Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRGU Stefánsdótturþekkja margir frá því húnsöng fyrir Íslands hönd ísöngvakeppni evrópska sjón- varpsstöðva um árið og lék í nokkr- um kvikmyndum. Hún lauk námi í leiklist frá Neighborhood Playhouse School of the Theatre í New York ár- ið 1998 og hefur unnið að leiklistinni síðan, sl. ár hefur hún starfað hjá Möguleikhúsinu sem er leikhús fyrir börn. Ingibjörg hefur einnig mennt- að sig sem jógakennara og starfar sem slíkur í Kramhúsinu. Hún kynntist Lovísu Lóu Sigurð- ardóttur í enn einni vinnunni sinni, á veitingastaðnum Grænum kosti. „Við erum ekki bara að búa til nýjan og góðan mat, heldur vakna líka fullt af góðum hugmyndum sem við erum alltaf að kasta á milli í vinnunni,“ segja þær brosandi. Lóa er mynd- listarmaður, menntuð í Finnlandi. Hún lærði svo að vera trúður og bætti við sig námi í látbragðsleik frá trúðaskóla í Kaupmannahöfn. Trúðsnámið nýtist í daglegu lífi Trúðsnám er oft haft hluti af leik- listarnámi en Lóa kemur að því ann- ars staðar frá. Námið byggist á forminu „Commedia dell’arte“ sem felur í sér látbragðsleik, trúðsnám, persónusköpun ýmiss konar, mikla líkamstjáningu og byggist á því að nota grímur sem hver og ein hefur sinn persónuleika. „Þeir sem fara í þennan skóla eru ekki endilega að sækjast eftir því að verða leikarar. Ég fór í þetta upphaflega af því ég var búin að gera svo mikið af gjörn- ingum þegar ég var í myndlistar- námi. Mér fannst ég vera svo mikill trúður einhvern veginn. Stundum þarf maður að vera auðmjúkur til að fá upplýsingar, því ef maður er ein- hver besservisser er bara lokað á mann.“ Lóa segist lítið hafa notað trúðs- námið sem slíkt en hún hefur þó komið fram sem trúður og túlkað ljóð með látbragðsleik. „En þetta nýtist manni bara vel með sjálfan sig. Þetta er góður skóli, maður er í raun að sætta sig við sína misbresti,“ segir trúðurinn með bros á vör. Götuleikhús heillar Lóu, en slíkt hef- ur vart unnið sér sess enn hér á landi, að hennar mati. Úti í Kaup- mannahöfn tók hún sig til og fór út til Litlu hafmeyjarinnar og kom fram. „Mér finnst gaman að blanda saman myndlistinni og látbragðsleiknum. Ég tók því ramma með mér og ætlaði að mála fólk. Svo lenti ég bara í miðju maraþonhlaupi. Ég tók mið af aðstæðum og nýtti mér umhverfið, fór að vísa þátttakendum veginn, fékk svo lánaðan kúst og fór að sópa, þetta var ótrúlega skemmtilegt. Trúðurinn nefnilega spilar úr því sem er að gerast. Maður er ekki að leika heldur að koma fram. Maður þarf að vera undir það búinn að allt geti gerst og innsæið skiptir miklu máli.“ Lóa fæst mikið við myndlistina og heldur vinnustofusýningu á hverju ári. Hún málar olíumyndir á striga, það sem hún kallar sviðsmyndir úr lífinu. Núna er sýning eftir hana á ferð um landið og er um þessar mundir í Rauða húsinu á Eyrar- bakka. Í ágúst verður sýningin kom- in til Hvammstanga, og svo í Menn- ingarhúsið á Hornarfirði í september, á Kaffi Karólínu á Akureyri í október, á Sólon í Reykja- vík í nóvember og í Neskaupstað í janúar. Börn eru svo hugmyndarík „Við höfum alltaf náð svo vel sam- an og ég held að ein ástæðan fyrir því sé að við lærðum báðar í útlönd- um og erum í svipuðum sporum hér heima þess vegna. Eftir