Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B ÁSTANDIÐ á íslenskum fjár- málamörkuðum er einstakt um þessar mundir að mati Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðu- manns greiningardeildar Landsbankans. Segir hún að það sé sama hvort menn séu að fjárfesta í skuldabréfum eða hlutabréfum, hvorutveggja sé að hækka og hafi hækkað mikið frá áramótum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,9% frá áramótum. Gengi flokks 40 ára húsbréfa með gjalddaga árið 2037, sem sýnt er á meðfylgjandi korti, hefur hækkað um 10,7% frá áramót- um. Edda segist í samtali við Morgunblaðið telja að áhugi á íslenskum hlutabréfum erlendis frá sé enginn og hækkanir á hlutabréfum séu um garð gengnar nema eitthvað óvænt komi upp á. Undir þetta tekur Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings Búnaðarbanka, en hann segist búast við að bréf lækki almennt lítillega frekar en hækki, en þó með þeirri undantekningu að fyrirtæki með mikil umsvif er- lendis gætu komið á óvart eins og hann orðar það. Hækkanirnar á hlutabréfa- markaði skýrast að mati beggja af afskráningum félaga úr Kauphöllinni og því að fjárfest- ar hafi leitað með fé sitt úr þeim félögum og í önnur félög, eink- um stór félög með mikla veltu. Um 19 milljarðar króna hafa streymt inn á hlutabréfamark- aðinn í kjölfar afskráninga fé- laga úr Kauphöll Íslands. Þórður segir að íslenski hlutabréfamarkaðurinn sé orð- inn ákaflega þröngur. Athygli veki að hlutabréf einungis tíu af félögunum fimmtán, sem voru valin inn í Úrvalsvísitöluna fyrr í vikunni, hafi verið með veltu yfir einn milljarð króna. Áfram skuldabréfaáhugi Öðru máli gegnir um skulda- bréfamarkaðinn en hlutabréfa- markaðinn hvað áhuga erlendis frá varðar, en þar hefur áhugi erlendra fjárfesta haldið uppi stighækkandi verði og sífellt lægri ávöxtunarkröfu, en ávöxt- unarkrafa skuldabréfa hefur ekki verið lægri síðan síðla árs 1999, sem þýðir að verð bréf- anna hefur ekki verið hærra frá sama tíma. Edda Rós segir að fjárfestar muni halda áfram að koma inn svo lengi sem ávöxtunarkrafan lækkar, en það sé m.a. háð áframhaldandi eftirspurn og væntingum um alþjóðavæðingu bréfanna, það er að þau verði skráð í erlend uppgjörskerfi, eins og hugmyndir hafa verið lengi um í bönkunum að sögn Eddu, og talað er um í nýlegu minnisblaði félagsmálaráðherra um húsbréfakerfið. Edda telur einnig að þegar tekið sé mið af vöxtum sam- bærilegra erlendra ríkisbréfa þá geti íslensk skuldabréf enn lækkað. Bjartsýnn á skuldabréfin Þórður Pálsson segist bjart- sýnni á skuldabréfamarkaðinn en hlutabréfamarkaðinn, enda raunvextir mjög háir í bæði sögulegu ljósi og alþjóðlegum samanburði. „Slakinn í hagkerfinu virðist líka vera meiri en almennt var gert ráð fyrir og því búumst við t.d. ekki við að seðlabankavextir verði hækkaðir í ár, raunar telj- um við frekar umhugsunarefni hvort vaxtastigið sé ekki enn of hátt, þótt e.t.v. sé of seint að lækka vexti vegna yfirvofandi stóriðjuframkvæmda,“ sagði Þórður. Miklar hækkanir á ís- lenskum verðbréfum Einungis tíu af þeim fimmtán fyrirtækjum sem koma til með að mynda Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands frá 1. júlí næstkomandi eru með meira en einn milljarð í ársveltu                  !"#$%&  '       (  )* + ,$ $- VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS TIL Árósa í Danmörku sækir fjöldi Ís- lendinga ár hvert. Sigrún Þormar hagfræð- ingur hefur verið búsett í Árósum síðastliðin 22 ár og í fyrrasumar setti hún á laggirnar þjónustu til aðstoðar Íslendingum sem þang- að stefna. Sigrún fékk hugmyndina fyrir tveimur árum en fyrirtæki hennar, www.sigrunthormar.dk, býður upp á al- hliða þjónustu við Íslendinga. Ásamt eigin- manni sínum hefur hún rekið markaðsráð- gjafarfyrirtækið Sibba Aps í 13 ár. „Ég er búin að reka fyrirtæki hérna og stofna nokkur til viðbótar fyrir aðra Íslend- inga hérna. Ég hef því komið nálægt ýmsum rekstri og þekki kerfið vel. Fólk hefur verið að biðja mig að hjálpa sér með eitt og annað. Fyrir tveimur árum kom kunningjakona mín til mín og vildi komast til Danmerkur í lista- nám. Hana vantaði húsnæði, bíl, góðan skóla fyrir dóttur sína, bankareikning, tryggingar, síma og allt hvað eina. Ég hjálpaði henni að útvega þetta allt saman og hún gat flutt inn um leið og hún kom,“ segir Sigrún. Hún segir þetta hafa spurst út og í kjölfar- ið hafi hún ákveðið að koma upp fyrirtæki í kringum þjónustuna. „Í fyrrasumar hafði maður frá Hornafirði samband við mig sem var að koma hingað með alla fjölskylduna. Hann spurði hvort ég vildi hjálpa sér að koma sér upp heimili hér í Árósum og sagð- ist vilja borga mér fyrir þessa þjónustu. Þar kviknaði hugmyndin að rekstrinum.“ Starfsemin fór rólega af stað að sögn Sig- rúnar en frá áramótum hefur síminn vart stoppað. „Nú fæ ég minnst eina eða tvær fyrirspurnir á dag, flestar frá náms- mönnum.“ Sigrún segist reyna að veita fólki alla þá þjónustu sem það þarfnast, hvort sem það er húsnæði, atvinna, aðstoð við skattframtal, bílakaup, nettengingu eða eitthvað annað. „Ég reyni að finna út hvað það vantar og geri tilboð út frá því. Það er alltaf gert sam- komulag fyrirfram um greiðslu fyrir þjón- ustuna,“ segir Sigrún. Þ J Ó N U S T A Aðstoð við flutninga til Danmerkur Námsmenn leita mikið eftir að- stoð við húsnæðisleit í Árósum S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Orka úr iðrum jarðar Vetni og jarðvarmi sem orkugjafi 8 Verslun á Netinu Árangur fyrirtækja á Netinu er misjafn 4 HAFÞÓR TEKUR FLUGIÐ HJÁ ATLANTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.