Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.2003, Blaðsíða 2
Reykjavík – Þekkt atvinnuhúsnæði vekur ávallt athygli, þegar það kem- ur í sölu. Hjá fasteignasölunni Kjör- eign eru nú til sölu húseignir Ísarns ehf. og Landleiða ehf. við Skógar- hlíð 10 í Reykjavík. Annars vegar er um að ræða steinsteypta skrifstofubyggingu, framhús sem er kjallari og tvær hæðir og alls 1.310 ferm og hins vegar bakbyggingu (verkstæðis- byggingu) sem er 820 ferm og teng- ist framhúsinu með tengibyggingu. Mikið athafnasvæði er umhverfis húsin, stór malbikuð lóð, sem er alls 8.968 ferm, og tilheyra hinu selda 5.783 ferm af lóðinni. Aðkoma er góð og húsin hafa fengið nokkurt viðhald. Byggingarréttur fylgir eignunum, sem seljast saman. Ósk- að er eftir tilboðum. Inngangur í framhúsið er á mið- hæðinni að framanverðu um rúm- góða dúklagða forstofu. Léttur stigi er milli hæða, en lyfta er ekki í hús- inu. Stórir gluggar eru á neðstu hæðinni að framanverðu og að vest- anverðu og hægt að komast inn á þessa hæð á vesturgaflinum. Efri hæðin er með gluggum á fjóra vegu og er talsvert innréttuð. Í kjallaranum eru gluggar að vestanverðu. Norðurhluti kjallarans er með lítilli lofthæð eða um 2 m en lofthæð í syðri hluta kjallarans er tæpir 3 m. Kjallarinn er lagerhús- næði með inngangi að vestanverðu og einnig innkeyrsludyrum. Spenni- stöð er í hluta kjallarans. Miðhæðin er með mikilli lofthæð að framanverðu en gengið er upp nokkrar tröppur í syðri hluta hæð- arinnar. Fremri hlutinn er dúklagð- ur salur en innri hlutinn er með her- bergjum og snyrtingu. Efri hæðin er með stórum her- bergjum og miðrými, sem nýtist undir skjalageymslur, vélaaðstöðu og móttöku. Herbergin eru skipt- anleg og hæðin er dúklögð. Loft- ræsting er í miðkjarnanum og snyrtingar eru á hæðinni. Hæðin er í útleigu til Háskóla Íslands og er nýtt sem kennsluhúsnæði. Verkstæðisbyggingin er rúmgóð og með mikilli lofthæð. Þessi bygg- ing er sambyggð framhúsinu og seljast eignirnar saman. samkvæmt framansögðu. Byggingin er með níu innkeyrsludyrum á vesturhliðinni og með þremur verkstæðis- og olíu- gryfjum. Gluggar eru á vesturhlið- inni og á suðurgaflinum og einnig er ofanbirta. Milli framhúss og verkstæðisins er tengibygging, sem skiptist í skrifstofu, kaffistofu, geymslu og snyrtingar. Skógarhlíð 10 2 C MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Klapparhlíð - 2ja herb. Mjög góð 2ja herbergja, 63 m2 íbúð á jarðhæð í nýju fjölbýl- ishúsi með sérinngangi og sérgarði. Gott svefn- herbergi með fataskáp úr kirsuberjavið, flísalagt baðherbergi m. sturtu og fallegt eldhús m. kirsu- berja innréttingu. Úr stofu er gengið út í góðan suður-vesturgarð. Verð kr. 10,2 m - Áhv. 4,5 m. Klapparhlíð - 2ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* 65 fm 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli með geymslu. Rúmgott svefnher- bergi m. mahóný-skáp, baðherbergi með sturtu, sérþvottahús, mahóný-eldhúsinnrétting og björt stofa. Góðar suðursvalir með mjög miklu útsýni. Sérinngangur af opnum stigagangi. Verð 10,4, m - áhv. 7,0 m. LAUS STRAX. Þverholt - 2ja herb. Nýuppgerð 64 m2, 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinn- gangi í miðbæ Mosfellsbæjar. Gott svefnherbergi, eldhúskrókur með kirsuberja innréttingu, björt stofa, flísalagt baðherbergi með sturtu, og góð geymsla/leikherbergi. Flísar og teppi á gólfum. Verð kr. 10,2 - áhv. 6,9 m. Laus strax. Dvergholt - 2ja herb. 51,2 m2 ósamþykkt íbúð í kjallara í 3-býlishúsi með miklu útsýni. Íbúðin skipstist í góða stofu með fallegu útsýni, eldhúskrók, borðkrók, svefnherbergi og baðherbergi m. sturtu. Stutt í þjónustu, skóla og hesthúsahverfið. Verð kr. 6,2 m - áhv. 3,4 m. Miðholt - 3ja herb. Falleg 83,5 m2 íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli í miðbæ Mosfellsb. Tvö rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi m. sturtu, stofa , eldhús með góðum borðkrók, þvottahús/búr og geymsla. Kirsuberjaparket á stofu, holi og eldhúsi, en dúkur á herbergjum og baði. Verð kr. 10,7 - áhv. 6,7 m. Laus fljótlega. Klapparhlíð - 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Glæsileg 75 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli með sérinngangi. 