. SRFÍ. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Katrín Sveinbjörns- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson, michael-miðill, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starf- semi þess, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga árs- ins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja ef- tir skilaboð á símsvara félagsins. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Huglæknarnir Hafsteinn Guð- björnsson, Kristín Karlsdóttir, miðlarnir Birgitta Hreiðarsdótt- ir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Laufey Héðinsdóttir, María Sigurðar- dóttir, Oddbjörg Sigfúsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenzs- on og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Frið- björg Óskarsdóttir sér um hópa- starf. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 9—13, fimmtudaga frá kl. 12—16, lokað á föstudögum. Heimasíða: www.salarrannsoknarfelagid.is . Netfang: srfi@salarrannsoknarfelagid.is . SRFÍ. FÉLAGSLÍF Í kvöld kl. 19.30 Bænastund. Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Umsjón brigader Ingibjörg Jónsdóttir og kafteinn Miriam Óskarsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. Samkoma í dag kl. 16.30. Gunnar Þorsteinsson predikar. Þriðjud.: Samkoma kl. 20.00. Miðvikud.: Bænastund kl. 20.00. Fimmtud.: Unglingarnir kl. 20.00. Laugard.: Samkoma kl. 20.30. www.krossinn.is Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kennsla um trú kl. 10.00, Jón Gunnar Sigurjónsson kennir. Bænastund kl. 16.00. Samkoma kl. 16.30. Högni Valsson predikar. Gestir frá Youth with a mission í Færeyjum segja frá starfi sínu þar. Lofgjörð, fyrirbænir og sam- félag. Allir velkomnir. „Drottinn veitir lýð sínum styrk- leik, Drottinn blessar lýð sinn með friði.“ Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Vörður Leví Traustason. Almenn samkoma kl. 20. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Gospelkór Fíladelfíu sér um lof- gjörðartónlistina. Allir hjartanlega velkomnir. Mið. Mömmumorgun kl. 10:00. Fim. Eldur unga fólksins kl. 21. Fös. Unglingasamkoma kl. 20:30. Lau. Bænastund kl. 20:00. Bænastundir alla virka morgna kl. 6:00. Allir hjartanlega velkomnir. filadelfia@gospel.is Sannleikurinn eru þverkirkjuleg félagssamtök sem munu standa fyrir vakninga- samkomum á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtu- dagskvöldum kl. 20 í allt sum- ar. Samkomurnar verða haldnar á Snorrabraut 54, í sal Söngskól- ans í Reykjavík og hefjast 3. júní. Þriðjudagurinn 3. júní Frelsaður til frelsis Gal 5.1 Jón Indriði Þórhallsson predikar. Miðvikudagurinn 4. júní Hin nýja sköpun II. Kor 5.17 Jón Indriði Þórhallsson predikar. Fimmtudagurinn 5. júní Fullkomin lækning og lausn Jón Indriði Þórhallsson predikar. Þessa fyrstu viku viljum við sér- staklega bjóða velkomin trú- systkini okkar úr öllum söfnuð- um, en samkomurnar eru þó ávallt öllum opnar. Þið munuð þekkja sannleik- ann og sannleikurinn mun gera ykkur frjáls. Jóh 8.32 Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Samkoma kl. 20.00 Friðrik Schram predikar. Heilög kvöld- máltíð. Lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. www.kristur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.