Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 B 3 Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnanesi, sími 5611680. iðunn tískuverslun ÚTSALA 20-50% afsláttur Á SÝNINGU semnýlega var opn-uð í Tískusafn-inu í Hasselt í Belgíu gefur að líta hand- töskur frá þekktum hönn- uðum á borð við Yves Sa- int Laurent, Moschino, Philip Starck, Kenzo og fleiri. Væri það svo sem ekki í frásögur færandi hér heima, nema fyrir þær sakir að meðal sýnenda er Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, bú- sett í Hollandi þar sem hún er á þriðja ári í hönnunarnámi. Ekki er ýkja langt síðan konan sú stóð við smíðabekk norður í Aðal- dal með hóp grunnskólanemenda í kringum sig, en á fáeinum árum hefur tilveran tekið nýja stefnu. Grunlaus um stjörnurnar „Á sýningunni eru þessir stóru hönnuðir allir saman, en svo voru tíu ungir hönnuðir valdir til þess að sýna það sem koma skal. Kenn- aranum mínum fannst taskan mín sniðug, sendi hana inn og hún var valin,“ útskýrir Guðrún Lilja blátt áfram, innt eftir tildrögunum. Sýn- ingin mun standa út árið, þannig að þeir sem leið eiga um Belgíu, geta rekið inn nefið ef þá lystir. „Þetta er handtöskusýning og engin til- viljun að hún skuli haldin í Belgíu, enda landið talið eins konar mið- punktur töskuhönnunar í álfunni. Þar eru þekkt fyrirtæki, eins og Delvaux, sem framleiða frægar og dýrar töskur, en þeir eru hins veg- ar fremur íhaldssamir og myndu aldrei þora að framleiða rassa- tösku eins og mína,“ bætir hún hlæjandi við, en það sem einmitt þykir sérstakt við hönnun Guðrún- ar Lilju er frökk nálgun við líkam- ann ásamt ótvíræðu notagildi. Taskan nefnist Cover Your Ass eða Passaðu rassinn og á hana er prentuð mynd af sitjanda, annars vegar karlmannsrassi í blúndu- nærbuxum og hins vegar botni blökkukonu. Að innanverðu gefur að líta skávöðva í rauðum litum, sem gefur til kynna að öll séum við eins að innanverðu. Þá er taskan með mjúku milliefni, þannig að til- valið er að tylla sér á hana ef þreyt- an fer að segja til sín í kokteil- boðum eða bæjarferð. Og hún hentar að sjálfsögðu körlum og konum á öllum aldri. Af öðrum töskum á sýningunni, sem gefur yfirlit yfir strauma og stefnur, kveðst Guðrún Lilja hafa tekið sérstaklega eftir svonefndum „verndarenglum“, en það eru kven- veski með innbyggðum einföldum vopnum, lendi konur í greipum skuggalegra manna. En áður en sagt er skilið við sýn- inguna, er Guðrún Lilja spurð hvort stóru nöfnin hafi sjálf verið viðstödd opnunina. „Veistu, ég myndi ekki þekkja þessa menn í sjón, þannig að ég get eiginlega ekki svarað því,“ segir hún og hlær. „En sumir þarna voru þó greinilega „heitir“ í hátísku- bransanum – það var augljóst af klæðaburðinum og ekki síður af móttökunum sem þeir fengu.“ Fjórir fætur stóls eru þrír … Guðrún Lilja lætur annars vel af náminu við Hönnunarakademíuna í Eindhoven, þar sem hún nemur við þverfaglega deild sem nefnist Mað- ur & tilvera. Heiti deildanna gefa hugboð um að skólinn sé vel með á nótum samtímans, en hinar deild- irnar nefnast Hreyfanleiki, Virkni, Sjálfsmynd, Maður & mennska, Samskipti, Maður & makindi og Verkstæði, sem er handverks- deildin. „Námið snýst um ýmislegt fleira en að hanna nytjahluti – sum verkefnin nálgast fremur konsept- list – en allt sem við gerum snýr að nánasta umhverfi mannsins. Sem dæmi hannaði ég nýlega óléttukjól sem er þannig að barnið sést sparka, með hjálp fljótandi krist- alla sem eru á bumbunni,“ segir Guðrún Lilja og kveðst sérlega ánægð með það frelsi sem nem- endum skólans er veitt í hug- myndavinnunni. „Ég held líka að hönnun sé svo- lítið að breytast, almennt séð, og fari hægt og sígandi nær lista- brautinni. Og það er gaman að vera í skóla á slíkum tímapunkti.