Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEIMURINN er skrýtinn stað-ur. En mannfólkið er ennþáskrýtnara. Það er oft erfitt aðskilja fólk. Það horfir á mig, undarlegu augnaráði. Oft lengi. Rannsak- andi. Eins og það sé að reyna að finna út hver ég sé. Af hverju ég sé eins og ég er. Ég vil ekki horfa í augun á fólki. Ekki ókunnugum. Það er erfitt fyrir mig. Ég horfi í augun á fólki sem mér þykir vænt um. Mér þykir vænt um fólk sem ég þekki vel.“ Þetta er brot úr hugleiðingum Jónu Ágústu Gísladóttur sem hún leggur syni sínum, Ian Anthony Cathcart-Jones, í munn. Ian verður fimm ára í september. Hann er í leikskóla og er nýfarinn að reyna að tjá sig með orðum. Ian er einhverfur og greindist þegar hann var að verða tveggja ára. Hann er einn af þátttakendum í þró- unarverkefni á vegum Leikskóla Reykja- víkur og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins þar sem svokölluð heildstæð at- ferlisþjálfun er notuð við kennslu ein- hverfra barna innan leikskólanna. Þjálfunin fer fram bæði í leikskólanum og heima. „Við færum þjálfunina inn í dag- leg samskipti og erum því alltaf að þjálfa hann óbeint,“ segir Jóna. Ian býr með fjöl- skyldu sinni í Árbænum og er í leikskól- anum Rauðaborg. Faðir hans er Nicholas Cathcart-Jones og Ian á tvö systkini, Önnu Mae, sex ára, og hálfbróðurinn Daníel Alexander, tólf ára. Ekki eins einhverfur í samskiptum Jóna segir að þjálfunin hafi gengið mjög vel og mikill munur sjáist á Ian, þótt auð- vitað sé ekki alveg ljóst hvað sé vegna eðli- legs þroska og hvað beinlínis þjálfuninni að þakka. „En augnsamband er mjög gott dæmi. Hann var sex mánaða þegar við fór- um að taka eftir því að það var eitthvað að, mér fannst ég aldrei ná neinu augnsam- bandi við hann og ég hafði nýlegan sam- anburð þar sem systir hans er bara einu og hálfu ári eldri. Þetta er eitt einkenni einhverfu, einhverfum finnst óþægilegt að horfa í augun á öðrum og gera það helst ekki. Þetta hefur núna breyst alveg rosa- lega og hann er líka farinn að leita eftir því sjálfur að horfa í augun á öðrum. En þetta tekur líka til allra samskipta, hann er hreinlega ekki eins einhverfur í samskipt- um og hann var.“ Einhverfa greinist æ fyrr hjá börnum, að sögn Greiningarstöðvarinnar, en Ian Anthony var bara á öðru ári þegar hann greindist. Rúmlega tveggja ára byrjaði hann á leikskóla. Það er óvanalegt þegar einhverf börn eiga í hlut, en má þakka þró- unarverkefninu, sem þó færri komust í en vildu. Markmið verkefnisins er þó að byggja upp þekkingu og reynslu innan Leikskóla Reykjavíkur svo unnt verði að veita fleiri einhverfum börnum þjónustu við hæfi í framtíðinni, með heildstæðri at- ferlisþjálfun. Jóna segir að það hafi líka gert mikið fyrir Ian félagslega að vera á leikskóla og innan um önnur börn á hverj- um degi. Hún segir að hún og faðir Ians hafi lengi velt því fyrir sér hvað gæti verið að Ian. Það olli þeim áhyggjum að ná ekki augn- sambandi við hann og það hvernig hann virtist í eigin heimi. Heyrnarleysi hvarfl- aði að þeim en þau uppgötvuðu fljótt að Ian var ekki heyrnarlaus þrátt fyrir að hann haggaðist ekki þegar hnífapör voru látin detta á parkett beint fyrir aftan hann. „En hann kom hlaupandi þegar hann heyrði ýtt á takka á myndbandstæk- inu sem var í öðru herbergi, þannig að auðvitað vissum við að það var ekkert að heyrninni í honum,“ segir Jóna. Það var svo syst um einh Ian. Jóna sem oft snertifæ koma á og kátu