Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 6
Á slóðinni www.eyjafjordur.is, er að finna ýmsar upplýsingar um það sem er á döfinni í Eyjafirði.  Í TILEFNI af 250 ára afmæli British Museum í London, er boðið upp á drykki og mat sem minna á þessa gömlu tíma, á Great Court-veitingastaðnum sem er rétt hjá safninu. Síðdegiste frá árinu 1753 er á boðstólum, auk rétta sem sagðir eru hafa verið algengir fyrir um 250 árum svo sem kalkúnn með plómum og marmelaðiterta. Síðdegiste frá árinu 1753 Frekari upplýsingar á vefsíðunni: thebritishmuseum.ac.uk NÝLEGA var opnað lítið gisti- hús í Búrgundarhéraði í Frakk- landi sem ber nafnið Le Bourg. Bresk hjón keyptu gamalt hús, gerðu það upp og bjóða nú ferðalöngum gistingu og mat. Húsfreyjan á bænum, Carol- yn Scallan, er af íslenskum ættum, móðurafi hennar var íslenskur, Jón Þórðarson skip- stjóri, sem lengi bjó í Hull, en er nú látinn. Staðurinn er um það bil mitt á milli Parísar og Alpafjalla eða Miðjarðarhafsins og hentar því vel sem næturstaður bæði fyr- ir þá sem eru á leið á sólar- strönd á sumrin og í skíðaferð á veturna. Le Bourg er um það bil mitt á milli Parísar og Alpafjalla eða Miðjarðarhafsins. Húsfreyja á frönsku gisti- heimili af ís- lenskum ættum Nánari upplýsingar fást hjá John og Carolyn Scallan, 71330 Sens-sur- Seille, Frakklandi. Símanúmerið er 00354-33 (0)3 85 74 75 25 Netfangið er bookingsl@bandb-burgundy.com. Veffangið er www.bandb-burgundy.com.  SÍFELLT fleiri bóka hótelherbergi í gegnum Net- ið, en þá er auðveldara að bera saman verð og gæði, að því er segir í frétt á standby.dk. Um 20% Dana pöntuðu sér gistingu á fyrri helmingi ársins á Netinu. Hótelstjóri Hotel Marit- ime, Jens Zimmer Christensen, segir að mikilvægt sé fyrir hótelin að átta sig á möguleikum Netsins og hve gagnsætt það er. Hótelstjórar eigi því að kapp- kosta að bókunarleiðir á Netinu séu sem greiðfær- astar fyrir væntanlega gesti. Sífellt fleiri panta hótelgistingu á Netinu GISTIHEIMILIÐ Vopnafjörður var opnað fyrir nokkru þar sem áður var til húsa Hótel Tangi. Þar býðst gisting í 15 herbergjum, sem öll eru tveggja manna og án snyrtingar ef undan eru skilin tvö ný herbergi, annað þeirra er með sturtu en hitt með snyrtingu. Hjónin Björn Magnússon og Jóhanna Jörg- ensen tóku við rekstrinum í vor en þau reka einnig veitingastað í sama húsi og bar sem kall- ast Veðurbarinn, en þar eru oft uppákomur. „Við fáum stundum hljómsveitir til að spila eða trúbodora en gætum þess þó að næturgest- ir okkar verði ekki fyrir ónæði,“ segir Björn. Björn og Jóhanna hafa lengst af búið í sveit, en Björn var lengi bóndi að Svínabökkum í Vopnafirði en fyrir nokkrum árum fluttu þau í kaupstaðinn. Á veitingastað Gistiheimilis Vopnafjarðar býðst morgunmatur en einnig er opið í hádeg- inu og á kvöldin, og á boðstólum er réttur dags- ins auk annarra veitinga af léttara taginu. Húsið þar sem Gistiheimilið Vopnafjörður er nú rekið á sér langa sögu. Þar var verbúð á síld- arárunum, skrifstofur Tanga og Útvegsbank- inn var þar einnig um tíma, og Landsbankinn. Gistiheimilið Vopnafjörður er eina gistiheim- ilið í bænum en þar er unnt að fá upplýsingar um helstu ferðamöguleika sem bjóðast á svæð- inu. Opnunartími Gistiheimilisins er frá klukkan 8–23 virka daga en um helgar er opið lengur. Nýtt gistiheimili á Vopnafirði Heimilisfangið er Hafnarbyggð 17, 690 Vopnafjörður. Símanúmerið er 4731840. Heimasíða: www.gistiheimilid.vopnafjordur.is Netfang: gistiheimili@vopnafjordur.is Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Nýlega opnaði Gistiheimili Vopnafjarðar. Þar er einnig veitingastaður og bar. UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ ferðamála á Hvolsvelli flutti ný- lega í nýtt húsnæði að Austur- vegi 4. Þjónustan er sams kon- ar og verið hefur en þar eru veittar upplýsingar um ferða- möguleika á Suðurlandi, seldir eru miðar í ferðir og afþreyingu af ýmsu tagi og unnt er að bóka gistingu, að sögn Margrétar Einarsdóttur, starfsmanns Upplýsingamiðstöðvarinnar. „Meirihluti þeirra sem leita til okkar eru erlendir ferða- menn en Íslendingar gætu án efa notið meira góðs af þeirri þjónustu sem hér er í boði. Það er því ástæða til þess að hvetja þá til þess að koma hingað og kynna sér starfsemina.“ Í Upp- lýsingamiðstöðinni er veittur aðgangur að Netinu, klukkutím- inn kostar 200 krónur. Auk þess eru seldar þar ferðabækur af ýmsu tagi, landakort, póst- kort, frímerki og fleira. Upplýs- inga-miðstöðin hefur einnig um- sjón með tjaldstæðinu á Hvolsvelli Opið er í Upplýsinga- miðstöðinni frá kl. 10–12.30 og 13.30–19 virka daga og 10–14 um helgar. Upplýsinga- miðstöðin á Hvolsvelli í nýtt húsnæði Símanúmerið er 487 8043 og netfangið er tourinfo@hvolsvöllur.is Grænlandssýningin stendur út júlí en er opin alla daga vikunnar frá 8.30 til 18.00. Nánari upplýsingar um ferðamöguleika til Græn- lands er að finna í fjölda bæklinga á sýningunni og vefslóðinni: www.greenland.com. NÝLEGA var opnuð Grænlands- sýning í Ingólfsnausti á annarri hæð Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna við Aðalstræti 2. „Sýningin miðar að því að kynna fyrir Íslendingum sem og öðrum gestum ferðamöguleika til Grænlands frá Íslandi,“ segir Dóra Magnúsdóttir, verkefnis- stjóri ferða- og markaðsmála hjá Höfuðborgarstofu. Fjarlægðir eru litlar á milli landanna tveggja en samt sem áður er Grænland nánast óþekkt á meðal margra Íslendinga, að mati Dóru. „Landið hefur upp á margt að bjóða, endalausan hvítan jökul- inn, hundasleðaferðir, fjölskrúð- ugt mannlíf og menningu, göngu- leiðir, einstakt dýralíf og þar fram eftir götunum. Grænlend- ingar leggja því mikla áherslu á að auka ferðamannastrauminn.“ Sérstakur bæklingur verður prentaður í tengslum við sýning- una um ferðamöguleika til Græn- lands frá Íslandi. Almennar upplýsingar Á fyrstu hæð Upplýsingamið- stöðvar ferðamanna í Aðalstræti er að finna fjölbreyttar upplýsingar um ferðamöguleika hérlendis. „Því er upplagt að hefja ferðalagið innanlands í hjarta höfuðborgarinnar og fá þar helstu upplýsingar um þjón- ustu, náttúrufar og sögu, áhuga- verða staði, afþreyingu og gisti- möguleika áður en haldið er af stað. “ Sýningin um Grænland stendur yfir í Upplýsingamiðstöð ferðamanna við Aðalstræti út júlímánuð. Morgunblaðið/Arnaldur Grænlandssýning opnuð  VEL er fært til göngu á Herðubreið og frá um miðjum júlí má reikna með að unnt sé að fara alla leiðina á auðu. Frá fjallsrótum upp á axlir er vel klukkustundar gangur og þaðan er um hálftími á tindinn þar sem er að finna vörðu með gestabók. Reikna má með að glíman við fjallið taki því um þrjár til fjórar klukkustundir. Sæmileg jeppaslóð er af Öskjuleið undir Töglum og allt að uppgöngustað vestan undir fjallinu. Greinileg gönguslóð er síðan upp hlíðina og best að fylgja henni. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Halldórsson Herðubreið vel göngufær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.