Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 9
SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Á MÖLTU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 B 9 Guðmundur sagðist sérstaklegaóhress með að hafa ekki fengið neitt út úr 800 metra hlaupi karla. „Björn Mar- geirsson sýndi í dag í 1.500 metra hlaup- inu að hann er í miklu formi og hann hefði náð í einhver stig í 800 ef það hefði verið eðlilegt. Ragnar Frostason datt í hlaupinu og Björn hélt að það væri honum að kenna og hætti, en það var búið að ýta við Birni áður þannig að hann hefði getað haldið áfram, en hann hélt að hann væri úr leik og hætti. Þetta getur auðvitað alltaf komið fyrir, að menn taki eitthvað svona í sig. Björn hefði örugglega hlaup- ið sig upp í annað sætið – í það minnsta – og þetta var leiðinlegur punktur í keppninni hjá okkur. Björn bætti það heldur betur upp í dag með því að sigra í 1.500 metrunum og bæta sig um tæpar fimm sekúndur. Sunna kemur mjög vel út úr mótinu, það var mikið álag á henni, sérstaklega í dag. Tvöfaldur sigur í 5.000 hjá konunum og tvöfaldur sigur líka í spjótkasti kvenna og Magnús Aron Hallgrímsson stóð fyrir sínu þann- ig að ég er nokkuð sáttur með heildina. Ég hefði þó kosið að sjá fleiri vera í kring um sinn besta árangur, sérstaklega yngra fólkið. Þetta er mikil reynsla fyrir það enda er stórmótabragur á þessu móti og það kemur til með að nýt- ast unga fólkinu síðar,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Um nánustu framtíð sagði hann: „Næsta verkefni hjá okkur er Evr- ópubikarinn í frjálsum í Danmörku núna um aðra helgi þannig að þetta er frábær undirbúningur fyrir það mót því margt af þessu fólki sem keppti hér verður í eld- línunni þar. Þar er keppt í öllum greinum, líka þeim sem ekki var keppt í hér, það er einn keppandi frá hverju landi í hverri grein og við verðum með í öllum greinum.“ Guðmundur hefur ákveðna skoð- un á keppni í frjálsum á Smáþjóða- leikunum. „Það vantar helling af greinum hér sem við erum sterk í og það er búið að stýra því síðustu árin að sleppa þeim greinum sem við erum sterk í. Við erum sann- færð um að þetta er meðvitað hjá hinum þjóðunum og erum alltaf að rífast í þessu og Jónas Egilsson lýsti þessu á fundi með forkólfum frjálsíþróttamála Smáþjóðanna og við vonum að það komi eitthvað út úr því og sjáum til hvað gerist á næstu leikum.“ „Sáttur við heildarútkomuna“ GUÐMUNDUR Karlsson, landsliðsþjálfari í frjálsíþróttum, sagði eft- ir að keppni lauk á Smáþjóðaleikunum, að hann væri í heildina ágætlega sáttur við árangur íslensku keppendanna. „Auðvitað voru hlutir sem gengu misvel hjá mönnum eins og gengur og gerist, en í heildina er ég sáttur,“ sagði Guðmundur. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Möltu ÞAÐ var lið Kýpur sem vann til flestra verðlauna á Smáþjóðaleik- unum á Möltu en íþróttmenn frá Kýpur komust á pall alls 81 sinni. Íslendingar voru næstir í röðinni en Íslendingar fengu 20 gull- verðlaun, 24 silfur og 23 brons. Verðlaunaskipting þjóðanna var sem hér segir, gull, silfur, brons og samtals: Kýpur 34 20 27 81 Ísland 20 24 23 67 Lúxemborg 21 17 15 53 Malta 11 18 15 44 San Marínó 6 10 10 26 Mónakó 7 7 9 23 Andorra 4 6 6 18 Liechtenstein 2 1 2 5 Kýpur með flest verðlaun á Möltu  SILJA Úlfarsdóttir var látin sleppa úrslitahlaupunum í 400 metr- unum og 200 metrunum vegna þess að hún var lítillega tognuð á hægra læri og Guðmundur Karlsson lands- liðsþjálfari ákvað að hún keppti ekki í þessum greinum en einbeitti sér frekar að boðhlaupunum.  ÍSLENDINGAR kærðu fram- kvæmt 4x100 metra boðhlaups kvenna. Þar sem þetta var með síð- ustu greinum mótsins reyndu Malt- verjar að humma það fram að sér að taka málið fyrir og tókst það því lokahátíðin var að hefjast þegar þeir loks gáfu einhver svör - sem voru neikvæð fyrir Ísland.  KÝPURBÚAR sigruðu í stiga- keppninni í frjálsum, bæði hjá körl- um og konum. Hafa ber í huga að margar af þeim greinum sem Íslend- ingar eru hvað sterkastir í eru ekki meðal keppnisgreina á Smáþjóða- leikum. Nægir til dæmis að nefna sleggjukast, stangarstökk karla og kvenna, hástökk karla og kvenna auk 110 metra grindahlaups karla.  