Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S IGRÍÐUR Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur varði meistararitgerð sína í hjúkrunarfræði, Upplifun fjarstaddra feðra á föðurhlutverkinu, hinn 30. maí síðastliðinn. Hún tók viðtöl við feður sem aldrei hafa rekið heimili með barnsmóður sinni og barni og leitast þannig við að skilja upplifun þessara manna á sérstæðu föðurhlut- verki sínu. Sigríður starfaði lengst af sem deildarstjóri við heilsugæslustöðvar Eyrarbakka og Stokkseyrar og sá um alla ungbarna-, skóla- og heima- hjúkrun í báðum þorpunum. Í dag er hún deildarstjóri við Barnaspítala Hringsins LHS. Hvað réði efnisvali ritgerðarinnar? „Í þjónustu minni í ungbarnavernd hvarflaði hugur minn stundum að feðrum þeirra barna sem mæðurnar voru ekki í sambandi við. Mér fannst þeir afskiptir í föðurhlutverki sínu og velti því fyrir mér hvort þeir þyrftu ekki að fá þjónustu af hálfu hjúkr- unarfræðinga og þá hvers konar þjónustu. Leit mín að lesefni þessu tengdu bar engan árangur annan en þann að færa mér þá vitneskju að börnum vegnar almennt verr en ella alist þau upp án föður síns og samskipta við hann. Ég gekk með þessa rannsóknarhugmynd í maganum í nokkur ár og kynnti hana fyrir Mörgu Thome, lektor í HÍ. Nokkrum árum seinna hitti ég svo Mörgu á förnum vegi sem þá sagði mér að rannsóknarhugmynd mín hefði verið sett upp sem meistara- verkefni í meistaranámi í hjúkrunar- fræði í HÍ. Ég dreif mig því í námið og hófst handa undir hennar leiðsögn við að rannsaka það sem ég hafði ver- ið að velta fyrir mér og skoða í mörg ár.“ Hvað leiddi rannsóknin í ljós ? „Hún leiddi í ljós að það er hópur af feðrum úti í samfélaginu sem þrá að vera börnum sínum umhyggju- samir, ábyrgir foreldrar og þurfa að fá þjónustu frá hendi heilbrigðis- stétta líkt og aðrir foreldrar. Rann- sóknin leiddi einnig í ljós að þessir feður uxu inn í sitt föðurhlutverk líkt og aðrir feður og tileinkuðu sér það föðurhlutverk sem samfélag nú- tímans hefur í hávegum. Það er, að auk þess að gegna framfærsluhlut- verki og hlutverki þess sem agar, gegna feður í samfélagi nútímans einn- ig hlutverki hins um- hyggjusama, nærandi og hlutaðeigandi foreldris sem áður einkenndi nær eingöngu móðurhlutverkið. Þessi rannsóknaraðferð gefur rannsakandanum ekki rétt til að yf- irfæra niðurstöðurnar yfir á þýðið sem eru allir fjarstaddir feður. Hér er um að ræða hóp innan þessa feðra- hóps, þ.e.a.s. fjarstaddir feður sem þrá að umgangast börn sín og hafa áhrif á uppeldi þeirra auk þess að vilja og telja sér skylt að axla for- eldraábyrgð sína.“ Hvaða hindranir verða á vegi þeirra? „Aðalhindrunin og sú athyglis- verðasta að mínu mati er algjör þögn um hlutskipti þeirra í samfélaginu. Þögn í fjölskyldu þeirra og barns- móður um að þeir eigi von á barni, um hlutverk þeirra sem feður og hvers beri að vænta af þeim – og einnig þögn félaganna. Samfélagið talar hvergi um þessa menn og þeirra þarfir. Almennt hafa barnsmæður þeirra samúð sam- félagsins, til dæmis vegna lágra með- lagsgreiðslna og samfélagið viður- kennir hversu erfitt það hlýtur að vera einstætt foreldri. Þeir fjar- stöddu feður sem tóku þátt í þessari rannsókn töldu ekki að samfélagið liti þá réttum augum eða hefði skilning á aðstöðu þeirra og því sem þeir færu á mis við. Umræðan um fjarstadda feður virðist helst vera feimnismál sem er slæmt. Ég tel að það sé mjög mik- ilvægt fyrir verðandi foreldra að fá að ræða um að þau eigi barn í vænd- um, mynda sér einhverjar hugmynd- ir um barnið og um breytt hlutverk og hlutskipti sitt í kjölfar barneign- arinnar. Þetta minnir mig stundum á þögn- ina um kynferðislegt ofbeldi, það þegja allir og það er ekki fyrr en farið er að tala um hlutina að höfum við grundvöll til þess að breyta þeim.“ Hver eru réttindi fjarstaddra feðra í dag? „Lög og reglur gera það að verkum að aðeins er hægt að veita móður- inni upplýsingar um fóstrið á meðgöngu. Faðirinn er ekki viðurkenndur sem slíkur fyrr en barnið fæðist þó svo að hann sé búinn að gangast við því. Þeir hafa engan aðgang að upplýs- ingum meðan á sængurlegu stendur nema þær sem móðirin kýs að veita þeim og er ekki sagt frá því heilbrigð- iseftirliti sem barnið á rétt á, til dæm- is ónæmissprautum, auk þess sem þeir fá engar upplýsingar á borð við þær sem mæður fá í ungbarnavernd- inni. Sömu sögu er að segja þegar barnið fer í leikskóla og síðar skóla. Það er hreinlega ekki gert ráð fyr- ir þessum feðrum sem foreldrum í skipulagðri opinberri þjónustu.