2 góð svefnherbergi með mahóný-skápum, stórt bað- herbergi og þvottahús, góð geymsla/vinnuher- bergi, stofa og sérlega fallegt eldhús úr mahóný. Pergo-parket á íbúðinni, en flísar á baði, þvotta- húsi og forstofu. Verð 13,3 m - áhv. 7,7 m. Laus fljótlega. Þverholt - 3ra herb. Rúmgóð 114,4 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli í miðbæ Mosfellsbæjar. Barnaherbergi og rúm- gott hjónaherbergi m. fataherb. Eldhús með borð- krók, góð stofa. Baðherbergi með kari og sturtu og inn af því er sérþvottahús. Stutt í alla þjónustu Verð kr. 12,1 m. Bugðutangi - raðhús m. bíl- skúr Gott 205 m2 endaraðhús á tveimur hæð- um með bílskúr. Björt og opin efri hæð með stórri stofu, eldhúsi, baðherb., og 2 svefnherbergjum. Á jarðhæð eru 2-3 svefnherbergi, hol og þvottahús, ásamt bílskúr. Þetta er íbúð með möguleika á út- leigu. Verð kr. 18,9 m. - áhv. 11,7 m. Krókabyggð - parhús Glæsilegt 186 fm parhús á 2 hæðum ásamt 34 fm bílskúr og fallegum garði. Á jarðhæð er gott eldhús, stór stofa, borðstofa, þvottahús m. sérútgangi og gesta wc. Á efri hæð er sjónvarpsstofa með arni, stórt hjónaherbergi, 2 barnaherbergi og baðher- bergi m. sturtu og heitum potti. Verð kr. 23,5 m - áhv. 8,3 m. Hlíðarás - einbýli/tvíbýli Stórt og mikið 407 fm einbýlishús á 2 hæðum með tvöföldum bílskúr. Fallegt einbýli í botn- langa við óbyggt svæði m. gríðarmiklu útsýni yfir Mosfellsbæ. Hugmyndir eru um að skipta húsinu í tvær 150 m2 íbúðir auk 44 m2 bílskúrs og kjallara undir bílskúr. Verð 29,5 m. Arnarfell - Einstök staðsetn. Virðulegt 292 m2 einbýlishús með tvöföldum bíl- skúr, á sérlega fallegum stað við Reykjalund í Mosfellsbæ. Húsið er á 0,75 ha eignarlóð sem stendur hátt með gríðarmiklu útsýni yfir Mosfells- bæinn. Í húsinu eru m.a. 6 svefnherbergi, stór og falleg stofa og 55 m2 bílskúr. Þetta er einstök staðsetning með mikla möguleika. Bugðutangi - stórt einbýli Glæsilegt einbýlishús á 2 hæðum með möguleika á aukaíbúð. Aðal- hæð skiptist í stóra stofu, borðstofu, eldhús, sjónvarpshol og 4-5 svefn- herbergi, en á neðri hæð eru m.a. tvö stór unglingaherbergi, baðherbergi og billiardherbergi. Mjög fallegur garður með heitum potti og timbur- verönd. Stórt bílaplan og gönguleið að húsi er hellusteypt m. snjó- bræðslu. Verð kr. 29,7 m. Fálkahöfði - 3ja herb. + bílskúr *NÝTT Á SKRÁ* Mjög falleg 104 m2, 3ja herbergja íbúð á jarðhæð ásamt 27 m2 bílskúr. Íbúðin skiptist í 2 góð svefnherbergi, flísalagt baðherbergi með sturtu og kari, sjónvarpshol, eld- hús með borðkrók, sérþvottahús og stóra og bjarta stofu. Úr stofu er gengið út á skjólgóða timbverönd og hellulagðan sérgarð í suð-vestur. Verð kr. 15,5 m - Laus strax. Fálkahöfði - 4ra herb. *NÝTT Á SKRÁ* Rúmgóð 123 m2, 4ra herbergja íbúð á 2. hæð með sér- inngangi og svölum með miklu út- sýni. 3 góð svefnherbergi, eldhús með góðri innréttingu og borðkrók. Stór stofa og gott sjónvarpshol, sér- þvottahús og geymsla. Glæsilegt út- sýni af suð-vestursvölum, stutt í skóla, leikskóla og á golfvöllinn. Verð kr. 15,5 m. - Laus fljótlega. Efnisyfirlit Ásbyrgi ........................................ 28 Berg .............................................. 39 Bifröst .......................................... 29 Borgir ................................... 44–45 Eign.is ........................................... 15 Eignaborg ..................................... 31 Eignalistinn ................................ 38 Eignamiðlun ......................... 20–21 Eignaval ............................... 32–33 Fasteign.is ..................................... 9 Fasteignamarkaðurinn ...... 30–31 Fasteignamiðstöðin .................. 34 Fasteignasala Mosfellsb ..... 2–34 Fasteignasala Íslands ............... 17 Fasteignastofan ........................... 4 Fasteignaþing .............................. 10 Fjárfesting .................................. 42 Fold ................................................ 18 Foss ................................................. 