Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAGNAR Pétur Kristjánsson er 11 ára gamall drengur, búsettur í Búlgaríu. Hann hefur nú nýlokið við að leika aðalhlutverk í sjón- varpsmynd, sem sýnd verður í búlgarska ríkissjónvarpinu (BNT) síðar á árinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Ragnar Pétur reynir sig við leiklist og þykir hafa staðið sig með eindæmum vel. Daglegt líf náði tali af kappanum rétt áður en hann hélt vestur á firði á ættarmót, en hann er ný- kominn til landsins í sumarfrí ásamt foreldrum sínum, Kristjáni Sverrissyni, forstjóra Balk- anpharma í Sofia, og Ernu Svölu Ragnarsdóttur. Í myndinni, sem heit- ir Enginn ættarsvipur (No Family Resem- blance), leikur Ragnar sænskan dreng, Daniel, sem hefur misst föður sinn í stríði. Myndinni er leikstýrt af Yuliu Kunchevu sem er þekktur heim- ildarmyndagerðarmaður í Búlg- aríu. „Þetta var þannig að leikstjór- inn kom í skólann minn að leita að ellefu ára dreng með ljóst hár, einhverjum sem gæti litið út fyrir að vera frá Svíþjóð,“ segir Ragn- ar, sem stundar nám við banda- rískan skóla í Sofia ásamt börnum erlendra diplómata. „Hann talaði við alla með ljóst hár, svo fór ég í prufu og var valinn. Og ég var al- veg til í að prófa eitthvað nýtt.“ Tökur stóðu yfir í nokkrar vik- ur nú í sumarbyrjun, m.a. við Svartahaf og í skemmtigarðinum Sofialand. „Það var skemmtileg- ast. Þetta er svona garður eins og er ekki til á Íslandi. Við fórum í klessubíla og líka í parísarhjólið þar sem við áttum að vera að tala saman um eitthvað. Og við fórum aftur og aftur, því það mistókst stundum eitthvað. Það var rosa- lega gaman.“ Með í för í skemmtigarðinn voru skólafélagar Ragnars sem léku aukahlutverk á vettvangi. „Það var rosalega fyndið einu sinni þegar ég átti að fara í par- ísarhjólið. Ég þurfti að vera fyrst- ur, til þess að fara um borð með kvikmyndatökumönnunum, en fremsti strákurinn í röðinni ætlaði alls ekki að vilja hleypa mér framhjá – hann vissi ekkert að ég væri einn af aðalleikurunum,“ rifj- ar Ragnar Pétur hlæjandi upp. Svo bætir hann við að tökur hafi að hluta farið fram heima hjá hon- um. „Framleiðandinn fór með mér heim að sækja einhver föt og fannst húsið okkar svo flott að það var ákveðið að hafa það heim- ilið hans Daniels.“ Hann kveðst hlakka til að sjá myndina fullgerða. „Það verður skrýtið að sjá sjálf- an sig í bíómynd,“ segir hann, og örlar á feimni. Kveðst þó búinn að sjá nokkrar prufur á skjá kvik- myndaliðsins. – Og fannst þér þú leika vel? „Já, ágætlega. Eða, þeir sögðu alla vega alltaf að ég léki rosalega vel.“ – Er persónan þín, Daniel, eitt- hvað lík þér? „Ja, kannski svolítið. Í byrjun er hann dálítið reiður og það var létt að leika það, ég reiðist nefnilega stundum sjálfur,“ svarar hann og hlær. „Sagan er þannig að pabbi hans dó í stríði, þá varð hann dáldið svartsýnn. Svo kemur kær- asta pabba hans til þess að vera hjá honum en hann vill fyrst ekki hafa hana. Svo verða þau vinir.“ – Hvernig mynd er þetta, sorg- leg, spennandi...? „Ég veit það eiginlega ekki. Kannski bara fjölskyldumynd. Það eru engir bílaeltingarleikir, en næstum því bílslys. Það kemst næst því að vera spennandi. En Daniel fer einu sinni að gráta. Þá settu þeir gervitár á mig. Það var dálítið pirrandi því þau eru mjög fitug og maður verður allur kám- ugur.