“ Hvernig telur þú að hægt væri að breyta þessu? „Mér finnst það ætti að vera sjálf- sagður hlutur að þegar barn fæðist hafi foreldrar sameiginlegt forræði þess. Þessu mætti breyta ef sannað þykir að annað foreldrið hafi fyrir- gert rétti sínum sem slíkt. Þetta finnst mér vera grundvallarskilyrði, móðirin á ekki barnið ein og faðirinn á að hafa að- gang að öllum upplýsing- um er það varðar. Þessar skoðanir eru í umræðunni í samfélaginu í dag og hafa komið fram víðar.“ Var vandkvæðum háð að gera rit- gerðina? „Mitt stærsta vandamál var að fá úrtak. Upphaflega langaði mig að gera rannsókn á feðrum sem ekki sinntu börnum sínum en þar sem fólk er varkárt fékk ég aðeins ábendingar um tvo slíka sem báðir neituðu að koma í viðtal svo að ég náði ekki þeim vinkli inn í rannsóknina. Mér finnst hins vegar mjög athygl- isvert að hafa náð í þessa þroskuðu, vel gerðu einstaklinga sem vilja vera foreldrar og hafa áhrif á börnin sín. Það kom mér á óvart að þeir fyrir- fyndust og hversu sterka löngun þeir höfðu til að sinna sínu foreldrahlut- verki.“ Hafa verið gerðar aðrar sambæri- legar rannsóknir? „Hér á landi hefur engin sambæri- leg rannsókn verið gerð og ég fann enga sambærilega rannsókn í leit minni að heimildum. Í Bandaríkjunum hefur verið gerð rannsókn með sams konar aðferðar- fræði á þeldökkum unglingsfeðrum í Harlem. Hún er þó ekki sambærileg því þar koma unglingavandamálin til sögu en í mínu tilviki eru mennirnir á bilinu 23–31 ára þegar barnið fæð- ist.“ Komu niðurstöðurnar þér á óvart? „Það kom mér mest á óvart hvað feðurnir töldu sig eiga erfitt með að birtast barni sínu eins og þeir raun- verulega eru í dags daglegu lífi. Til þess að geta verið þú sjálfur í samskiptum við barn þitt þarftu að umgangast það í þínu umhverfi, með- al þinna vina og ættingja og umgang- ast það meira og minna dags daglega í hversdagslegum önnum og athöfn- um. Sumir forðast til dæmis að aga barnið af hræðslu við að það hafni þeim. Maður verður líka að geta leik- ið við barnið sitt og sagt óþvingað bull og vitleysu eins og við gerum flest öll á okkar umráðasvæði án þess að hafa gagnrýnin augu ókunnugra á sér.“ Hvernig gekk almennt samband feðranna við barnsmóðurina? „Þótt úrtakið sé of lítið til að draga ályktanir freistast maður þó til að líta svo á að þeir sem höfðu minnstu og stystu kynnin af barnsmóðurinni áður en til barneigna kom áttu í minnstum sam- skiptavandamálum. Þeir sem voru tengdastir barnsmóðurinni áttu í mestum erfiðleikum sem er mjög at- hyglisvert. Það var eins og þeir fyrr- nefndu gætu skapað formleg sam- skipti sem hægt var að leysa á kurteislegan máta en tilfinningarnar þvældust fyrir hinum.“ Hvað er mikilvægast fyrir móður- ina að hafa í huga? „Ég held að konur verði að gera sér grein fyrir því eins og einn af mínum viðmælendum segir að barnið er ekki þeirra einkaeign, faðirinn á það líka. Hér erum við einmitt komin inn á mikilvæga hindrun sem er þetta algjöra valdleysi þessara feðra frá upphafi til enda. Þeir geta ekki tekið ákvörðun um hvort móðirin eigi barnið eða fari í fóstureyðingu, það er í eðli sínu á valdi móðurinnar að taka þá ákvörðun. Móðirin ætti hins vegar ekki að hafa einræðisvald yfir því hvort barnið fær að eiga föður eð- ur ei og mér finnst að það þurfi að skerpa á þessu með lögum og reglu- gerðum.“ Hefur aldur barnsins áhrif á tengslamyndun þess við föður sinn? „Það eru til margar kenningar fræðimanna um þetta sem ekki ber öllum sam- an. Mín persónulega skoðun er sú að því fyrr sem fólk umgengst barn- ið sitt því nánari verði tengslin og það sé erfitt að mynda djúp tengsl við manneskju sem maður hefur ekkert umgengist svo heitið getur. Það vekur mann þó til umhugsun- ar að einn feðranna náði góðum tengslum við barnið sitt þótt hann hafi ekki byrjað að umgangast það af ráði fyrr en eftir að það varð fimm ára. Hann virðist vera að vaxa hratt inn í tengslin við barnið. Á þessum tímapunkti virðist hann sjálfur tilbú- inn til að mynda tengsl.“ Höfðu feðurnir áhyggjur af því að kunna ekki að „meðhöndla“ börnin? Fjarstaddir feður Fjarstaddir feður eru menn sem ekki eru í sambúð eða sambandi við barnsmóður sína við fæðingu barns, jafnvel ekki meðan á meðgöngu stendur. María Ólafsdóttir ræddi við sérfróðan hjúkrunarfræðing um hlutskipti þessara manna – sem flestir hverjir þrá að vera umhyggjusamir feður. Morgunblaðið/Arnaldur Morgunblaðið/Jim Smart „Samfélagið talar hvergi um þessa menn og þeirra þarfir,“ segir Sig- ríður Magnúsdóttir.Vonast til að ritgerðin opni umræðu úti í samfélaginu Barnið er ekki einka- eign móð- urinnar Þögnin er algjör og rétt- indin nær engin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.