“ Nýjasta verkefni hennar, sýning í gamalli kakóverksmiðju, er ein- mitt í þannig anda; (nytja)list frá nýju sjónarhorni. „Þetta er fyrsta einkasýningin mín og hún verður opnuð núna um helgina. Þannig er að ég hef haft gestastúdíó til umráða að undan- förnu, og því fylgir að halda sýn- ingu í lokin. Hún fer fram í De Nederlandshe Cacaofabriek, sem er kannski á svipuðum nótum og Nýlistasafnið í Reykjavík – leitast við að sýna það sem er að gerast. Eitt verkið er innsetning um stóla og langt frá því að vera jafn „fúnk- sjónal“ og áðurnefndar töskur. Ég leitast við að finna hið ljóðræna í hversdagslegum hlutum þannig að innsetningin byggist á skúlptúr, ljósmyndum og orðum,“ útskýrir Guðrún Lilja og gefur dæmi: „Fjór- ir fætur stóls eru þrír: vinstri og hægri.“ Úr Aðaldal út í heim Sem fyrr segir er Guðrún Lilja á þriðja ári námsins og á þannig eitt ár eftir. Inn í námið hafði hún með sér ýmiss konar reynslufarangur sem hún kveður hafa komið sér vel. „Ég lærði húsgagnasmíði í Iðnskól- anum í Reykjavík og stundaði einn- ig myndlistarnám við Myndlista- skólann á Akureyri. Löngu áður hafði ég svo lært kvikmynda- og leikhúsförðun í Bretlandi þar sem ég lærði handbragð við smíði hvers kyns gerva og gríma. Allt þetta hefur nýst mér hér,“ segir hún og bætir við að þótt Mið-Evrópa hafi virkað yfirþyrmandi við tilhugs- unina, hafi komið á daginn að allt sé í raun jafn viðráðanlegt og heima. Kannski ekki jafn rólegt og í Aðaldalnum, þar sem hún bjó áð- ur með fjölskyldunni, en viðráðan- legt engu að síður. – Ertu úr Aðaldalnum? „Ég er fædd þar en ólst hins veg- ar upp í Reykjavík – dvaldist reyndar oft fyrir norðan á sumrin. Síðar kom að því að okkur hjónin langaði einfaldlega að prófa að búa í sveit, þannig að við fluttum af Hverfisgötunni og norður. Þar kenndi ég smíði, og tók síðar upp á því að aka inn til Akureyrar í myndlistarnámið, en maðurinn minn vann við grafíska hönnun. Þetta urðu óvart átta ár, en á end- anum fannst okkur tilveran einum of róleg og þægileg þannig að við ákváðum að taka skrefið út í heim. Og við sjáum alls ekki eftir því. Börnin þrjú hafa aðlagast fljótt og vel og náð tökum á málinu og mað- urinn minn, Jón Ásgeir, er einfald- lega beinlínutengdur við vinnuveit- anda sinn á Íslandi.“ Og þrátt fyrir stífan undirbúning vegna opnunarinnar, og lokapróf annarinnar sem verður á þriðju- dag, er Guðrún Lilja hæstánægð með þá stöðu sem upp er komin. „Já, það er gaman að hafa nóg fyrir stafni og frelsi til að útfæra eigin hugmyndir.“ Taskan Passaðu rassinn í tveimur útfærslum. Fóðrið er prýtt skávöðvum sem árétta að allir eru eins undir húðinni. Við erum öll eins að innan Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir utan við Tískusafnið í Hasselt í Belgíu. Stoltur tösku eigandi mætt ur með gripinn á strö ndina! Taska er ekki bara taska heldur sæti og pólitík og lífeðlisfræði. Sigurbjörg Þrastar- dóttir sló á þráðinn til Íslendings í Hollandi sem fékk hönnun sína sýnda með Kenzo og Philip Starck. TENGLAR .............................................. www.bility.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.