FORSVARSMENN körfuknatt- leikssambands Íslands og Kýpur stóðu í stappi fyrir leikinn þar sem Kýpur var heimalið leiksins en Ís- land aðkomulið. Af þeim sökum áttu Íslendingar að leika í bláum keppn- istreyjum en Kýpur í hvítum. Um hálftíma áður en leikurinn hófst átt- uðu forsvarsmenn Kýpurliðsins sig á að þeir voru aðeins með bláa búninga með í för og þurfti að senda leigu- bifreið eftir hvítu búningunum, sem komu rétt áður en leikurinn hófst.  FORSVARSMENN Kýpurliðsins komu með mótleik og völdu að vera á þeim stað þar sem íslenska liðið hafði komið sér fyrir við hliðarlínu vallar- ins. Íslendingarnir færðu farangur sinn yfir á hinn varamannabekk vall- arins. FÓLK Keppnin í langstökkinu varskemmtileg, Sunna var í bar- áttu við stúlku frá Kýpur sem hafði stokkið 20 sentimetrum lengra en hún. Sú kýpverska stökk 6,26 í fyrstu umferð og Sunna tveimur sentimetrum styttra. Í næstu um- ferð stökk Sunna 6,27 og bætti eig- ið Íslandsmet síðan í ágúst 2001 um þrjá sentimetra. Þessu fagnaði hún auðvitað vel en þó ekki lengi því nú skipti hún um skó, fór í hlaupa- skóna og út á braut þar sem komið var að úrslitum í 200 metra hlaupi. Þar var við ofurefli að etja þar sem Marilia Gregogiou frá Kýpur kom fyrst í mark á 23,56 og bætti Móts- met Silju Úlfarsdóttur frá því 1995. Sunna fékk tímann 23,56 í öðru sæti. Á meðan Sunna var að hlaupa stökk keppinauturinn í langstökk- inu 6,38 metra en Sunna varð að sleppa þriðju umferðinni. Í næstu umferð stökk hún 6,23 metra, gerði ógilt í næsta stökki og flaug síðan 6,30 metra í síðasta stökki og bætti nýsett Íslandsmet sitt um þrjá sentimetra á nýjan leik. „Þessi dagur hefur liðið svo hratt að ég er ekki alveg búin að átta mig á honum,“ sagði Sunna eftir að keppni lauk á laugardaginn, en þar keppti hún í fjórum greinum, fékk tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Ég er búin að kvíða fyrir þessum degi síðan ég kom hingað til Möltu, fjórar greinar á þremur tímum er dálítið mikið og mér leið ekkert rosalega vel yfir þessu öllu. Þetta var strembið, beint úr langstökki í 200 metra hlaup, þaðan í verð- launaafhendingu og síðan beint í stökk aftur. Svo þegar langstökkið var búið þá fór ég beint í boð- hlaupið. Ég hef einu sinni áður keppt í langstökki og 200 metra hlaupi sama daginn og það gekk engan veginn upp þannig að ég var dálítið kvíðin, en þetta small alveg saman núna. Ég er auðvitað ánægð með lang- stökkið en ég ætlaði að hlaupa hraðar í 200 metrunum, en maður er eitthvað pínulítil sulta í þessum hita og svo er þetta ekki sérlega hröð braut, hún er nýleg og það er enn talsvert laust ofan á henni.“ Sunna segist sannfærð um að hún eigi meira inni í langstökkinu. „Þetta voru tvær tegundir af stökk- um hjá mér í dag, annað hratt og ekki mikið uppstökk en hitt hægara og meira uppstökk. Þegar ég næ að sameina þetta tvennt þá á ég að stökkva lengra,“ sagði Sunna. Sigurbjörg missti af bronsinu Það munaði ekki nema hárs- breidd að þær frænkur Sunna Gestsdóttir og Sigurbjörg Ólafs- dóttir yrðu báðar á verðlaunapalli fyrir langstökk kvenna á laugar- daginn. Sigurbjörg var í þriðja sæti alveg þar til í síðasta stökki heima- stúlkunnar Rebeccu Camilleri en hún stökk 5,86 metra og setti Möltumet og skaust fram úr Sig- urbjörgu í þriðja sæti en besta stökk Sigurbjargar var 5,78. Stökk- in hennar voru öll ágæt, 5,68, 5,67, ógilt í þriðja stökki þá 5,78 og 5,57. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sunna Gestsdóttir tvíbætti Íslandsmet sitt í langstökki á Möltu, hér er hún í síðara metstökkinu, þegar hún stökk 6,30 metra. Sunna tvíbætti langstökksmetið SUNNA Gestsdóttir stóð í ströngu á laugardaginn, síðasta keppn- isdegi Smáþjóðaleikanna. Hún keppti þá í fjórum greinum á þremur klukkustundum, fékk tvenn silfurverðlaun, í langstökki þar sem hún tvíbætti eigið Íslandsmet og 200 metra hlaupi og tvenn brons- verðlaun í boðhlaupunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.