11 Garður ............................................. 5 Gimli ........................................ 16–17 Heimili ............................................. 5 Híbýli ............................................ 27 Hóll ........................................ 24–25 Hraunhamar ............................. 6–7 Húsakaup ...................................... 19 Húsavík ......................................... 14 Húsið .................................... 46–47 Húseign ........................................ 47 Höfði .............................. 35–36–37 Kjöreign ....................................... 43 Laufás .......................................... 48 Lundur ................................... 40–41 Lyngvík ........................................... 3 Miðborg ................................ 22–23 Skeifan ............................................ 8 Smárinn ............................... 46–47 Stakfell ........................................ 23 Valhöll ..................................... 12–13 VOPNAÐIR vilja og lánsloforði upp á vasann leggja margir upp í húsnæð- iskaupin. En hvernig er best að leita að húsnæði sem hentar fjölskyld- unni? Jú, með raunsæi, þolinmæði og góðum ráðum. Hvar og hversu dýrt Flestir eru nokkuð vissir um hvar þeir vilja búa og hvað þeir geta borg- að fyrir húsnæðið. Ef þetta er ekki á hreinu er best að gera það upp við sig strax í byrjun. Þótt bankinn sé búinn að gera greiðsluáætlun og meta greiðslugetu þína er það ekki trygging fyrir því að þú getir borgað af lánum sem þér standa til boða. Taktu með í reikning- inn að ýmis óvænt útgjöld eiga eftir að koma upp á borðið, s.s. frí, veik- indi, viðgerðarkostnaður og fleira sem erfitt er að sjá fyrir. Sá sem ekki reiknar með óvæntum kostnaði getur lent í óvæntum erfiðleikum. Að þurfa og vilja Gerðu strax greinarmun á því sem þú þarft og því sem þig langar í. Kannski þarftu tvö svefnherbergi en langar til að hafa þau þrjú til að geta hýst gesti. Sumir gætu líka vel hugs- að sér að eiga tvöfaldan bílskúr þótt einn venjulegur dugi alveg. Vonandi getur þú leyft þér að kaupa það sem þú vilt, en það er samt nauðsynlegt að setja réttu hlutina í forgangsröð. Skoðunarlisti Áður en þú ferð að skoða húsnæði í boði væri skynsamlegt að búa sér til lista með þeim atriðum sem skipta mestu máli. Það hjálpar til við að fækka valkostunum og leiðir hugann að aðalatriðunum þegar á staðinn er komið. Hér eru nokkur minnisatriði af list- um fólks í skoðunarhugleiðingum: Vandaðar innréttingar, nóg borð- pláss í eldhúsi, gluggi á baðherbergi, skápar í hjónaherbergi, gróin lóð, steypt bílastæði, nálægð við skóla, engar utanhúsströppur, geymsla, aukabaðherbergi, fallegt útsýni, og svo mætti lengi telja. Góð ráð á lokasprettinum Þegar maður er búinn að sjá eitt- hvað sem vekur áhuga er best að fara aftur að skoða og vera þá búinn að ákveða fyrirfram hverju eigi að huga betur að. Hér eru nokkur góð ráð til þeirra sem eru að fara í annað skipti:  Taktu með þér myndavél og mynd- aðu húsið og jafnvel nánasta um- hverfi þess. Þetta hjálpar þér að skoða hug þinn betur þegar þú sest niður til að taka ákvörðun.  Rifjaðu upp skoðunarlistann þinn og berðu saman það sem þú „þarft“ og það sem þú „vilt“. Ef þetta tvennt fer ekki saman er það þitt að dæma hvað verður að víkja.  Fáðu einhvern sem þú treystir til að skoða með þér. Veldu einhvern sem hefur vit á málinu og er nógu heiðarlegur til að segja þér sann- leikann en ekki bara það sem þú vilt heyra.  Mundu eftir viðgerðarkostnaði. Skoðaðu húsnæðið með tilliti til þess.  Láttu ekki smámuni trufla þig. Ljóti avókadóliturinn á svefnher- berginu skiptir engu máli því vegg- ina er hægt að mála. Það er hins vegar verra að þurfa að skipta út fallega franska glugganum vegna þess að hann er fúinn.  Ekki láta reka á eftir þér. Sumir fasteignasalar eiga það til að pota óþyrmilega í fólk meðan það er að hugsa. Taktu þér þinn tíma, það borgar sig. Í kauphug Jóhanna G. Harðardóttir/ bestla@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.