“ – Fannst þér erfitt að leika? „Nei, í sjálfu sér bara dálítið létt. Erfiðast var þegar ég var Leitað að ljós- hærðum dreng Ragnar Pétur Kristjánsson, 11 ára. Fyrir hluta af laununum fyrir kvik- myndaleikinn keypti hann sér Matrix-síma með innbyggðri myndavél og fyrsta verkið var skemmtileg myndaröð af samstarfsfólki á tökustað. Ungur Íslendingur í leikinni sjónvarpsmynd í Búlgaríu Í myndinni eru engir bílaelt- ingarleikir Morgunblaðið/Árni Sæberg Þ EIR eru nokkrir saman að störfum utan við nýju höfuðstöðvar Orkuveit- unnar og vinna hörðum höndum við að hlaða hnausþykka grjótveggi. Grágrýtið kemur frá Hrauni í Ölfusi þar sem Lénharður fógeti var höggvinn í herðar niður forðum tíð af Torfa í Klofa. Þó aldir séu liðnar síðan blóð fógetans rann um grjótið þá eru heljarmenni skammt undan. „Rosh- an er nautsterkur enda alinn upp á krókódílum og froskum og hann er kuldaþolinn eins og harðasti Vest- firðingur,“ segir hleðslumaðurinn Guðjón Kristinsson sem stjórnar verkinu og bætir við að það sé mikill fengur í svo fjölþjóðlegum manni sem „ber í sér flesta kynþætti mann- kyns og er þeim öllum til sóma.“ Roshan segir þetta nokkrar ýkjur en gengst þó við því að í æðum hans renni blanda af blóði indíána, mára, Afríkubúa og Indverja. „Föður- amma mín var Mestiso-indíáni en þeir eiga uppruna sinn í fjöllum Venesúela og eru Spánverjabland- aðir. Föðurafi minn var hálfur Ind- verji og hálfur Afríkubúi og móðir mín er ættuð frá Indlandi,“ segir Roshan sem er fæddur og uppalinn á Trinidad og Tobago-eyjum í Kar- íbahafinu. Skjaldbökur og krókódílar eru herramannsmatur Roshan ólst upp í litlu þorpi í stórum systkinahóp. Hann er næst yngstur í hópi níu systkina og segir að í þorpinu hans hafi allt verið mun frjálslegra á bernskuárunum en það er núna. „Við systkinin vorum í miklum tengslum við náttúruna og lékum okkur að því að synda í skurð- um og stríða eitruðum snákum sem þar höfðust við. Sprautuðum á þá þar til þeir voru orðnir brjálaðir og forðuðum okkur þegar fór að hitna alvarlega í kolunum,“ segir Roshan sem fór snemma á eðluveiðar með föður sínum og lærði að fanga stórar eðlur til matar. „Það er virkilega ögrandi að veiða eðlur því þær eru eldsnöggar í hreyfingum og mjög næmar á nærveru manna. Þessar eðlur sem við vorum að veiða eru allt að einum metra að lengd og kjötið af þeim er hvítt og mjög bragðgott. En nú er búið að setja reglur um þetta eins og margt annað og engar frjáls- ar eðluveiðar stundaðar lengur. Við vorum líka vön að veiða og snæða risaskjaldbökur eins og okkur lysti en kjötið af þeim er rautt og ekki ólíkt lunda á bragðið.“ Froska lögðu þau sér líka til munns og krókódíla- kjöt segist hann vissulega hafa borð- að en ekki stundað að veiða slíkar skepnur en staðfestir að kjötið af þeim sé sérlega mjúkt undir tönn. Á æskuslóðum Roshans ægði saman fólki með ólíkan bakgrunn og hann kynntist fjölbreyttum trúar- brögðum. „Vinir mínir voru ýmist gyðingar, múslimar, kristnir eða hindúatrúar og með þeim tók ég þátt í hátíðisdögum ólíkra trúar- bragða. Sjálfur var ég alinn upp við kristni á mínu heimili og móðir mín talaði hindí við okkur systkinin.“ Um það leyti sem Roshan fædd- ist, sá faðir hans gamla indverska kvikmynd og í henni hljómaði svo fagur söngur að hann ákvað að skíra son sinn eftir nafni lagsins. „For- eldrar mínir héldu mikið upp á þessa mynd og lagið glumdi í eyrum mín- um alla bernskuna og þau sungu það fyrir mig á kvöldin til að svæfa mig en nafnið Roshan merkir bjartur,“ segir hinn dökki sem þó ber nafn með rentu því það er sannarlega bjart í kringum hann, útgeislunin Skiptir litum eftir árstíðum Morgunblaðið/Jim Smart Litla fjölskyldan í vesturbænum. Roshan Jacob heldur á frumburðinum Lakshmi Björt en Raphael Þór er í fangi móður sinnar, Þuríðar Þorláksdóttur.                             !  "     #$%$&'$() *+), -.(/!0) 1)%)    Hann er sennilega eini maðurinn úr Karíbahafinu sem kann að hlaða torf- veggi að fornum ís- lenskum sið. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti vélaverkfræði- nemann Roshan Jac- ob og hleraði sögur af eðluveiðum og snákastríðni. Roshan Jacob frá Trinidad og Tobago

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.