Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐEFNI ERLEND flugvél flaug hættu-lega lágt yfir húsþökum í Þing-holtunum á sunnudag, en hún átti að lenda á Reykja-víkur-flugvelli. Lág- skýjað var þennan dag og var hæðar-mælir vélarinnar rangt stilltur. Hún var því mun nær jörðu en hún átti að vera. Vélin komst inn á miðja flug-braut Reykja-víkur-flugvallar, þar rétt snerti hún flug-brautina og tók á loft aftur. Flugturn skipaði þá flug-manninum að beygja til hægri. Hann beygði hins vegar til vinstri fyrir mistök og flaug inn í Fossvog þar sem hann lenti aftur í skýja-þykkni. Flug-maðurinn náði að snúa vélinni við og lenda á Reykja-víkur-flugvelli. Aðeins tveir menn voru í vélinni en lög-reglan tók skýrslu af þeim eftir lendinguna. Morgunblaðið/Júlíus Flaug hættulega lágt MIKIÐ uppnám varð á Evrópu-þinginu á miðviku-dag er Silvio Berlusconi, forsætis-ráðherra Ítalíu, sem nú er í forsæti innan Evrópu-sambandsins, ESB, missti stjórn á skapi sínu. Sagði hann við þýskan þing-mann, sem gripið hafði fram í fyrir honum, að hann væri vel til þess fallinn að koma fram í kvik-mynd og leika vörð í fanga-búðum þýskra nasista. Að undan-förnu hafa margir hneykslast á því, að Berlusc- oni skuli verða í forystu fyrir ESB en hann hefur verið fyrir rétti á Ítalíu vegna ákæru um spillingu. Hann bætti síðan ekki um fyrir sér er hann fékk ítalska þingið til að sam- þykkja, að hann og fjórir aðrir æðstu menn ríkisins nytu frið- helgi meðan þeir gegndu emb- ætti. Þar með ónýtti hann réttar-höldin yfir sér. Vegna þessa reið á miklu fyrir hann, að allt gengi vel er hann kæmi fyrir Evrópu-þingið en það fór á annan veg. Hafa svör hans við frammí-kalli þýska þing-mannsins vakið hneykslan um alla Evrópu, jafnt á Ítalíu sem annars stað- ar. Gerhard Schröder, kanslari Þýska-lands, krafðist þess, að Berlusconi bæðist formlega afsökunar á orðum sínum en hann var þó tregur til þess. Uppnám vegna yfir- lýsinga Berlusconis ÍSLENSKA rapp-hljóm-sveitin Quarashi mun láta að sér kveða á ný á næstunni eftir að hafa haft hljótt um sig undan-farna mánuði. Manna-breytingar hafa átt sér stað í hljómsveitinni. Höskuldur Ólafsson hætti og snéri sér að háskóla-námi og leigu-gítar-istinn Smári Tarfur hvarf einnig á braut. Eftir kær-komið frí frá tón- leika-haldi og ferða-lögum brugðu þeir sem eftir voru í sveitinni sér í hljóð-ver fyrir skemmstu og tóku upp nýtt lag. Lagið, sem er „partí-lag“ að sögn Sölva Blöndal, tals- manns Quarashi, er þegar far- ið að hljóma í útvarpi. Í laginu kemur til sögunnar nýr rappari, ungur Íslendingur sem kallar sig Opee en heitir Ólafur Torfason réttu nafni. Undir Opee-nafninu átti hann lag á Bumsquad-safn-plötunni sem kom út fyrir síðustu jól en hann er ekki enn orðinn full- gildur liðs-maður í Quarashi. Þótt Quarashi sé komin á stjá á ný er nýrrar plötu samt ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Qarashi og nýi rapparinn Opee, lengst til vinstri. Quarashi komin á kreik JÚNÍ-MÁNUÐUR var