Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 7
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 B 7 DANIR unnu verðskuldaðan sigur á Norðmönnum, 1:0, í grannaslagn- um um toppsætið í 2. riðli undan- keppni Evrópumóts í knattspyrnu. Leikið var á Parken í Kaupmanna- höfn en áhuginn fyrir leiknum var gífurlegur og fylgst var með hon- um víða í báðum löndum á stórum skjám utanhúss. Þjóðirnar eru nú jafnar og efstar í riðlinum og framundan er mikil barátta milli þeirra og Rúmena um tvö efstu sætin. Rúmenar eru stigi á eftir. Jesper Grönkjær skoraði sig- urmarkið strax á 4. mínútu og danska liðið var betri aðilinn í leiknum. „Við stefndum ekki aðeins að þremur stigum. Auðvitað voru þau takmarkið, en líka að spila knatt- spyrnu sem félli áhorfendum í geð. Það tókst okkur, og við sýndum líka enn og aftur að í júnímánuði er Parken óvinnandi vígi,“ sagði Mort- en Olsen, landsliðsþjálfari Dana. Nils Johan Semb, þjálfari Norð- manna, viðurkenndi að úrslitin hefðu verið sanngjörn. „Leikurinn bar keim af því að markið kom svona snemma. Grönkjær nýtti tækifærið vel en mistökin voru okk- ar, kastað þvert inn á völlinn úr innkasti en ekki upp kantinn,“ sagði Semb. Ummæli hans um að John Arne Riise hefði haldið Grönkjær vel niðri í leiknum vöktu mikla athygli í Danmörku. Grönkjær afgreiddi Norðmenn á Parken ■ Úrslit, staðan /B10 ÞRÁTT fyrir ýmislegt minni- háttar hnjask sluppu allir leikmenn íslenska liðsins við meiri háttar meiðsli út úr rimmunni við Færeyinga á laugardaginn. Helgi Sigurðs- son fékk smá högg á lærið og hnéð og Guðni Bergsson kenndi sér meins í nára og af þeim sökum fóru þeir sér hægt á fyrstu æfingum lands- liðsins í gær. Þeir skokkuðu einungis á æfingunum tveim- ur en í samtali við Morgun- blaðið söguðst þeir verða með á æfingununum í dag og yrðu örugglega kláir í leikinn annað kvöld. En magakveisa hefur hins vegar sett strik í reikninginn hjá nokkrum leikmönnum. Ívar Ingimars- son missti til að mynda af leiknum við Færeyinga vegna kveisunnar en ákveðið var skömmu fyrir leikinn að hann yrði ekki á varamanna- bekknum heldur færi inn á hótel. Þá hafa Indriði Sig- urðsson og Jóhannes Karl Guðjónsson fundið til slapp- leika í maganum svo í nógu hefur verið að snúast hjá Sigurjóni Sigurðssyni, lækni íslenska liðsins. Nokkrir með maga- kveisu  HELGI Sigurðsson og Tryggvi Guðmundsson hafa samtals skorað 19 mörk fyrir íslenska A-landsliðið í knattspyrnu. Samt voru mörk þeirra gegn Færeyjum á laugardaginn fyrstu mörk beggja í Evrópukeppni landsliða.  ATLI Eðvaldsson er enn marka- hæsti leikmaður landsliðsins í EM með 5 mörk en þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Eyjólfur Sverrisson hafa skorað 4 mörk hvor.  MARK Helga var 60. mark Íslands í leikjum gegn Færeyingum frá upp- hafi. Ísland hefur nú unnið 18 af 19 viðureignum þjóðanna en einni lykt- aði með jafntefli.  RÓGVI Jacobsen, leikmaður HB, skoraði hinsvegar 10. mark Færeyja í þessum 19 landsleikjum þjóðanna. Þetta var annað mark hans í 20 landsleikjum en hann hafði aðeins tvisvar áður verið í byrjunarliði.  JULIAN Johnsson, sem væntan- lega gengur til liðs við ÍA innan skamms, lék sinn 50. landsleik fyrir Færeyjar þegar hann kom inn á í leiknum á laugardaginn.  JOHNSSON sagði við færeyska netmiðilinn Sportal um helgina að ekki væri endanlega frágengið að hann kæmi til liðs við ÍA eftir leik Færeyinga við Þjóðverja á miðviku- dag. Hann ætti eftir að fá samþykki félags síns í Færeyjum, B36.  JOHNSSON var óvænt settur út úr byrjunarliði Færeyja á laugardag. Í hans stað var valinn Jann Ingi Pet- ersen, sem aðeins hafði spilað tvo landsleiki, báða gegn Kazakhstan í apríl. Jann Ingi er 19 ára og er félagi Alberts Sævarssonar, markvarðar frá Grindavík, hjá B68 í Tóftum.  ANDREW av Flötum, sóknarmað- ur Færeyinga, verður í leikbanni gegn Þýskalandi á morgun. Hann fékk sitt annað gula spjald í keppn- inni gegn Íslandi í gær.  FJÓRIR íslenskir leikmenn eru á hættusvæði í leiknum í Kaunas á morgun. Jóhannes Karl Guðjónsson, sem fékk gult spjald á laugardag, Rúnar Kristinsson, Arnar Þór Við- arsson og Indriði Sigurðsson eru all- ir komnir með eitt gult spjald í keppninni. Einnig þeir Bjarni Guð- jónsson og Ólafur Stígsson, sem ekki eru í hópnum að þessu sinni.  