Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFÓLK   Steinunn Björk Valdimarsdóttir hefur verið ráðinn gæða- stjóri Idega. Steinunn hefur víð- tæka reynslu í innleið- ingu hugbúnaðarkerfa og tölvuumsjón. Hún starfaði áður sem þjónustustjóri hjá Ís- landssíma og Hag- stofu Íslands. Á árunum 1990 – 2000 bjó hún í Svíþjóð. Þar starfaði hún sem yfirmaður tölvudeildar og aðaltölvukenn- ari hjá Medborgarskolan í Falun og síð- ar við Folkuniversitetet. Steinunn hefur tekið ótal námskeið í kerfisfræði og tölvunotkun. Hún er slökunarfræðingur og hefur rekið eigið fyrirtæki á því sviði.  Joakim K. Johnson hefur hafið störf í hugbúnaðarteymi Idega. Joakim er frá Svíþjóð en hefur starfað við hugbúnaðargerð og verkefnisstjórnun á Ís- landi í 3 ár hjá Mask- ina og Tal. Áður starf- aði Joakim að fjölþættum verkefnum hjá CIBER Cons- ultant í USA, m.a. fyrir MCI Worldcom, FHP/PacifiCare og IBM. Í Svíþjóð starf- aði Joakim hjá Svensk Tunnplat AB. Joakim er með B.Sc.C.S. gráðu frá Univ- ersity College of Falun/Borlänge Sví- þjóð og mastersgráðu frá University of Colorado, Colorado Springs, USA. Joa- kim er einnig með gráðu í hagfræði frá Falun/Borlänge í Svíþjóð.  Roar Skullestad hefur hafið störf í hugbúnaðarteymi Idega. Roar er frá Noregi en starfaði á Íslandi sem forritari hjá Íslenskri erfðagreiningu þar til hann byrjaði hjá Idega. Í Noregi starfaði Roar sem aðalforritari og kerfishönnuður hjá Net4Call og þar áð- ur við hugbúnaðargerð hjá Objectware, Itera, Bankenes Betalings Sentral AS og Odin Forvaltning AS. Roar er með M.Sc.C.S. gráðu frá University of Oslo.  Thomas Hilbig hefur hafið störf í hug- búnaðarteymi Idega. Thomas er frá Þýska- landi með masters- gráðu í stærðfræði frá University of Osnabr- ück. Starfaði áður við hugbúnaðargerð hjá Lufthansa Systems AS, Norderstedt, TLC Transport-, Informatik- und Logistik - Consulting GmbH og Siemens AG, Erl- angen. Nýir starfsmenn hjá Idega Software hf. H VAÐ varð til þess að þú varst ráðinn í starf fjármálastjóra Baugs Group? „Ég var búinn að vera hjá Íslandsbanka í fjögur ár og þar áður starfaði ég í banka í Banda- ríkjunum í fjögur ár. Undanfarið hef ég leitt hugann að því að skoða tæki- færi utan bankageirans og eftir tals- verða umhugsun ákvað ég að grípa tækifærið og fara til Baugs enda er félagið að gera sérstaklega skemmtilega hluti. Þess utan hef ég líka verið að vinna mikið með Baugs- mönnum undanfarin misseri, bæði varðandi fjármögnun á innlendri starfsemi þeirra og líka í þeirra er- lendu verkefnum, þannig að ég þekki vel til þeirra og þeir til mín. Hins vegar hef ég átt mjög skemmtileg ár hjá Íslandsbanka, enda er bankinn í mikilli alþjóðlegri sókn og hefur yfir að búa mjög öfl- ugu starfsfólki sem erfitt verður að skilja við.“ Hvernig var að starfa í bandaríska bankakerfinu? „Það var mjög skemmtilegt, enda er bankageirinn mjög þróaður í Bandaríkjunum. Hann er að mörgu leyti fyrirmynd evrópskra banka. Ís- lenska bankakerfið hefur þróast mjög hratt sl. 10 ár og það hefur ver- ið mjög gaman að vinna í því um- hverfi á síðustu árum og sérstaklega gaman að koma inn á íslenska mark- aðinn með reynsluna að utan.“ Var þetta stór banki sem þú varst hjá? „Þegar ég hætti var bankinn bú- inn að fara í gegnum tvo samruna og var orðinn sá fimmti stærsti í Bandaríkjunum í eignum talið. Svo kem ég heim til starfa í FBA og ári síðar fer hann í gegnum sameiningu við Íslandsbanka, þannig að það var eins og endurtekin upplifun fyrir mig.