Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 B 11 ferðalög Hvert var tilefni ferðarinnar? Maðurinn minn, Mich- ael J. Kissane, átti afmæli. Við ákvaðum að vera að heiman þann dag og hann kaus að fara á norðanverða Vestfirði, enda hafði hann ekki komið þangað áður. Hvaða leið fóruð þið? Við fórum vesturleiðina sem er afar skemmtileg og nokkuð greiðfær. Um eittleytið var ekið af stað frá Reykjavík til Stykkis- hólms, en ætlunin var að taka ferjuna Baldur. Á meðan við biðum eftir siglingunni settumst við niður í Sjávar- pakkhúsinu og fengum okkur Sviss mokka og vöfflur. Ferjan stoppaði í Flatey, þar sem eyjaskeggjar virðast bíða eftir ferjunni með mikilli eftirvæntingu og brosa yfirleitt breitt við komu hennar. Við ókum frá borði í Brjánslæk í ágætisveðri og keyrðum að Flókalundi en við ákváðum að gista í svítunni þar. Um kvöldið gædd- um við okkur á glæsilegu sjávarréttahlaðborði. Að því loknu förum við í gönguferð um ströndina þar sem kajakræðarar voru að leggja að með mikið hafurtask. Hvað gerðuð þið á afmælisdaginn? Þann dag var sól og blíða. Að loknum síðbúnum morgunverði spurði ég stúlkurnar hvort eitthvað væri eftir af reykta og grafna laxinum frá kvöldinu áður og bað þær um að smyrja nokkrar samlokur fyrir okkur. Síðan var haldið af stað yfir Dynjandisheiði, en sá vegur var nýverið endurnýj- aður og að Fjallfossi þar sem var enn hlýrra en á Flóka- lundi. Fyrst var gengið upp með fossunum og niður og síðan hugað að lautarferð í úðanum af fossinum, en við þær aðstæður er minna mý. Að venju var breitt úr rauðköflótta teppinu og írska líndúknum með sam- stæðum munnþurrkum. Örlitlu ferðavínglösin voru tek- in fram svo að hægt væri að skála í hvítvíni fyrir af- mælisbarninu á meðan krásirnar væru borðaðar, en við höfðum líka tekið osta og kex með okkur. Eftir smáhvíld var lagt af stað að Hrafnseyri þar sem safn Jóns Sigurðssonar var skoðað og hlustað á píanó- leik safnvarðar áður en við fengum okkur kaffi með kleinum. Hvert fóruð þið að þessu loknu? Næsta stopp var í Skrúði, sem er elsti skrúðgarður landsins og er hann mjög skemmtilegur. Enn skein sól og við ókum áfram alla leið til Ísafjarðarbæjar þar sem við dvöldum í mjög góðu yfirlæti á Hótel Ísafirði meðan á heimsókn okkar stóð. Við ákváðum að fá okkur kvöldverð í Faktorshús- inu í Efstakaupsstað, sem er skemmtilegt, gamalt hús rétt við lystigarðinn og er hægt að snæða inni eða úti. Einungis er boðið upp á nokkra rétti en þeir reyndust allir ágætir, þá daga sem við borðuðum þar. Eftir mat- inn gengum við yfir í Tónlistarskólann til þess að hlusta á lokatónleikana á tónlistarhátíðinni Við Djúpið, sem haldin var í fyrsta sinn í ár. Að loknum ágætum tón- leikum var boðið í teiti í Tjöruhúsinu og þar með lauk vel heppnaðri dagskrá afmælisferðarinnar í prýðis- veðri sem hélst reyndar í þá tæpu viku sem við vorum á Ísafirði. Í júní sl. fór Ellen Mooney ásamt eiginmanni sínum, Michael J. Kissane, til Vestfjarða. Þau fóru m.a. í lautarferð að Fjallfossi, skoðuðu elsta skrúðgarð landsins og safn Jóns Sigurðs- sonar á meðan safnvörðurinn lék á píanóið. Fossinn Dynjandi er í Arnarfirði. Ljósmynd/Ellen Mooney Á afmælisdaginn var farið í lautarferð við Fjallfoss. Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð opnar ár hvert þann 17. júní og er opið alla daga til ágústloka. Þar er einnig veitingasala í burstabænum. Keyrt um Vestfirði í til- efni afmælis Eftirminnileg ferð Ljósmynd/Michael J. Kissane Ljósmynd/Michael J. Kissane JÚLÍ 18–27. Siglingadagar á Ísafirði. Tíu daga hátíðar- höld tengd sjó og sjóíþróttum á Ísafirði. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin á vegum Ísafjarðarbæjar og Sæfara, fé- lags sjóíþróttamanna á Ísafirði. Aðstaða er til fjölbreyttra sjóíþrótta við Ísafjarðardjúp, Jökulfjörð og Hornstrandir. Á dagskrá er m.a. kajaknámskeið, sjó- skíðasýning, sjóstangaveiði og dansleikir af ýmsu tagi. Heimasíða Siglingadaga 2003 er á www.isafjordur.is/siglingadagar netfang ulfar@netos.is 19. Gengið meðfram Þingvallavatni. Gangan er á vegum Upplýsingamiðstöðvar Suður- lands og hefst kl. 13 við Vatnskot. Rölt er með ströndu Þingvallavatns og fjallað um þróun fiska og lífríki Þingvallavatns. Nánari upplýsingar á vefslóðinni www.sudurland.net/info/ 14.–20. Gönguferðir á Gásum. Gönguferðir með leiðsögn á Gásum, verslunarstaðnum frá miðöldum. Leiðsögn verður um uppgraft- arsvæðið á Gásum í júlí og ágúst meðan á fornleifauppgreftri stendur. Mánudaga til föstudaga kl. 13, 14 og 15.30 og laugar- daga kl. 11.30, 13, 14 og 15.30. Að- gangseyrir 300 krónur. Staðsetning: Hörgárbyggð í Eyjafirði. Heimasíða: www.gasir.is 20. Fjölskylduhátíð í Borgarfirði. Í tilefni af Evrópuári fatlaðra hefur Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi ákveðið að halda Fjölskylduhátíð í Holti í Borgarbyggð frá klukkan 13–17. Hátíðin er hugsuð sem liður í að kynna þá þjónustu sem Svæðisskrifstofa Vestur- lands hefur upp á að bjóða. 19.–20. Hestamannamót á Kaldármelum. Hið ár- lega Hestamannamót Snæfellings verður með glæsilegra móti núna, þar sem Snæ- fellingur á afmæli. Opið mót fyrir kepp- endur af Vesturlandi og ball á laugardags- kvöldinu. Nánari upplýsingar á www.skessuhorn.is Vikan framundan www.hoteledda.is Ítalía 17.205 kr.* 7 dagar miðað við flokk B Innifalið ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattur. Flórída 18.837 kr.* 7 dagar miðað við flokk A Innifalið ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattur. Spánn Alicante 13.109 kr.* 7 dagar miðað við flokk A Innifalið ótakmarkaður akstur, áfylling af bensíni, kaskó, ábyrgðar- trygging, einn auka bílstjóri, skattur og flugvallargjald. Ætlarðu til Mombasa, út á Dalvík, til New Orleans eða upp á Brávallagötu? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 16 61 0 7/ 20 03 Sími: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 600 Fax: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 650 Netfang: hertz@hertz.is *Ekkert bókunargjald. Með AVIS kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald. Verona kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk Bologna kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk Milano kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk www.avis.is Við gerum betur Ítalía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.