Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 4 . J Ú L Í 2 0 0 3 B L A Ð B  SKAPANDI TRÚÐAR /2  VIÐ ERUM ÖLL EINS AÐ INNAN /3  ALI BABA OG BALLERÍNUR /4  STRÁKUR EÐA STELPA? /6  GLYS OG GÖTULÍF – EÐA VILTU KANNSKI KLIPPINGU?/7  ÍTÍSKUHEIMINUM hefur lengi ríkt tog-streita á milli tveggja strauma; þess sem erþægilegt og þess sem þykir smart. Víruð brjóstahöld, lífstykki og hælaháir skór eru til dæmis ekki beint heilsusamlegir fylgihlutir, en þykja gefa eftirsóknarverða reisn. Svipað gildir um ofurþröngar gallabuxur, stíf leðurbelti, jafn- vel gerviaugnahár. Nú virðast þarfir líkamans hins vegar njóta vaxandi skilnings í tískuveröldinni og er það vel. Nýjustu sumarskórnir eru eitt dæmið, margir þeirra eru úr mjúku efni og þrengja hvergi að fætinum. Nóg er af slíkum skæðum í verslunum í ár og háhælaðir skór eru jafnvel orðnir þægileg- ir, ekki síst þegar hællinn er kenndur við klósett. Tásuskór koma sterkir inn Svonefndir tásuskór eru ennfremur til fyrir bæði kynin, þótt úrvalið fyrir konur sé að vísu margfalt meira. Þetta eru þægilegir skór þar sem loftið leikur um fótinn og tærnar eru ekki kramdar, eins og verða vill í hinum támjóu. Enn notalegri eru svo mjúkir, fótlaga leðurskór sem auðvelt er að smeygja sér í, sumir eru jafnvel þeirrar náttúru að hælkappinn er líkt og geng- inn niður. Strigi hefur einnig löngum verið notaður í skó, efnið er sveigjanlegt og til þess að tolla í tískunni eru strigaskór ekki endilega lengur reimaðir, heldur geta þeir líka verið steinum skrýddir. Eftir þramm um götur og torg kemur hins vegar að því að fólk þreytist, jafnvel þótt skórnir séu í þolanlegri kantinum. Þá er tilvalið að geta sest á handtöskuna sína og hvílt sig á mjúkum fleti. Þessum eiginleikum er taskan Cover your ass einmitt prýdd, en hönnuður hennar er Guð- rún Lilja Gunnlaugsdóttir, búsett í Hollandi. Auk þess að vera gerð úr þykku milliefni er taskan tískugripur í hágæðaflokki, en hún var nýlega valin til sýningar á Tískusafninu í Hasselt í Belgíu, þar sem einnig voru sýndar töskur frá Philip Starck, Kenzo og fleiri stórlöxum.  Við erum /3  Ali Baba /4 Morgunblaðið/Arnaldur Á töskunni Passaðu rassinn er mynd af sitj- anda en að innanverðu eru skávöðvar. Task- an er ennfremur mjúkt sæti fyrir eigandann. Morgunblaðið/Jim Smart Skrautlegir tásuskór úr Bianco; loft leikur um fótinn.Sveigjanlegur sóli og loftgöt, frá Bianco. Hið ljúfa líf Mjúkir og flatbotna leðurskór með pallíettum úr Agadir. Þægindin í fyrirrúmi Dormað í garðinum í mjúkum skóm úr striga, án þess að slegið sé af tískukröfum um lit og snið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.