Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÁRGREIÐSLUSTOFANUnique efst við Lauga-veg var opnuð fyrirtveimur árum og tók fljótlega upp á þeirri nýbreytni að halda myndlistarsýningar á stof- unni til þess að gleðja augu gesta sinna. Stefnan var aldrei að stofan yrði „venjuleg hárgreiðslustofa með hárgreiðslumyndum á veggj- um,“ og hefur sýningahaldið mælst vel fyrir, að sögn eigendanna, Sæ- unnar Óskar Unnsteinsdóttur og Jóhönnu Maríu Gunnarsdóttur. „Hér hafa verið 100–150 manna opnanir, enda er hægt að rýma stofuna þannig að hún verði eins og veislusalur. Við höfum ekki ver- ið með fræga listamenn, meira ungt fólk, en það hefur líka selt mjög vel af verkum sínum,“ segir Sæunn Ósk og nefnir myndlistar- nema, hönnunarnema og mósaík- list sem dæmi. Nýlega gengu hárgreiðslumeist- ararnir skrefinu lengra í hug- myndafluginu og stóðu fyrir tísku- sýningu í „salnum“. Þar var sýnd ný fatalína frá tískuhúsinu Pelli & purpura og í kjölfarið var flíkunum komið fyrir á sérútbúnum gínum sem verða til sýnis á hárgreiðslu- stofunni í allt sumar. Hafið og fjaran ráða áferð Pell & purpuri er fatahönn- unarfyrirtæki með vinnustofu og verslun í Hafnarfirði, sem sinnir jöfnum höndum fatahönnun og sér- saumi. „Sjálf er ég myndlist- armenntuð úr fjöltæknideild MHÍ og Inga er fatahönnuður frá Kaup- mannahöfn. Við blöndum svo sam- an okkar þekkingu,“ segir Sólborg Erla Ingadóttir, sem til þriggja ára hefur staðið á bakvið Pell & purp- ura ásamt Ingibjörgu Þóru Gests- Glys og götulíf Morgunblaðið/Jim Smart Sólborg Erla og Ingibjörg Þóra umkringdar eigin verkum. Kjóll úr teygjanlegu efni með net- efni yfir – á heimagerðri gínu. - E Ð A V I L T U K A N N S K I K L I P P I N G U ? ÞAÐ er oftast gleðiefni þegarvon er á barni í heiminn ogfyrir flesta foreldra gildirþá sjálfsagt einu hvort um er að ræða strák eða stelpu – að minnsta kosti eftir að barnið er fætt. Vissulega getur fólk þó haft sínar væntingar og óskir fyrir fæðinguna, vill frekar dreng eða stúlku, einkum ef hitt kynið er þegar komið í fjöl- skylduna. Samkvæmt þjóðtrúnni kunnu menn ýmis ráð til að hafa hönd í bagga með forlögunum hér forðum. Ein leiðin var sú að kona skuli liggja á hægri hlið meðan á getnaði stend- ur, vilji hún eignast son, en á vinstri hlið annars, og sælast að liggja á þeirri hliðinni fyrst um sinn á eftir. Þessi trú byggist á því að „efni“ til karlkynsfósturs sé hægra megin í konunni, en kvenkynsefnin vinstra megin. Þetta var jafnvel viðtekin skoðun í læknavísindum fyrr á öld- um, en hefur nú verið hafnað víðast hvar, eftir því sem best er vitað. „Umfangsmikla og lífseiga hjátrú um meðgöngutíma kvenna, allt frá getnaði til fæðingar, má finna víðs- vegar um heim,“ segir í Stóru hjá- trúarbókinni eftir Símon Jón Jó- hannsson þjóðfræðing. Þar segir einnig að misjafnt sé eftir menning- arsvæðum með hvaða hætti þessi hjátrú komi fram, en víðast hvar er megináhersla lögð á að vernda móð- urina tilvonandi og það lífsundur sem hún ber undir belti. Um hjátrú varðandi getnað, meðgöngu og fæð- ingu barna má einnig lesa í bókinni Íslenskir þjóðhættir, eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili, og eru þessi tvö rit helstu heimildir fyrir því sem hér fer á eftir. Meðgangan Séra Jónas segir meðal annars í riti sínu að „eftir að móðirin tilvon- andi gat átt von á því að verða barns- hafandi þurfti hún svo margs að gæta, ef vel átti að fara, að það var í meira lagi vandlifað fyrir hana. Var því nauðsynlegt fyrir hana að vita það sem fyrst (það er hvort hún var orðin ófrísk). En til þess voru ráð, að kona léti þvag sitt í mundlaug að kvöldi og léti fægða nál í botninn. Ef nálin var fögur að morgni, sem að kvöldi, var konan heilbrigð, en ef hún var ekki orðin einsömul, þá sáust ryðblettir á nálinni.