listnám er- lendis er maður ekki í miklum tengslum við listheiminn hér heima. Það getur líka verið jákvætt af því maður þarf bara að taka af skarið og gera eitthvað,“ segir Lóa. „Okkur datt í hug að það væri gaman að vinna með skapandi börn- um og ákváðum að slá til,“ segir Ingibjörg. Námskeiðið þeirra, List- námskeið fyrir börn sem vilja skapa og leika sér, er haldið í Kramhúsinu og stendur yfir í þessari og næstu viku. Það er ætlað 9–12 ára börnum, en bæði stelpur og strákar eru skráð og þau eru í leiklist, myndlist, leikj- um, jóga, látbragði og hreyfingu, búa til grímur og leika trúða. Þær stöllur segjast jafnvel ætla að halda annað námskeið í ágúst ef þetta gengur vel. Dagskráin liggur fyrir en þær vilja ekki leggja of mikla áherslu á að fylgja henni. „Það gerist svo margt þegar hópurinn hittist, börnin eru svo hugmyndarík og opin og við hlökkum alveg rosalega til,“ segir Lóa iðandi í skinninu. Leikjanámskeið fyrir fullorðna Þær hafa báðar nokkra reynslu af því að vinna með krökkum. Leikir eru fyrirferðarmiklir á námskeiðinu og sjálf hefur Ingibjörg farið á nám- skeið fyrir kennara þar sem þátttak- endur fóru í alla leikina sem svo eru kenndir börnunum. „Mér finnst bara að það ætti að vera svona leikjanám- skeið fyrir fullorðna, þetta var svo gaman,“ segir hún með glampa í augunum. Þessari hugmynd eiga þær örugglega eftir að kasta á milli sín í framtíðinni. Ingibjörg segist sjálf vera algjört fiðrildi og hafa komist að þeirri nið- urstöðu að hún eigi ekki að einbeita sér að einhverju einu, þótt hún hafi reynt. Hún var á Indlandi í vor þar sem hún drakk í sig fróðleik um jóga. Í haust verður tónlistin í fyrsta sæti, þótt leiklistin og jógað eigi áfram sinn sess. „Nú er ég að semja mína eigin tónlist og finn mig rosalega vel í því. Ég var mikið í tónlist áður og hún hefur alltaf verið mikið í mér, ég hef saknað hennar. Nú er ég mjög líklega að fara að vinna með nokkr- um tónlistarmönnum og einnig að vinna að tónlistarverkefni fyrir leik- hús,“ segir hún. Börnin á námskeiðinu búa til grímur og nota þær í leik. Trúðurinn þróast líka út í gegn, að sögn nám- skeiðshaldaranna. „Við byrjum mjög rólega, kynnum allt fyrir krökkunum og byggjum svo ofan á það,“ segir Ingibjörg. Umhverfið er líka skoðað og það notað í sköpuninni og Ingi- björg nefnir listaverk úr drasli í því sambandi. Það er greinilegt að ímyndunaraflið er notað og þátttak- endur skemmta sér vel. Skapandi Morgunblaðið/Arnaldur Börnin fara m.a. í leiki og jóga á listnámskeiðinu og búa til grímur sem þau svo nota í leiklistinni. Allur barnahópurinn í fullum skrúða. Börnin eru á aldrinum 9-12 ára. Lovísa Lóa Sigurðardóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir kenna börnunum á listnámskeiðinu í Kramhúsinu. steingerdur@mbl.is trúðar LITLIR OG STÓRIR Listnámskeið fyrir börn sem vilja skapa og leika sér er nú haldið í Kramhúsinu. Á meðal þess sem börnin gera er að leika trúða, búa til grímur, fara í jóga og leika sér með kennurunum sínum sem finnst það jafn- gaman. Steingerður Ólafsdóttir talaði við Ingibjörgu Stefáns- dóttur leikkonu og jógakennara og Lovísu Lóu Sigurð- ardóttur trúð og myndlistarmann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.