“ Verður mikil breyting á þínum dag- legu störfum við það að fara til Baugs? „Áherslurnar verða að einhverju leyti öðruvísi sem og verkefnin, en í grunninn eru markmiðin svipuð. Ég mun þó væntanlega fá tækifæri til að vinna talsvert með fyrrum sam- starfsmönnum mínum þó að ég muni sitja hinum megin borðsins. Þar fyr- ir utan er um minni vinnustað að ræða. Ég fór frá 100.000 manna vinnustað til FBA sem var með um 70 starfsmenn þegar ég byrjaði. Þaðan fór ég á 800 manna vinnustað, sem varð til við sameiningu Íslands- banka og FBA, og er nú að fara á 12 manna vinnustað sem er Baugur Group – þó að í heildina séu mun fleiri að vinna hjá Baugi.“ Munt þú taka þátt í fjárfestingar- verkefnum Baugs ID á Englandi? „Já, ég kem til með að koma inn í þau verkefni sem félagið hefur verið að vinna að þar í landi. Baugur er með mörg járn í eldinum og hefur verið að gera frábæra hluti og ég geri ráð fyrir að bankareynsla mín á alþjóðlegum vettvangi muni nýtast félaginu vel í þessum verkefnum. Auk þess er fyrirtækið í íslenskum fjárfestingum og ég kem inn í þau með sömu formerkjum. Það er ljóst að það verður enginn skortur á verk- efnum.“ Hvenær tekurðu formlega til starfa? „Ég er núna að ljúka mínum verk- efnum fyrir Íslandsbanka og reikna með að byrja hjá Baugi Group í júlí.“ Hvað gerirðu svo utan vinnutím- ans? „Ég reyni að vera með fjölskyld- unni eins mikið og mögulegt er en þess utan er golfið aðaláhugamálið. Við hjónin spilum mikið saman ásamt vinafólki okkar. Ég var keppnismaður í golfi í gamla daga og lék með öllum unglingalandsliðunum og síðan með A-landsliðinu á einu norðurlandamóti, þannig að ég var eitt sinn í toppbaráttunni á þeim vettvangi. Golfið var líka stór ástæða fyrir því að ég fór í bandarískan há- skóla því ég fékk styrk til að spila með skólaliðinu. Ég hætti svo öllu keppnisgolfi um það leyti sem ég fór í mitt mastersnám og ákvað að eiga það bara sem áhugamál í framtíð- inni.“ Ertu þá ekki sterkur á vinnustaða- golfmótunum? „Hingað til hef ég nú ekki spilað á mörgum slíkum. Íslandsbanki hélt hins vegar sitt árlega golfmót fyrir síðustu helgi. Ég hef undanfarin ár tekið þátt í að skipuleggja þessi mót og það er gaman að segja frá því að ég vann mótið í ár ásamt mínu liði. Þannig að það má segja að mitt loka- verk í bankanum hafi verið að sigra golfmótið.“ Golfari til Baugs Morgunblaðið/Arnaldur Gunnar S. Sigurðsson nýr fjármálastjóri Baugs Group hf. Gunnar S. Sigurðsson hefur verið ráðinn fjár- málastjóri Baugs Group hf. Starfssvið hans felst einkum í umsjón með öllum fjármálum félagsins, fjármögnun og umsjón með fjárfestinga- og um- breytingaverkefnum Baugs Group. Gunnar útskrif- aðist sem viðskiptafræðingur frá University of South Alabama árið 1993 og með MBA gráðu frá Pennsylv- ania State University árið 1995. Á árunum 1995– 1999 starfaði Gunnar hjá Bank One bankanum í Bandaríkjunum, fyrst sem lánastjóri á Alþjóðasviði og síðar sem viðskiptastjóri í Evrópudeild. Frá árinu 1999 hefur Gunnar starfað á Alþjóðasviði Íslands- banka sem forstöðumaður erlendra lánveitinga og sambankalána. Gunnar er kvæntur Jónínu Waagfjörð lektor við Háskóla Íslands og eiga þau tvo syni.  