“ Samkvæmt þjóðtrúnni mátti ráða í það af mörgu hvort ólétt kona gengi með dreng eða stúlku: Strákar eru sagðir sprikla meira í móðurkviði en stúlkur. Meira ber á þykkt móðurinnar og hún öll miklu stærri um sig ef hún gengur með dreng, en gangi hún með stúlku stendur kúlan meira fram. Ef þykkt- in er meiri hægra megin gengur hún með strák og sömuleiðis ef hægra brjóstið stækkar meira. Ef þetta er hins vegar allt jafnt getur brugðið til beggja vona með það hvort kynið er á leiðinni. Þessar vangaveltur, sem sprottn- ar eru af líkamlegu ástandi konunn- ar, eru í sjálfu sér eðlilegar. Hins vegar er erfiðara að koma auga á samhengið á milli þess að sé konan rjóð í andliti á meðgöngu, eða ef salt- moli leysist upp, sé hann settur á geirvörtu hennar, þá gangi hún með strák fremur en stelpu. Eða þá trú að hafi konan brjóstsviða á meðgöng- unni þá gangi hún með síðhærðan strák. Allt er þetta þó samkvæmt þjóðtrúnni og má lengi telja enn. Eitt ráðið til að komast að því hvort von sé á barni er að konan pissi í glas og það látið standa í sólskini í tvo sólarhringa. Sé konan ólétt setj- ast agnir á botninn, rauðleitar gangi hún með strák en svartleitar gangi hún með stelpu. Ýmsir fyrirboðar eru líka teknir til marks um hvort líklegt sé að dreng- ur eða stúlka séu á leiðinni. Finni konan títuprjón á förnum vegi geng- ur hún með dreng en finni hún nál gengur hún með stúlku. Ennfremur má með ýmsum hætti sjá fyrir hvort næsta barn konunnar verður dreng- ur eða stúlka. Ef ungbarn segir fyrr „mamma“ en „pabbi“ á næsta barn í röðinni að verða stúlka, en drengur ef barnið segir fyrr „pabbi“. Segi barnið fyrr „nei“ verður næsta barn drengur, en stúlka ef barnið segir fyrr „já“. Ennfremur er sagt að fyrsti gestur sem konan sér, eftir að hún stígur af sæng, geti sagt fyrir um hvort kynið fæðist næst. Sjái hún fyrst karlmann verður næsta barn hennar strákur, en stúlka sé gest- urinn kvenkyns. Víti til varnaðar Þunguð kona þarf margt að varast samkvæmt þjóðtrúnni. Því skiptir miklu máli hvernig hún hagar sér á meðgöngunni. Símon Jón segir með- al annars í riti sínu að „verði móð- urinni eitthvað á meðan hún gengur með barn getur það, samkvæmt hjá- trúnni, borið þess merki alla ævi. Skýringuna á því sem athugavert er við útlit barnsins þegar það fæðist, eða viðgang þess þar á eftir, er því meðal annars að leita í afglöpum móðurinnar á meðgöngunni. Sumt sem fyrir getur komið er þó engan veginn móðurinni að kenna heldur gerist það óvænt og án þess að hún eigi þar nokkra sök á. Þessar hjá- trúarhugmyndir minna um margt á hermigaldur.“ Þekktasta dæmið um hjátrú af þessu tagi er sú að drekki þunguð kona úr skörðóttum bolla fæðist barnið með skarð í vör. Séra Jónas frá Hrafnagili nefnir ennfremur að hún megi ekki borða með spæni eða skeið, sem skarð er í. Einnig er þess getið að ef vanfær kona setur pott á hlóðir svo að annað eyraði snúi fram, en hitt upp, átti annað eyrað á Strákur Sumir telja sig geta séð á lögun kúlunnar hvort barnið er drengur eða stúlka. Hjátrú og barnsfæðingar EÐA stelpa?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.