ÍVAR Ingimarsson hafði leikið lengst samfleytt með íslenska liðinu fyrir leikinn gegn Færeyjum á laug- ardag. Hann hafði verið með í síð- ustu átta leikjum. Ívar, sem var veik- ur á laugardaginn og fór heim klukkutíma fyrir leik, hafði verið með í síðustu átta leikjum.  ÁRNI Gautur Arason, markvörð- ur, hefur nú spilað lengst samfleytt, sex leiki í röð. Árni Gautur hefur reyndar varið mark Íslands í 19 af síðustu 20 leikjum. FÓLK Þjóðirnar eru nú jafnar með 8 stigá toppi riðilsins, stigi á undan Litháen og tveimur á undan Íslandi, en Þýskaland og Ísland eiga leik til góða á hinar þjóðirnar. Þýsku gestinrir komust yfir á Hampden Park með marki frá Fredi Bobic eftir 23 mínútur. Við það sat lengi leiks og hafði Robert Douglas, markvörður Skota nóg að gera í markinu og var besti maður þess að þessu sinni. Þjóðverjar voru gagnrýndir harkalega heima fyrir og Paul Breitner, einn af heimsmeisturum Vestur-Þjóðverja árið 1974, skrifaði í þýska blaðið Bild: „Við höfum orðið fyrir ýmsum áföllum á undanförnum árum en þetta var botninn. Við létum miðlungslið Skota líta út fyrir að vera stórveldi og með þessu áfram- haldi er hætta á að Þýskaland komist ekki áfram úr riðlinum. Eins og liðið spilar um þessar mundir, þurfum við svo sannarlega að óttast leikinn í Færeyjum,“ sagði Breitner, en Þjóð- verjar leika þar annað kvöld. „Við erum ekki lengur í hópi þeirra bestu,“ skrifaði Udo Lattek, fyrrum landsliðsþjálfari, í blaðið Welt am Sonntag. Skotar telja aftur á móti að leik- urinn gegn Þjóðverjum hafi verið besta frammistaða liðsins frá því Berti Vogts tók við því. Hann hefur ekki átt sjö dagana sæla, aðeins fagnað sigrunum tveimur gegn Ís- landi, en hann segir að nú sé öll pressan í riðlinum á löndum hans, Þjóðverjum. Vogts vonast eftir jafntefli í Litháen „Það verða 68 þúsund áhorfendur í Dortmund þegar við mætum þeim þar, en pressan verður á þeim. Þeir verða líka að sigra Íslendinga í Reykjavík fjórum dögum áður en þeir mæta okkur,“ sagði Vogts við The Scotsman. Hann flýgur í dag til Litháen til að fylgjast með viðureign heimamanna við Ísland í Kaunas á morgun og kveðst vonast eftir jafntefli þar. Gangi það eftir, er líklegt að Skotar nái öðru sæti riðilsins með heima- sigrum gegn Færeyjum og Litháen og sláist síðan um það efsta við Þjóð- verja í Dortmund. Þjóðverjar óhressir með jafnteflið á Hampden Park „Miðlungslið Skota leit út sem stórveldi“ SKOTAR eru ánægðir með sitt landslið en Þjóðverjar að sama skapi óhressir eftir jafntefli þjóðanna, 1:1, í 5. riðli, riðli Íslands, undan- keppni EM í knattspyrnu á laugardaginn. Skotar léku líklega sinn besta leik í keppninni til þessa og létu ekki á sig fá þó Fredi Bobic kæmi Þjóðverjum yfir um miðjan fyrri hálfleik. Kenny Miller skoraði jöfnunarmark Skota 20 mínútum fyrir leikslok. ■ Úrslit, staðan /B10 Arnór Guðjohnsen .................................... 19 Eiður Smári Guðjohnsen ......................... 19 Ríkharður Jónsson ................................... 17 Haraldur Ingólfsson................................. 17 Eyjólfur Sverrisson.................................. 16 Rúnar Kristinsson .................................... 16 Sá áttundi í 10 mörkin Helgi varð áttundi leikmaðurinn sem nær að skora 10 mörk fyrir A-landsliðið, og þá er Tryggvi Guðmundsson kominn í 9.- 11. sæti á markalista A-liðsins með 9 mörk ásamt Teiti og Þórði Þórðarsonum. Þessir eru markahæstir með A-landslið- inu frá upphafi Ríkharður Jónsson ................................... 17 Ríkharður Daðason .................................. 14 Arnór Guðjohnsen .................................... 14 Pétur Pétursson........................................ 11 Þórður Guðjónsson................................... 11 Matthías Hallgrímsson ............................ 11 Helgi Sigurðsson ...................................... 10 Eyjólfur Sverrisson.................................. 10 i setti kamet Morgunblaðið/Arnaldur ann færeyska liðsins, Jón Róa Jacobsen, varnarmann frá danska félaginu Bröndby.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.