Gunnar Ingvi Þórisson, CCIE og netsér- fræðingur Sensa, hefur sérhæft sig í öryggis- málum og lausnum fyrir fyrirtæki og þjónustuað- ila. Árin 1995–1997 starfaði hann hjá Hug - forritaþróun hf. sem kerfisstjóri og hjá Aco- Tæknivali árin 1997– 2003 sem sérfræðingur í netlausnum. Gunnar hefur rekið tvær Internetþjónustur sem hann var hluthafi í. Gunnar er í sam- búð með Lindu Björk Bjarnadóttur.  Guðmundur Þór Jóhannsson CCNP er netsérfræðingur Sensa. Guðmundur er sérfræð- ingur í lausnum er snúa að þráðlausum sam- skiptum, IP Telephony og Network security. Guðmundur starfaði hjá Nýherja árin 1994– 1996. Árin 1996–2003 starfaði Guðmundur sem sérfræðingur í netlausnum hjá AcoTæknivali. Guð- mundur er kvæntur Lilju Sigurjónsdóttur og eiga þau eitt barn.  Kristján Ólafur Eðvarðsson CCNP er netsérfræðingur Sensa. Auk CCNP gráðunnar er Kristján með sérfræði- gráðu í lausnum er snúa að þráðlausum sam- skiptum. Kristján starf- aði við netstjórnun og stafræna prentun hjá Samskipti ehf. árin 1997–2000. Árin 2000–2003 starfði Kristján sem sérfræðingur í netlausnum hjá AcoTæknivali. Kristján er í sambúð með Þorgerði Þorvaldsdóttur og eiga þau eitt barn.  Ólafur Jóhann Ólafsson, rafmagnsverk- fræðingur M.Sc. og CCNA, er tæknistjóri Sensa. Ólafur starfaði hjá Flugmálastjórn frá 1993 –1996 við þróun fluggagnakerfa ásamt kerfisumsjón. Hjá Hug- búnaðarhúsinu Kuggur 1996–1998 og hjá Tæknivali árin 1999–2003, síðast sem þjónustustjóri Kjarnasviðs. Ólafur er ann- ar af stofnendum Sensa ehf. Ólafur er kvæntur Sigríði Einarsdóttur og eiga þau þrjú börn.  Ómar Henningsson, rafeindatækni- fræðingur og CCIE, net- sérfræðingur Sensa, er einn reynslumesti net- lausnasérfræðingur landsins. Hann hefur komið að hönnun, upp- setningu og rekstri margra netkerfa. Ómar starfaði hjá Tölvusamskiptum árin 1992–1994 og hjá AcoTæknivali árin 1994–2003 sem sér- fræðingur í netlausnum. Ómar er kvæntur Elísabetu Pétursdóttur og eiga þau þrjú börn.  Sigurður Magnús Jónsson kerfisfræð- ingur er viðskiptastjóri Sensa ehf. Sigurður starfaði hjá AcoTækni- vali árin 1999–2003 sem vörustjóri netbún- aðar á Kjarnasviði. Hann hefur áður starfað hjá Skráningarstofu og Glitni. Sigurður er kvæntur Herdísi Þorláksdóttur og eiga þau tvö börn.  Valgerður Hrund Skúladóttir, rafmagns- verkfræðingur/MBA er framkvæmdastjóri Sensa. Valgerður starf- aði hjá AcoTæknivali ár- in 1994–2002, síðast sem framkvæmdastjóri Kjarnasviðs. Áður starf- aði Valgerður sem deild- arstjóri rafmagnsdeildar hjá Jóhanni Ólafssyni og Co. Valgerður er annar af stofnendum Sensa ehf. Nýir starfmenn Sensa ehf.                  !   "#$    %    " & ' (  ( " )'    )     $   )'  $  *+ )$ , ( -   -  -) .  !  " / "      & ) )'     *       $ , ) ' " 0 +  )  ) " ● INFORMATION Management (IM) og 14 sjúkraþjálfarastofnanir á Ís- landi hafa gert með sér samning um smíði IM á upplýsingakerfi fyrir sjúkra- þjálfara. „Markmiðið með smíði hins nýja kerfis er meðal annars að styðja við markvissa sjúkraskráningu og leggja grunn að verðmætum þekking- argrunni með því að samræma og stuðla að einsleitni rafrænna sjúkra- skráninga,“ að því er segir í frétta- tilkynningu. Smíði hins nýja upplýs- ingakerfis er samstarfsverkefni 14 sjúkraþjálfarastofa og IM. Mikil und- irbúningsvinna hefur farið fram á und- anförnum mánuðum en gert er ráð fyr- ir að kerfið verði tilbúið til notkunar fyrri hluta næsta árs. IM semur við sjúkraþjálfara ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.