heimsók hitt. Við Jóna TEACC ið notu hingað t fá aðga tíma þa ferlisþjá Þroskaþ ersen o námsefn honum Fólk er efni og Jóna. H sem fjö Anthon vitað he Í opn andi bo stuðnin sagði fr þroskaþ og hve anna er fyrir þv ýta dug þroskaþ hafa ba þjálfar þjálfa h „Star frábært og leiks dóttir, sitt af m Í bré Morgunblaðið/Golli „Ég vil ekki horfa í augun á fólki“ Einhverfir forðast augnsamband og eftir því tóku foreldrar Ians Anthony Cathcart- Jones þegar hann var aðeins sex mánaða. Nú er Ian að verða fimm ára og fær markvissa atferlisþjálfun á leikskólanum sínum. Steingerður Ólafsdóttir ræddi við móður Ians sem er ánægð með árangurinn. EINKENNI einhverfu koma fram í félagslegum sam- skiptum, máli og tjáskiptum og sérkennilegri og ár- áttukenndri hegðun. Einhverfu var fyrst lýst á fræði- legan hátt árið 1943, af bandaríska geðlækninum Leo Kanner og enn er stuðst við hans skilgreiningar að nokkru leyti, en einhverfa er nú flokkuð nánar í dæmi- gerða einhverfu og ódæmigerða, auk Aspergers- heilkennis, en yfirheitið er gagntækar þroskaraskanir. Í grein Páls Magnússonar, sálfræðings við barna- og unglingageðdeild Landspítalans, sem birtist í af- mælistímariti Umsjónarfélags einhverfra, Umsjón, ár- ið 1997 gerir hann grein fyrir einkennum einhverfu. Einkenni í félagslegu samspili eru t.d. að augntengsl, svipbrigði, líkamsstaða eða hreyfingar eru ekki notuð á venjulegan máta í samskiptum við aðra. Tengsl við jafnaldra þróast ekki á venjulegan hátt og einhverfir sýna litla eða enga viðleitni til að deila gleði, áhuga- málum eða eigin afrekum með öðrum. Einkenni í máli og tjáskiptum eru m.a. að málþroska seinkar og stundum tala einhverfir ekki. Ennfremur sýna þeir litla eða enga viðleitni til að bæta upp skerta getu á mál- sviðinu með því að tjá sig með bendingum eða svip- brigðum. Málnotkun getur verið sérkennileg og ein- stök orð eða setningar virðast oft greypast í huga hins einhverfa. Einkenni einhverfu koma einnig fram í sérkennilegri eða áráttukenndri hegðun og oft hafa þeir óvenjuleg áhugamál og hugðarefni. „Þannig get- ur einhverft barn t.d. fengið mikinn áhuga á hræri- vélum sem eru ekki algengt áhugaefni í hópi jafnaldr- anna,“ segir Páll m.a. í grein sinni. Í þessum flokki er einnig nefnd áráttukennd þörf fyrir að fylgja ákveðnum föstum venjum, eða síendurteknar hreyf- ingar eins og sérkennilegt hopp. Hér er ekki allt talið til en til að einhverfa sé greind þarf ákveðinn lág- marksfjöldi hegðunareinkennanna að vera til staðar. Heildstæð atferlisþjálfun ryður sér til rúms Einhverfir hér á landi hafa yfirleitt notið meðferðar og þjálfunar eftir hugmyndafræðinni TEACCH. Nú er í auknum mæli að ryðja sér til rúms aðferð sem nefnd er heildstæð atferlisþjálfun og oft er kennd við upp- hafsmann hennar, norska sálfræðinginn dr. Ivar Lov- aas. Árið 1987 voru birtar niðurstöður rannsókna hans og fleiri en þær sýndu fram á umtalsverðar fram- farir hjá þeim börnum með einhverfu sem höfðu notið þjálfunarinnar sem oft er nefnd atferlismeðferð í dag- legu tali. Í kynningargrein í Tímariti Þroskahjálpar árið 1996 kemur fram að í atferlismeðferð eru aðferðir atferl- isgreiningar notaðar til að kenna barninu að veita um- hverfi sínu meiri athygli og læra af því. „Barninu er kennd hegðun sem það hefur að litlu eða engu leyti á valdi sínu, t.d. tal, sjálfshjálp, leikur og félagsleg samskipti. Um leið er lögð áhersla á að draga úr eða uppræta óæskilega