Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Netfang: auefni@mbl.is SPRENGI-EFNI var stolið úr geymslu á Hólmsheiði, skammt frá Reykjavík, á föstudag. Alls var um að ræða 245 kíló af sprengi-efni, dýnamíti í túpum og rúllum. Hvorki efnið né þjófarnir hafa fundist. Þjófarnir klipptu gat á háa vír-girðingu sem er í kringum geymsluna. Síðan klipptu þeir og boruðu í gegnum þykkar stál-hurðir til þess að komast að sprengi-efninu. Sprengi-efnið er mest notað við byggingar-framkvæmdir, jarð-göng og virkjanir. Það er þess vegna stórhættulegt og aðeins fyrir kunnáttu-menn að meðhöndla það. Benedikt Einar Gunnarsson, sem flytur efnið inn, segir málið mjög alvarlegt. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem einhver reyni að brjótast inn í geymsluna. Það hafi þó aldrei heppnast fyrr en nú. „Það var greinilegt að ránið var skipulagt í þaula. Það líkist helst atriði úr glæpamynd,“ segir Benedikt. Sprengi-efni stolið Morgunblaðið/Júlíus Sprengiefna-geymslurnar á Hólmsheiði. „ÉG ER afskaplega ánægður að þessi mál skuli vera komin á hreint. Ég er líka mjög ánægður með samninginn því annars hefði ég ekki skrifað undir hann,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska lands-liðsins í knattspyrnu. En hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Chelsea, enska úrvalsdeildar-liðið, í fyrrdag. „Það stóð í raun ekkert annað til en að skrifa undir hjá Chelsea. Ég veit ekki hvaða upphlaup þetta var í gær varðandi þær fréttir að Chelsea hefði dregið til baka tilboðið. Ég kippti mér ekkert voðalega upp við þessar fréttir. Líklega fór þetta í fréttirnar þar sem undirskriftin varð ekki á þeim degi sem til stóð. Samningurinn er hins vegar núna í höfn og það er afar ánægjulegt. Það er gott að vita hvar ég verð næstu árin. Nú get ég líka einbeitt mér að fullu að komandi leiktíð,“ sagði Eiður. Eiður segir að mikið fjölmiðlafár hafi verið ríkjandi frá því Rússinn Roman Abramovich keypti meirihluta í Chelsea. Eftir því sem hann kæmist næst yrði Claudio Ranieri hins vegar áfram við stjórnvölinn. Samningur Eiðs Smára við Chelsea gildir til sumarsins 2006. Morgunblaðið/Kristinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnu-liðið Chelsea. Eiður Smári gerir nýjan samning við Chelsea VERSLUNARMANNA-HELGIN nálgast nú óðfluga. Þá helgi fara hvað flestir landsmenn í tjald-ferðalög og verða haldnar 5 stórar úti-hátíðir að þessu sinni. Hátíðin á Akureyri heitir Ein með öllu og þar spila meðal annars hljómsveitirnar Papar, Í svörtum fötum og Írafár. Hátíðin í Vestmanna-eyjum heitir Þjóðhátíð og þar koma til dæmis fram hljómsveitirnar Sálin hans Jóns míns og Skítamórall, auk annarra skemmtiatriða. Í Galtalæk er svo haldin fjölskyldu-skemmtun þar sem Írafár og Í svörtum fötum munu líka spila. Á Siglufirði verður haldið Síldarævintýri að venju. En þar spilar gamla hljómsveitin Hljómar og líka Ragnar Bjarnason, eða Raggi Bjarna. Heiti sitt dregur hátíðin af því að þar er meðal annars fjallað um sögu síldarveiða. Loks verður í Neskaupstað haldin hátíðin Neistaflug og þar sjá meðal annars heima-menn um fjörið. Verslunarmanna- helgin nálgast ÓHAPP átti sér stað hjá Flugleiðum á föstudag. Allur farangur farþega á leið til London fór til Parísar fyrir mistök og farangurinn sem átti að fara til Parísar fór til London. Guðjón Arngrímsson hjá Flugleiðum segir mistökin ekki hafa komið í ljós fyrr en flugvélarnar voru lentar. Reynt var að koma farangrinum til réttra eigenda eins fljótt og hægt var. Tveir farþegar á leiðinni til London ætluðu að gifta sig þar. Brúðkaups-fötin voru í farangrinum og fóru því til Parísar. Ekki náðist að senda þau til London áður en brúðkaupið hófst. Farangur víxlast DONALD Rumsfeld, varnarmála-ráðherra Bandaríkjanna, segir nýjar sannanir fyrir gereyðingar-vopna-eign Íraka ekki hafa verið ástæðuna fyrir innrásinni í Írak. Orðin lét Rumsfeld falla á fundi með hermála-nefnd Bandaríkja-þings í vikunni. Hafa ýmsir sérfræðingar hneykslast á orðum hans eftir það sem á undan er gengið. Sagði Rumsfeld ástæðuna að finna í hryðjuverka-árásunum 11. september 2001. En í kjölfar þeirra hefði Bandaríkja-stjórn litið öðrum augum á þá hættu sem Bandaríkjunum stafaði af hryðjuverka-ríkjum og hryðjuverka-samtökum. Ýmsir sérfræðingar hafa hneykslast á þessum uppljóstrunum. Minna þeir á að fyrir almenningi hafi innrásin í Írak verið rökstudd með hættunni sem stafaði af gereyðingar-vopnum Íraka. Bandaríkin hafi sagt að vopnaeftirlits-menn Sameinuðu þjóðanna hafi fengið nógan tíma til að finna vopnin. Nú eftir meira en tveggja mánaða leit hefðu þeir hins vegar engin vopn fundið sjálfir. Reuters Donald Rumsfeld varnarmála-ráðherra Bandaríkjanna og Tommy Franks hershöfðingi. Rumsfeld segir ný gögn um ger- eyðingar-vopn ekki ástæðu stríðsins í Írak. Ný gögn um vopn ekki ástæða stríðsins í Írak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.