mjög hlýr um allt land. Í Reykjavík var meðal-hitinn 11,3°C og hefur hitinn ekki verið meiri í 62 ár, eða síðan í júní 1941, segir Þóranna Pálsdóttir veður-fræðingur. Á Akureyri var meðal-hitinn í júní 10,6°C. Veðrið hefur verið einstak-lega gott alls staðar á landinu frá því í janúar. Fyrstu sex mánuði ársins var meðal-hitinn í Reykjavík 5,1°C en á Akureyri var hann 4,3°C. Á báðum stöðum hefur meðal-hitinn á þessum tíma aðeins tvisvar sinnum mælst hærri. Mesti hiti í Reykjavík í 62 ár JÓNI Arnóri Stefánssyni körfu- knatt-leiks-manni hefur verið boðið að leika með NBA-liði Dallas Mavericks í sumar- deildinni svo-kölluðu, en hún hefst í Boston 15. júlí. Ekki er þó alveg víst að Jón Arnór geti sýnt sig á því móti þar sem hann er ekki orðinn góður af meiðslum þeim sem hafa hrjáð hann undan-farnar vikur. „Það er allt satt og rétt, for-ráða-menn Dallas hafa boðið mér að vera með liðinu í sumar-deildinni,“ sagði Jón Arnór. „Ég hef ekkert spilað núna í nokkurn tíma og þeir hjá Dall- as gera sér grein fyrir því. Samt vilja þeir endilega sjá mig með liðinu, hafa reyndar séð mynd-bands-spólur af mér í leik, en vilja endilega sjá mig í eigin persónu. Ég fer til lækna liðsins og þeir ætla að skoða mig og þá kemur í ljós hvort ég get verið með í sumar-deildinni. Ég er ekki orðinn góður ennþá eftir að hnéð á mér var speglað fyr- ir 5 eða6 vikum, en ætti að vera það. Ég er skárri en ég var í fyrstu en alls ekki nógu góður. Því miður finn ég alltaf einhvern sting í hnénu og það verður að athuga það og von- andi kemur í ljós í læknis- skoðuninni hjá Dallas hvað er að angra mig,“ sagði Jón Arn- ór. Morgunblaðið/Ásdís Jón Arnór Stefánsson skoraði 15 stig fyrir KR í öruggum 99:56-sigri á Hamri í oddaleik í Vesturbænum í gærkvöldi. Hér geysist hann framhjá Hvergerðingnum Nathaniel Pondexter. Jóni Arnóri boðið til Dallas Mavericks NEMENDUR í Landa- kotsskóla í Reykjavík stóðu sig best á sam- ræmdu prófunum, sem 10. bekkur tók í vor. Prófin voru sex og máttu nem- endur ráða hversu mörg próf þeir tóku. Flestir tóku próf í íslensku og stærð- fræði, eða 95% nemenda. Þar voru nemendur úr Landa-kots-skóla hæstir, með einkunnina 7,0 í stærð-fræði og 6,9 í ís- lensku. Hlíðaskóli kom næstur, með einkunnina 6,8 í íslensku og 6,2 í stærðfræði. Landa-kots- skóli bestur Netfang: auefni@mbl.is ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta því um þrjú ár að gera jarð-göng milli Siglu-fjarðar og Ólafs-fjarðar. Heima-menn eru mjög von-sviknir yfir þess- um fréttum. Bæjar-stjórinn á Siglu-firði, Guð-mundur Guð- laugsson, sagði að þetta væru vondar fréttir og mikil von-brigði fyrir fólkið á svæð- inu. Sérstaklega þar sem stjórn-mála-menn hafi talað allt öðruvísi fyrir kosningar. Íbúi á Siglu-firði, Jakob Örn Kárason, sagði að fréttirnar væru „dauða-dómur“ yfir byggðinni og sagðist hann ekki skilja hvað ráða-menn þjóðar-innar væru að hugsa. Jarðgöng- um frestað um þrjú ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.