hegðun, t.d. þráhyggjukennda hegðun. Reynt er að gera námið hjá barninu sem skemmti- legast. Mikil áhersla er lögð á að barnið upplifi sem flesta sigra, því er barninu kennt í mörgum litlum skrefum svo að minna verði um mistök. Í upphafi er barninu umbunað fyrir rétta svörun með einhverju sem því líkar, t.d. litlum matarbitum eða drykk. Mat- urinn eða drykkurinn er notaður til þess að reyna að hafa áhrif á líkurnar á að barnið endurtaki rétta svör- un. Eftir því sem þjálfuninni miðar áfram dregur úr nauðsyn þess að nota mat og drykk. Í staðinn er hægt að nota hrós, kitl, klapp og annað sem barninu finnst gaman að, segir í greininni. Þetta á að líkjast sem mest því sem notað er til að styrkja hegðun barna al- mennt. Þjálfunin hefst með mikilli einstaklingsþjálfun í byrjun en síðar er unnið að markvissri yfirfærslu á þeirri færni sem barnið hefur tileinkað sér, yfir í leik og starf með öðrum börnum. Lögð er áhersla á villulaust nám, jákvæða og ánægjulega upplifun barns sem ger- ir þjálfunina bæði skemmtilega og árangursríka. Hvað er einhverfa? ÁÁRUNUM 1992–1996 greindust 54 börnhér á landi með einhverfu og skyldarfatlanir en á árunum 1997–2001 voru þau142 talsins. Fjölgunin hefur því orðið mikil og Guðný Stefánsdóttir, þroskaþjálfi hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, segir að börnin greinist líka fyrr á ævinni. Flest börn grein- ast nú á fjórða ári, en annars allt frá tæplega tveggja ára og upp í unglinga. Fjölgun einhverfra er í samræmi við þróun annars staðar á Vest- urlöndum en haldbærar skýringar á fjölguninni eru ekki til staðar. Tilgátur eru þó um að skilgrein- ingar á einhverfu hafa víkkað og þekking á henni aukist. Reikna má með að 20 börn í hverjum ár- gangi þurfi á mismiklum stuðningi að halda vegna einhverfu og skyldra fatlana, en sú tala var reiknuð 9–10 börn árið 1999. Haustið 2001 var sett af stað þróunarverkefni í samstarfi Greiningarstöðvarinnar og ráðgjafar- og sálfræðideildar Leikskóla Reykjavíkur. Að verk- efninu stendur samstarfshópur sálfræðinga, þroskaþjálfa og leikskólasérkennara undir stjórn Guðnýjar og Sigrúnar Kristjánsdóttur hjá Leik- skólum Reykjavíkur. Þrjú börn með einhverfu, fjöl- skyldur þeirra og þjálfarar eru þátttakendur en áætlað er að flestum þáttum verkefnisins verði lok- ið í haust og þá verður lokaskýrsla birt. Verkefninu er ætlað að verða nokkurs konar verkáætlun um hvernig æskilegt sé að skipuleggja og framkvæma atferlisþjálfun fyrir börn með einhverfu í leik- skólum, að sögn Guðnýjar. Markmið verkefnisins er m.a. að byggja upp þekkingu og reynslu innan Leikskóla Reykjavíkur og að sýna fram á hvaða lágmarkskröfur þurfi að uppfylla svo hægt sé að bjóða upp á heildstæða atferlisþjálfun sem stenst kröfur um fagleg gæði. Lögð hefur verið áhersla á að kenna og leiðbeina foreldrum og þjálfurum að nota aðferðir og tækni meðferðarinnar á réttan hátt og að fræða allt starfsfólk leikskólans um ein- hverfu og heildstæða atferlisþjálfun. Íslensk börn voru líka þátttakendur í fjöl- þjóðlegri rannsókn sem dr. Ivar Lovaas stóð að og Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur á Greining- arstöðinni, stjórnaði hér á landi. Fyrstu nið- urstöður hennar verða birtar seinna á þessu ári en Guðný Stefánsdóttir þroskaþjálfi. Einhverfum fjölgar og úrræði þróast MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 B 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.